Beint á leiđarkerfi vefsins

Frjálsir pennar

30. Mars 2005

Guđmundur R. Jóhannsson skrifar: ŢEGAR MORGUNKORNINU OFBÝĐUR

...En ţar sem ég sat viđ eldhúsborđiđ svelgdist mér á frjálsa bandaríska morgunkorninu mínu.  Í útvarpinu var veriđ ađ tala viđ mann sem heitir ađ mig minnir Guđjón Ólafur og er oft í fjölmiđlum, alltaf kynntur sem varaţingmađur Framsóknarflokksins en virđist samt ađaltalsmađur flokksins í öllum málum.  Veriđ var ađ rćđa m.a. um einkavćđingu Símans.  Og ţađ sem olli ţessum viđsnúningi í efsta hluta meltingarfćranna var ađ mađurinn sagđi ađ međ einkavćđingunni erum viđ ađ fćra ţessi fyrirtćki til almennings.  Ha, hvađ sagđurđu - varđ mér ađ orđi  - en fékk ekkert svar en mér misheyrđist áreiđanlega ekki...Eru ţeir Björgólfsfeđgar almenningur, eru Baugsfeđgar fólkiđ í landinu, eru ţeir Kaupţingsfélagar venjulegir bankastarfsmenn?  Nú myndi ég ...Og í ţćttinum sem ég nefndi áđan var líka hann Lúđvík alvöruţingmađur frá Samfylkingunni og sagđi ađ hann gćti nú tekiđ undir margt ţađ sem varaţingmađurinn sagđi, kratarnir eru alltaf samir viđ sig.  Fréttamennirnir líka ef út í ţađ er fariđ, viđ verđum ađ...

18. Mars 2005

Baldur Andrésson skrifar: FÓLKIĐ OG FRIĐARSTEFNAN. TVEGGJA ÁRA BÖL Í ÍRAK.

...Ekkert lát má verđa á alţjóđlegum andmćlum viđ helstefnu bandaríska heimsveldisins og fautalegri eiginhagsmunagćslu ţess. Bandarískum almenningi er nóg bođiđ ţrátt fyrir hatramman stríđs- og ţjóđrembuáróđur.Ekki ţarf ađ efast um almenna andstöđu
Evrópumanna og óttablandna andstöđu fólks um víđa veröld. Gerrćđistilburđir Bush-klíkunnar á veraldarvísu hafa sannarlega á sér fasískt yfirbragđ, sem líklegt er ađ móti ţróun veraldarmála til hins verra ef ekki verđur fast á móti stađiđ. Sú andstađa mun mótast ígrasrótinni um víđa veröld ţví valdkerfum heimsins er ekki treystandi. Enn á ný verđur venjulegt fólk ađ ţekkja vitjunartíma sinn...

15. Mars 2005

Kristján Hreinsson skrifar: TILVISTARKREPPA OG TVÍSKINNUNGUR

Eftir ađ hafa hlýtt á pistil í útvarpinu, ţar sem Alfređ Ţorsteinsson hélt ţví fram ađ R-listasamstarfiđ yrđi ađ lifa, ef menn ćtluđu ekki ađ hleypa sjálfstćđismönnum ađ kjötkötlunum, ţá fór ég ađ velta fyrir mér ţeirri skelfilegu ógnun sem okkur er sagt ađ felist í ţví ađ missa tökin á stjórn Reykjavíkurborgar... Forysta VG hefur einfaldlega ekki ţorađ ađ segja mikiđ um Kárahnjúka, vegna ţess ađ menn óttast ađ fá ekki ađ vera međ í stjórnarsamstarfi ef ţeir gagnrýna um of ţađ fúlegg sem ráđamenn kalla fjöregg ţjóđarinnar í dag. Og mótmćli VG í borgarstjórn voru svo ţögul ţegar ábyrgđir til handa Landsvirkjun voru samţykktar hér um áriđ, ađ ţađ mátti heyra ...

14. Mars 2005

Helgi Guđmundsson skrifar: ÚTI Á TÚNI

...Markús Örn hefur nú tíundađ helstu rökin sem gerđu starfsmenn Útvarpsins vanhćfa í samanburđi viđ sölumann Marels. Ţeir eru um fimmtugt og ţar međ of gamlir! Mikilli starfsreynslu  fylgir vissulega sá augljósi galli ađ menn eldast en ekki er víst ađ allir skilji ţađ sjónarmiđ stjórnarflokkanna og Markúsar Arnar ađ aldurinn sé miklu verri en sú reynsla og ţekking sem hann hefur í för međ sér. Ađ meira vit sé í ađ ráđa ungan mann úr allt annarri átt ţar sem reynsla af starfinu sem hann á ađ sinna er víđsfjarri en unglingssvipurinn augljós er vert frekari umhugsunar. Viđ ţurfum ađ ná til ungs fólks sagđi útvarpsstjórinn í  Kastljósţćtti. Ţetta hlýtur ađ ţýđa ađ nýja fréttastjóranum sé ...

4. Mars 2005

Páll H. Hannesson skrifar: FRAMKVĆMDASTJÓRN ESB VIĐURKENNIR VILLU SÍNS VEGAR

Framkvćmdastjórn ESB hefur nú stađfest fregnir ţess efnis ađ hún telji hina umdeildu ţjónustutilskipun vera „pólitískt og tćknilega óframkvćmanlega“. Frá ţessu var greint á vef BSRB í gćr (3.marz 2005). Sú frétt var samkvćmt heimildum Financial Times af fundi framkvćmdastjórnarinnar kvöldiđ áđur. Nú hefur framkvćmdastjóri Innri markađsdeildar ESB, Charlie McCreevy, (Internal Market Commissioner)  opinberlega tekiđ afstöđu gegn ţjónustutilskipuninni í óbreyttu formi og tilkynnt ađ framkvćmdastjórnin muni gera alvarlegar umbćtur á tilskipuninni.

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

19. Nóvember 2017

UPPREISN ĆRU

Vinstri/Grænir vilja nú
vinina sína kæru.
Á Íhaldinu hafa trölla trú
og fá því uppreisn æru.
Pétur Hraunfjörð

 

16. Nóvember 2017

KLÓKT?

Þá eru þeir mættir, Gylfi frá ASÍ og Halldór Benjamin frá SA, yfir sig hrifnir af stöðugleikanum sem nú er boðaður á forsendum SALEK. Það þýðir að enginn má hækka í launum nema þeir  félagar samþykki. Sigurður Ingi, framsóknarmaður, sagði að það hafi verið "klókt" að fá þá á fund flokksformannanna sem nú eru að ganga frá stjórnarsáttmála sínum. Allt þetta er nú ekki klókara en svo að þessi málatilbúnaður hefur hrakið framkvæmdastjóra Starfsgeinasambandisns, Drífu Snædal, frá borði. Hef ég þó grun um að hún hafi ekki sagt sitt síðasta orð. Er það vel.
Jóhannes Gr. Jónsson 

15. Nóvember 2017

HVERJIR HRÓSA HAPPI?

Ýmsir geta nú hrósað happi yfir að fátt er um illa-smalanlega ketti í VG. En hverjir skyldu það vera sem hrósa happi yfir því? Almenningur eða Sjálfstæðisflokkurinn?
Jóel A.

13. Nóvember 2017

VILJANDI TÝNA TÖLU

Vinstri Grænir velja brátt
viljandi týna tölu.
Við Íhaldið þeir semja sátt
og enda á útsölu.


Nú er allt farið sem farið getur
fjandans Íhaldið áfram situr
Og mikið grætur nú gamli Pétur
gott er að vera eftir á vitur.
Pétur Hraunfjörð

11. Nóvember 2017

ÚTFÖRIN

Vinstri-Grænum fer nú frá
Þeir fóru yfir strikið.
Með Íhaldinu margir sjá
útför fyrir vikið.
Pétur Hraunfjörð

11. Nóvember 2017

HĆGRI STEFNA Í BOĐI VG?

Hvað er eiginlega að gerast í íslenskum stjórnmálum? Þarf fleiri Borgunarmál, áframhaldandi aðgang einkavæðingarsinna að stjórnsýslunni, meiri misskiptingu, meiri stóriðju, með öðrum orðum, meira af Sjálfstæðisflokknum - og allt þetta, HÆGRI STEFNA í boði VG? 
Jóhannes Gr. Jónsson

8. Nóvember 2017

SLEGINN

Vinstri-Grænir vilja nú
vera hægramegin.
Á þeim hafði trölla trú
töluvert er nú sleginn.
Pétur Hraunfjörð

28. Október 2017

LJÓĐMĆLI

Að kosningum komið er
kannski velurðu rétt.
En sitt sýnist hverjum hér
svo það verður ekki létt.
...
Pétur Hraunfjörð

28. Október 2017

MUNIĐ AĐ KJÓSA RÉTT

Í Panama hafa pokann geymt,
peningar og valdastétt.
Mörgu logið, margt er gleymt,
munið þó að kjósa rétt.
Kári

28. Október 2017

KOSNINGAŢANKAR

Nú bíður oss bláahöndin
betri sultarkjör
krjúpum og kysum vöndinn
ei verðum á lofið spör.
...
Pétur Hraunfjörð


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

12. Október 2017

Kári skrifar: FÁEIN ORĐ UM VEGTYLLUR, SKYNFĆRI OG MANNGREINAR-ÁLIT

Mannvirðingar meta best,
máta flokka, stöður þrá.
Til Himnaríkis heldur lest,
henni vilja margir ná.

Hugtakið "vegtylla" er skilgreint í íslenskri nútímamálsorðabók svona: "sýnileg upphefð, viðurkenning eða góð staða". Mikilvægt er að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, enda sækjast margir eftir vegtyllum sem svo eru kallaðar. Eins og skilgreiningin ber með sér, má ljóst vera að "sýnileg upphefð" er einhvers konar "upphefð" sem maður, eða menn, sýnir öðrum manni eða mönnum. Þetta er með öðrum orðum ...

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

14. Júní 2017

Sveinn Ađalsteinsson skrifar: ŢEGAR DANIR KOMU ÍSLENDINGUM TIL HJÁLPAR OG REFSKÁKIN Í STJÓRNMÁLUM

Undirritaður skrifaði neðanskráðar hugleiðingar, eftir lestur smápistils Jónasar Kristjánssonar á vef- miðli hans. Þjóð sem er illa að sér í eigin sögu er illa á vegi stödd. Við sem komin eru yfir miðjan aldur voru alin upp við að lesa mjög þjóðernislega, einsleita og að hluta til ranga Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Mjög fáir Íslendingar hafa heyrt um það sem ég tæpi á hér að neðan, þ.e. að einasta „byltingin" sem gerð hefur verið íslensku þjóðinni til hagsbótar, stóðu danskir borgarar Kaupmannahafnar að í mars- mánuði 1786 ...

Slóđin mín:

Frjálsir pennar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta