Frjálsir pennar 2010
Quis custodiet ipsos custodes ? ( Hver gætir varðanna) er
latneskt orðtak spunnið af vangaveltum Sókratesar, sem Platon
staldraði við í ritinu Ríkið (Poleitia). Grísku
kallarnir spáðu m.a. í hvort herstjórar varnarliðs Aþenu mundu
sjálfir ógna lýðræði borgarbúa ef þeim hentaði svo í krafti
valdsins, sem þeim var falið. Platon var bjartsýnn. Hann taldi að
verðina mætti móta hugarfarslega. Verðina þyrfti að sannfæra um að
heiður þeirra væri öllu ofar, fégræðgi eða ásókn í
kúgunarvald gagnvart almenningi þyrfti að gera að eitri í beinum
þeirra. Þá yrði vörðunum treyst. Spurningin um verðina
snýr auðvitað líka að lýðkjörnum fulltrúum. Spurnin getur verið um
hvort þeim leyfist að...
Lesa meira
Forseti, geimvera og ráðherra stóðu fyrir því að geimsteinn var
nýlega lagður sem hornsteinn í leiguhúsnæði Háskólans í Reykjavík
hf. í Nauthólsvík. Þetta var skemmtigerningur, mikið klappað.
Daginn áður var loks sagt frá að eiganda hússins,
eignarhaldsfélaginu, Fasteign ehf, biði nú loks þrotaupplausn.
Umrætt skólahús hirðir Íslands- banki sér til eignar. Aðrar eignir
og stórskuldir eignafélagsins munu víða dreifast, einkum til
þrotasveitarfélaga. Hverfur þá enn eitt ljómandi vígi
viðskiptasnilldar bólutímans, en þetta var hlaðið undir
handleiðslu Glitnisgaura. Víst er að reiknaðar
leiguskuldbindingar H.R. hf. vegna Nauthólsvíkurhúss, árlegur
milljarður, yrðu rekstri H.R.hlutafélagsins ofviða. Til að lækka
megi ...
Lesa meira
Svavar Gestsson, ágætur félagi um margra ára skeið og
baráttumaður fyrir málstað launafólks alla sína tíð, setur fram
merkilega kenningu í Fréttablaðinu þann 7. september 2010. Hún er
svona: "Þegar ég skilaði niðurstöðu Icesave-samninganna vorið 2009
var almenn ánægja með niðurstöðuna víða, meðal annars í
Morgunblaðinu. Þá gerðust þau undur að einn ráðherra
ríkisstjórnarinnar gerði bandalag við stjórnarandstöðuna um að
Ísland ætti ekki að borga". Vandinn við þessa kenningu er sá að
samningunum var haldið leyndum í upphafi. Fyrst fyrir ríkisstjórn
og síðan fyrir þinginu. Og síðan fyrir þjóðinni. Það var ekki fyrr
en efni samninganna lak út til fréttastofu RÚV, nafnlaust í brúnu
umslagi að efni þeirra var almenningi ljóst. Það gat aldrei orðið
ánægja með eitthvað sem enginn vissi hvað var. Það átti að lauma
samningunum í gegn án þess að þing og þjóð fengi um þá vitneskju.
Þar var ekki við Svavar að sakast, heldur við ...
Lesa meira
Fjölmargir menntamenn og stjórnmálamenn hér á landi hafa notið
góðs af auknu Evrópusamstarfi eftir gerð EES-samningsins. Sá
samningur hefur ýmsa kosti, einkum á sviði styrkja, vísindasamvinnu
og einnig hafa fjölmargir Íslendingar fengið vinnu í Brussel við
eftirlit ýmiskonar og skjalagerð. Nægir að benda á að hópur
Íslendinga og Norðmanna samdi álit Eftirlitsnefndar ESA um að
íslenskir skattgreiðendur bæru ábyrgð á Icesave skuldum
Landsbankans hf. Ragnar Arnalds skrifaði ágæta bók um EES
samninginn og fann honum ýmislegt til foráttu. Meðal annars það að
hann ýtir undir hrávöruframleiðslu en hamlar fullvinnslu afurða á
Íslandi. Engir tollar eru á óunnum fiski (þeas. óflökuðum) en
tollur á unnum fiski. Þetta gildir um fleiri afurðir og hefur leitt
til þess að vinna hefur flust úr landi og nægir að minna á
fyrirtæki Sigurðar Ágústssonar sem fullvinnur afurðir í Hirsthals í
Danmörku í stað Stykkishólms vegna þessa. Hægt er að færa rök fyrir
því að...
Lesa meira
...Forleikur að nýju átaki til einkavæðingar, sem í því tilviki
er knúinn fram með engu minna ofstæki en fyrri daginn. Þessu síðara
átaki er stýrt skipulega í anda AGS, eftir þekktri
formúlu. Ríki og sveitarfélög eru sett í greiðsluklemmu,
bönnuð lántaka. Ríkinu er fyrirlagt, við kreppu- aðstæður að draga
úr framkvæmdum og eignavexti, því er ætluð bæklun, að búa við
baklás AGS. Við blasa ógnir vegna ofurskuldsetningar OR og
Landsvirkjun er ekki á góðu róli. Innan skamms er fyrirséð
varnarstríð fyrir samfélagseign á þeim stórfyrirtækjum báðum.
Ríkinu er fyrirmunað að eignast ný spítalahús, hvatt til sölu á
öðrum. Nýjum almannavegum skal fyrirkomið í einkaeigu og jafnvel
þeim gömlu, ef endurbóta er þörf. Megnið af fjármálafyrirtækjum er
nú þegar á leið í hendur fjölþjóða braskara...
Lesa meira
...Nú kemur til kasta ríkisstjórnarinnar. Vilji VG er skýr. Nú
reynir á hvort tekið er mark á ályktunum flokksráðs VG.
Það er ófrávíkjanleg krafa að orkuverum og
orkuauðlindum verði haldið í almannaeigu. Þessa orustu verður að
taka núna því mikið er í húfi. Fari sem horfir eru þessar mikilvægu
auðlindir landsmanna komnar á útsölu á markaðstorg alþjóðlega
auðvaldsins. Í lögum um fjárfestingu erlendra aðila í
atvinnurekstri segir í 12.gr.... Ráðherra í vinstri stjórn sem ekki
nýtir sér lagaákvæði sem þetta til að verja landið fyrir ágangi
alþjóðlegra fjármagnseigenda sem í engu munu gæta hagsmuna
landsmanna, hlýtur að þurfa að hugsa sinn gang. Sama gildir um
ríkisstjórnina alla enda hún öll ábyrg fyrir því
hvernig...
Lesa meira
...Höllin er til menningar segja trúðarnir nú, þegar önnur
viðskipti leyfa segja þeir. Tapið á viðskiptunum borgar þjóðin.
Hver annar ! Hún verður falleg, nema í augum heimskingja,
segja trúðar og vitna í loddaraorð. Svo fín að allir
gáfaðir falla í stafi. Í höllinni má kannski dansa, syngja, spila .
Aðeins aumingjar efast, spyrja óþægilegra spurninga, velta vöngum.
Ráðamenn og trúðar klappa einir. Þjóðin klórar sér í kollinum.
Þjóðin þegir. Nú er bráðum sumarfrí. Sól á lofti. Þá fer þjóðin að
grilla. Hallarævintýrið er ófullgerð saga og verður ...
Lesa meira
Vandræði okkar Íslendinga með krónuna okkar ástæru ætla engan
enda að taka. Þau eru af tvennum toga. Annars vegar heldur hún illa
sjó gagnvart öðrum gjaldmiðlum og hins vegar virðist hún þurfa
hærri vexti til að hægt sé að stunda lánastarfsemi. Bent hefur
verið á, að í raun séu tveir gjaldmiðlar í gangi í landinu, annars
vegar króna og
hins vegar verðtryggð króna. Það er afleitt ástand að þurfa að
vinna með tvöfalt kerfi lögeyris í landinu. Oft er talað um
sanngirni, réttlæti, ótta við að lána, tap lífeyrissjóða, sem
röksemd fyrir því að lán skuli vera verðtryggð. Og þá er gjarnan
vitnað í árin eftir stríð og fyrir verðtryggingu. En verðtryggingin
virðist ekki hafa leyst nein mál. Hún hefur byggt inn ný vandamál,
sem eru ekki öll komin fram. Verðtrygging er eiginlega bara góð
þegar hún er óþörf. Um leið og ...
Lesa meira
Ég minni á að fjórtán félagasamtök skrifuðu undir sameiginlega
yfirlýsingu um hvernig líta beri á vatn og hvað eigi að finna í
lögum um vatn. Krafan er að sérákvæði um vatn verði sett í
stjórnarskrána. Ef vatnalögin verða ekki afnumin á Alþingi í dag þá
er "vinstri" stjórnin endanlega búin að glata trúverðugleika sínum.
Líta ber þá að slíkt "aðgerðaleysi" sem stríðsyfirlýsingu gegn
fólkinu í landinu...
Lesa meira
Níutíuogátta prósent tekna íslensku lífeyrissjóðanna koma úr
íslensku efnahagslífi. Því sterkara sem íslenskt atvinnulíf er, því
sterkari eru sjóðirnir. Þess vegna er ekki skynsamlegt að fara með
fjármuni úr landi, heldur borgar sig fyrir sjóðina að byggja upp
Ísland. Sjóðirnir tapa á atvinnuleysi á Íslandi. Sjóðirnir tapa ef
efnahagslíf Íslands er veikt. Það gagnar ekki að fjárfesta í
uppbyggingu í öðrum löndum. Það er ekki áhættudreifing. Það er bara
óskynsamlegt. Það á ekki að vera erfitt að sjá þetta samhengi.
Lífeyrissjóðirnir eru ekki vogunarsjóðir. Þeir eru ekki geymsla.
Það er ekki óhugsandi að nota lífeyrissjóðina sem efnahagslegt
stjórntæki. Flytja peninga úr landi, þegar ofhitnar og tilbaka
þegar kreppir að. En þá er líka nauðsynlegt að breyta kerfinu,
þannig að ...
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum