Beint á leiđarkerfi vefsins

Frjálsir pennar

29. Apríl 2006

Baldur Andrésson skrifar: PENTAGONÍSLAND

Hernađarţjónkun íslenskra valdhafa viđ Pentagon er skrýtiđ ţrotabú. Á  Vallarsvćđinu verđur brátt mannauđn í bandarískri íbúđabyggđ sem telur 900 ţokkalegar fjölskylduíbúđir, skóla, verslanir, kirkju m.m.  Sagt er ađ ţorp ţetta sé virđi 30 milljarđa en allt er óráđiđ međ framtíđ ţess. Sama gildir um hernađarmannvirki, flugvöll, flugturn og fleira góss. Allt er ţađ í eignarhaldsuppnámi ţótt íslensk stjórnvöld tali ţegar um ţađ sem íslenskar ríkiseignir. Helst er spáđ í  ađ ...Ríkisstjórn Íslands og utanríkisráđherra eru öllu trausti rúin međal eigin landsmanna. Hnípnir bíđa ţeir ađilar eftir fyrirmćlum Pentagons og einhliđa geđţóttaákvörđunum um grundvöll utanríkisstefnu Íslands. Sjálfsmatiđ er nú á núlli, niđurlćgingin alger...

22. Apríl 2006

Helgi Guđmundsson skrifar: FÍAT VÉLAR Í ALLA BÍLA!

...Fulltrúi Microsoft á Íslandi hefur sent fyrirtćkjum landsins bréf og ađ sögn hótađ ţeim međ heimsókn í lögreglufylgd til ađ ganga úr skugga um ađ ţau séu međ „löglegan hugbúnađ”. Löglegur hugbúnađur ţýđir ađ sjálfsögđu Windows, sem keypt er fyrir fáránlegt verđ. Sannleikurinn er sá ađ ţađ er enginn ţörf fyrir Windows á tölvur. Til er ókeypis hugbúnađur, eđa hundódýr, sem annađ hvort er hćgt ađ sćkja á netiđ eđa panta fyrir sáralítiđ frá framleiđanda. Hér er átt viđ LINUX, sem er til í mörgum útgáfum, en á ţađ sameiginlegt ađ vera ţróađur af samfélagi fólks um víđa veröld sem hafnar rétti „vinar Kína” til ađ drottna yfir markađnum. Ţannig hefur á undanförnum árum orđiđ til svokallađur „opinn hugbúnađur” sem öllum leyfist ađ afrita og...

20. Apríl 2006

Svandís Svavarsdóttir skrifar: SÉRSTAĐA VG Í RVÍK Í 7 LIĐUM

Málefni frambođanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor lćđast fram í dagsljósiđ hvert á fćtur öđrum. Allir vilja bćta hag aldrađra, styrkja og efla skólana, jafnvel vinna ađ gjaldfrjálsum leikskóla og jafna ađgengi barna í borginni ađ íţrótta- og listnámi.
Vinstrihreyfingin - grćnt frambođ virđist ćtla ađ marka sér skýrari sérstöđu en nokkurn órađi fyrir. Ţessa sérstöđu má sjá í eftirtöldum atriđum...Hér eru einungis talin til ţau atriđi sem virđast greina okkar frambođ frá frambođi hinna sem fram eru komin. Ţađ verđur sífellt skýrara ađ Vinstri grćn bjóđa upp á hreinar línur um allt land og ekki síst í Reykjavík í vor...

11. Apríl 2006

Ţórir Gunnar Jónsson skrifar: ENDALOK OLÍU

Engin gćđi jarđarinnar eru óendanleg. Ţađ á viđ um olíu eins og annađ. Samkvćmt lógískri hugsun kemur ţví ađ ţví einn góđan veđurdag ađ olían blessuđ, sem dćlt er dag og nótt úr borholum víđsvegar í heiminum, verđur til ţurrđar gengin. Ţegar mađur hefur gert sér grein fyrir ţessu verđur auđveldara ađ skilja hugtakiđ “Peak Oil”. Ţetta hugtak á rćtur í kenningu sem tvímćlalaust er rétt ađ gefa gaum ađ, ćtli menn ekki ađ fljóta sofandi ađ feigđarósi...

5. Apríl 2006

Baldur Andrésson skrifar: PILSFALDAKAPÍITALISMI

Ţeir sem ekki eru innvígđir í skuggaveröld fjármálabraskara hafa flestir setiđ hljóđir hjá ţegar vatnsgreidda ţotuliđiđ íslenska sperrir stélin, innanlands sem utan. Gagnslaust er ađ spyrja hvađan ţađ fćr hitann úr enda verđur fátt um svör. Milljarđagróđi, milljarđatap eru pókerfréttir dagsins og engum bregđur lengur.
Í Mogga mínum ţann 5.apríl segir af gefnu tilefni ađ "Ísland" sé ekki á leiđ í gjaldţrot. Vísađ er í greiningu Moody´s sem segir frá "óstöđugleika" íslensku einkabankanna en telur ţá ţó trúverđuga vegna ţess ađ íslenska ríkiđ sé ţeim ađ baki !  Ţotuliđiđ má spila áfram. Baktrygging íslenska ríkisins viđ íslenska einkabanka er nýlunda í eyrum flestra Íslendinga...

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

18. September 2017

UM KOSNINGAR OG RÍKISSTJÓRN

 Ef valdið heim nú viljið þið,
verður nýtt að prófa.
Kosningu ef klúðrum við,
kætist flokkur bófa.
...
Kári

15. September 2017

LANDINN FRJÁLS

Loksins verður landinn frjáls,
losnar við Íhaldið.
Ber þá enga hespu um háls
og alþýðan fær valdið.
Pétur Hraunfjörð

6. September 2017

HEIMSVIĐSKIPTIN ŢRÓUĐ Í FINNAFIRĐI

Efla hefur þróað Finnafjarðarverkefnið. Það er kallað viðskiptaþróun. Hugmyndin er að olíuhreinsunarstöðin risastóra verði í Finnafirði. Þá er hægt að nýta höfnina bæði fyrir olíuskip og fyrir siglingar yfir Norðurpólinn þegar ísinn verður bráðnaður.
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir

6. September 2017

ERUM Á LEĐINNI

Stærsta höfn á norðurhveli í Finnafirði og stærsti flugvöllur á norðurslóðum í Keflavik. Ætlum við að láta Björgólf hjá Icelandair, Skúla í Wow og bæjarstjórann í Langanesbyggð færa okkur inn í 21. öldina á sínum forsendum? Ég held við þurfum ekki fleiri stýrimenn til að komast fram af brúninni. Við virðumst vera á réttri leið til að komast þangað.
Haffi

6. September 2017

ENN UM MINNISVARĐA

Fróðelgt væri að fá fréttir af því hver urðu afdrif beiðni stríðsminjanefndar Bandaríkjanna um minnisvarða í Höfða um framlag BNA til freslsisbaráttu mannkyns á seinni hluta tuttugustu aldar, þar með talið Víetnam og Hiroshima. Sagt var að Reykjavíkurborg væri að skoða þessa málaleitan. Hver skyldi hafa orðið niðurstaðan?
Jóel A. 

30. Ágúst 2017

VERĐUR ŢETTA SVONA?

Pistill þin hér á heimasíðunni um fyrirhugaðan minnisvarða í Höfða er umhugsunarverður! Ég hafði svo sannarlega ekki hugsað þetta á þennan veg en er sammála því að það þurfi að gera. Það undarlega er hve lítil umfjöllun er um þetta! Verður þetta svona, hvernig væri að einhver fréttamiðill beindi þeirri spurningu til borgaryfirvalda?
Jóhannnes Gr. Jónsson

25. Ágúst 2017

GÓĐ KVEĐJA!

... I represent a collective (@NirAadCollectiv) opposing Indias draconian biometric ID program, called Aadhaar. I read with great interest the article http://www.katoikos.eu/interview/icelandic-minister-who-refused-cooperation-with-the-fbi-ogmundur-jonasson-in-an-interview.html ... and I was quite taken in with your viewpoints expressed with such clarity and preciseness. There are so many sentences that can be quoted in this interview. Since I was extremely impressed with this interview and since your ideas and thoughts resonated with our, I wanted to drop you a message of gratitude. In solidarity towards a more socially just world. PS: I hope this small letter reaches you :)
Nir Aadhaar Collective

17. Ágúst 2017

ĆRULAUSIR MENN

Hafa löngum kerfið kreist,
kraflað út á jaðar.
Upp ei verður æra reist,
sem engin er til staðar.
Kári

30. Júlí 2017

DÝR VERĐUR SOPINN

Það er rétt hjá þér að þegar við höfum tapað frá okkur neysluvatninu og það komið á einkahendur verður dýr vatnssopinn, jafnvel þótt við böðum okkur ekki úr einkavæddu flöskuvatni! En það verður líka dýrt að ferðast um Ísland og dýrara með hverri vikunni sem líður því sífellt fleiri stökkva upp á rukkunarvagninn. Ríkisstjórnin er hin ánægðasta með einkavæðingu náttúrunnar og almenningur andvaralaus ef þá ekki ...
Jóel A.

30. Júlí 2017

ÚTI AĐ VINNA!

Nú fangarnir frá Kvíabryggju
frjálsir um sveitina vinna
Vanti þig aðstoð þá hafðu í hyggju
að óþrifa verkum sinna.
...
Pétur HraunfjörðBSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

14. Júní 2017

Sveinn Ađalsteinsson skrifar: ŢEGAR DANIR KOMU ÍSLENDINGUM TIL HJÁLPAR OG REFSKÁKIN Í STJÓRNMÁLUM

Undirritaður skrifaði neðanskráðar hugleiðingar, eftir lestur smápistils Jónasar Kristjánssonar á vef- miðli hans. Þjóð sem er illa að sér í eigin sögu er illa á vegi stödd. Við sem komin eru yfir miðjan aldur voru alin upp við að lesa mjög þjóðernislega, einsleita og að hluta til ranga Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Mjög fáir Íslendingar hafa heyrt um það sem ég tæpi á hér að neðan, þ.e. að einasta „byltingin" sem gerð hefur verið íslensku þjóðinni til hagsbótar, stóðu danskir borgarar Kaupmannahafnar að í mars- mánuði 1786 ...

16. Maí 2017

Sigríđur Stefánsdóttir skrifar: ÉG FER Í STURTU A.M.K. EINU SINNI Á DAG OG NOTA HÁHRAĐA-TENGINGU ALLAN SÓLARHRINGINN

Þannig hef ég hugsað mér að hafa það svo lengi sem hægt er - með eða án aðstoðar.  Hve lengi er hægt er að halda þessari stöðu fer að sjálfsögðu eftir því hve miklu fjármagni er veitt til velferðarmála svo sem félagslegrar heimaþjónustu.  Það eru einkum tvær hugmyndir sem ég hef lengi staldrað við í sambandi við aðstoð við einstaklinga sem hafa þörf fyrir hana, þ.e. markmiðið að fólk skuli geta búið sem lengst á eigin heimili og að þjónustan skuli m.a. vera félagsleg.  Hvort tveggja er afar teygjanlegt, háð persónulegu mati, mannafla, launum og auðvitað fjármunum. Þurfi ég aðstoð við að komast í sturtu og geti fengið hana heima einu sinni í viku lít ég svo á að ég geti ekki búið heima - eða ættu ...

Slóđin mín:

Frjálsir pennar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta