Beint á leiđarkerfi vefsins

Frjálsir pennar

30. Október 2005

Kristján Hreinsson skrifar: TÍMINN OG SÍMINN

Ţegar ég var unglingur ţá orti ég lítiđ ljóđ sem var á ţessa leiđ...
Ţetta minnir mig einhvernveginn á tímann og Símann, ţví tíminn sem leiđ frá ţví kjötkatlafurstar einkavćđingar vildu fyrst gefa Símann og ţar til ţeir gáfu hann, var á margan hátt einkar dýrmćtur tími. Mér er sagt ađ einkavinavćđingarnefndin hafi...Svo er ţađ annađ sem tengir saman tímann og Símann, og ţađ er sá tími sem er liđinn frá ţví nýir eigendur Símans lofuđu ađ hagrćđingin myndi nú ekki hafa í för međ sér neina sérstaka annmarka fyrir landsbyggđina, og ţar til ţessir sömu eigendur byrjuđu ađ segja upp starfsfólki úti á landi. Svo kemur önnur skemmtileg tenging upp, en ţađ er...

27. Október 2005

Kristján Hreinsson skrifar: FLUGVÖLLUR Í LAUSU LOFTI...

Flugvöllurinn í Vatnsmýri á ađ vera ţar sem hann er, allt ţar til menn hafa fundiđ lausn sem er sambćrileg eđa betri en sú sem nú er ađ virka. Auđvitađ eru menn alltaf ađ koma međ lausnir, en ţćr lausnir sem ţegar hafa komiđ fram í máli ţessu eru hver hinni verri. Sumar hverjar jafnvel svo kjánalegar ađ á ţćr er ekki hćgt ađ minnast ógrátandi. Mál ţetta má ekki sćkja á ţeirri forsendu einni, ađ menn vilji eignast dýrt land undir byggingar svo ţétta megi byggđ í borginni, ţví slík hugsun nćr ekki ađ segja okkur hvernig flugsamgöngurnar eiga ađ vera um ókomin ár. Og ţađ er einfaldlega ekki nógu skýr hugsun, ađ setja af stađ samkeppni um skipulag í Vatnsmýrinni, á međan framtíđ flugsamgangna milli landsbyggđar og höfuđborgarsvćđis hangir í lausu lofti. Ţađ er ekki heldur nóg ađ ...

20. Október 2005

Drífa Snćdal skrifar: FJÖLKVENNUM OG - MENNUM 24. OKTÓBER!

...Sjónum okkar hefur líka veriđ beint ađ misrétti á öđrum sviđum, í stjórnmálum, ţar sem peningavaldiđ er og inni á heimilum ţar sem allt of margar konur búa viđ öryggisleysi og ógn. Margt er óunniđ í kvenfrelsismálum en kvenfrelsi er forsenda ţess ađ jafnrétti náist. Ef kvennabarátta síđustu aldar hefur kennt okkur eitthvađ hlýtur ţađ ađ vera ađ jafnrétti nćst ekki af sjálfu sér. Til ađ ná jafnrétti ţarf stöđuga baráttu bćđi í vörn og sókn. Ţađ er svo sannarlega tilefni til ađ íslenskar konur – og karlar, snúi bökum saman í baráttunni og sýni ađ sá hugur sem einkenndi 24. október fyrir ţrjátíu árum síđan býr enn í okkur. Mćtum öll í kröfugöngu klukkan ţrjú á mánudaginn og göngum fylktu liđi undir slagorđinu „konur höfum hátt“ niđur á Ingólfstorg. Gerum 24. október 2005 ađ upphafi endaloka kynjamisréttis...

15. Október 2005

Helgi Guđmundsson skrifar: EF ÉG VĆRI RÍKUR?

...Ég myndi stofna fjölmiđla og byrja á dagblađi (ţó nú vćri, fyrrverandi ristjóri Ţjóđviljans!). Ef vel gengi myndi ég sennilega fćra út kvíarnar, en látum ţađ liggja á milli hluta. Hverskonar blađ myndi ég stofna og hverjir fengju vinnu á ţví blađi og á hvađa forsendum? Til ađ einfalda skilgreiningarnar myndi ég stofna vinstri sinnađ blađ, gagnrýniđ á misréttiđ sem viđgengst í samfélaginu og heiminum öllum – en um leiđ skemmtilegt blađ međ fjölbreyttu innihaldi. Á ţessum forsendum myndi ég ráđa ritstjóra sem síđan réđi sér samstarfsmenn á ritstjórnina og framkvćmdastjóra til ađ sjá um fjármálin og annađ starfsliđ. Myndi ég ráđa Styrmi Gunnarsson, Hannes Hólmstein, Ţorgerđi Katrínu Gunnarsdóttur eđa Ingu Jónu Ţórđardóttur sem ritstjóra? Eđa Kjartan Gunnarsson sem framkvćmdastjóra? Ađ sjálfsögđu ekki. Ég myndi ekki ráđa hćgri mann til ađ ritstýra vinstri sinnuđu blađi, ekki frekar en Árvakur myndi ráđa Steingrím J. og Ögmund til ađ ritstýra Mogganum. Ţetta skilja allir. Ég myndi segja ritstjóranum ađ „misnota” blađiđ alveg miskunnarlaust gegn...

11. Október 2005

Kristján Hreinsson skrifar: HÖNDIN ER BÓLGIN OG BLÁ

Allt frá ţeim degi er Jón Ásgeir Jóhannesson neitađi ađ greiđa tíund í sjóđi Sjálfstćđisflokksins, hefur fyrirtćkiđ Baugur veriđ í sóttkví Davíđs Oddssonar. Smithćttan var talin svo mikil ađ öllu var fórnađ til ađ koma í veg fyrir ţann faraldur sem út gat brotist. Baugur rann af fingri blárrar handar, sjúklegur farsi var farinn af stađ og eitthvađ varđ til bragđs ađ taka. Forsöguna ţarf ađ rekja alltaf annađ slagiđ svo ţjóđin sofni ekki á verđi. En ađalatriđin eru örfá, um leiđ og ţau eru öll afar mikils virđi. Davíđ Oddsson, eđa hvađ hann nú heitir sá ónefndi mađur, vissi um ráđabrugg Jóns Geralds, ţegar upp kom hiđ sérkennilega mútumál...Og ţađ er ábyggilega ekkert annađ en tilviljun ađ Björn Bjarnason, dómsmálaráđherra, skuli halda ţví fram ađ yfirvöld dómsmála hafi ekki sagt sitt síđasta í Baugsmálinu. Ef einhver mađur er alvarlega innvígđur í Sjálfstćđisflokkinn, ţá er ţađ Björn Bjarnason og hann veit eflaust hvađ er hćgt ađ gera í stöđunni...

2. Október 2005

Helgi Guđmundsson skrifar: EFTIRMĆLI

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor viđ Háskóla Íslands hefur orđiđ ađ breyta hefđbundnum lofgreinum sínum um Davíđ Oddsson í eftirmćli...Og hvađ situr svo ţjóđin uppi međ núna? Jú nokkurnveginn ţetta: Sömu ađilar – Baugur auđvitađ – ráđa ekki bara mörgum sjónvarpsstöđvum, blöđum og tímaritum – ţeir ráđa líka fjarskiptafyrirtćki og tölvuţjónustu (fyrir utan allt annađ). Afleiđingin er sú ađ nú er komin upp ný tegund af tortryggni í samfélaginu. Hvernig stendur á ţví ađ tölvupóstur sem fer í gegnum netţjónustu hjá móđurfyrirtćki Fréttablađsins lendir inná ritstjórn blađsins? Og hvernig stendur á ţví ađ framkvćmdastjóri Sjálfstćđisflokksins er á fundi međ ritsjóra Morgunblađsins til ađ leiđbeina um val á lögfrćđingi í málaferlum gegn Baugi? Niđurstađan er ţessi...

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

17. Júní 2018

Í FRAMHALDI AF OLÍFUVIĐAR-GREIN

Í framhaldi af grein þinni um Ólífuviðargrein þá er vert að rifja upp ferð Apolli 11 til tunglsins í júlí 1969. Merki ferðarinnar (Mission Emblem) var hannað af geimförunum sjálfum. Þeir komu upp með þá hugmynd að nota ameríska örninn og tunglferjan sjálf var kölluð "Eagle". Í lokafasa hönnunarferlisinu þótti geimförunum útlit arnarins vera of ...
Sveinn V. Ólafsson

7. Júní 2018

„SKILAR SÉR MEST TIL ŢEIRRA STĆRSTU"

Við sjáum lekinn ljótan
Þar lítið var um þref
gjaldlítinn gaf ´ún kvótann
ei Lilju fyrirgef.
Pétur Hraunfjörð

28. Maí 2018

LÍTIĐ MAĐUR SEGJA MÁ

Lítið maður segja má
orðin margir bera
sannleika að segja frá
sjaldan aðrir gera.
Málavexti þá muna skalt
ef margir á þig hlýða
Og ekki bæta í sárið salt
sem aðrir fyrir líða.
Pétur Hraunfjörð

