Frjálsir pennar 2011
Hin síðari ár hafa nýjar "jurtir" bæst við flóru glæpamennsku á
Íslandi. Nýtísku bankaræningjar hafa mjög látið til sín taka, sópað
til sín sparifé almennings innan lands og utan, stolið öllu sem
mögulega er hægt að stela. Íslenskir stjórnmálamenn, sem reisa áttu
skorður við athæfinu með lögum og eftirliti, létu flækja sig í vef
þjófanna og þegja því þunnu hljóði um glæpina. Nokkrir þessara
sjórnmálamanna höfðu bein tengsl inn í föllnu bankana og fengu
afskrifaðar háar upphæðir sem aldrei stóð til að endurgreiða.
Stjórnmálamennirnir lifa í voninni að almenningur verði fljótur að
fyrna og fyrirgefa, eygja endurkjör í næstu kosningum. Sumar
skoðanakannanir benda líka til þess að væntingarnar kunni að vera
raunhæfar, enda dreymir ótrúlega marga um að tilheyra einhverjum
hópi glæpamanna. Lífssýn margra kjósenda, bankaræningja og
stjórnmálamanna fellur því oft í sama farveg að þessu
leyti. En það eru ekki bara umsvifamiklir hópar bankaræningja
sem bæst hafa í íslensku glæpaflóruna, þar má líka finna annars
konar glæpamenn. Undanfarin ár hafa umdeild vélhjólasamtök skotið
rótum í landinu. Þar er um annars konar hópamyndun að ræða. Hins
vegar hafa þeir sem stunda "gamaldags" glæpi líka tekið tæknina í
sína þjónustu, sérstaklega tölvutæknina, og mætt þannig kröfum
nútímans. Helsti munurinn á...
Lesa meira
Undirritaður, sérfróður skipulagsfræðingur, hef lagt fram
spátilgátu um að þegar gerður yrði upp kostnaður við gerð
Martiganga um Vaðlaheiði, hljómi heildarverðmiði á
14.2 milljarða króna. Sá sami og á
Héðinsfjarðargöngum sem gerð voru árin 2006 til 2010. Spátilgátan
byggist á að hógvær verði vöxtur á verktakaumbun á
verktíma, miðað við fyrra Martiframtakið í Óshlíð eða
Metrostavframtakið í Héðinsfirði. (Þeim verkum lauk 2010).
Startilboð Martis í gerð Vaðlaheiðarganga er 8.9.
ma kr. í verkumbun sem reynslu samkvæmt mun vaxa á verktíma,
þó aðeins um helming þess, sem gerðist vegna gerðar Martiganga um
Óshlíð, 2008 til 2010. Að auki eru fyrirséð...
Lesa meira
Nýleg ráðning forstjóra Bankasýslu ríkisins sýnir vel að
íslenska mafían er alls ekki á undanhaldi, þvert á móti hefur hún
styrkt sig í sessi. Ýmsir bundu við það vonir að eftir íslenska
efnahagshrunið yrðu teknir upp vandaðri og faglegri
stjórnsýsluhættir, ekki hvað síst þegar kemur að opinberum
ráðningum. Eins og flestum er kunnugt hafa opinberar ráðningar,
áratugum saman, mjög gjarnan einkennst af sterkum pólitískum
tengslum þess sem ráðinn er í ákveðið embætti við þá sem hafa
veitingavaldið á hverjum tíma. Þetta hefur átt við um nánast allar
stöður á vegum hins opinbera. Gildir einu hvort um hefur verið að
ræða skrifstofustjóra í ráðuneytum, ráðuneytisstjóra, dómara
Hæstaréttar, seðlabankastjóra og jafnvel skipan lektors í
stjórnmálafræði svo nokkur dæmi séu tekin. Allt hefur þetta fólk
verið í réttum flokkum og þóknanlegt veitingavaldinu. Meðal
áberandi einkenna á þessu ...
Lesa meira
Það hefur verið skemmtilegt að rölta efir neðanverðum
Laugaveginum þetta sumar og niður á Lækjartorg. Endurbyggða húsið
við Laugaveg 6 er risið, nýlega búið að laga húsið við
Þingholtsstræti 2, á horninu við Laugaveg af miklum myndarskap, og
framlengja í fornum stíl bakhúsið við Lækjarbrekku, sem liggur upp
að Skólastræti. Loks hefur Lækjargata 2 tekið á sig nýja og þó
gamla mynd, Yfirréttarhúsið gamla í Austurstræti hefur verið
endurgert með sem næst upphaflegum hætti en Nýja bíó loks risið úr
öskustónni að baki þess. Fleiri merki sjást um viðgerðir gamalla
húsa í Þingholtunum og víðar í gamla bænum. Þessi árangur hefur
náðst fyrir mikið starf Torfusamtakanna, annarra
húsverndunarsamtaka og áhugamanna en þorri borgarfulltrúanna hefur
smám saman komist á þá skoðun að ...
Lesa meira
...Enginn skyldi vanmeta frjálshyggjuofstækið, þótt það velji
sér rólegt sýndar-yfirbragð. Hægriöflin eru enn albúin
til árása, þótt ein byltingartilraun þeirra hafi orðið öllum
dýrkeyptar ófarir. Hægt en bítandi reyna hægriöflin að finna á ný
þau vopn sem duga málstaðnum. Þau ætla frjálshyggjunni fullan
sigur, hverju sem tautar, hvað sem það kostar. Gegn þessu afli
dugar ekki undanhald. Það býr mikið vit með Íslendingum almennt,
gott siðferðiþrek. Brýnt er að þeir skilji þó til botns hið stóra
pólitíska samhengi, standist sterkum áróðursöflum snúning,
sameinist til góðra verka, láti ringlureið og hægralýðskrum ekki
móta huga sinn. Allra síst eiga þeir að endurreisa svarinn óvin
sinn af sárabeði. Sá óvinur vísar nú til ...
Lesa meira
...Viðbrögð víða að úr "kerfinu" við síðustu tegund bankarána
valda vissum áhyggjum. Lítið fer fyrir ákærum á hendur helstu
stjórnendum og ábyrgðaraðilum bankanna enda þótt flestir hinna
meintu afbrotamanna séu þekktir og enginn þeirra hafi verið með
lambhúshettu þegar þeir frömdu brot sín. Enginn vafi er á því að
hefðu þeir sem frömdu bankarán af "fyrstu gerð" ["utan frá" og með
haglabyssu] fundist hefði þess ekki verið langt að bíða að
dómar féllu í málum þeirra. En þegar banki er rændur samkvæmt
"þriðju gerð bankarána" [sem er auðvitað mun þróaðri aðferð] þar
sem velflestir gerendur eru þekktir, þá standa málin mjög í
"kerfinu" sem gjarnan ber við háu flækjustigi málanna. Flækjustigið
er vissulega hátt en skýrir þó ekki ...
Lesa meira
...Þetta heiðargatsmálefni er talandi sönnun um að með
samstilltum vélbrögðum og skrumi má keyra
fram stór málefni og valda um leið samfélagsusla. Nauðsyn
jarðganga um Vaðlaheiði er umdeild. Varla verður gatinu stillt upp
sem þarfasta samtaki á Íslandi. Á hinn bóginn er fullyrt að
göngin verði samfélaginu í heild enginn kostnaðrabaggi. Reksturinn
byggist á ,,vali einstaklingsins" þ.e. vilja hvers vegfarenda til
aukaútgjalda, sér til þæginda og hagræðis. Á þessu skrumi hefur
vélbragðið byggst. Að líkum munu senn birtast ,,leiðréttingar" við
sjálfbærniútreikninga talsmanna Vaðlaheiðargats og um leið ...
Lesa meira
...Hún er virkilega áleitin sú spurning hvort þetta sé það sem
átt er við með "erlendri fjárfestingu"; innkoma og afturganga
íslenkra fjárglæframanna í íslenskt atvinnu- og fjármálalíf.
Magma-leikritið á Suðurnesjum sýnir vel að hægur vandi er að fara í
kringum reglur og lög á evrópska efnahagssvæðinu þegar um "erlenda
fjárfestingu" er að ræða. En þar var sænskt skúffufyrirtæki notað
sem milliliður fyrir "kanadíska fjárfesta". Fróðlegt væri að vita
hvort t.a.m. Halldór J Kristjánsson, Finnur Ingólfsson eða aðrir
sem tengsl hafa við íslenskt bankakerfi hafi þar komið að málum. En
margir muna vel eftir þætti "erlenda fjárfestisins" Hannesar
Smárasonar í REI-málinu svo kallaða. Öll hafa þessi mál verið með
mjög sérstökum blæ svo ekki sé nú meira sagt. Það er ekki óeðlilegt
að staldrað sé við þegar umræðan um "erlendu fjárfestinguna"
sprettur upp aftur ...
Lesa meira
...En hvers vegna er verið að rifja upp fortíð "Frelsara ársins
2004"? Hafa ekki hann og aðrir álíka lagt áherslu á það að horfa
til framtíðar - gleyma fortíðinni? Nú vill svo til, að þessi
"sparisjóðahirðir" er ævinlega fullur heilagrar vandlætingar þegar
rætt er um atvinnulaust fólk á Íslandi og atvinnuleysisbætur sem
svo eru nefndar. Þá sér hann djöfulinn í öllum hornum og á ekki orð
yfir ósvífni fólks sem þiggi atvinnuleyisbætur og jafnvel án þess
að þurfa þess. Nýlegar fréttir í fjölmiðlum staðfesta það. Mætti
halda að Pétur sjái þetta sem eitt mesta böl þjóðarinnar, fyrr og
síðar. "Maður líttu þér nær" var einhvern tíma sagt. Þetta tal
verður í meira lagi ótrúverðugt í ljósi viðskipta- og
stjórnmálaferils Péturs. Oft mætti ætla að...
Lesa meira
...Samkvæmt kenningu Þorsteins á aldrei að ákæra samkvæmt
ákvæðum neinna laga ef minnsti möguleiki er á því að hægt sé að
tengja slíka ákæru við pólitík af einhverju tagi. En er ekki
Alþingi pólitísk stofnun? Setur það ekki ábyggilega lögin sem
þegnum landsins er ætlað að fara eftir (þar með taldir
stjórnmálamenn)? Svo virðist sem Þorsteinn sé þeirrar skoðunar að
ráðherrar skuli undanþegnir lögum, þ.e. að lög skuli ekki ná til
þeirra. Þá vaknar sú spurning í hvaða tilvikum skuli beita lögum um
ráðherraábyrgð og enn fremur hvort beiting laganna verði ekki
ævinlega tengd pólitískum störfum ráðherra. Hvers konar tilvik sér
Þorsteinn fyrir sér þar sem lögunum væri beitt en ekki reyndi á
pólitísk störf viðkomandi ráðherra? Eða er Þorsteinn almennt
þeirrar skoðunar að ráðherrar skuli standa algerlega utan við lög
og rétt? Ber þá að ...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum