Fara í efni

BIÐIN EFTIR VAÐLA-GODDOT

Samúel Beckett sagði frá félögum, Didda og Gogga, dapurlegri bið þeirra eftir brigðula Goddot.
Aðrir félagar, á öðrum buxum, hófu bið fyrir meira en tveimur áratugum eftir öðrum Goddot, spekúlöntum, sem gætu viljað eignast ógerð eða síðar gerð jarðgöng um Vaðlaheiði.
Trú á einkabrask með almannavegi er sameiningarafl biðklúbbsins og einblína hans.
Öll þessi ár hefur Goddot látið bíða eftir sér, spekúlant í gervi frelsara frá sameignarhefðum. Öll árin er átrúnaði á hann viðhaldið.
2010 fæddist snjallræði.
Fólst í að láta ríkið kosta Vaðlaheiðargöng fyrir almannafé, en setja þau í tilgerðarumgerð sem “einkaeign” skúffufélags, VHG hf.
Áður var áætlað verð niðurfalsað um milljarða og fölsun varð varla breytt gagnvart Alþingi 2012. Fór svo að göngin tókst að gera með raunum, tveggja ára verktöf, tvöföldun á áætluðu verð.
Á þriðja ár hafa nokkur not orðið af gerðum Vaðlaheiðargöngum, kostuð með almannafé, og því í þjóðareigu, en á pappírum sögð “eign” VHG hf. Sú umgerðin á rætur í lifandi trúar- kenningu um að sjálfur Goddot mæti um síðir, eftir löngu biðina. - Í formi braskara, fúsra að lokum til yfirtöku á bút af þjóðvegkerfi í almannaeigu, þá sem leikfang sitt til arðbærra eigin viðskipta.
Söludagur hugmyndar um Vaðla- brask er auðvitað löngu útrunninn. Absúrd er form einkaeignar VHG hf á einu dýrasta vegamannvirki ríkisins sem allt er kostað með almannafé og ber því sæmdarheiti, þjóðvegur. Ennþá er þó beðið eftir yfirtöku braskara. Ennþá blasir við absúrd skráð “einkeign” á þjóðareign. Svo viðkvæmt er fíflaspil þetta stjórn- kerfinu, að skammarþöggun er ásett. Lekritið er þó enn á fjölum, fáráðlegt, absúrd delluspilið langa.