Frjálsir pennar 2008
Eftir hrunadans kapítalismans á Íslandi er spurning hvað á að
gera við rústirnar hér á Reykjavíkursvæðinu þar sem snúningurinn um
gullkálfinn var hvað hraðastur. Víða standa hálfbyggðar
íbúðablokkir og smám saman hlýtur nú að takast að ljúka við þær.
Líklega er verra með margs konar skrifstofuhallir, sem lítil
verkefni verða fyrir í nánustu framtíð. Þeim ætti þó að vera hægt
að breyta fyrir einhvers konar léttan iðnað eða jafnvel í íbúðir.
En eitt er það hús sem mjög er óljóst hvað hægt er að gera við,
svokallað ráðstefnu- og tónlistarhús við Austurhöfnina. Til þess
var stofnað af sjálfumgleði og ofmetnaði hins nýríka. Valinn var
líklega aldýrasti grunnur...
Lesa meira
Fyrir um tveimur árum síðan bentir þú á að jöfnuði og réttlæti á
Íslandi væri ekki fórnandi fyrir bankanna. Frekar mættu hinir
síðarnefndu fara úr landi en að það gerðist. Við þekkjum báðir
hversu margir bjuggust ókvæða við og réðust að þér og flokki okkar
Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Í ljósi nýjustu tíðinda er
fróðlegt að rifja upp ummæli manna. Veit að lesendur síðunnar hafa
áhuga því að skoða eftirfarandi hlekki (persónulega finnst mér að
margir skuldi þér afsökunarbeiðni). Sjá eftirefarandi
slóðir....:
Lesa meira
Á tímum sem þessum þarf að vanda sig verulega því orð eru dýr og
gjörðir líka. Fólk er dofið, hrætt og lifir í óvissu með framtíðina
og færri en oft áður eru í stakk búnir til að taka þátt í
lýðræðilegri umræðu. Þetta er hættulegt ástand. Fólk er sofandi á
verðinum, fjölmiðlum snarfækkar og allir prentmiðlar eru allt í
einu komnir í eigu sama fólks sem með svo árangursríkim hætti hefur
komið þjóðinni í skuldafangelsi til framtíðar. Aldrei hefur
hins vegar verið mikilvægara að tala saman, skiptast á skoðunum,
vanda til ákvarðana og veita stjórnvöldum aðhald.
Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég heyrði í
álitsgjafa í Silfri Egils í gær segja eitthvað á þá leið að nú megi
ekki eyða tíma í að koma á framfæri pólitískri sýn í kynjapólitík
eða Evrópuhugsjón eða svoleiðis. Nú þurfi að bjarga landinu.
Einmitt það já. Þetta eru þær raddir sem ...
Lesa meira
Þjóðin hefur á nýjan leik eignast Landsbankann og Glitni. Það er
víst hálfvegis búið að banna fólki að ásaka þá óráðsíumenn sem
keyrðu bankann í þrot með vafasömum fjárfestingum og margs háttar
einkasukki, svo ekki skal farið út í það að sinni. Eðlileg krafa er
þó að sækja þau verðmæti sem hægt er að handfesta hér á landi og
óráðsíumennirnir hafa hrifsað til sín af eignum bankans og ekki
komið undan til útlanda. Hins vegar er ástæða til að velta fyrir
sér hvernig hægt er að nota "eignasafn" bankans þjóðinni til
hagsbóta. Ekki seinna en á morgun á að taka málverkasafn
Landsbankans, sem...
Lesa meira
Það er fullkomlega óáhugavert hvort við stöndum með Davíð
Oddssyni eða Jóni Ásgeiri í uppgjöri síðustu daga. Við megum ekki
láta troða okkur í þá skítaholu að taka afstöðu með mönnum
sem bera báðir ábyrgð á ástandinu. Davíð fór fremstur í flokki
einkavæðingarinnar og lét bankana fyrir lítið fé vegna
hugmyndafræði sem hefur úrelst hraðar en mjólkin í ísskápnum
síðustu daga. Þá talaði Jón Ásgeir ekki um bankarán, en einkavæðing
ríkisbankanna var sennilega stærsta bankarán Íslandssögunnar ef við
ætlum að metast á annað borð. Jón Ásgeir tók glaður þátt í breyttu
umhverfi sem gerði honum kleift að höndla með milljarða til og frá
og hagnast á ógnarhraða. Jón Ásgeir, Björgúlfarnir, Bjarni
Ármannsson, Þorsteinn Már og aðrir bubbar nýttu sér til hins
ýtrasta lágmarks regluverk í anda nýfrjálshyggjunnar ásamt
einkavæðingu ríkisstjórnarinnar og biðu svo ...
Lesa meira
Það undrar mig hvers vegna Sigurði Kára Kristjánssyni er svo í
mun að níða niður ákvarðanir heildarsamtaka BSRB um að bjóða
þekktum fræðimönnum að fjalla um afleiðingar einkavæðingar
heilbrigðiskerfisins. Ég er búin að vinna með hléum í
heilbrigðiskerfinu frá því l968 og hef hlustað á margan
fyrirlesturinn um hvað nauðsynlegt sé að einkavæða helst sem mest,
svo að hægt sé að brjóta niður það heilbrigðiskerfi sem við höfum.
Eitt sinn hlustaði ég á ... Því hef ég verið mjög ánægð með það að
heildarsamtök mín, sem er BSRB, hafi undanfarin fjögur ár fengið
tvo virta fyrirlesara frá frændþjóðum okkar ...
Lesa meira
...Norðmenn hafa lagst gegn kerfinu á vettvangi NATO, enda er
kveðið á um það í stjórnarsáttmála norsku rauðgrænu
ríkisstjórnarinnar. Margir vonuðust til að íslensk stjórnvöld gerðu
hið sama eða tækju í það minnsta undir með Norðmönnum. En í
Kastljósþætti mánudaginn 25. ágúst var Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, utanríkisráðherra, spurð um gagneldflaugakerfið og
aðkomu NATO. Ingibjörg kannaðist ekki við að málið hefði verið rætt
á vettvangi NATO og gaf í skyn að hún kæmi ekki til með að styðja
slíkt kerfi ef það kæmi til umræðu innan hernaðarbandalagsins.
Þetta kom mörgum í opna skjöldu því þarna talaði sami
utanríkisráðherra og ...
Lesa meira
...Hér kemur m.a. til vanmat á gildi menningararfsins, þeirra
verðmæta sem felast í gömlum húsum og götumyndum þar sem beinlínis
má þreyfa á þróun bæjarins. Nær undantekningarlaust eru líka gömlu
húsin hlýlegri ásýndar en flest það sem í staðinn hefur komið. Í
húsverndarmálum er Stykkishólmur til algerrar fyrirmyndar en margt
hefur verið vel gert á Seyðisfirði, Ísafirði, Sauðárkróki og víðar.
Eyrarbakki hefur t.d. sloppið við flatnesku niðurrifs og
uppbyggingar og bærinn fyrir innan ána á Blönduósi (á suðurbakka
Blöndu) er forvitnilegur. Miklu víðar eru sveitarstjórnarmenn að
vakna til vitundar um að sinna sínum gömlu menningarverðmætum meðan
Reykvíkingar sitja eftir...
Lesa meira
Ég hef fylgst náið með ástandi mála í Tíbet og í Kína á meðan á
Ólympíuleikarnir hafa staðið yfir. Ég hef reynt að setja mig í spor
ráðamanna okkar og þeirra sem halda því fram að það sé rangt að
blanda saman íþróttum og pólitík. Þar hafa farið fremst í flokki
menntamálaráðherra Íslands, Þorgerður Katrín og íslenska
Ólympíunefndin.
En hafa kínversk yfirvöld sjálf virt þessar siðareglur Alþjóða
Ólympíusambandsins?
Það þarf ekki að kafa djúpt ofan í fréttir sem tengjast
Ólympíuleikunum til að sjá að svo er ekki.
Þegar kyndill fór í gegnum Lhasa í Tíbet...
Læt hér fylgja með bréf sem Tsewang Namgyal sendi á alla fjölmiðla
landsins en fékk hvergi birt...
Lesa meira
...En í sögulegu og pólitísku samhengi er eðlilegt að nota nú
hugtakið einkavæðing þegar rætt er um breytt rekstrarform
í heilbrigðiskerfinu. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins hafa unnið
markvisst að einkavæðingu og þeirri vinnu lauk alls ekki með myndun
núverandi ríkisstjórnar. Það er ljóst að stefnt er að því að færa
sem mest í einhverskonar einkarekstur sem einkaaðilar geta á annað
borð hagnast eitthvað á. Byrjað var á einfaldri einkavæðingu með
sölu bankanna, símans og annarra ríkisfyrirtækja en síðan er leitað
inn á svið skólakerfisins og heilbrigðiskerfisins og
annarrar ...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum