Baldur Andrésson skrifar: DAGDRAUMAR DÝRALÆKNIS EÐA LYGAFROÐA

Engum málsmetandi hagfræðing blandast hugur um að mörg kreppuár eru framundan í hagkerfi Vesturlanda. Hrun nýfrjálshyggjunar hefur skapað ráðvillu um tíma.
Á Íslandi er ekkert  sem gefur tilefni til annars en að reikna með samdráttarskeiði næstu 5 ár a.m.k.  Aðeins lýðskrumarar tala um "stórkostlegan efnahagsbata" á árinu 2010 og ,,áfram". Botninum er alls ekki náð ennþá !
 Íslenska hagkerfið mætir nú mögru árunum með botnlausar skuldir á herðum. Í raun á að áætla skuldir ríkissjóðs á  2.500 milljarða hið minnsta í stað 2.200 milljarða,sem gert er. ( Tvöföld áætluð brúttólandsframleiðsla á Íslandi, 20-25 milljónir á heimili.)
Fjármálaráðherra fleiprar um í fjölmiðlum að á næstu kreppuárum muni ríkissjóður megna að niðurgreiða hundruð milljarða skuldir og koma skuldunum í 1000 milljarða eftir 3-4 ár !
Ef draumur ráðherrans ætti að rætast  mundi við blasa algert lífskjarahrun á Íslandi, fullkomið niðurbrot velferðakerfisins að öllu leyti.  Aukin þjáning, fátækt almennings yrði óbærileg.
Aukin ríkisútgjöld eru einmitt eðlileg kreppuviðbrögð við atvinnuleysi og félagslegri neyð. Nú er halli á ríkisfjárlögum 160 milljarðar. Þessi halli mun aukast á næstu árum m.a. vegna 70-100 milljarða vaxtakostnaðar vegna erlendra lána og enn er reiknað með að krónan veikist (aukning skulda í í ISK).
Varla verður halli á ríkisfjárlögum minni en 200 milljarðar vegna ársins 2110 ! M.ö.o. er ekkert útlit fyrir skuldaniðurgreiðslu ríkisins næstu 4-5 árin. Fjármálaráðherra leyfir sér að fullyrða að ríkisskuldirnar standi í 1000 milljörðum eftir 3-4 ár en allir aðrir sjá að nettóskuldir ríkisins munu að öllum líkum aukast um hundruð milljarða á þessum krepputíma.
Möguleg innganganga Íslands í Evrópusambandið breytir engu um þessa skuldastöðu ! ESB er sjálft að upplifa djúpa efnhagskreppu og fyrstu merkin eru ógnarleg ! Þangað verður ekkert sótt !
Ríkisstjórnartalsmenn sem boða skuldaniðurgreiðslu ríkissjóðs á alvarlegum krepputímum  stunda annaðhvort lýðskrum og lygar eða boða algert niðurbrot lífskjara almennings á Íslandi, versnandi efnahagskreppusamfélag, villimannlega þjóðarfátækt !
Sannleikurinn gjörir menn frjálsa. Á honum verður að  byggja  íslensk  stjórnmál og efnhagsmál.

                                                                                       Baldur Andrésson  17.01.09.

Fréttabréf