Frjálsir pennar Maí 2020
Meðal þess sem illa hefur gengið að ná fram á Íslandi er lýðræðisumbætur. Kallað hefur verið eftir auknu lýðræði, og þá alveg sérstaklega beinu lýðræði, þannig að hægt sé að skjóta þýðingarmiklum málum beint til þjóðarinnar. Íslenska valdaklíkan er hins vegar almennt skipuð afar valdagráðugu og stjórnlyndu fólki sem lítur á þjóðina sem uppsprettu atkvæða en ekki hóp fólks með sjálfstæðan vilja. Almennt kæra þessir stjórnmálamenn (klíkubræður og systur) ...
Lesa meira
Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3. Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær“ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ...
Lesa meira
... Samstaðan er fjármagn hins fátæka. Akkúrat núna er lífsspursmál í harðnandi aðstæðum stéttabaráttunnar að öll stéttvís launþegasamtök stilli sér upp við bakið á Flugfreyjufélagi Íslands. Ég hef því miður ekki séð neinar ályktanir í þá veru ...
Lesa meira
Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf. Íslensk stjórnvöld stæra sig af glæstum árangri í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid-19. Aðeins 10 eru dánir af veikinni á Íslandi (af Covid-19 og öðrum undirliggjandi sjúkdómum), af 357 þúsund manna þjóð. Dánartíðni vegna sjúkdóma er gjarnan mæld sem hlutfall af milljón, og íslenska dánartalan tilsvarar 28 eða 29 af milljón. Our World in Data er rannsóknarstofnun tengd háskólanum í Oxford og ástundar útreikninga um hnattræn vandamál, fátækt, sjúkdóma, hungur, loftslagsbreytingar, stríð m.m. og byggir á ...
Lesa meira
... Því liggur beinast við að nú þegar verði sá kostur skoðaður, til að tryggja öruggt flugsamband við umheiminn, að stofna til nýs flugfélags, t.d. undir nafninu Flugfélag Íslands, með þátttöku ríkisins auk annarra fjárfesta ...
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum