Baldur Andrésson skrifar: SKÝRR / ADVANIA- RÍKIÐ. MISSAGNIR UM ÞAU OG ÖNNUR STÓR-VIÐSKIPTI.

Nokkra vikur eru liðnar síðan   fjársýslustjóri ríkisins, G.H. mismælti sig ítrekað, þegar hann gaf í skyn að Orrakaup ríkisins af SKÝRR / ADVANIA ætti nú að meta til 4 milljarða króna.  Hann kom þá fram sem ábyrgur verkkaupi ríkisins  í Kastljósi.

Ríkisendurskoðandi, S.A. mismælir sig einnig í seint kominni upplýsingaskýrslu,  höfuðlausn sinni, þegar hann getur um 6 milljarða kr.ríkiskostnað vegna ORRA- verslunarmálsins. (Skýrsla til Alþingis.) Á núvirði eru umrædd viðskipti, ríkið-SKÝRR/ Advania, reiknuð  til á milli 8 og 9 milljarða króna. Þessi viðskipti ríkis og SKÝRR-Advania eru enn á fullu og eiga sér samningsbundna framtíð. Umfang þessara gráu ríkisviðskipta á því enn eftir að vaxa.

Undarleg eru mismæli stórembættismanna, annars vegar undirsáta fjármálaráðherra, hins vegar undirsáta Alþingis. Hverjir blása í pípuna sem þessir herramenn miða dansspor sín við?

Má þetta? Hversu stór mega milljarðamismæli vera? Hversu lengi mega undanbrögð og þöggun standa?  ,,Missagnir" eru varnarhjúpur um spillt viðskiptaferli sem á sér m.a. rætur í einka-væðingu á SKÝRR, sem komst í kjölfarið á frjálsan og gjöfulan ríkisspena undir nafni Advania.

Önnur verktakaviðskipti ríkisins- ,,stórmismæli"

                                    Annað dæmatökumál:

Liður í undirbúningi nýrra ríkisviðskipta, Vaðlaframtaks, var að ljúga um langan tíma til um kostnað við fyrri, sambærileg  verktakaviðskipti ríkisins við Marti og Metrostav, vegaverktaka.  Jarðgangaverkum þeirra lauk í sept. 2010. Þöggun samfara spuna varð umgjörð bvðskipta.

Fyrst í mars 2011 barst ,,leiðrétting" á fyrri milljarðamissögnum VGR, sem verið hafði lengi (og er) handbendi Kristjáns L.Möller. Þá fyrst var sagt að kostnaðarauki ríkisins hefði orðið 12 ma kr. samtals,  6 ma kr. óútskýrð útgjöld. Þá áttu loks Vaðlagerlið að teljast í föstum böndum.

Pöntuð grafarþögn ríkisendurskoðanda  og þá líka blessun, mágs fyrrum ábyrgs útgjaldaráðherra KLM, stendur ennþá um gráu fyrirmyndarviðskiptin, nú skráð 21.2 ma kr. á verðlagi verklokadags 2010.  Á núverðlagi  23.7 ma kr.samtals, ef þá allt er talið fram, sem óvíst er auðvitað.

Ennþá er ráðgerðu  Vaðlaframtaki  VHG hf.  lýst af talsmönnum, sem væri það rúmlega 10 ma kr. framtak, en útlagður kostnaður skal allur verða á reikning almennings. Eðlileg kostnaðaráætlun, okt 2012, hljóðar á 15 ma kr.Vaðlakostnað, en þriðjungi þeirrar upphæðar er ennþá sleppt með síendurteknum ,,mismælum".   Mismælin eru viðmið við gerð glataðs visðkiptamótels,sjálfbærni.

,,Milljarðasmismæli" liðtækra skriffinna vegna gráleitra verktakaviðskipta, kostuð með almannafé, virðast nú vera regla en ekki undantekning.  ,,Mismælin"  tíunduð af ómerkilegum pólitíkusum, ómerkilegum fjölmiðlum. Meðleikur ríkisendurskoðanda er verður allrar athygli.

Fjárlagavaldhafinn, Alþingi, virðist vera ágætlega sáttur. Mögulega hæfir kjaftur skel.

                                              Baldur Andrésson, arkitekt

Fréttabréf