Frjálsir pennar 2014
Landhelgisgæslan hefur, með vitund ríkislögreglustjóra, verið
staðin að umfangsmiklu vopnasmygli til landsins. MP5 vélbyssur í
hundraðatali og ókjör skotfæra voru með leynd færð til landsins
fyrir mörgum mánuðum síðan. Þessi smyglvarningur var vandlega
falinn í gamalli vopnageymslu á Suðurnesjum. Geymslusvæðið er
sannarlega í íslenskri lögsögu. Um felustað óskráðu vopnanna gilda
engin sérlög Íslandi. Brotavilji vopnasmyglaranna virðist hafa
verið einbeittur. Ekkert er ennþá upplýst um smyglaðferðina, t.d.
með hvaða hætti vígtólin bárust til landsins. Sagt er þó að
viðkomandi ráðherrar, ríkisstjórn og Alþingi voru algerlega
hlunnfarin um upplýsingar. MP5 vélbyssur eru allöflug vígtól. Þau
eru ætluð framavarðasveitum herja og sérþjálfuðum ...
Lesa meira
2010 komu vopna- og verjukaup ríkslögreglustjóra til
áberandi samfélagsumræðu, þótt núverandi utanríkisráðherra
reki ekki nú minni til þess. Strax þegar til efnhagshruns dró
haustið 2008 voru á kontór ríkislögreglustjóra lögð drög að
stórinnkaupum á gasi og öðrum útbúnaði til að mæta óánægðum
almenningi, ef hann flykktist til andmælafunda. Þá sat sem fastast
hægristjórnin, sem verið hafði handbendi fjárglæframanna að flestra
mati og ekkert fararsnið var á æðstu embættismönnum opinbera
stýrikerfis glæfraviðskipta. Þá var Seðla-bankinn gjaldþrota.
Nánustu samstarfsmenn ríkislögreglustjóra á kontór hans höfðu sýnt
þá forsjálni að stofna sjálfir til einkafyrirtækja, sem þeir
...
Lesa meira
Kerfislæg
andstaða, kerfislægir fordómar gegn
hælisleitendum á Íslandi eru rótfastir innan
stjórnsýslunnar. Ræturnar eru gamalgrónar og
eiga sér upphaf í heimóttarskap, þjóðrembu og
hægripopúlisma liðinna tíma. Þótt almenningur
hafi vitkast á nýliðnum áratugum, ríkja ennþá
leyfar af flóttamannafyrirlitningu innan stjórnsýslunnar.
Sérhver flóttamaður/ hælisleitandi er því gjarnan
stimplaður sem meintur bragðarefur og honum ber öll
sönnunarskylda til að reka af sér óorðið, slíka
stimplun stjórnsýslufulltrúa, sem hann fær strax við komu
til landsins. Það er ekki heyglum hent að
endureisa mannorð sitt í jafn fjandsamlegu umhverfi.
Ekki síst ef líf viðkomandi þolanda er áður
markað rúnum ofsókna, kúgunar eða
stríðs. Ekki
er langt síðan forstjóri Útlendingastofnunar ...
Lesa meira
Í ljósi "góðrar reynslu" af einkavæðingu á Íslandi, ekki síst
einkavæðingu bankakerfisins, er nú kannað hvort ekki sé tímabært að
setja upp einkavæðingaróperu. Fjallar óperan um einkavæðingu
Landsvirkjunar. Þykir það nauðsynlegt þar sem margir Íslendingar
eru orðnir leiðir á gömlu einkavæðingarleikritunum, og leikurunum,
sem verið hafa á "fjölunum" um árabil.
Lesa meira
Oft er sagt að erfitt sé tveimur herrum að þjóna. Margir sem gengið hafa Mammon á hönd helga sig gjarnan öðrum markmiðum en andlegum. Sumir stjórnmálamenn eru þar á meðal. Þeir sjá "markaðslausnir" sem endanlegar lausnir á vandamálum mannlegs og veraldlegs samfélags. Andlegu gildin, sem gera manninn mennskan, víkja þá oft algerlega fyrir áherslu á auð og völd. Ljóst er að "markaðsvæðing" getur oft átt rétt á sér en hlutverk hennar þarf að skilgreina mjög vandlega ...
Lesa meira
Í framhaldi af umræðu í samfélaginu, undanfarnar vikur og
mánuði, um náttúrupassa og gjaldtöku við ferðamannastaði, er ekki
úr vegi að velta fyrir sér hvernig þessi mál kunna að þróast í
náinni framtíð. Hin svokallaða "einkavæðing" hefur lengi verið
töfraorð frjálshyggjunnar sem ætlað er að leysa sérhvern vanda.
Byggja þær "lausnir" flestar á því að þrengja að hagsmunum
almennings til hagsbóta fyrir fáa útvalda. Ekki er sjálfgefið að
fólk þurfi að sætta sig við þá þróun.
Lesa meira
Engum dylst að fjöldi erlendra ferðamanna hér á landi hefur
aukist svo mikið undanfarin ár, að átroðnings er farið að gæta á
vinsælum ferðamannastöðum. Nú hafa landeigendur víða um land boðað
gjaldtöku vegna þessa og bera fyrir sig skorti á þjónustu og
uppbyggingu. Engin sönnunarbyrði hvílir þó á landeigenda að sýna
fram á landskemmdir vegna fjölda ferðamanna ef hann ætlar að hefja
gjaldtöku, sem er að öllum líkindum ólögleg. Gjaldtakan
hlýtur að vera ólögleg þar sem hún brýtur í bága við 18.grein
náttúruverndarlaga (umferð gangandi manna), sem snýr að
almannarétti.
Síðastliðið sumar hófu landeigendur við Kerið í Grímsnesi, að rukka
aðgangseyri af þeim sem vildu berja Kerið augum. Ekki var verið að
rukka fyrir neina sérstaka þjónustu, heldur gjald fyrir inngöngu á
svæðið. Eflaust má deila um hvort ...
Lesa meira
Undanfarnar vikur hefur komið berlega í ljós að "loforð" er ekki
það sama og loforð. Ýmsir sem nú sitja í ríkisstjórn sögðu fyrir
kosningar að kosið yrði um áframhald viðræðna við Evrópusambandið
[hér eftir nefnt ESB]. Augljóslega var það gert í þeim tilgangi að
afla fylgis og halda í fylgi. Tal um meintan "ómöguleika" nú hefur
holan hljóm, sökum þess að sá sami "ómöguleiki" hlaut þá að hafa
legið fyrir þegar loforðin voru gefin kjósendum. Mun líklegra er að
þetta sé dæmigerð eftiráskýring. Hvað sem líður afstöðu fólks til
inngöngu í ESB þá snýst málið um trúverðugleika;
hvort yfirleitt er hægt að taka mark á loforðum stjórnmálamanna.
Eftir að fréttastofa RUV sýndi ...
Lesa meira
Eftir nýlega dóma Héraðsdóms Reykjavíkur, í málum sem kennd eru
við Al-Thani, hafa ýmsir lögmenn tjáð skoðanir sínar á dómunum. Þar
er nokkuð áberandi "varðsveit" sem hefur það hlutverk að draga úr
mikilvægi dómanna og segja þá efnislega ranga. Umræðunni er ætlað
að hafa áhrif á dómara og almenningsálit og reyna þannig að "stýra
dómskerfinu" inn á hagfelldar brautir fyrir hina dæmdu. Á sama tíma
lýsa sumir þessara manna áhyggjum af því að dómstólar láti um of
stjórnast af umræðunni í samfélaginu -
enda vill
varðsveitin stýra
sjálf umræðunni
- á eigin forsendum. Fólk í tveimur hópum
ber langsamlega mestu ábyrgðina á íslenska efnahagshruninu. Annars
vegar ...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum