Frjálsir pennar 2013
Nýjasta aðförin að Ríkisútvarpinu[i] er liður í ferli sem staðið hefur árum og áratugum saman. Um er að ræða hreina árás á tjáningarfrelsi, menningu, og sjálfstæði þessarar menningarstofnunar, til þess gerða að auka á forheimskun þjóðarinnar [forheimskuðum kjósendum er gjarnan auðveldara að stjórna] og greiða götu fjárglæframanna sem væntanlegra "kaupenda" Ríkisútvarpsins. Allt vandlega úthugsað og skipulagt í langan tíma. Þetta ætti fáum að koma á óvart sem fylgst hafa með þróun íslensks samfélags undanfarin 20 ár eða svo. Allt tal um sparnað uppá 500 milljónir er einungis yfirskin, til réttlætingar aðförinni. Upphæðin sem....
Lesa meira
Ég hef sent Alþingi eftirfarandi umsögn um frumvarp til alaga
sem þingmenn Bjartar framtíðar hafa lagt fram á Alþingi um færslu
frídaga sem lenda í miðri viku að helgum. Umsögn mín beinist að því
er varðar færslu þess frídags sem nú er bundinn 1. maí, alþjóðlegs
baráttudags verkalýðsins, yfir á fyrsta mánudag í maí. Þetta atriði
gagnrýni ég. Önnur atriði frumvarpsins læt ég ...
Lesa meira
Því er spáð að fari fram sem horfir, muni ýmsar strandborgir og
eyjar fara undir sjó á næstu áratugum. Rannsóknir vísindamanna
benda til þess að sjávarmál hafi hækkað um 3.5 millimetra á ári
síðan um 1990. Þróunin er tengd hnattrænni hlýnun ... Umræðan um
flugvöllinn sýnir vel að mikið skortir á framtíðarsýn. Helst er
rætt um "færslu flugvallarins" sem skipulagsmál og hagfræðilegt
viðfangsefni. Það er fráleit nálgun. Fjölmargir þættir koma þar
fyrr við sögu. Í fyrsta lagi vistfræðilegir þættir, atriði sem snúa
að vistkerfi Vatnsmýrarinnar og nálægu umhverfi. Í öðru lagi
jarðfræði svæðisins. Í þriðja lagi verkfræðin og í fjórða
lagi...
Lesa meira
Í sjö sakramentum kaþólskra felst skriftun. Þá er friðmælst við
almættið með munnlegri syndaskýrslu til prests, umboðsmann
Guðs. Viðbúin náðun er Drottinsumbunin. Náðarmeðalið
hressir syndaseli. Íslensk stjórnvöld hafa bersýnilega þörf fyrir
náðarmeðöl , þótt þau verði að brugga með öðrum hætti en hjá
kaþólskum. Illa varð þeim á í messu hér um árið. En þau
skrifta aðeins í eigin eyru. Ekki breyta stjórnvöld þó vana sínum
eða háttum, hvað þá að þau axli ábyrgð sjálfviljug.
Náðarmeðölin birtast í stofnun eigin rannsóknar- nefnda
stjórnvalda, sem leggjast í langhundaskrif, svo nemur oftast
þúsundum blaðsíðna. Ófögur eru ....
Lesa meira
Í þessari grein verður fjallað stuttlega um makríldeiluna í
ljósi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar (WTO) og laga- og
regluverksins sem stofnunin byggir á. Fríverslun
(m.a. lækkun tolla) er ein megin forsenda Alþjóða
viðskiptastofnunarinnar og fjallar regluverkið að miklu leyti um
fríverslun á milli aðildarríkja. Rekja má forsöguna aftur til 1944,
þegar haldin var ráðstefna um efnahagsmál, í Bretton
Woods, New Hampshire í Bandaríkjunum...
Lesa meira
...Fór svo að göngin verða gerð, að öllu leyti kostuð með lánsfé
frá skuldsettum ríkissjóði. Allir fjárfestar aðrir halda sig fjarri
þessari ,,viðskiptahugmynd". Framtakið sem var kosið fremsta
forgangsmál í samgöngum landsmanna með vélum, verður samfélaginu
afar dýrkeypt. 2009 var spunnið fram 7.5 ma kr. kostnðarmat á
gerðum Vaðlaheiðargöngum og þeirri tölu lengi veifað. Nú er
viðurkennd opinberlega 11.8 ma kr. matsgerð og er þá
verðmiðavöxtur á Vhg hrokkinn upp um 4.3 ma kr. á stuttum
spunatíma. Líklegt er að framlagður samfélagskostnaður nemi
samtals 15 ma kr. við verk- lok 2016, tvöfaldur kynntur verðmiði
frá 2009, þrefaldur frá spunatíð fyrir hrun.....
Lesa meira
(Grein þessi var send til Fréttablaðsins í síðasta
mánuði en er upplýsandi um aðkomu höfundar að málatilbúnaði í
Strasbourg, ÖJ)
... Forsaga málsins er sú að Evrópuráðsþingið samþykkti í
nóvember 2011 að heimila þingmanninum Pieter Omtzigt úr
þingflokki EPP (hægrimenn og kristilegir demókratar, "Europens
People's Party") að vinna skýrslu um "Aðgreiningu pólitískrar
ábyrgðar og sakarábyrgðar". Var skýrslunni síðan vísað til laga-og
mannréttindanefndarinnar til afgreiðslu fyrir þingið. Höfundur tók
einkum fyrir tvö ríki, Úkraínu og Ísland. Skýrslan sjálf er
alfarið á ábyrgð höfundar, en það er nefndarinnar að bregðast við
skýrslunni og leggja fram tillögur til þingsins um afgreiðslu
og viðbrögð....
Lesa meira
...Las greiningu þína á kosningaúrslitunum á heimasíðunni, sem
mér finnst um margt umhugsunarverð. Mörgu er ég sammála, enda þótt
ég hafi ekki lagst í jafn djúpar pælingar og þú. Í öllu falli
verður fróðlegt að sjá hverni SDG gengur að koma saman stjórn, og
hvort hann velur að gera alvöru tilraun til vinstri. Mér fannst
reyndar vanta hjá þér - og það skiptir miklu máli - að helmingur
þjóðarinnar kaus ekki til hægri. Líklega meira en
helmingur, því af gamalli reynslu veit ég að innan Framsóknar eru
vinstri sinnuð öfl, sem í mörgum málum eru ...
Lesa meira
Þannig jókst
skattbyrði lægstu tekjuhópanna um 10 til 13,5% á þessum tíma en
þáverandi stjórnvöld fullyrtu að þeir hefðu samt lækkað. Þessi
aukna skattbyrði var vegna þess að skattleysismörk lækkuðu að
raungildi þessi ár svo almenningur var að borga skatta af stærri
hluta tekna sinna en áður... Sjálfstæðismennirnir sögðu ósatt allan
tímann og Framsóknarmennirnir...
Lesa meira
...Hrunflokkarnir núverandi, Sjálfstæðisflokkurinn og
Framsóknarflokkurinn, lofa miklu? Hvar er innihaldið? Hvar er
útfærslan? Er þetta ekki sama og með loforð
helmingaskiptaflokkanna, Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins, um einkavæðingu ríkisbankanna í dreifða
eignaraðild sem vitað er að aldrei stóð til , þó því hafi verið
logið að íslenskum almenningi í fjölda ára þ.e. um Landsbanka og KB
banka. Þeir slógu það sjálfum sér eins og segir í ævisögu séra
Árna Þórarinssonar um sýslumanninn og Sigurð svinakarl sem nöppuðu
fé og jörðum frá Guðmundi dúllara. Í þessari helmingaskiptingu
milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks greiddu þeir á víxl með
lánsfé frá hinum ríkisbankanum. Svik á víxl. Hvað skyldi
forystumönnum...
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Nú leita að liðlegum manni
sem á lýðinn vill óheft herja
Trúfestu hann sýni og sanni
og liðsinni Samherja.
Nú birtir yfir borginni okkar
bráðum kemur vorið hlýtt
Sjórinn tær og sveitin lokkar
og sumarið blómum prýtt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum