Frjálsir pennar Júlí 2020
Verður nú tekinn upp þráðurinn þar sem frá var horfið og haldið áfram að rekja ákvæði raforkutilskipunar 2019/944 ESB. Í 33. gr. tilskipunarinnar er fjallað um samþættingu rafhleðslustöðva við raforkukerfin (Integration of electromobility into the electricity network).
Í 1. mgr. 33. gr. segir að með fyrirvara um tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 2014/94 ESB, skuli aðildarríkin setja upp nauðsynleg regluverk til að auðvelda tengingu ...
Lesa meira
Stríðið gegn Sýrlandi hefur færst yfir á nýtt skeið. Á meðan dregið hefur úr hernaði heimsvaldassinna gegnum málaliða og trúarlega vígamenn hefur stórlega verið hert á efnahagshernaði gegn hinu stríðshrjáða landi.
RÚV: Rússland og Kína loka á mannúðaraðstoð til Sýrlands!
Í fyrri viku kom RÚV með nokkrar fréttir um að Rússar og Kínverjar hefðu í Öryggisráðinu lokað á innflutning hjálpargagna frá Tyrklandi til Sýrlands (nema gegnum eina landamærastöð) og þeir hefðu í raun „lokað á alla utanaðkomandi mannúðaraðstoð til Sýrlands“. Haft var eftir „ónafngreindum evrópskum diplómata“ að „markmið Rússa – og Sýrlandsstjórnar - sé að ...
Lesa meira
Í umræðum á Internetinu og víðar má stundum sjá því fleygt fram að Íslendingar muni ætíð halda orkulindum sínum. Sú fullyrðing er eins mikið öfugmæli og nokkuð getur verið. Oft sést þessu haldið fram í tengslum við orkupakka ESB. Þá virðast sumir líta svo á að innri orkumarkaður Evrópu sé þannig gerður að hann tengist ekki öðrum mörkuðum. Það er að sjálfsögðu einnig rangt. Þannig er málið vaxið að með fjölgun orkupakkanna eykst sífellt þrýstingur á frekari markaðs- og ...
Lesa meira
Skrýtin var átthagaástin bundin við Húsavík, óskin um að geðugur smábær umbreyttist í miðstöð stóriðju. Vegir ástar eru órannsakanlegir. 360.000 tonna álver á Bakka var þó draumur sem brást, en helmingur af 66.000 tonna sílikonfabrikku reis þó sem bót í máli. Draumbót í bili a.m.k. Ágalli er sóðabruni kolafjalla og ógeðfelldar vinnuaðstæður illa haldinna starfsmanna. Afurð má þó ekki aðeins nýta í hernaðartól, vopn og efnabras eitrað. Má jafnvel nýta uppbyggilega líka.
PCC á Bakka var talin skömm skárri, ríkið albúið til styrktar og Landsvirkjun ekki síður, jafnvel lífeyrissjóðir líka.
Við pólitískan samfögnuð hróflaði PCC upp fabrikku sinni, rekstur hófst ...
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum