Beint á leiđarkerfi vefsins

Frjálsir pennar

26. Júlí 2004

Torfi Stefánsson skrifar: Sćnsk dćmisaga frá Guantanamo

Nú eru Bandaríkjamenn búnir ađ láta lausan sćnska fangann í Guantanamo-búđunum, Mehdi Ghezali. Umheiminum berst ţví enn ein frásögnin af pyntingum sem ţar hafa fariđ fram.  Mehdi Gezali sem varđ 25 ára nú fyrir nokkrum dögum, lýsir ţví hvernig hann var hlekkjađur og pyntađur tímum saman, allt ađ 14 klukkustundum í senn. Hann var, í tvö og hálft ár, í klefa sem var ţrjú löng skref á lengd og tvö til ţrjú skref á breidd. Allan ţennan tíma var hann ávarpađur međ númeri, „US9SWE000166", aldrei međ nafni. Í janúar 2002 var Ghezali...

16. Júlí 2004

Ţorleifur Gunnlaugsson skrifar: Núverandi stjórnarandstađa myndi nćstu ríkisstjórn

Svo er hitt ađ Framsóknarflokknum á ekki ađ líđast ađ velja á milli vinstri og hćgri aflanna og ráđa ţannig í reynd hverjir sitja viđ stjórnvölinn hverju sinni, vinstri menn eđa hćgri menn – en alltaf í samstarfi viđ Framsóknarflokkinn! Slíkt er ávísun á spillingu, ţví ţannig flokkur er alltaf í ađstöđu sölumannsins sem jafnan spyr: Hver býđur best? Farsćlast ţćtti mér ađ núverandi stjórnarsamstarfi yrđi slitiđ hiđ bráđasta – efnt til kosninga og síđan mynduđ stjórn međ vinstri slagsíđu. Haldi Framsóknarflokkurinn sínu striki og púkki áfram undir íhaldiđ ţykir mér vel koma til greina ađ ...

15. Júlí 2004

Helgi Guđmundsson skrifar: Er vinstri tími Halldórs ađ koma?

Halldór Ásgrímsson hefur rétt fyrir sér í ţví ađ stjórnmálaflokkar eigi ekki ađ flökta eftir skođanakönnunum – ţeir geta neyđst til ađ taka erfiđar ákvarđanir sem ekki eru til skammtíma vinsćlda fallnar. Aftur á móti skjátlast honum hrapallega um ţađ ađ Framsóknarflokkurinn eigi undir öllum kringumstćđum ađ flökta eftir Sjálfstćđisflokknum til ţess eins ađ halda gangandi ríkisstjórnarsamstarfi. Ţessa dagana verđur ţjóđin vitni ađ makalusri pólitískri endaleysu sem er hvort tveggja í senn til skammar fyrir Alţingi og minnkunar fyrir ţjóđina. Til skammar fyrir ţingiđ vegna ...

10. Júlí 2004

Guđmundur R. Jóhannsson skrifar: Hugmyndaauđgi og snilldarlausnir

Svo fáum viđ ađ kjósa um ţessi lög voriđ 2007.  Ég ćtla ađ vona ađ ţađ verđi sólríkur dagur sá kjördagur ţegar flestir drífa sig  ađ kjósa um fjölmiđlalögin og hugsa ekki um nokkurn hlut annan.  Ţađ er naumast ađ tilvonandi og fyrrverandi ćtla ađ ţjóđin sé langrćk og vćri svo sem allt í lagi ef sú yrđi raunin.  En hvađ á sá sjálfstćđismađur ađ gera, sem er algerlega á móti fjölmiđlalögunum en vill samt styđja flokkinn sinn áfram, eđa vinstri grćnn sem  sem vćri fylgjandi ţessum lögum en ...

7. Júlí 2004

Eiríkur Jónsson skrifar: Sea world

Fyrir nokkrum árum fór ég í sćdýragarđ í Orlando sem heitir Sea world. Eitt af ţví sem ţar var bođiđ upp á til skemmtunar voru háhyrningar sem höfđu veriđ tamdir og hlýddu ţeir í einu og öllu ţví sem umsjónarmennirnir fóru fram á. Mig minnir ađ ţeir hafi veriđ rúmlega 30 ađ tölu, sennilega 31. Allir syntu ţeir í takt, stukku upp í loftiđ ţegar ţađ átti viđ, skvettu ţegar ţađ átti viđ og földu sig ţegar ţađ átti viđ. Tamningamennirnir voru tveir og stóđu ţeir gjarnan ...

1. Júlí 2004

Sveinn Ađalsteinsson skrifar: Rýnt í tölur

Ef lágmark til ađ fella lögin vćri sett viđ ađ andstćđingar vćru yfir 50% ţeirra sem á kjörskrá eru, vćri möo gerđ krafa um 67% andstöđu viđ frumvarpiđ! Ef hinsvegar vćri miđađ viđ kosningaţátttökuna í forsetakosningunum um síđustu helgi og ekki gefinn kostur á ađ greiđa utankjörfundar vćru samsvarandi hlutföll : 63% - 15% (sem nćmi áćtluđu atkvćđamagni utankjörstađa) = 53,5%. Krafan um ađ yfir 50% ţýddi í ţví tilfelli ađ 93,5% kjósenda yrđu ađ hafna frumvarpinu! Ţetta eru nú aldeilis LÝĐRĆĐISSINNAR í lagi ! ...

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

18. September 2017

UM KOSNINGAR OG RÍKISSTJÓRN

 Ef valdið heim nú viljið þið,
verður nýtt að prófa.
Kosningu ef klúðrum við,
kætist flokkur bófa.
...
Kári

15. September 2017

LANDINN FRJÁLS

Loksins verður landinn frjáls,
losnar við Íhaldið.
Ber þá enga hespu um háls
og alþýðan fær valdið.
Pétur Hraunfjörð

6. September 2017

HEIMSVIĐSKIPTIN ŢRÓUĐ Í FINNAFIRĐI

Efla hefur þróað Finnafjarðarverkefnið. Það er kallað viðskiptaþróun. Hugmyndin er að olíuhreinsunarstöðin risastóra verði í Finnafirði. Þá er hægt að nýta höfnina bæði fyrir olíuskip og fyrir siglingar yfir Norðurpólinn þegar ísinn verður bráðnaður.
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir

6. September 2017

ERUM Á LEĐINNI

Stærsta höfn á norðurhveli í Finnafirði og stærsti flugvöllur á norðurslóðum í Keflavik. Ætlum við að láta Björgólf hjá Icelandair, Skúla í Wow og bæjarstjórann í Langanesbyggð færa okkur inn í 21. öldina á sínum forsendum? Ég held við þurfum ekki fleiri stýrimenn til að komast fram af brúninni. Við virðumst vera á réttri leið til að komast þangað.
Haffi

6. September 2017

ENN UM MINNISVARĐA

Fróðelgt væri að fá fréttir af því hver urðu afdrif beiðni stríðsminjanefndar Bandaríkjanna um minnisvarða í Höfða um framlag BNA til freslsisbaráttu mannkyns á seinni hluta tuttugustu aldar, þar með talið Víetnam og Hiroshima. Sagt var að Reykjavíkurborg væri að skoða þessa málaleitan. Hver skyldi hafa orðið niðurstaðan?
Jóel A. 

30. Ágúst 2017

VERĐUR ŢETTA SVONA?

Pistill þin hér á heimasíðunni um fyrirhugaðan minnisvarða í Höfða er umhugsunarverður! Ég hafði svo sannarlega ekki hugsað þetta á þennan veg en er sammála því að það þurfi að gera. Það undarlega er hve lítil umfjöllun er um þetta! Verður þetta svona, hvernig væri að einhver fréttamiðill beindi þeirri spurningu til borgaryfirvalda?
Jóhannnes Gr. Jónsson

25. Ágúst 2017

GÓĐ KVEĐJA!

... I represent a collective (@NirAadCollectiv) opposing Indias draconian biometric ID program, called Aadhaar. I read with great interest the article http://www.katoikos.eu/interview/icelandic-minister-who-refused-cooperation-with-the-fbi-ogmundur-jonasson-in-an-interview.html ... and I was quite taken in with your viewpoints expressed with such clarity and preciseness. There are so many sentences that can be quoted in this interview. Since I was extremely impressed with this interview and since your ideas and thoughts resonated with our, I wanted to drop you a message of gratitude. In solidarity towards a more socially just world. PS: I hope this small letter reaches you :)
Nir Aadhaar Collective

17. Ágúst 2017

ĆRULAUSIR MENN

Hafa löngum kerfið kreist,
kraflað út á jaðar.
Upp ei verður æra reist,
sem engin er til staðar.
Kári

30. Júlí 2017

DÝR VERĐUR SOPINN

Það er rétt hjá þér að þegar við höfum tapað frá okkur neysluvatninu og það komið á einkahendur verður dýr vatnssopinn, jafnvel þótt við böðum okkur ekki úr einkavæddu flöskuvatni! En það verður líka dýrt að ferðast um Ísland og dýrara með hverri vikunni sem líður því sífellt fleiri stökkva upp á rukkunarvagninn. Ríkisstjórnin er hin ánægðasta með einkavæðingu náttúrunnar og almenningur andvaralaus ef þá ekki ...
Jóel A.

30. Júlí 2017

ÚTI AĐ VINNA!

Nú fangarnir frá Kvíabryggju
frjálsir um sveitina vinna
Vanti þig aðstoð þá hafðu í hyggju
að óþrifa verkum sinna.
...
Pétur HraunfjörðBSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

14. Júní 2017

Sveinn Ađalsteinsson skrifar: ŢEGAR DANIR KOMU ÍSLENDINGUM TIL HJÁLPAR OG REFSKÁKIN Í STJÓRNMÁLUM

Undirritaður skrifaði neðanskráðar hugleiðingar, eftir lestur smápistils Jónasar Kristjánssonar á vef- miðli hans. Þjóð sem er illa að sér í eigin sögu er illa á vegi stödd. Við sem komin eru yfir miðjan aldur voru alin upp við að lesa mjög þjóðernislega, einsleita og að hluta til ranga Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Mjög fáir Íslendingar hafa heyrt um það sem ég tæpi á hér að neðan, þ.e. að einasta „byltingin" sem gerð hefur verið íslensku þjóðinni til hagsbótar, stóðu danskir borgarar Kaupmannahafnar að í mars- mánuði 1786 ...

16. Maí 2017

Sigríđur Stefánsdóttir skrifar: ÉG FER Í STURTU A.M.K. EINU SINNI Á DAG OG NOTA HÁHRAĐA-TENGINGU ALLAN SÓLARHRINGINN

Þannig hef ég hugsað mér að hafa það svo lengi sem hægt er - með eða án aðstoðar.  Hve lengi er hægt er að halda þessari stöðu fer að sjálfsögðu eftir því hve miklu fjármagni er veitt til velferðarmála svo sem félagslegrar heimaþjónustu.  Það eru einkum tvær hugmyndir sem ég hef lengi staldrað við í sambandi við aðstoð við einstaklinga sem hafa þörf fyrir hana, þ.e. markmiðið að fólk skuli geta búið sem lengst á eigin heimili og að þjónustan skuli m.a. vera félagsleg.  Hvort tveggja er afar teygjanlegt, háð persónulegu mati, mannafla, launum og auðvitað fjármunum. Þurfi ég aðstoð við að komast í sturtu og geti fengið hana heima einu sinni í viku lít ég svo á að ég geti ekki búið heima - eða ættu ...

Slóđin mín:

Frjálsir pennar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta