Lausnarorðið á Íslandi þessa dagana virðist fyrir mörgum vera
aðeins eitt; Evran. Það á jafnt við seka og saklausa, þá fáu sem
orsökuðu hrunið og hina mörgu sem eru fórnarlömbin. Hinir seku
kenna evruleysi landsins um ófarir eigin fyrirtækja og fela eigin
vanhæfni í leiðinni, hinir saklausu eru margir tilbúnir að grípa
hvaða hálmstrá sem býðst ef það leiðir okkur út úr ógöngunum. Það
virðist stafa af þessu lausnarorði ljómi sem birgir mönnum sýn á
annað. Þar sem forsenda upptöku evrunnar er að Ísland gangi í
Evrópusambandið þá virðist samkvæmt sömu nauðhyggju óhjákvæmilegt
að sækja um inngöngu. Það auðveldar þeim lífið sem gera sér
pólistískan mat úr þessu ástandi, ala á Evru-trúnni öllum stundum
og hafa fram að þessu fitnað eins og púkinn á fjósbitanum. En látum
liggja milli hluta hversu ...
...Afstaða, sem er félag fanga, segir að skýringar lögreglu á
handatöku Hauks geti ekki verið neitt annað en fyrirsláttur.
Fangelsi eru yfirfull og á þriðja hundrað manns á biðlista eftir
afplánun. "Félagið gefur þær skýringar á staðhæfingum sínum að í
því ástandi sem nú ríkir í fangelsismálum, þar sem fangelsin séu
stútfull, sé engin hætta á að þeir sem skulda sektir séu teknir með
sama hætti og Haukur enda bíði menn með dóma fyrir miklu alvarlegri
brot afplánunar". Hvers vegna var Haukur þá handtekinn daginn fyrir
fjöldamótmæli? Töldu stjórnvöld manninn svo hættulegan að...
Tímasprengja kapítalismans er sprungin í Írak norðursins. Og
drunurnar bergmála um almanakið, vikur, mánuði og ár. Heimatilbúin
sjálfsmorðsklasasprengja, sprakk inní þjóðarsálina, særði stolt
hennar og braut efnahagslega sjálfsvirðingu í mél í beinni
útsendingu á flatskjá fjölmiðlafrelsisins. Krónan er komin í
neyðarmóttöku fyrir þolendur efnahagsafbrota, niðurlægð og svívirt
með brotna sjálfsmynd og bíður eftir dollaraplástri. Ríkisstjórn
frjálshyggjunnar, vitorðsmenn spillingar og valdníðslu, með
krónískt gróðapungsig, sat við veisluborð upptekin við að hygla
sjálfri sér, bestu vinum sínum og skyldmennum þegar ...Nú er fátt
til úrræðis en að strjúka rykið af fornaldarfrægðinni, sem var
lokuð inni í sprengiheldum bókhlöðum og rifja upp hvað það var sem
gerði okkur að þjóð fyrir meira en þúsund árum í stað þess að láta
gerspillta og fávísa valdhafa kúga okkur í hraðferð til ...
...Góðærið var þjófnaður. Á árum áður var notað orðið arðrán,
sem þýðir að arðinum af vinnu almennings er rænt. Það er það sem
gerðist. Hefur eitthvað tapast? Engin hús hafa brunnið í eldsvoðum
eða hrunið í jarðskjálftum. Enginn hefur sett jarðskálftana í sumar
í samhengi við það sem nú dynur yfir. Eldgos hafa ekki lagt lönd í
eyði. Það hefur ekki orðið uppskerubrestur eða aflabrestur, engin
snjóflóð hafa eyðilagt mannvirki og langt er liðið frá meiriháttar
skipsskaða. Ekkert hefur eyðilagst. En margir hafa tapað þótt
ekkert hafi brunnið, hrunið eða sokkið. Það er jafnrangt að líkja
kreppunni við...
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ... Stefán Karlsson
Leiðtogahjörðin á liðinni stund lyftist á tá hver einasta Hrund þær sér útvöldu sitt ágæti töldu og heimsyfirráð vildu eftir fund. Höf. Pétur Hraunfjörð.
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur til nánari skoðunar landinn hvetur þeir vinahóp töldu og ættmenni völdu í eftir á meðferð sjáum hvað setur. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt. Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT. Jóhannes Gr. Jónsson
Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“ Áætlunin, í sautján liðum, var birt í „samráðsgátt“ þann 4. janúar síðastliðinn. Næsta mál gæti heitið „Varnir gegn illsku heimsins“, eða „Aðgerðaráætlun gegn ranglæti heimsins.“ Í tillögunni gegn „hatrinu“ er þó viðurkennt að ...
„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...
Kaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ...
Það er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ...
Útbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...
Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...