Frjálsir pennar 2018
Nokkuð hefur undanfarið verið rætt um svokallaðan þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Almennt hafa fjölmiðlar ekki staðið sig sérstaklega vel í því að upplýsa fólk um þýðingu og inntak þessa pakka sem um ræðir. Eins og margir vita, er markaðsvæðing einn af lykilþáttum evrópska efnahagssvæðisins. Það merkir í stuttu máli samkeppnismarkað á fjölmörgum sviðum, þar með töldu rafmagni.
Innri orkumarkaður ESB byggist á verslun með gas og rafmagn. Þau viðskipti eru háð ýmsum tilskipunum og reglugerðum sem saman mynda „pakka“ sem aðildarríkjum á evrópska efnahagssvæðinu er síðan ...
Lesa meira
Síðustu vikur og mánuði, eftir að gengi krónunnar fór að lækka, hækka aftur raddirnar sem vilja binda íslensku krónuna við evru (einstaka vill dollar), greiða laun í evrum eða taka upp evru, „stöðugan gjaldmiðil“. Sem sagt fastgengisstefna – ellegar þá að leita alveg í „skjól stórveldis eða ríkjasambands“ (orðalag Baldurs Þórhallssonar) sem sé ESB-aðild. Hæstu þvílíkar raddir koma frá Samfylkingunni og Viðreisn sem við var að búast. Samfylkingin gefur út myndband og hvetur til ESB-aðildar, og höfuðrökin í málinu eru ...
Lesa meira
Það er sorglegt að átta sig á því að alþjóðlegir auðhringar,
eigendur allrar stóriðju á Íslandi, sem hugsa fyrst og fremst um
hagnað og gróðavon, fari miklu betur með sinn mannauð en opinberar
stofnanir sem reknar eru að meirihluta til af almannafé. Mikil
umræða hefur verið um styttingu vinnuvikunnar og sitt sýnist
hverjum og veltur það aðallega á "hagsmunum" þeirra sem um fjalla
eða á misskilinni hagsmunagæslu ákveðinna aðila. Það skal tekið
fram að eftirfarandi samanburður er ekki gerður til að öfundast út
í þá sem vinna í stóriðju eða til að grafa undan þeim réttindum og
kjörum sem þar hafa náðst ...
Lesa meira
RÚV, popúlisminn og hnattvæðingin; Hvaðan kemur
hægri-pópulisminn, hvert er samband hans við hnattvæðinguna og
ríkjandi stjórnmálastefnur á vesturlöndum, hvað vantar í
greiningu/umfjöllun fjölmiðla og meginstraums-stjórnmálaflokka á
honum? Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í
stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/
þjóðernispopúlismi. Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er
málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar
heimsvaldastefnu (vestrænnar). Sem stafar aftur af því að ...
Lesa meira
... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar
hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að
búast úr þeirri áttinni. Umræða um "hagræðingu" kemur fyrir lítið,
eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum;
eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að
engu. Þjóðareign varð að "þjófaeign". Það er kjarni
málsins. Hið svokallaða "framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar
af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu
meintrar hagræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum
braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...
Lesa meira
Fyrir nokkru las ég bók Þorleifs Óskarssonar, sagnfræðings, um
SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu. Félagið hét reyndar SFR,
starfsmannafélag ríkisstofnana, þegar ég gegndi
framkvæmdastjórastörfum fyrir félagið á árunum 1973 til 1975. Bókin
kom út í apríl á liðnu ári og er heiti hennar
"Saga baráttu og sigra í sjötíu ár". Bók Þorleifs
er afar fróðleg og prýdd mörgum myndum. Ég hefði talið ákjósanlegt
að nafnalisti væri aftast í bókinni, en tilvísanir, heimildir og
myndaskrá eru hins vegar til fyrirmyndar. Þá eru viðtölin við
ýmsa fyrrverandi og núverandi forystumenn félagsins upplýsandi og
gefa fyllri mynd af starfsemi SFR. Við lestur bókarinnar sakna ég
þó þess að ekki sé getið um ...
Lesa meira
Eins og við mátti búast vakti fyrirlestur Vanessu Beeley ásamt
útgáfu bókar Tim Andersons, Stríðið gegn Sýrlandi, sterk viðbrögð,
bæði jákvæð og neikvæð. Einnig var viðbúið að viðbrögðin í neikvæðu
áttina væru ekki efnisleg, heldur beint gegn persónum höfundar og
þeirra sem buðu Vanessu til Íslands. Það er rétt að svara bæði
þeirri gagnrýni sem komið hefur upp og einnig að lýsa stuttlega því
sem kemur fram í bók Tims Andersons og einnig því sem ekki kemur
fram þar, um tilgang útgáfunnar og þætti þýðenda í þessu öll saman.
Bók Tims Andersons er mjög ítarleg, hvað heimildavinnu varðar. Þeir
sem vilja ...
Lesa meira
Takk Ögmundur fyrir frumkvæði þitt að fundinum í dag. Það var
mjög athyglisvert að hlusta á Zoe Konstantopoulou. Þegar hún var að
tala um Evrópusambandið og evruna kom mér í hug klausa úr gamalli
norskri skáldsögu (gamalli eða ekki, hún kom út á æskuárum okkar).
Einn merkasti rithöfundur Norðmanna eftir Ibsen og Hamsun var Jens
Bjørneboe, lítt þekktur hér. Merkasta bók hans, að mér finnst, kom
út árið 1966, Frihetens øyeblikk. Þorsteinn bróðir minn
gaf mér hana í jólagjöf árið 1970. Eftir að ég las hana var ég ekki
samur maður. Ég byrjaði að þýða hana ...
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum