Frjálsir pennar Ágúst 2020
Baldur Andrésson skrifar: BAKKI - ÓBROTGJARN MINNISVARÐI UM HUGVIT OG FRAMSÝNI
... Bót í máli varð þó smíði á ónothæfu kísilveri á sprungusvæði á Bakka sem hindrað gæti upptök stórskjálfta þar að áliti hugvitsmanna. Kostur er að í verinu er engin starfsemi, engin mannslíf í hættu.
Þýska SMS vandaði vel til stöðvunar á jarðarflöktinu á kostnað PCC BakkiSilicon hf, með veglegum opinberum stuðningi og traustra lífeyrissjóða.
Forvarnar-framtakið á Bakka, stýring á flökti jarðarafla, hefur auðvitað goldið rangtúlkunnar eins og gengur ...
Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA SJÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4 – Landsreglari
... Landsreglari, sem staðsettur er í aðildarríki þar sem evrópskir flutningskerfisstjórar (ENTSO) eða evrópskir dreifikerfisstjórar (E.DSO) hafa aðsetur, skal hafa valdheimildir til þess að beita áhrifaríkum og fælandi viðurlögum, í réttu hlutfalli við afbrot, þegar þeir uppfylla ekki skyldur sínar samkvæmt þessari tilskipun, reglugerð ESB 2019/943 eða viðeigandi lagalega bindandi ákvörðunum Landsreglara eða ACER eða leggja til að lögbær dómstóll beiti slíkum viðurlögum ...
Lesa meiraKári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA SEX - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4
... Segja má að Alþingi, ríkisstjórn og stærstu fjölmiðlar landsins, hafi brugðist upplýsingaskyldu sinni með því að kynna ekki þjóðinni veigamikil atriði í vegferð markaðs- og einkavæðingar sem tók um margt nýja stefnu með þriðja orkupakka ESB og enn er hert á í þeim fjórða.
Það dylst engum sem les tilskipun 2019/944 ESB, að yfirþjóðlegar stofnanir (stofnanir ESB) leika mjög stórt hlutverk í orkumálum innan evrópska efnahagssvæðisins. Þar má nefna ...
Þórarinn Hjartarson skrifar: HEIMSVALDASTEFNAN - með meginfókus á þá bandarísku
Nú eru 75 ár liðin frá glæpnum gegn mannkyni þegar bandarískri kjarnorkuspregju var varpað á Hírósíma og Nagasaki 6. og 9. ágúst 1945. Glæpurinn var þá réttlættur með endalausum lygum og skipulegum stríðsáróðri. Sami stríðsáróður frá sama stríðsaðila beinir nú spjótum sínum skipulega að nýjum andstæðingi – Kína. Bandaríkin hafa komið fyrir yfir 400 herstöðvum umhverfis Kína auk gríðarlegrar og hraðvaxandi flotauppbyggingar á Kyrrahafssvæðinu. Samhliða þessari uppbyggingu hefur „stríðið langa“ í Austurlöndum nær geisað það sem af er 21 öldinni. Bandaríkin hafa (2019) einhliða sagt sig frá samningum um takmörkun kjarnorkuflauga (INF, frá 1987). Alls 30 aðildarlönd SÞ stynja nú undan bandarískum efnahagslegum refsiaðgerðum af einhverju tagi. Formlega snúast þær um „lýðræði“ en raunveruleikinn er ...
Lesa meiraKári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA FIMM - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4
Í síðustu grein var endað á 40. gr. raforkutilskipunar 2019/944 ESB, sem er hluti fjórða orkupakkans, en tilskipun þessi er alls 74 lagagreinar. Verður nú þráðurinn tekinn upp þar sem frá var horfið ... Styttist þá óðum í umfjöllun um Landsreglara, hinn nýja „Landstjóra“ ESB á Íslandi í orkumálum. En í b-lið 4. mgr. 57. gr. kemur m.a. fram að Landsreglari leitar ekki eftir, né tekur við, beinum fyrirmælum frá stjórnvöldum, opinberum eða einkaaðilum, í starfi sínu. Þetta þýðir á mannamáli að Landsreglari er óháður íslenskum stjórnvöldum, leitar ekki eftir né tekur við fyrirmælum þeirra. Hann heyrir beint undir Brussel-valdið ...
Lesa meiraFrá lesendum
VIÐ MUNUM HRUNIÐ
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
HVAÐ ER ÞJÓÐAREIGN?
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
GRÍMUBALLIÐ Á ENDA
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
SÁ ÉG ÞJÓFA
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
SAMAN ÞÁ STÖNDUM
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
HVÍSLAÐ TIL AÐ SÝNAST?
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
RÁÐHERRA FÆR MERKI UM BANKARÁN
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
STAÐREYNDIN ER ...
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
MEÐVIRKNISVEIRAN Á ALÞINGI
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
ALVÖRULEYSI PÍRATA
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Frjálsir pennar
Þórarinn Hjartarson skrifar: NATO OG WASHINGTON VÍGBÚAST GEGN "GULU HÆTTUNNI"
"... Greiningin sem Biden gerir, um baráttu milli lýðræðisafla og einræðisafla heimsins, er fölsk þó ekki væri nema í ljósi mikilvægustu bandamanna Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Ekki nóg með það: Bandaríkin ásamt með bandamönnum í NATO sem skreyta sig mikið með lýðræðismerkimiðum er EINI AÐILI SEM HERNAÐARÓGN STAFAR AF á alþjóðavettvangi nú um stundir. Ekki nóg með það: Af langri sögu hefur okkur lærst að því meira sem bandarísk stjórnvöld tala um að tryggja „lýðræði“ (Sýrland eða Úkraína), mannúð og mannréttindi (Írak, Júgóslavía, Líbía) eða kvenréttindi (Afganistan) í öðrum löndum þeim mun meiri dauði og eyðilegging eru í vændum. Bandarískt „lýðræði“ er banvænn útflutningur ..."
Lesa meiraJón Karl Stefánsson skrifar: OFURVALD SAMFÉLAGSBARÓNANNA
... Ef við stöndum ekki gegn ritskoðun og árásum á borgaraleg réttindi núna, og líka þegar þau beinast gegn einhverjum sem okkur kann að mislíka við hér og nú, munum við kannski aldrei endurheimta tjáningarfrelsið. Völd einkarekinna alræðisríkja á borð við Amazon, Google og Facebook verða óhugnanleg og algjör ...
Lesa meiraKári skrifar: ENN UM BRASK- OG MAFÍUVÆÐINGU - UNDIRLÆGJA GAGNVART PENINGAVALDI -
Undirlægja og virðing fyrir peningavaldi eru útbreidd vandamál á Íslandi. Um er að ræða anga af sama meiði og hvort tveggja byggt á „misskilningi“ ef svo má segja. Til þess að skilja undirlægjuna þarf fyrst að greina hina misskildu virðingu fyrir peningum. Flestir tengja peninga við „efnisleg gæði“; skort eða jafnvel ofgnótt. Mikilvægt er að gera sér ljóst að öflun efnislegra gæða er bundin við þá plánetu okkar sólkerfis sem nefnist jörð. Öflunin er enn fremur bundin við jarðlífið sem slíkt. Ekki hefur verð sýnt fram á gagnsemi
Lesa meiraKári skrifar: LYKILLINN AÐ LAUSNUNUM ER AÐ KJÓSA RÉTT
Það er gott að hugsa í lausnum, sérstaklega ef lausnirnar gagnast þjóðinni sem heild. Allmörg dæmi má þó finna um að „lausnir“ á Alþingi séu sniðnar sérstaklega að hagsmunum braskara og fjárglæframanna. Þetta gerist vegna þess að fólk sem fengið hefur umboð kjósenda („látið kjósa sig“) misfer með umboð sitt og missir öll tengsl við umbjóðendur sína. Segist að vísu í viðtölum oft vera í „góðu sambandi“ við kjósendur sína. En eitt er að þiggja kaffibolla í kjördæmi sínu og annað að gæta hagsmuna almennings á þingi ...
Lesa meiraKári skrifar: ORKUSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSINS
... Hugmyndin um „fullkominn samkeppnismarkað“ felur þannig í sér marga seljendur og kaupendur, samleitni „vöru“ sem um ræðir, góðar upplýsingar fyrir seljendur og kaupendur og hindrunarlausan aðgang eða útgöngu á markaði. Með öðrum orðum, menn geta hafið samkeppni á markaðnum eða hætt þegar þeim sjálfum hentar ...
Lesa meiraGrímur skrifar: PÁSKAUPPRISA PCC
... Upprisa BakkiSilicon nú um páska er að líkum hafin yfir mannlegan, röklegan skilning. Birtist því sem undur. Rétt eins og ófarasagan frá upphafi rekstrar 2018 til stöðvunar 2020 er látin standa óútskýrð, eins og gildir um athæfi æðri máttar-valda. Fullvíst er að “Hönd Guðs” kemur að páskaupprisu BakkiSilicon sú sem líknsöm er oft þeim þurfandi ...
Lesa meira