Baldur Andréson skrifar: EIR & HR. SKÓLA-BÓKAR-DÆMIN - NAUTHÓLSVÍKUR-BRASK OG HR.

Þegar Nauthólsvíkurhöll HR var vígð var  jafnljóst að ætti sá hákóli að standa við gerðar leiguskuldbindingar við húseigandann, Fasteign ehf. var Háskólinn í Reykjavík tæknilega gjaldþrota fyrirtæki.  Bæði eru HR og Fasteign ehf fyrirbrigði undan rifjum hrunkvöðla vaxin.

Þrátt fyrir að þrjár skólaálmur HR hefðu verið látnar óbyggðar og innréttingar þeirra sem byggðar voru skornar niður við nögl, hljóp kostnaðaráætlun úr tæplega 10 ma kr. umfangi í tæplega 15 ma kr. umfang. Verktakanum danska, Ístak, voru þökkuð góð störf og hafði  Ístak þá fengið alla sína ofurreikninga greidda að fullu.

 Umrætt ,,tæknilegt gjaldþrot HR" er auðvitað þöggunarefni og þá ekki síður ,,tæknilegt gjaldþrot" leigusala HR, Fasteign ehf.  Öll eru þau málefni fyrirtækjanna í sérlögðum  dularfarvegi.

EIR OF ÖLDRUNARBRASKIÐ:

Eir er nú sagt tæknilega gjaldþrota fyrirtæki, með 8 ma kr. skuldaklafa á herðum sér. Undarlegt rugl á sér stað, þ.e. samþætting öldrunarþjónustu á opinbera kostnaðarábyrgð og fasteigna og leiguviðskipti Eir við einstaklinga. Ríkisendurskoðandi spilaði með, og ,,þó ekki" segir hann nú.

Öllu var hrært í einn Eirpott.  Opinbert fjármagn nýtt til einkaviðskipta að geðþótta, viðskipta sem öll fóru úr böndum. Augljóslega var misfarið með hundruðir milljóna almannafjár.

Braskmálefni og verktakaviðskipti tengd HR eru öll fastlæst undir stórum hlemmi þöggunar, fyrir atbeina stjórnvalda. Eirbraskið er nú þegar á slíkri þöggunarbraut, rétt eftir að upplýst var um þann ljótleika.  Nú þegar hefur ,,nefnd" verið skipuð til að finna ,,ásættanlega Eirúrlausn".  Mögulegt er að Íbúðalánasjóði verði skipað  til skuldafskrifta gagnvart Eir svo tryggt verði að skattgreiðendur splæsi í  gráa sukkið.  Aleiga margra aldraðra liggur undir að redding finnist.

Horft er til heiðursstjórnar Eir.   Spurt er hvort þar sé sökudólga að finna? Væntanlega hafa stjórnarmeðlimir sjálfir þó varla annð af sér brotið, en auðsýnda fávisku sína.  Það heiðursfólk lætur sem það hafi enga hugmynd haft um ábyrgð sína.  Allt er fólkið pólitískt vel valdað.

Væntanlega verður aldrei horft á grunnorsökina fyrir óförum Eirar. Þá þyrfti  að finna þá aðila, sem augljóslega hafa nú þegar riðið peningalega feitum hesti frá Eirbraski.  Slík leit hentar ekki þver-pólitískum sérgæðingum, né heldur íslenskum, ritstýrðum fjölmiðlum. Reiðmenn hverfa í þokuna, tilbúnir að afla sér nýrra viðskipta. Þeir munu áfram leita blíðra blóma, leita nýrra ævintýra.

Fyrirséð er að öll áhersla verður lögð á duld og þöggun, venjubundna yfirbreiðslu, um braskmál tengd starfsemi Eir.  ,,Þverpólitísk" nefnd mun gæta ,,þverpólitískra hagsmuna", gæta ,,friðar"

Tvö stórbraskmál  eru hér nefnd til sögu.   Ýmislegt eiga þau sammerkt, m.a. það að verða stjórn-völdum pirrandi höfuðverkur. Bæði eiga þau sammerkt góð auglýst gildi:  Annars vegar menntun ungmenna, hins vegar umönnun aldraðra.

 Í báðum tilvikum eru á ferð dæmi um ,,úthýsingu" á opinberum þjónustuverkefnum inn í gráleitt umhverfi ,,markaðsstýringar", þó með almannafjármagn að bakhjarli. Dæmigerðir bólubastarðar.  

,,Aldaraðir og stúdentar mega ekki gjalda óveðurs" er sagt og því er sagt að alla vinda eigi að lægja.  Þöggunarhlemma skal á leggja. ,,Samþöggun er besta úrlausnin."   Það er og verður erkibiskupa boðskapur í báðum þeim milljarðabraskmálum,sem nefnd eru hér til sögu.

Baldur Andrésson, arkitekt

Fréttabréf