Hafi einhver ekki áttað sig á því að nú er tími breytinga
runninn upp skal það vera nú. Það er ekki nóg að boða til kosninga
og það er ekki nóg að skipta út fólki. Það þarf að skipta hér út
heilu kerfi. Það þarf að koma í veg fyrir að örfáir einstaklingar
geti sett heila þjóð í skuldaklafa. Það þarf að ...Ég er hér að
kasta því fram, að einhverju leyti, nokkuð róttækri hugmynd. Ég
geri mér grein fyrir því að hana þurfa menn að melta og velta fyrir
sér. Ég óska eftir umræðu og þess vegna eru þessi skrif samansett.
Vafalaust eru á henni vankantar sem umræða ein getur skýrt. Ég hef
velt henni fyrir mér lengi og ekki séð betri leið til að tryggja
lýðræði og réttlæti í samfélaginu. Hafir þú, lesandi góður,
einhverju við að bæta, eða eitthvað út á hugmynd mína að setja
fagna ég gagnrýni þinni...
...Fjármálaráðherra fleiprar um í fjölmiðlum að á næstu
kreppuárum muni ríkissjóður megna að niðurgreiða hundruð milljarða
skuldir og koma skuldunum í 1000 milljarða eftir 3-4 ár ! Ef draumur ráðherrans ætti að rætast mundi við blasa
algert lífskjarahrun á Íslandi, fullkomiðniðurbrot velferðakerfisins að öllu leyti.
Aukin þjáning, fátækt almennings yrði óbærileg. Aukin ríkisútgjöld eru einmitt eðlileg
kreppuviðbrögð við atvinnuleysi og félagslegri neyð. Nú er halli á
ríkisfjárlögum 160 milljarðar. Þessi halli mun aukast á
næstu árum m.a. vegna 70-100 milljarða vaxtakostnaðar vegna
erlendra lána og enn er reiknað með að krónan veikist (aukning
skulda í í ISK).
Varla verður...
...Hafnfirðingar eru stoltir af spítalanum sínum. Hann er vel
rekinn stofnun sem hefur þjónað Íslendingum vel. Sérhæfðar aðgerðir
unnar á hagkvæman hátt. Þannig mætti sennilega lýsa þessum frábæra
spítala. Nú á að gefa þetta. Einkavæða. Svona hvetur ríkisttjórnin
til "fjölbreyttari rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu". Án
ávinnings. Og hverjir eru ánægðir? Margrét Björnsdóttir,
samstarfskona formanns Samfylkingar til fjölda ára er ánægð. Það sá
ég á...Ég hef ekki enn hitt ánægðan Hafnfirðing. Sama úr hvaða
flokki hann er. Samfylkingin í sjálfum Hafnarfirði hefur ályktað
gegn stefnu eigin ríkisstjórnar. Hafnarfjörður sem eitt sinn var
talin sterkasta vígi jafnaðarmannaflokksins.
Það voru mótmæli í friðsama bænum í gærkvöld. Með þeim starfsmönnum
sem voru á fundi á spítalanum sjálfum voru á þriðja hundrað manns
sem mættu. Á netinu hefur orðið til tæplega 3000 manna hópur.
Það eru fáir í liði Frjálshyggjunni lengur....
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa. Jóel A.
Björgólfur með barnslegt hjarta blygðunarleysi vill aumu skarta Þorstein vill verja mútur burt sverja og spillingu búa framtíð bjarta. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Það er að sjálfsögðu allt rétt athugað sem Styrmir Gunnarsson segir um tilurð framsals í sjávarútvegi. Hann bendir á þá staðreynd að framsalið komst á í stjórnartíð félagshyggjuflokka, með lögum nr. 38/1990. Ýmsir vöruðu við þessu á þeim tíma. Meðal þeirra var fólk í minnihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis. Um þetta sagði m.a. ...
þessari grein verður rýnt í raforkutilskipun ESB nr. 2019/944[i]og er hluti af fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Tilskipun þessi inniheldur alls 74 lagagreinar, auk fjögurra viðauka. Það afhjúpaðist í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans á Íslandi að samsæri þagnarinnar ríkti á milli flestra fjölmiðla og Alþingis í málinu. Það er með öðrum orðum unnið skipulega að því að halda frá almenningi (kjósendum) upplýsingum og fyrirætlunum sem miklu varða m.a. um orkumál Íslendinga. Síðan er því borið við að ...
Ekki skal fella dóma fyrirfram í máli Samherja í Namibíu. En þáttur Kveiks og umfjöllun Stundarinnar um málið sýndist vel unnin, trúverðug og áhrifamikil. Málið er stórt hneyslismál í Namibíu ekki síður en hér og ráðherrar segja af sér svo það snýst áreiðanlega um raunverulega hluti. Hvað sem sannað verður um lögbrot og sekt í einstökum dæmum segir málið heilmikla sögu, m.a. um auð og arðrán, völd og valdaleysi. Eftir því sem meira rúllast upp þetta mál mun íslenska eignastéttin kappkosta betur að stilla utanlandsrekstri Samherja upp sem algeru sértilfelli...
Þann 10. október var forseti Bólivíu, Evo Morales, neyddur til að segja af sér, að kröfu yfirmanna hers og lögreglu, tveimur vikum eftir að hann var lýstur sigurvegari kosninga. Það voru tvær vikur upphlaupa og ofbeldis. Íslenska ríkisútvarpið lýsti þessu sem sigri lýðræðisins: „Mikil fagnaðarlæti urðu á götum höfuðborgarinnar La Paz eftir að Morales tilkynnti um afsögnina.“ Sterkasti vitnisburður RÚV um þennan „sigur lýðræðisins“ var yfirlýsing ákveðinna samtaka: ...
Uppkaup erlendra stóreignamanna á íslensku landi vekur kurr í samfélaginu. Sigurður Ingi Jóhannson segir að endurskoða þurfi lög um jarðeignir útlendinga og setja „stífa umgjörð um jarðamál“. Slík orð hafa svo sem heyrst áður, en fátt gerist – og á meðan er landið áfram selt í bútum. Í sveitinni minni fyrir norðan var innsti bærinn nýlega seldur Ameríkönum (Eleven Experience) sem þegar eiga margar jarðir í Fljótum og Tröllaskaga og stunda þar ...
... Sýrlandsstríðið er staðgengilsstríð að forminu en að innihaldi er það innrásarstríð heimsvaldasinna gegn fátæku landi. En sagan um þetta stríð er saga af vestrænni fjölmiðlaeinokun og fréttastýringu sem slær öllum fyrri stríðum við, höfum við þó oft séð það svart. Hin stýrða útgáfa snýr öllum hlutum á hvolf: samkvæmt henni snýst stríðið um „uppreisn alþýðu“ gegn harðstjóra. Vestræn afskipti eru þar lítil og eingöngu í mannúðarskyni ...