Frjálsir pennar 2012
Hvorki reyndist mér eða öðrum þrautalaust verkefni að fá fram
upplýsingar um verðmiða á tveimur jarðgangavirkjum í ríkiseigu, sem
vígð voru haustið 2010. Verðmiðarinir voru á ,,fljótandi uppleið" í
þöggunarbúningi, misserin fyrir vígslu og lengi eftir verklok var
logið til um endanleg útgjöldin. Jafnvel er ennþá logið.
Raunar hafa upplýsingar aldrei verið birtar, sem öruggar
teljast...
Lesa meira
Þegar Nauthólsvíkurhöll HR var vígð var jafnljóst
að ætti sá hákóli að standa við gerðar leiguskuldbindingar við
húseigandann, Fasteign ehf. var Háskólinn í Reykjavík tæknilega
gjaldþrota fyrirtæki. Bæði eru HR og Fasteign ehf
fyrirbrigði undan rifjum hrunkvöðla vaxin. Þrátt fyrir að þrjár
skólaálmur HR hefðu verið látnar óbyggðar og innréttingar þeirra
sem byggðar voru skornar niður við nögl, hljóp kostnaðaráætlun úr
tæplega 10 ma kr. umfangi í tæplega 15 ma kr. umfang.
Verktakanum danska, Ístak, voru þökkuð góð störf og hafði
Ístak þá fengið alla sína ofurreikninga greidda að
fullu...
Lesa meira
Dómur Evrópudómstólsins frá 18. október 2012 er um margt
athyglisverður. Málið lýtur að því hvort bresk stjórnvöld hafi
brugðist skyldum sínum...Málið má rekja til þess að
framkvæmdastjórn ESB barst kvörtun vegna dælustöðvar (Whitburn
Steel), auk annara kvartana, sökum vatns sem flætt hafði í kjölfar
mikillar úrkomu, á öðrum landssvæðum Bretlands. Þann 3. apríl 2003
sendi framkvæmdastjórnin formlega athugasemd til breskra
stjórnvalda...
Lesa meira
Nokkra vikur eru liðnar síðan fjársýslustjóri
ríkisins, G.H. mismælti sig ítrekað, þegar hann gaf í skyn að
Orrakaup ríkisins af SKÝRR / ADVANIA ætti nú að meta til 4
milljarða króna. Hann kom þá fram sem ábyrgur verkkaupi
ríkisins í Kastljósi. Ríkisendurskoðandi, S.A. mismælir sig
einnig í seint kominni upplýsingaskýrslu, höfuðlausn sinni,
þegar hann getur um 6 milljarða kr.ríkiskostnað vegna ORRA-
verslunarmálsins. (Skýrsla til Alþingis.) Á núvirði eru umrædd
viðskipti, ríkið-SKÝRR/ Advania, reiknuð til á...
Lesa meira
...Eins og áður er komið fram, í fyrri skrifum, geta
einstaklingar í sumum tilvikum sótt rétt sem byggður er á lögum ESB
fyrir innlendum dómstólum. Í framhaldi af þróun beinna réttaráhrifa
(direct effect) hafa og mótast reglur um ábyrgð einstakra
aðildarríkja ESB í þeim tilfellum þegar þau gerast brotleg og
nefndur réttur nær ekki fram að ganga. Hefur Evrópudómstóllinn með
dómaframkvæmd sinni lagt ákveðnar línur um það hvernig með skuli
fara þegar aðilar verða af rétti, sökum þess að ranglega var staðið
að innleiðingu tilskipana. Kann slíkt að hafa í för með sér ...
Lesa meira
...Á hinum svo kallaða frjálsa markaði er gengið út frá
þeirri meginreglu að takmörkuðum gæðum skuli skipt á grundvelli
framboðs og eftirspurnar, sem ráði verði, en ekki
með beinni stýringu ríkisvaldsins. Hugmyndafræðin[i] þessu til grundvallar felur í sér að
markaðskerfi tryggi sem best hagkvæmasta verð til neytenda og
heppilega nýtingu auðlinda. Í hagfræði er oft horft til þess hversu
teginn (sbr. elasticity) viðkomandi markaður er. En eftirspurn er
sögð ...
Lesa meira
Þessari grein er einungis ætlað að varpa hlutlausu ljósi á
nokkur atriði sem snerta viðskipti og þjónustu á evrópska
efnahagssvæðinu. Pólitísk afstaða verður
ekki tekin hér þótt aðild Íslands að
ESB sé í eðli sínu pólitískt mál. Stofnun innri
markaðar (Internal Market/Common Market) er ein mikilvæg
forsenda þess að ESB varð til sem bandalag Evrópuríkja (sjá
t.d.: ... Innri markaðurinn felur í sér viðskiptasvæði þar sem
samræmdar reglur gilda um viðskipti innan svæðisins. Oft er þar
vísað til svonefnds fjórfrelsis, en það tekur
til...
Lesa meira
...Síðara málið er Flaminio Costa v
ENEL 6/64 [1964]. Þar mótaði Evrópudómstóllinn þá reglu að
lög ESB skyldu hafa forgang (supremacy of EU law) umfram lög
aðildarríkjanna, í þeim tilfellum þegar árekstrar verða á milli
laga aðildarríkja og laga ESB. Með öðrum orðum,
Evrópurétturinn hefur forgang. Þetta felur í
sér að forgangurinn nær til ákvæða í lögum ríkjanna, þar með
talinna stjórnarskrárákvæða. Forsaga þessa máls er sú að árið 1962
var framleiðsla og dreifing á rafmagni þjóðnýtt á Ítalíu. Stofnað
var ...
Lesa meira
...Höfundar kennslubóka í Íslandssögu framtíðarinnar [ekki síst
fyrir framhaldsskóla] eiga að sjálfsögðu að gera öllu
einkavæðingarklúðrinu, og hruninu í kjölfarið, jafngóð skil og t.d.
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Æska landsins á heimtingu á því að
kennslubækur framtíðarinnar greini rétt frá staðreyndum.
Einkavæðingarsinnarnir lögðu og grunninn að Icesave-klúðrinu en
hrökluðust frá völdum áður en þeir þurftu að axla ábyrgð. Næsta
ríkisstjórn sat því uppi með þann svarta Pétur. Er þá ótalin öll
glæpamennskan sem tengist kvótabraski, [brottkasti] og
aflaheimildum í sjávarútvegi. Einkaeignarrétturinn kemur víðar
við sögu. Gott dæmi er Kerið í Grímsnesi en þar var gestum nýlega
meinaður aðgangur. Það mál sýnir einfaldlega frekju og ósvífni
einkaeignarsinna gagnvart fólki sem þeim er ekki þóknanlegt.
Eðlilegast væri að Kerið yrði þjóðnýtt. Merk náttúrufyrirbæri
ættu...
Lesa meira
...Að neðan er fram haldið að 2/3 hlutar kostnaðar við ætluð
Martigöng um Vaðlaheiði verði ríkissjóðs og að þriðjungur kostnaðar
muni skila sér með sérskatti á vegfarendur um Vaðlaheiðargöng,
reiknað til fyrirsjáanlegra þriggja áratuga. Þetta teljast nú
fyrséð 9 ma kr. bein ríkisútgjöld vegna gerðar
umferðarvalkostar við allágætan hringvegarspotta, sem spara mun
vegfarendum 8 mínútna akstur. Allt önnur ásýnd er gefin
rangupplýstu Alþingi og þjóðinni. Nafngift á framtakinu er
,,Vaðlabrella". Einkennileg er krafan um gerð
Vaðlaheiðarganga. Hugsun að bak er m.a. sú að Akureyri ...
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum