Frjálsir pennar 2008
Það sem rekur mig til að skrifa þér er nýgerður kjarasamningur
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem að mínu mati er víti til
varnaðar...Samningsréttinn eins og hann er þarf að taka til
gagngerrar endurskoðunar það er óverjandi og nánast óviðunandi að
hann sé óbreyttur. Það er ekkert sem réttlætir að einstök félög
hafi umboð til að fást við þá hluta samninga sem varða heildina og
grafa með gjörðum sínum undan samningum annarra. Það er mín skoðun
og hefur verið lengi að umboðið til að semja um einstaka
þætti kjarasamninga eigi að vera á hendi heildarsamtaka en ekki
einstakra félaga....
Lesa meira
Um daginn sagði vinur minn mér brandara. Stefán frá Möðrudal var
að sýna gestum sínum málverk og einn þeirra benti á Herðubreið og
sagði: "Er hún ekki of stór frá þessum sjónarhóli séð?" "Þú ættir
að sjá hana að innan."sagði Stórval. Í bókinni Draumalandinu segir
Andri Snær að halda mætti að Ísland væri stærra að innanmáli en
utanmáli. Ég hló. Menn tala alltaf um litla Ísland með stóru
ósnortnu víðernin og óþrjótandi óbeislaða orku. Á dögunum sá ég í
sjónvarpi Árna Johnsen og Elísabetu Jökulsdóttur ræða tónleika
Bjarkar og Sigurrósar til styrktar umhverfismálum. Elísabet stóð
sig vel en Árni tuggði orkusölulummuna og kallaði Björk barnalega.
Mér finnst Árni ...
Lesa meira
Nú er búið að stofna varnarmálaráðuneyti. Hver óvinurinn er
gegnir öðru máli. Nefndir hafa verið til sögunar Rússar, Talibanar,
hryðjuverkamenn og ef til vill fleiri... Í mínum huga er það
óvéfengjanlegt að helsti óvinur Íslendinga eru náttúruöflin:
jarðskjálftar, eldgos, snjóflóð, sjávarflóð, ofsaveður og fleira.
Varnir Íslands eru fólgnar í að verja okkur fyrir náttúruöflunum,
að svo miklu leyti sem það er hægt. Hver mínúta getur verið dýrmæt
og bjargað mannslífum.
Lesa meira
Það er engin metnaður til að andæfa... Það er engin gagnrýni á
hin geigvænlegu hernaðarútgjöld, þessa fjármuni sem sogast frá
knýjandi velferðarmálum yfir í eyðileggjandi og friðspillandi mátt
vopnanna. Það er dapurlegt að horfa á stjórnmálaforingja, sem hófst
til vegs á vettvangi kvenfrelsisbaráttunnar og hins frísklega
Kvennalista, sprikla í þessu fúla neti, öfgafyllstu birtingarmynd
karlveldisins.
Lesa meira
Umræðan um hugsanlega inngöngu Evrópusambandið virðist vera
orðin keppni um það hvaða sjálfstæðismaður getur sagt "aðild að ESB
snýst aðeins um hvar hagsmunum Íslands er best borgið" oftast í
einum sjónvarpsþætti. En er ekki eitthvað verulega bogið við
málflutning af þessu tagi? Að baki hennar liggur auðvitað hugmynd
um að hagsmunir séu eiginleiki sem eigna beri þjóðum fyrst og
fremst en ekki einstaklingum, eða réttara sagt stéttum...
Lesa meira
Stundum stendur valið á milli þess að senda frá sér ályktun eða
grípa til aðgerða. Í þeirri stöðu vorum við nokkrar konur sem
ákváðum að hreinsa til með táknrænum hætti í dómsmálaráðuneytinu
síðasta föstudag. Það er full þörf á því að taka til hendinni þar
eins og á fleiri stöðum í stjórnkerfinu. Baráttunni gegn mansali
hefur verið haldið uppi af félagasamtökum síðustu ár og
Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Aðgerðaáætlanir hafa verið
samdar, fundir haldnir með ráðherrum og fjöldi þingmála lagður fram
í tilraun til að berjast gegn sölu á konum hér á landi. Fáir efast
um að mansal þrífist á Íslandi og stjórnvöld hafa skuldbundið sig
til að vinna gegn því með undirritun alþjóðasáttmála.
Óteljandi...
Lesa meira
...Bláa höndin í bankanum veifar stöðugri stýrivaxtahækkun, að
sögn í þeim tilgangi að draga úr eftirspurn og lækka verðbólgu.
Eins og allir hafa fyrir augunum hefur þessi stefna engu skilað,
enda er verðbólgan ekki nema að takmörkuðu leyti upprunin í landinu
sjálfu...Er þá ekkert hægt að gera? Hyggin og hagsýn húsmóðir myndi
áreiðanlega álykta í þessa veru: Ef erlendar vörur hækka í verði
gerum þá það sem hægt er til að hinar innlendu hækki minna eða
jafnvel ekki. Byrjum á að lækka þá himinháu vexti sem fyrirtæki og
almenningur þarf að greiða vegna hárra stýrivaxta. Lækkum þannig
innlenda tilkostnaðinn. Við viljum ekki atvinnuleysi.
Útflutningsatvinnuvegirnir eru í sæmilegum málum með hinu lága
gengi. Veitum atvinnulífinu, ekki síst framkvæmdaiðnaðinum,
hæfilega innspýtingu með því að stórefla Íbúðalánasjóð (bankarnir
eru hvort eð er að éta það sem úti frýs), hægjum á en stoppum ekki.
Um leið sýnum við umheiminum að við....
Lesa meira
Eins og gengur var Samfylkingin með auglýsingu þennan
hátíðisdag, rauða baráttuauglýsingu, þar sem talað var um
"verkalýðinn". Það er til marks um breytta tíma að í auglýsingunni
var helsta skrautið RAUÐIR TÚLÍPANAR. Altso hvað!? Túlípanar? Eru
ekki rauðu RÓSIRNAR alþjóðlegt tákn jafnaðarmanna?! Síðast þegar ég
vissi. Hvað táknar þessi breyting. Hefur jafnaðarmannastefnan verið
yfirgefin og tekin upp einhver óútskýrð túlípanastefna? Og BEINT
UNDIR þessari auglýsingu var önnur frá Háskólanum í Reykjavík
(viljandi? tilviljun?) þar sem auglýst er "spennandi" meistaranám
fyrir "framsækna stjórnendur" og frumkvöðla í heilbrigðismálum. Og
takið nú eftir. Námið er sagt fyrir ...
Lesa meira
Um þessar mundir er mikið gert úr því að vinstrihreyfingar séu í
einhverskonar vanda, að þörf sé á hugmyndafræðilegri endurnýjun.
Eins og venjulega koma þessi áköll frá hægri og fela í sér kröfu um
að vinstrið hætti að vera til vinstri og verði hægrimenn eins og
allir hinir. Það er reyndar eðlileg krafa ef maður hugsar stjórnmál
út frá einvíðum hægri-vinstri skala, því á slíkum skala er eina
mögulega hreyfingin yst frá vinstri einmitt til hægri. En við eigum
ekki að vera hrædd við að tala um nýja vinstrið enda þarf það alls
ekki að ganga út að gera málamiðlanir til hægri heldur getur það
einmitt fólgist í meiri róttækni, eða róttækni á nýjum sviðum. Við
megum ekki gleyma því að...
Lesa meira
Nú berast fréttir utan úr heimi af hækkandi matvælaverði,
jafnvel svo að til uppþota hefur komið. Talað er um að brjóta þurfi
ný lönd til ræktunar, jafnvel fórna regnskógum. Ég hef ekki haft
tök á að leita nánari upplýsinga eða skýringa á þessu. Það hvarflar
hins vegar að mér, og ég hef það eiginlega sem vinnutilgátu, ef svo
má segja, að þetta tengist eitthvað hnattvæðingunni. Margir hafa
gagnrýnt mjög áhrif hnattvæðingarinnar á landbúnað víða um heim,
þar sem lögð er ofuráhersla á heimsviðskipti með landbúnað.
Fjölþjóðleg fyrirtæki hafa keypt upp stór landsvæði í
þróunarlöndunum og komið þar upp stórbúskap með tilheyrandi
umhverfislegum og félagslegum afleiðingum, svo sem ...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum