Beint á leiđarkerfi vefsins

Frjálsir pennar

30. Mars 2005

Guđmundur R. Jóhannsson skrifar: ŢEGAR MORGUNKORNINU OFBÝĐUR

...En ţar sem ég sat viđ eldhúsborđiđ svelgdist mér á frjálsa bandaríska morgunkorninu mínu.  Í útvarpinu var veriđ ađ tala viđ mann sem heitir ađ mig minnir Guđjón Ólafur og er oft í fjölmiđlum, alltaf kynntur sem varaţingmađur Framsóknarflokksins en virđist samt ađaltalsmađur flokksins í öllum málum.  Veriđ var ađ rćđa m.a. um einkavćđingu Símans.  Og ţađ sem olli ţessum viđsnúningi í efsta hluta meltingarfćranna var ađ mađurinn sagđi ađ međ einkavćđingunni erum viđ ađ fćra ţessi fyrirtćki til almennings.  Ha, hvađ sagđurđu - varđ mér ađ orđi  - en fékk ekkert svar en mér misheyrđist áreiđanlega ekki...Eru ţeir Björgólfsfeđgar almenningur, eru Baugsfeđgar fólkiđ í landinu, eru ţeir Kaupţingsfélagar venjulegir bankastarfsmenn?  Nú myndi ég ...Og í ţćttinum sem ég nefndi áđan var líka hann Lúđvík alvöruţingmađur frá Samfylkingunni og sagđi ađ hann gćti nú tekiđ undir margt ţađ sem varaţingmađurinn sagđi, kratarnir eru alltaf samir viđ sig.  Fréttamennirnir líka ef út í ţađ er fariđ, viđ verđum ađ...

18. Mars 2005

Baldur Andrésson skrifar: FÓLKIĐ OG FRIĐARSTEFNAN. TVEGGJA ÁRA BÖL Í ÍRAK.

...Ekkert lát má verđa á alţjóđlegum andmćlum viđ helstefnu bandaríska heimsveldisins og fautalegri eiginhagsmunagćslu ţess. Bandarískum almenningi er nóg bođiđ ţrátt fyrir hatramman stríđs- og ţjóđrembuáróđur.Ekki ţarf ađ efast um almenna andstöđu
Evrópumanna og óttablandna andstöđu fólks um víđa veröld. Gerrćđistilburđir Bush-klíkunnar á veraldarvísu hafa sannarlega á sér fasískt yfirbragđ, sem líklegt er ađ móti ţróun veraldarmála til hins verra ef ekki verđur fast á móti stađiđ. Sú andstađa mun mótast ígrasrótinni um víđa veröld ţví valdkerfum heimsins er ekki treystandi. Enn á ný verđur venjulegt fólk ađ ţekkja vitjunartíma sinn...

15. Mars 2005

Kristján Hreinsson skrifar: TILVISTARKREPPA OG TVÍSKINNUNGUR

Eftir ađ hafa hlýtt á pistil í útvarpinu, ţar sem Alfređ Ţorsteinsson hélt ţví fram ađ R-listasamstarfiđ yrđi ađ lifa, ef menn ćtluđu ekki ađ hleypa sjálfstćđismönnum ađ kjötkötlunum, ţá fór ég ađ velta fyrir mér ţeirri skelfilegu ógnun sem okkur er sagt ađ felist í ţví ađ missa tökin á stjórn Reykjavíkurborgar... Forysta VG hefur einfaldlega ekki ţorađ ađ segja mikiđ um Kárahnjúka, vegna ţess ađ menn óttast ađ fá ekki ađ vera međ í stjórnarsamstarfi ef ţeir gagnrýna um of ţađ fúlegg sem ráđamenn kalla fjöregg ţjóđarinnar í dag. Og mótmćli VG í borgarstjórn voru svo ţögul ţegar ábyrgđir til handa Landsvirkjun voru samţykktar hér um áriđ, ađ ţađ mátti heyra ...

14. Mars 2005

Helgi Guđmundsson skrifar: ÚTI Á TÚNI

...Markús Örn hefur nú tíundađ helstu rökin sem gerđu starfsmenn Útvarpsins vanhćfa í samanburđi viđ sölumann Marels. Ţeir eru um fimmtugt og ţar međ of gamlir! Mikilli starfsreynslu  fylgir vissulega sá augljósi galli ađ menn eldast en ekki er víst ađ allir skilji ţađ sjónarmiđ stjórnarflokkanna og Markúsar Arnar ađ aldurinn sé miklu verri en sú reynsla og ţekking sem hann hefur í för međ sér. Ađ meira vit sé í ađ ráđa ungan mann úr allt annarri átt ţar sem reynsla af starfinu sem hann á ađ sinna er víđsfjarri en unglingssvipurinn augljós er vert frekari umhugsunar. Viđ ţurfum ađ ná til ungs fólks sagđi útvarpsstjórinn í  Kastljósţćtti. Ţetta hlýtur ađ ţýđa ađ nýja fréttastjóranum sé ...

4. Mars 2005

Páll H. Hannesson skrifar: FRAMKVĆMDASTJÓRN ESB VIĐURKENNIR VILLU SÍNS VEGAR

Framkvćmdastjórn ESB hefur nú stađfest fregnir ţess efnis ađ hún telji hina umdeildu ţjónustutilskipun vera „pólitískt og tćknilega óframkvćmanlega“. Frá ţessu var greint á vef BSRB í gćr (3.marz 2005). Sú frétt var samkvćmt heimildum Financial Times af fundi framkvćmdastjórnarinnar kvöldiđ áđur. Nú hefur framkvćmdastjóri Innri markađsdeildar ESB, Charlie McCreevy, (Internal Market Commissioner)  opinberlega tekiđ afstöđu gegn ţjónustutilskipuninni í óbreyttu formi og tilkynnt ađ framkvćmdastjórnin muni gera alvarlegar umbćtur á tilskipuninni.

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

7. Febrúar 2018

BARÁTTA ŢVERT Á LANDAMĆRI

Takk fyrir að birta fréttina um lögsóknina á hendur breska ríkinu fyrir að ætla að eyðileggja heilbrigðsiskerfið með einkavæðinu. Það er hárrétt hjá þér Ögmundur að þetta kemur okkur öllum við óháð landamærum. Ég gaf 25 pund í söfnunina og er stoltur af . Ég sé að margir eru sem betur fer að taka þátt. En þörf er á miklu fleirum. Ég vil hvetja alla sem lesa þetta að láta eitthvað af hendi rakna ... 
Jóhannes Gr. Jónsson

6. Febrúar 2018

AĐ KUNNA AĐ PLATA OG GANGA SVO Í EINA SĆNG

Verkefnisstjóra sér valdi Kata
víst stjórnarskránni breyta á
En Íhaldið Kötu kann að plata
og lét ´ana hafa Unni Brá.
...
Pétur Hraunfjörð

2. Febrúar 2018

BORGIN VILL BÓLU!

Reykjavíkurborg hefur vanrækt að styðja við Félagsíbúðir í samræmi við það sem lofað var fyrir síðustu kosningar. Í staðinn ætlar borgin að styðja byggingarfyrirtæki ASÍ, Bjarg. Vanrækslan hefur valdið því að nú á skyndilega og með andfælum að blása út stóra bólu á vegum verktakafyrirtækja, sbr, ummæli borgarstjóra; „Áhyggjur okkar lúta meira að því að það sé ekki nógu mikið af stórum og öflugum verktökum til að takast á við öll þessi verkefni ... Það væri hægt að tvö- falda kraftinn ef það væri nógu mikið af krönum og mannskap til þess að gera það,"
Sigurður Hannesson, talsmaður iðnaðarins, segir
Jóel A.

2. Febrúar 2018

SENT INN AF TILEFNI AF MANNA-RÁĐNINGU Í BRUSSEL

Engu þarf um það að spá,
þetta er gömul saga: 
Ef ráðherrarnir fara frá,
fá þeir bein að naga.

Sent inn en vísan mun vera eftir Jóhann Fr. Guðmundsson

30. Janúar 2018

ER VERKALÝĐS-HREYFINGIN AĐ VAKNA?

Mér sýnist að þau sem héldu að verkalýðshreyfingin hefði sungið sitt síðasta þurfi að endurskoða þá trú - vonandi. Ég heyri ekki betur en stefni í að tekist verði á um málefni í hreyfingunni í fyrsta sinn í langan tíma og þar megi nú kenna eldheitt baráttufólk fyrir bættum kjörum og réttindum láglaunafólks. Auðvitað er margt gott fólk fyrir í verkalýðshreyfingunni en vegna almenns doða hafa völdin verið í höndum örfárra einstaklinga. Fundir og samkomur hafa verið eins eftir matarpásu í yngstu deild á leikskóla, þá leggja sig allir. En nú horfum við til framboðs Sólveigar Jónsdóttur til formanns í Eflingu. Þar er sofandahætti aldeilis ekki fyrir að fara. Láti gott á vita!
Sunna Sara

30. Janúar 2018

LIFANDI FLOKKUR EN DAUĐUR ŢÓ

Lifandi dauður líklega er
um léleg heitin vænum
Og trúlega til fjandans fer
flest hjá Vinstri/grænum.
...
Pétur Hraunfjörð

28. Janúar 2018

LIFANDI DAUĐAN FLOKK STYĐ ÉG EKKI

Upphrópanir eftir flokksráðsfund Vinstri grænna eru að Vinda hafi lægt innan VG. Þannig sagði mbl.is frá. Flokkurinn telur sig sem sagt vera kominn í skjól og logn og sæll með sitt hlutskipti í lífinu. Mér sýnist hins vegar flokkurinn þótt á lífi, sé á góðri leið með að verða lifandi dauður. Enda kannski ekki við öðru að búast af fólki sem finnst ekki neitt, lífið sé bara tækni. Dapurlegt þykir mér þetta þó því flokkinn studdi ég á meðan mér sýndist örla þar fyrir lífsmarki en held að nú sé komið nóg fyrir minn smekk.
Bjarni

16. Janúar 2018

SÖGULEGIR SIGRAR EĐA HVAĐ?

Því er slegið upp að atvinnuveganefnd Alþingis verði nú í fyrsta skipti stýrt af konum. Af þessu stærir formaðurinn sig, Lilja Rafney Mgnúsdóttir. Inga Sæland, Flokki fólksins, verður fyrsti varaformaður og Halla Signý Kristjánsdóttir, Framsóknarflokki, annar varafromaður. Lítið vitum við um stefnu þeirra í atvinnumálum. Á sama tíma berast fréttir frá Noregi að ný stjórn sé á teikniborðinu. Saman komu þær fram á fréttamannafundi til að skýra frá þessu þær Erna Solberg, Hægri flokknum, Siv Jensen, Framfaraflokknum og Trie Skei Grande, Frjálslynda flokknum. Allt konur. Allar afturhald að mínu mati! Kynin eiga að standa jafnt að vígi í stjórnmálum. En þá á líka að sýna þeim þá virðingu að taka konur jafnt sem karla alvarlega, óháð kyni og spyrja um stefnu og innihald. Eitthvað er rangt við þessa framsetningu og ótrúlega afturhaldssamt á árinu 2018. Kannski líka svoldið niðurlægjandi - fyrir konur.
Kona

13. Janúar 2018

VALHÖLL OG BORGARSTJÓRN

Baráttan er byrjuð þar
og bjartsýnir eygja von.
Útsvars-stjarnan valin var
Vilhjálmur Bjarnason.

Eyþór Arnalds ætlar sér
oddvitasætið þarna.
En Villi víst með sigur fer
enda vinur Bjarna.
Pétur Hraunfjörð

8. Janúar 2018

SKORIĐ NIĐUR HJÁ LANDHELGIS-GĆSLUNNI Í GÓĐĆRI!

Eftir hrun voru varðskip leigð til útlanda til að mæta óhjákvæmilegum niðurskurði. Það var ekki gott en menn féllust á að það væri óhjákvæmilegt. En er óhjákvæmilegt að skera niður fjárframlög til Landhelgisgæslunnar við núverandi aðstæður þar sem peningum er hlaðið á degi hverjum inn í hagkerfið m.a. með stórauknum straumi ferðamanna? Stenst Landhelgisgæslan þetta? Nei, það gerir hún ekki enda ...
Starfsmaður LandhelgisgæslunnarBSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

3. Febrúar 2018

Einar Ólafsson skrifar: ŢEGAR NÝJA MARKIĐ SÁ DAGSINS LJÓS

Takk Ögmundur fyrir frumkvæði þitt að fundinum í dag. Það var mjög athyglisvert að hlusta á Zoe Konstantopoulou. Þegar hún var að tala um Evrópusambandið og evruna kom mér í hug klausa úr gamalli norskri skáldsögu (gamalli eða ekki, hún kom út á æskuárum okkar). Einn merkasti rithöfundur Norðmanna eftir Ibsen og Hamsun var Jens Bjørneboe, lítt þekktur hér. Merkasta bók hans, að mér finnst, kom út árið 1966, Frihetens øyeblikk. Þorsteinn bróðir minn gaf mér hana í jólagjöf árið 1970. Eftir að ég las hana var ég ekki samur maður. Ég byrjaði að þýða hana ...

12. Október 2017

Kári skrifar: FÁEIN ORĐ UM VEGTYLLUR, SKYNFĆRI OG MANNGREINAR-ÁLIT

Mannvirðingar meta best,
máta flokka, stöður þrá.
Til Himnaríkis heldur lest,
henni vilja margir ná.

Hugtakið "vegtylla" er skilgreint í íslenskri nútímamálsorðabók svona: "sýnileg upphefð, viðurkenning eða góð staða". Mikilvægt er að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, enda sækjast margir eftir vegtyllum sem svo eru kallaðar. Eins og skilgreiningin ber með sér, má ljóst vera að "sýnileg upphefð" er einhvers konar "upphefð" sem maður, eða menn, sýnir öðrum manni eða mönnum. Þetta er með öðrum orðum ...

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

Slóđin mín:

Frjálsir pennar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta