Frjálsir pennar 2008
...Má hugsa sér að búa til réttlátari vísitölu, jafnvel böndu af
bygginga-, launa-, og neysluvöruverðs vísitölum? Í öllu falli er
ljóst að lántakandinn ber kúfinn sem myndaðist vegna verðbólgu á
árinu 2008 í mörg ár, jafnvel þótt laun hans standi í stað eða
lækki. Eitt ætti að blasa við: verkalýðshreyfingin og
lífeyrissjóðirnir eiga að hafa frumkvæði að umræðum um skynsamlega
lausn á þessum brennandi vanda. Hver sú lausn er skal ósagt látið
hér, en launafólk má ekki fá á tilfinninguna að
verkalýðshreyfingunni sé nákvæmlega sama - starfi eins og hver
annar banki í gegnum lífeyrissjóðina. Hin fjölmenna
millistétt sem nú lætur að sér kveða undir forystu listamanna (hve
úthaldsgóð hún verður er annað mál) virðist líta á hreyfinguna eins
og ráðuneyti, eða seðlabanka eða ...
Lesa meira
....Stórkostlegar auðlindir umvefja okkur allt um kring,
fiskurinn i sjónum er okkar eiginlega verðtrygging, náttúran
heillar fólk um allan heim, og mannauðurinn sem hér býr er
takmarkalaus ef við kunnum að gefa því gaum. Það gerum við hins
vegar aldrei ef við líðum ósannsögli, óheiðarleika og loddaraskap
hjá íslenskum ráðamönnum. Þau verða að fara að læra, þótt fyrr
hefði verið, að fólkið í landinu krefst ekki bara áferðarfallegrar
ímyndar, það krefst innihalds. Heiðarleiki er lykillinn að
upprætingu spillingar, upplýsingar upp á borðið er lykillinn að
betri stjórnsýslu, þátttaka allra er lykillinn að alvöru lýðræði.
Og nú er ég búin að skrifa alltof langt mál hér í örpistli á
heimasíðu. Það sem ég vildi sagt hafa er einfalt: Gleðileg jól kæru
landar nær og fjær, íbúar Íslands af öllum uppruna og fleiri til,
ekki síst þið Færeyingar! Megi gæfa og gleði fylgja ykkur öllum á
nýju ári. Og megum við í framtíðinni bera happ til að velja
heiðarleika sem fyrstu kröfu til allra okkar fulltrúa og stefnu til
framtíðar....
Lesa meira
Ríkisstjórn þeirra Geirs og Ingibjargar hefur boðað lagasetningu
svo hægt sé að lækka laun æðstu embættismanna ríkisins
"tímabundið," þ.e. þeirra embættismanna sem taka laun samkvæmt
úrskurði Kjaradóms. Þetta virðist vanhugsað eins og svo margt annað
sem frá þeim hefur komið þessa haustmánuði, enda aðallega ætlað sem
einhvers konar sykur á þá beisku pillur sem landsmönnum er ætlað að
gleypa á næstunni, tilraun til að telja fólki trú um að
ríkisstjórnin ætli að láta þá efnameiri bera sínar byrðar eins og
lýðinn. En hér er þó ýmislegt að athuga. Í fyrsta lagi nær þessi
"launalækkun" aðeins til frekar fámenns hóps. Ekki er hreyft við
öðrum auðmönnum í þjóðfélaginu og virðast ekki neinar áætlanir
hafðar upp í þá veru. Tekið er fram að lækkunin sé tímabundin,
gildi kannski í tvö til þrjú ár. Þá verða laun þeirra "æðstu"
hækkuð aftur. Ekki er ljóst hvort þeir muni...
Lesa meira
Lausnarorðið á Íslandi þessa dagana virðist fyrir mörgum vera
aðeins eitt; Evran. Það á jafnt við seka og saklausa, þá fáu sem
orsökuðu hrunið og hina mörgu sem eru fórnarlömbin. Hinir seku
kenna evruleysi landsins um ófarir eigin fyrirtækja og fela eigin
vanhæfni í leiðinni, hinir saklausu eru margir tilbúnir að grípa
hvaða hálmstrá sem býðst ef það leiðir okkur út úr ógöngunum. Það
virðist stafa af þessu lausnarorði ljómi sem birgir mönnum sýn á
annað. Þar sem forsenda upptöku evrunnar er að Ísland gangi í
Evrópusambandið þá virðist samkvæmt sömu nauðhyggju óhjákvæmilegt
að sækja um inngöngu. Það auðveldar þeim lífið sem gera sér
pólistískan mat úr þessu ástandi, ala á Evru-trúnni öllum stundum
og hafa fram að þessu fitnað eins og púkinn á fjósbitanum. En látum
liggja milli hluta hversu ...
Lesa meira
...Afstaða, sem er félag fanga, segir að skýringar lögreglu á
handatöku Hauks geti ekki verið neitt annað en fyrirsláttur.
Fangelsi eru yfirfull og á þriðja hundrað manns á biðlista eftir
afplánun. "Félagið gefur þær skýringar á staðhæfingum sínum að í
því ástandi sem nú ríkir í fangelsismálum, þar sem fangelsin séu
stútfull, sé engin hætta á að þeir sem skulda sektir séu teknir með
sama hætti og Haukur enda bíði menn með dóma fyrir miklu alvarlegri
brot afplánunar". Hvers vegna var Haukur þá handtekinn daginn fyrir
fjöldamótmæli? Töldu stjórnvöld manninn svo hættulegan að...
Lesa meira
Tímasprengja kapítalismans er sprungin í Írak norðursins. Og
drunurnar bergmála um almanakið, vikur, mánuði og ár. Heimatilbúin
sjálfsmorðsklasasprengja, sprakk inní þjóðarsálina, særði stolt
hennar og braut efnahagslega sjálfsvirðingu í mél í beinni
útsendingu á flatskjá fjölmiðlafrelsisins. Krónan er komin í
neyðarmóttöku fyrir þolendur efnahagsafbrota, niðurlægð og svívirt
með brotna sjálfsmynd og bíður eftir dollaraplástri. Ríkisstjórn
frjálshyggjunnar, vitorðsmenn spillingar og valdníðslu, með
krónískt gróðapungsig, sat við veisluborð upptekin við að hygla
sjálfri sér, bestu vinum sínum og skyldmennum þegar ...Nú er fátt
til úrræðis en að strjúka rykið af fornaldarfrægðinni, sem var
lokuð inni í sprengiheldum bókhlöðum og rifja upp hvað það var sem
gerði okkur að þjóð fyrir meira en þúsund árum í stað þess að láta
gerspillta og fávísa valdhafa kúga okkur í hraðferð til ...
Lesa meira
...Góðærið var þjófnaður. Á árum áður var notað orðið arðrán,
sem þýðir að arðinum af vinnu almennings er rænt. Það er það sem
gerðist. Hefur eitthvað tapast? Engin hús hafa brunnið í eldsvoðum
eða hrunið í jarðskjálftum. Enginn hefur sett jarðskálftana í sumar
í samhengi við það sem nú dynur yfir. Eldgos hafa ekki lagt lönd í
eyði. Það hefur ekki orðið uppskerubrestur eða aflabrestur, engin
snjóflóð hafa eyðilagt mannvirki og langt er liðið frá meiriháttar
skipsskaða. Ekkert hefur eyðilagst. En margir hafa tapað þótt
ekkert hafi brunnið, hrunið eða sokkið. Það er jafnrangt að líkja
kreppunni við...
Lesa meira
Í september blaði Sjúkraliðans birtist bréf frá þér til Ögmundar
Jónassonar, bréf sem Ögmundur hafði reyndar þegar birt á heimasíðu
sinni. Þar sem bréfið fjallar að miklu leyti um samkomulag
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) við fjármálaráðherra f.h.
ríkissjóðs frá 9. júlí 2008, ákvað ég að skrifa þér lítið "letters
bréf". Ég hefði reyndar kosið að þú hefðir haft samband við
mig áður en þú skrifaðir Ögmundi bréfið, því þá hefði ég getað
skýrt fyrir þér þá hugsun sem liggur að baki samkomulaginu og
leiðrétt misskilning. Að mínu mati er mikilvægt að muna að
kjarasamningar eru hluti af starfskjörum launamanna. Hið sama
gildir um starfsumhverfi. Ég tel afar mikilvægt að samhengi
sé á milli þessara tveggja þátta. Jákvæðasta starfsumhverfi
fyrir hjúkrunarfræðinga og aðrar vaktavinnu- og kvennastéttir er
m.a. að...
Lesa meira
...Þegar þjónustufulltrúinn í bankanum sagði: Blessuð, þú
ert með sparnaðinn þinn á aðeins 11% vöxtum. Hérna er sjóður
með 23% vöxtum, alveg gulltryggður. Fæðru aurana yfir í
hann. Auðvitað trúði fólk þessu,...Getum við treyst þeim
stjórnmálamönnum sem hafa kynt undir bálinu eða a.m.k. horft á
aðgerðarlausir þrátt fyrir viðvaranir, sem þessir velvitandi hlógu
að? Það er talað um að gera úttekt á málinu, gefa út hvít
bók. Það hlýtur að verða kolsvört bók. Við getum ekki
treyst mörgum Íslendignum til þess. Í verkið verða að fara
færustu erlendir sérfræðingar sem völ er á, til þess að vinna
verkið þarf algerlega hlutlausa aðila. Og þegar
endurreisnin hefst verðum við að ganga hægt um. Því miður
hefur okkar þjóð oft haft til siðs að vaða fram án þess að gá niður
fyrir fætur sér. Þetta reddast. En það reddast ekki í
höndum misviturrra landa okkar, bankamanna, eftirlitsmanna og ekki
síst stjórnmálamanna. Vonandi verða þessir ....
Lesa meira
Á yfirstandandi bulltímum um
,,þjóðarsamstöðu" gengur nú ríkisstjórnin með betlistaf að
lánasnapi þannig að skuldsetja megi hvert íslenskt heimili
um tugi milljóna. Aðeins eitt stórlánið sem fer strax til
skuldagreiðslu, þetta frá Alþjóðabankanum og Norðurlöndunum leggur
sig á 16 milljónir á hvert íslenskt heimili segir
Viðskiptablaðið. Nú á ríkið að skrá sig að auki fyrir
hundraða milljarða skuld við breska ríkið vegna
Landsbanka-glæpanna. Áfram verður strokkað því mörg
önnur Evrópuríki undirbúa álíka kröfugerð. Glitnis...
Allt þetta ferli er sönnun á að ráðmenn Íslands telja sig meðseka
og ábyrga fyrir þeim efnahags-landráðum,sem framin hafa verið
undanfarin ár. Allt taut Geirs Haarde um frábæra stöðu ríkissjóðs
ber vott um ófyrirgefnalegar blekkingar. Málið snýst ekki einungis
um kunna ágalla kapítalisma og nýfrjálshyggju. Þetta er
afbrotamál sem snýst um stórþjófnaði, peningaþvætti,
skjalafals, bókhaldssvik, ótrúlega fjárglæfra...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum