Fara í efni

Kári: VALDHEIMILDIR ESB OG ORKUMÁL

            Í næstu greinum verður haldið áfram að skoða nánar hvað felst í fjórða orkupakkanum. Áður en að því kemur er rétt að fjalla í fáeinum orðum um það hvað felst í hugtakinu „valdheimildir“ (competence) í Evrópurétti. Um er að ræða fjórar mismunandi valdheimildir.[i]

            Flokkunin er annars vegar í „óskiptar valdheimildir“ (exclusive competences) og hins vegar í „sameiginlegar valdheimildir“ (shared competences). Því næst koma „viðbótar valdheimildir“ (supporting competences) og valdheimildir sem snerta fyrirkomulag og stefnumótun (aðrar valdheimildir, sbr. 5. gr. TFEU).

Tafla 1[ii]

Óskiptar valdheimildir

Sameiginlegar valdheimildir

Viðbótar valdheimildir

Aðrar valdheimildir

3. gr. TFEU

4. gr. TFEU

6. gr. TFEU

5. gr. TFEU

Tollabandalag

Innri markaður ESB

Verndun lýðheilsu

Efnahagsstefna

Samkeppnisreglur

Félagsmálastefna, takmörkuð við þá þætti sem skilgreindir eru í TFEU

Iðnaður

Atvinnumál

Peningastefna

Efnahagsleg, félagsleg

og svæðisbundin

samheldni

Menning

Félagsmálastefna

Sameiginlega fiskveiðistefnan

Landbúnaður, fiskveiðar

(nema verndun auðlinda hafsins)

Ferðamennska

 

Viðskiptastefna

Umhverfi

Menntun, starfsþjálfun, æskulýðsmál og íþróttir

 

Alþjóðasamningar

Neytendavernd

Almannavarnir

 

 

Flutningar

Samvinna á sviði stjórnsýslu

 

 

Samevrópskt

flutningskerfi

 

 

 

Orka

 

 

 

Svæði frelsis, öryggis og

réttlætis

 

 

 

Lýðheilsa

 

 

 

Rannsóknir, tækniþróun og geimvísindi[iii]

 

 

 

Þróunarsamvinna og mannúðaraðstoð

 

 

            Eins og sést á þessu yfirliti í töflu 1 falla m.a. tollabandalag, samkeppnismál og alþjóðasamningar [þriðju ríki] undir óskiptar valdheimildir Evrópusambandsins. Í þessum flokki hefur sambandið bæði lagasetningarvald og framkvæmdavald.

            Þegar Evrópusambandið, og aðildarríki þess, „deila valdheimildum“ (shared comptetence) þá missa aðildarríkin jafnframt valdheimildir sínar [competence] til þess að setja lög og taka ávarðanir á viðkomandi sviði, þegar Evrópusambandið ákveður að setja reglur (reglugerðir, tilskipanir). Af þessu er strax ljóst að ríki heldur ekki áfram fullu valdi á sviði sem fellur undir „shared competence“ [eins og orka gerir eftir Lissabon-sáttmálann]. Í stuttu máli merkir það að tveir aðilar [ESB vs. aðildarríki] deila rétti til þess að setja lög og taka ákvarðanir á ákveðnum sviðum, en Evrópurétturinn er þó ríkjandi [kjósi Evrópusambandið að aðhafast].[iv]

            Í þessu felst að Evrópurétturinn víkur ekki einungis burt ákvæðum og lögum aðildarríkjanna, heldur missa ríkin einnig réttinn til lagasetningar á tilteknu sviði. Sá réttur færist til Evrópusambandsins. Þ.e.a.s. þegar um ræðir málaflokka sem falla undir sameiginlegar valdheimildir, og Evrópusambandið nýtir sér sinn rétt til þess að setja lög og reglur og taka ákvarðanir á því sama sviði, víkur réttur aðildarríkjanna til þess að gera slíkt hið sama [og rétturinn auðvitað ekki til staðar þar sem Evrópusambandið hefur óskiptar valdheimildir].

            Málið snýst þannig bæði um rétt til þess að setja lög og rétt til þess að taka ákvarðanir. Hvort sem um ræðir óskiptar valdheimildir eða sameiginlegar valdheimildir, þá felst í þessu fyrirkomulagi framsal fullveldis (ríkisvalds) hvernig sem á málið er litið. Fullyrðingar um annað eru bara „lögfræðilegur skollaleikur“.

            Um skiptinguna er fjallað í bálki I, gr. 2-6. 1. mgr. 4. gr. Lissabon-sáttmálans (TFEU). Þar kemur fram Evrópusambandið skal „deila valdheimildum“ með aðildarríkjum þegar sáttmálarnir mæla svo fyrir og ekki er um að ræða valdheimildir sem falla undir svið sem tilgreind eru í 3. og 6. gr. sama sáttmála [TFEU]. Í. i-lið 2. mgr 4. gr. kemur fram að orka fellur undir „sameiginlegar valdheimildir“.

            Um „viðbótar valdheimildir“ (supporting competences) er fjallað í 6. gr. Lissabon-sáttmálans (TFEU). Í þeim felst að Evrópusambandið getur einungis stutt, samræmt eða bætt við aðgerðir aðildarríkjanna sjálfra. Lagalega bindandi gerðir sambandsins geta ekki falið í sér kröfu um samhæfingu laga eða reglugerða aðildarríkjanna, á þeim sviðum sem „viðbótar valdheimildir“ ná til, s.s. ferðamennsku, menningar, menntunarmála og fleiri atriða. Um aðrar valdheimildir vísast til töflu 1 hér að framan og 5. gr. TFEU. Í sáttmálanum um Evrópusambandið [TEU] er kveðið á um valdheimildir Evrópusambandsins. Þar segir í 1. mgr. 5. gr. að meginreglan um veitingu valdheimilda (principle of conferral) stjórni valdmörkum sambandsins.

            Hins vegar er beiting valdheimilda sambandsins almennt háð tveimur skilyrðum, þ.e. nálægðarreglunni (principles of subsidiarity)v og reglunni um meðalhóf (principle of proportionality).[v] Lagastoð fyrir þessum reglum er að finna í 3. mgr. 5. gr. sáttmálans um Evrópusambandið [TEU] og bókun 2 við Lissabon-sáttmálann. Nálægðarreglan felur í sér að þegar Evrópusambandið hefur ekki óskiptar valdheimildir þá skuli ákvarðanir teknar sem næst borgurunum sem þær snerta. Þetta tengist einnig hinni svo nefndu nándarreglu (proximity principle) og skilgreind er í 3. mgr. 10. gr. TEU. Hvernig þessum reglum er beitt í raun er síðan atriði sem þarf að skoða sérstaklega. Valdi [power] Evrópusambandsins er skipt í þrjá flokka:

1) „óskorað vald“ (explicit powers);

2) óbeint vald (implicit powers);

3) „viðbótarvald“ (subsidiary powers).

            Undir fyrsta flokkinn fellur vald sem er skýrlega skilgreint í viðeigandi lagagreinum sáttmálanna. Undir annan flokk fellur vald, sem samkvæmt kenningu þar um (the implicit powers theory) nær til mála utan sambandsins og á rætur í óskoruðu innra valdi þess.vi Það merkir, að þegar sáttmálarnir veita sambandinu óskorað vald á ákveðnu sviði, þá verði það einnig að hafa samskonar vald til þess að gera samninga við ríki utan Evrópusambandsins á sama sviði [meginreglan um samsömun á milli innra og ytra valds].[vi]

            „Viðbótarvald“ felur í sér að þegar sambandið hefur hvorki óskorað vald né óbeint vald til þess að ná fram markmiðum Lissabon-sáttmálans (TFEU) og snerta innri markaðinn, þá heimilar 352. gr. hans Ráðinu (samhljóða) að grípa til ráðstafana sem það telur nauðsynlegar.

            Það er mjög mikilvægt að sem flestir kynni sér þessi atriði, enda veitir það fólki öflugt vopn í baráttunni við fámennisklíkuna á Alþingi sem hefur vilja meirihluta þjóðarinnar að engu, í ýmsum málum, og telur að „leikreglur lýðræðisins“ séu bundnar við geðþótta fámennisklíkunnar, óháð vilja kjósenda.

Slóðir sem tengjast Evrópurétti

https://energypost.eu/commissions-gas-market-proposal-is-an-attempt-to-gain-more-control-of-energy-policy/

https://halshs.archives-ouvertes.fr/halshs-01099284/document

[i]      Sjá t.d.: Division of competences within the European Union. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=LEGISSUM%3Aai0020

[ii]    Sjá t.d.: https://ec.europa.eu/citizens-initiative/public/competences/faq#q1

[iii]   Sjá einnig: https://www.consilium.europa.eu/en/policies/eu-space-programmes/

[iv]    The member states can act only if the EU has chosen not to.

[v]     Sjá t.d.: https://www.concurrences.com/en/glossary/principle-of-proportionnality

[vi]    Sjá t.d.: https://eur-lex.europa.eu/summary/glossary/community_powers.html