19. Maí 2018

SVO ER ÖNNUR TEGUND FROĐUFRÉTTA

... Þakka pistilinn um daginn um hvernig fjölmiðlamenn forheimska opinbera umræðu um stjórnmál með að slá upp fyrirsögn um ýmis mál og með viðbótinni "segir stjórnmálafræðingur" í meginmáli. Í aðdraganda kosninga halda þeir sínu striki með þetta en bæta við annarri tegund froðufrétta sem felst í því að skrifa fyrirsögn hvern dag um hvort meirihlutar standi eða falli. Í meginmáli er síðan vísað til skoðanakannana. Sífelldar fréttir af skoðanakönnunum er sennilega einföld leið til að fylla síður blaða og framkalla uppgerða spennu í stað þess að taka til umfjöllunar viðfangsefni stjórnmála og mikilvægi almannaþjónustu fyrir lífskjör. Aukið vægi ...
Sigfinnur

18. Maí 2018

BARNAVERNDAR-MÁL EIGA BETRA SKILIĐ EN AĐ RÁĐIST SÉ GEGN EFTIRLITS-AĐILUM

Sæll Ögmundur. Takk fyrir góða og tímabæra grein þína um fréttaflutning af barnaverndarmálum. Ég var rétt í þessu að lesa einkar einkennilega grein eftir Auði Jónsdóttur á vef Kjarnans, en hún virðist ímynda sér að ábending þín í lok greinarinnar um möguleg tengsl blaðamanns Kjarnans og aðila sem barnaverndarmálum - að þarna sé að finna tengsl ekkert síður en annars staðar - sé megininntakið í umfjöllun þinni. Það er afskaplega undarlegur málflutningur, órökvís og óheiðarlegur, og mér finnst þessi mikilvægi málaflokkur eiga betra skilið en slíka útúrsnúninga. Maður veltir fyrir sér ...
Þorsteinn Siglaugsson 

16. Maí 2018

GETUR EKKI ORĐA BUNDIST

Var að lesa það sem félagi Einar Ólafsson ritar. Eg get ekki orða bundist: Að jafna einni skelfilegustu harðstjórn sem mannkynið hefur nokkru sinni upplifað við Evrópusambandið botna eg ekkert í. Evrópusambandið hefur verið byggt á grundvallarmannréttindum og að útfæra lýðræði á kannski eitthvað öðruvísi hátt en íhaldinu á Íslandi hugnast. Í mínum augum er fáni Evrópusambandisin tákn um betra lýðræði og aukin mannréttindi. Og að ala á tortryggni gagnvart því sem vel hefur verið gert skil eg ekki. Vilja menn þessa endalausu vitleysu með þennan efnahagsleik með ...
Guðjón Jensson

4. Maí 2018

MÁLAVEXTIR OG MĆĐRAHYGGJA

Ég þakka þér fyrir að greina frá allri þessari uppákomu í Velferðarráði varðandi hæfni Braga. Er það ekki rétt skilið að afskipti Braga snéru aðeins að því að amman fengi að umgangast barnabörn sín áður en hún dæi? Og eins og þú segir, hefði verið ámælisvert og vanræksla ef Bragi hefði ekki haft afskipti af því. Það hefur nú komið fram að ástæða hefur verið til að Barnaverndarstofi skipti sér af/komi með athugasemdir á starfsháttum barnaverndarnefnda á t.d. höfuðborgarsvæðinu í gegnum tíðina, eins og hefur komið fram í fjölmiðlum. Ég leyfi mér að vitna í eftirfarandi: "Í umræðu sem spannst um þessa lagasetningu og aðkomu mína að henni var ég harðlega gagnrýndur fyrir að draga taum mæðra - væri mæðrahyggjumaður eins og ...
Ari Tryggvason

15. Apríl 2018

SITT SÝNIST HVERJUM

Ögmundur minn kæri. Ég hefi nú um langt skeið ekki tjáð mig varðandi mál líðandi stundar. Ég get þó ekki orða bundist hversu harkalega öfl innan VG fara gegn Katrínu okkar Jakobsdóttur. Mér finnst helv hart hversu sú er við tók af þér og ég veitti brautargengi á sínum tíma fer grimmilega fram gegn okkar frábæra formanni og kann ég henni litlar þakkir fyrir. Auðvitað stöndum við öll gegn beitingu vopnavalds og ég tala nú ekki um beitingu efnavopna, en mér finnst aðallega vera mesti hávaðinn eftir að Trump og co fóru fram og eyðilögðu efnavopnaverksmiðjurnar, þessi háværu mótmæli voru ekki mjög svo í frammi þegar Rússar og stjórnvöld í Sýrlandi voru að berja á þjóðinni. ...
Óskar K Guðmundsson fisksali

14. Apríl 2018

UTANRÍKIS-NEFND ALŢINGIS TAKI AF SKARIĐ

Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og núverandi fréttaskýrandi RÚV, segir í fréttum að samkvæmt foringja NATÓ styðji Ísland árásirnar á Sýrland, það standi þar til annað verði sagt. Um þetta hlýtur utanríkismálanefnd Alþingis að greiða atkvæði þegar hún kemur saman eftir helgi - eða hvað?
Jóel A.

14. Apríl 2018

LÍĐUR STRAX BETUR EN SPYR SAMT HVORT ENGIN TAKMÖRK SÉU FYRIR RUGLINU

Mér líður strax betur eftir að hlusta á fréttir RÚV og Stöðvar 2 af árásunum á Sýrland.Trump skýrði fyrir okkur hvers vegna árásirnar voru nauðsynlegar og síðan komu Guðlaugur utanríkisráherra og Katrín forsætisráðherra og sögðust hafa skilning á árásinni, hún  hefði verið "víðbúin", sagði forsætisráherra. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra mætti svo í fréttir til að segja að engin stórhætta væri á ferðum, árásarþjóðirnar ætluðu ekki að fara að blanda sér í átökin í Sýrlandi, það hefði aldrei verið vilji til þess af þeirra hálfu!!! En herskipin halda áfram að safnast við Sýrlandsstrendur og Trump segir að Bandaríkjamenn séu tilbúnir að halda árásum áfram. Hann talar fyrir hönd ríkis sem tekið hefur þátt í stríðinu og ausið milljörðum til stðunings leppherjum sínum ... Eru engin takmörk fyrir ruglinu? ...
Jóhannes Gr. JónssonBSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

10. Apríl 2018

Hrafn Magnússon skrifar: LEIFTURSÓKN FRÁ HĆGRI

Fyrir nokkru las ég bók Þorleifs Óskarssonar, sagnfræðings, um SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu. Félagið hét reyndar SFR, starfsmannafélag ríkisstofnana, þegar ég gegndi framkvæmdastjórastörfum fyrir félagið á árunum 1973 til 1975. Bókin kom út í apríl á liðnu ári og er heiti hennar  „Saga baráttu og sigra í sjötíu ár". Bók Þorleifs er afar fróðleg og prýdd mörgum myndum. Ég hefði talið ákjósanlegt að nafnalisti væri aftast í bókinni, en tilvísanir, heimildir og myndaskrá eru hins vegar til fyrirmyndar.  Þá eru viðtölin við ýmsa fyrrverandi og núverandi forystumenn félagsins upplýsandi og gefa fyllri mynd af starfsemi SFR. Við lestur bókarinnar sakna ég þó þess að ekki sé getið um ...

13. Mars 2018

Jón Karl Stefánsson skrifar: VARĐANDI NEIKVĆĐA UMFJÖLLUN UM VANESSU BEELEY OG TIM ANDERSON

Eins og við mátti búast vakti fyrirlestur Vanessu Beeley ásamt útgáfu bókar Tim Andersons, Stríðið gegn Sýrlandi, sterk viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Einnig var viðbúið að viðbrögðin í neikvæðu áttina væru ekki efnisleg, heldur beint gegn persónum höfundar og þeirra sem buðu Vanessu til Íslands. Það er rétt að svara bæði þeirri gagnrýni sem komið hefur upp og einnig að lýsa stuttlega því sem kemur fram í bók Tims Andersons og einnig því sem ekki kemur fram þar, um tilgang útgáfunnar og þætti þýðenda í þessu öll saman. Bók Tims Andersons er mjög ítarleg, hvað heimildavinnu varðar. Þeir sem vilja ...

3. Febrúar 2018

Einar Ólafsson skrifar: ŢEGAR NÝJA MARKIĐ SÁ DAGSINS LJÓS

Takk Ögmundur fyrir frumkvæði þitt að fundinum í dag. Það var mjög athyglisvert að hlusta á Zoe Konstantopoulou. Þegar hún var að tala um Evrópusambandið og evruna kom mér í hug klausa úr gamalli norskri skáldsögu (gamalli eða ekki, hún kom út á æskuárum okkar). Einn merkasti rithöfundur Norðmanna eftir Ibsen og Hamsun var Jens Bjørneboe, lítt þekktur hér. Merkasta bók hans, að mér finnst, kom út árið 1966, Frihetens øyeblikk. Þorsteinn bróðir minn gaf mér hana í jólagjöf árið 1970. Eftir að ég las hana var ég ekki samur maður. Ég byrjaði að þýða hana ...

Slóđin mín:

Frjálsir pennar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta