Frjálsir pennar 2016
... Mjög góð lausn á þessu vandmáli, fyrir alla aðila, gæti
verið sú að stofna fríríki frálshyggjunnar á
Íslandi. Varnarsvæðið á Miðnesheiði hefði verið heppilegt
í þessu tilliti en þar sem annarskonar uppbygging er þar í gangi nú
væri betra að fórna landstórri jörð fyrir þetta verkefni.
Grímsstaðir á Fjöllum gætu t.d. komið til greina og þá með ströngum
skilyrðum hvað snertir vatnsréttindi og önnur réttindi sem þar kom
til álita. Þjóðaratkvæðagreiðsla yrði síðan haldin um það hverjir
kjósa að tilheyra hinu nýja, guðdómlega ríki frjálshyggjunnar.
Ríkisborgarar frjálshyggjuríkisins myndu þá fá sérstök vegabréf sem
staðfesta, sýna og sanna, hollustu þeirra við frjálshyggjuna. Gera
verður sérstaka samninga við íslenska ríkið um aðgang að vegakerfi
og innheimtu veggjalda vegna þess. Enda mun ...
Lesa meira
... Rétt er það hjá Eygló Harðardóttur að vaxtabætur hafi lækkað
mikið á undanförnum árum, en það er EKKI aðallega vegna bættrar
afkomu heimilanna. Aðalástæða lækkunar vaxtabóta er GLÓRULAUS
hækkun skerðingar vegna tekna úr 8% í 8,5% árið 2014. Sú
tekjutenging skerðir bætur um tugþúsundir á hverju ári, og
SAMÞYKKTI FRAMSÓKN þessar skerðingar, og er því ekki eins saklaus
og Eygló vill vera að láta. Bætt staða heimilanna sem ráðherrar og
þingmenn núverandi stjórnarmeirihluta guma sig af, er nánast
eingöngu til kominn vegna HÆKKUNAR FASTERIGNAMATS sem hefur hækkað
frá 2012 um 62,2% meðan laun hafa hækkað um 31,4% ...
Lesa meira
... Gætt hefur sérstakrar gerðar af meðvirkni í umræðu um hin
svokölluðu "Panama-skjöl". Ýmsir reynt í fjölmiðlum að troða upp
með þá speki að engar sannanir séu fyrir hendi um lögbrot. Jafnvel
nefnt að þetta eigi bara að vera viðfangsefni lögreglu og
skattayfirvalda. Þannig er reynt að dreifa athygli fólks frá
aðalatriði máls sem fjallar um siðfræði og ákveðin
forréttindi sem fjárglæframenn og stjórnmálamenn reyna að
viðhalda, einmitt í skjóli leyndar. Hins vegar er alveg ljóst að
mjög margir treysta ekki vel nefndum yfirvöldum enda eru þau undir
hæl pólitísks valds og oft fjársvelt. Það er og afar langsótt
kenning að hundruð blaðamanna séu á vegum einhvers annars en
sannleikans. Margar fréttir kæmu aldrei uppá yfirborðið nema vegna
rannsóknarblaðamennsku. Það er líka vel þekkt í sögunni að margir
stjórnmálamenn, víða um heim, hafa verið hreinræktaðir glæpamenn
....
Lesa meira
Þrátt fyrir efnahagshrunið, haustið 2008, hafa spilling og
græðgi ekkert minnkað. Fjárglæframennska og firring hafa þvert á
móti náð nýjum hæðum. Dæmin eru allsstaðar. Sjálftakan, og
einkaránið, á formi bónusgreiðslna[i] heldur áfram í bönkum eins og fréttir af
fyrrum Straumi-Burðarási sýna og sanna.
Borgunarmálið[ii] er annað
nærtækt dæmi um siðleysi, græðgi og spilling ...
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum