Beint á leiđarkerfi vefsins

Frjálsir pennar

30. Október 2007

Sigríđur Kristinsdóttir skrifar: HEILBRIGT FÓLK Í HEILBRIGĐU SAMFÉLAGI

...Hrađinn og lćtin og samkeppnin er alls stađar. Hrađinn "sem drepur" er ekki bara á ţjóđvegunum, ţar sem betri vegum og kraftmeiri bílum fylgja skelfilegri bílslys.
Krafa um samkeppni í skólakerfinu leiđir af sér ađ ţeim sem fram úr skara er hampađ en minna hugsađ um hina sem eftir sitja, "taparana." Ţeim er ekkert hampađ og á stundum ekki mikiđ hjálpađ. Sama er í vinnuumhverfinu. Allir eiga ađ koma sér á framfćri, hafa ferilskrá og safna sér alls konar punktum, allt í samrćmi viđ margumtalađa mannauđsstjórnun. En er ekki svolítil yfirborđsmennska í öllu talinu um mannauđsstjórnun? Ţá er krafan um ađ...

27. Október 2007

Drífa Snćdal skrifar: OG SAT MEĐ BRETTUNUM HJÁ SUFFRAGETTUNUM

...Ţetta póstkort kemur upp í hugann reglulega og er góđ áminning um ţá baráttu sem háđ var fyrir einni öld. Sömuleiđis dúkkar ţetta póstkort upp í huganum ţegar viđbrögđ berast viđ tillögum um ađ rétta af stöđu kynjanna í dag. Flestir eru sammála um ađ kynjamisrétti er viđ lýđi hér á landi en ţađ er ótrúlega margir tilbúnir, enn ţann dag í dag, ađ leggja lykkju á leiđ sína til ađ tortryggja tillögur um ađgerđir, frekar en ađ koma međ ađrar og betri tillögur í ţessu sameiginlega verkefni okkar, ađ útrýma neikvćđum kynjamuni. Ţađ er algerlega ömurlegt ađ standa í ţeim sporum ađ ţurfa ađ koma međ tillögur ađ ...

16. Október 2007

Einar Ólafsson skrifar: AĐGENGI AĐ ÁFENGI OG MATVÖRU

...Nú hefur áfengisverslunum fjölgađ mjög á undanförnum árum. Ég held ég búi viđ svipađar ađstćđur og flestir ađrir í ţéttbýli. Ţar sem ég bý er vissulega svolítiđ úr leiđ fyrir mig ađ ná í áfengi, en ekki tiltakanlega, og ţar sem ég er ekki dagdrykkjumađur veldur ţetta mér sjaldnast vandrćđum. Auk ţess hefur áfengi ágćtis geymsluţol, ţannig ađ ţađ er lítiđ mál ađ byrgja sig ađeins upp, eins og margir gera međ ađrar vörur ţegar ţeir fara t.d. í Bónus. Menn segja stundum sem svo ađ ţađ sé ófćrt ađ geta ekki keypt sér rauđvínsflösku um leiđ og kjötiđ. En fáa heyri ég kvarta undan erfiđleikunum viđ ađ ná í kjöt međ rauđvíninu sem mađur á inni í skáp. Fyrir mig er ţađ jafnmikiđ úrleiđis ađ ná í kjötiđ eins og víniđ...

14. Október 2007

Jóhann Tómasson skrifar: REICODE

...Ţá fer vćntanlega ýmsa ađ gruna hvert ég er ađ fara. Eđa Morgunblađiđ í Reykjavíkurbréfi sunnudaginn 14. október sl: „Hćttan, sem er fyrir hendi, ţegar bćđi stjórnmálamenn og ađrir byrja ađ tala hlutabréfaverđ upp er auđvitađ sú, ađ ţegar Reykjavík Energy Invest verđur sett á markađ ćđi verđ hlutabréfa upp fyrst í stađ, ţeir sem eignuđust bréfin fyrir lítiđ í upphafi innleysi sinn hagnađ og nokkrum mánuđum seinna sitji almenningur uppi međ sárt enniđ. Um ţetta eru dćmi í íslenzkri viđskiptasögu.“ Hér er augljóslega átt viđ gagnagrunnsćvintýriđ. Hannes Smárason og Bjarni Ármannsson voru lykilmenn í ţví máli. Bjarni leiddi gráa markađinn, sem sá um sölu sex milljarđanna, sem Davíđ Oddsson lét ríkisbankana kaupa af amerískum fjárglćframönnum. Hannes sá hins vegar um útfćrsluna inn á Nasdaq hlutabréfamarkađinn. Enn eru...

12. Október 2007

Guđrún Ágústa Guđmundsdóttir skrifar: VAR ŢAĐ ŢETTA SEM MENN VILDU?

Mikil átök eiga sér stađ um um ţessar mundir um eignarhald og nýtingu orkuauđlindanna og vatnsins. Átök sem snúast um ţađ hvort tryggja eigi eignarhald og nýtingu ríkis og sveitarfélaga á orkuauđlindunum  eins og annarri grunnţjónustu eđa hvort fórna eigi sameigninni í ţágu peningaaflanna. Ţessi átök hafa komiđ skýrt fram síđastliđna daga og vikur í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur og allri ţeirri ólgu sem veriđ hefur í borgarstjórn Reykjavíkur henni tengd; ólgu sem endađi  međ uppgjöri og falli meirihluta Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks. Uppgjöri sem ekki síst er ađ ţakka ótrúlega flottri framgöngu Svandísar Svavarsdóttur. Uppgjöri sem leitt hefur til ţess ađ í dag varđ til nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur sem vonandi snýr af ţeirri leiđ sem gekk algjörlega fram af fólki. Viđ Vinstri grćn leggjum ríka áherslu á ađ eignarhlad á vatnsafli, jarđvarma til orkuframleiđslu og ferskvatni sé eins og ađrar náttúruauđlindir í sameign landsmanna og ađ...

11. Október 2007

Páll H. Hannesson skrifar: GLĆPUR OG REFSING

Í gćr sat ég á pöllum borgarstjórnar á sérstökum aukafundi um orkumál ţar sem efni fundarins var umrćđa um sameiningu REI og GGE.  Í stuttu máli sagt varđ ég fyrir vonbrigđum međ umrćđuna sem komst aldrei lengra en inn í andyri völundarhússins. Gagnrýni Dags og Svandísar fjallađi einvörđungu um ađdragandann ađ glćpnum en ekki glćpinn sjálfann, ef svo má ađ orđi komast. Gagnrýnin beindist réttilega ađ ţverbrotnum stjórnsýslureglum og eiginhagsmunapoti í formi kaupréttarsamninga ţegar menn voru samtímis ađ hygla hvor ađ öđrum og gera hvorn annan samsekan í glćpnum og ákveđa svo ađ skella á fundi međ engum fyrirvara til ađ minnihlutinn geti ekki gripiđ til mótađgerđa. Slíkt kallast ýmist samsćri eđa ráđbrugg...

5. Október 2007

Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir skrifar: EINKAVĆĐING ÍSLANDS?

Hin svokallađa frjálslynda umbótastjórn Sjálfstćđisflokks og Samfylkingarinnar horfir nú upp á ţá eyđileggingu sem kvótakerfiđ í sjávarútvegi hefur haft í för međ sér: ástand fiskistofnanna er hörmulegt. Í orđum vinar míns Björns Vals Gíslasonar sjómanns, sem kemur nú inn á ţing í byrjun nćstu viku, er eftirfarandi stađreynd: “Viđ blasir hrun sjávarplássa, eignaupptaka íbúa landsbyggđarinnar, fólksflutningar úr byggđunum, atvinnumissir og tekjumissir. Afleiđingarnar eru skelfilegar fyrir fólk víđa um land ekki síđur en fyrir auđlindina í sjónum.” Ţrátt fyrir ţetta er augljóslega ćtlunin ađ halda áfram á sömu braut ...Á međan sumir fá víxla ćvintýralegs gróđa ţá blasir viđ neyđarástand innan grundvallarstétta samfélagsins. Hvernig á ađ leysa manneklu velferđarţjónustunnar? ...Og hvađ ćtlar ríkisstjórnin ađ gera viđ Ţjórsá? Hvađ ćtlar ríkisstjórnin ađ gera viđ okkar umtalađa fagra Ísland – ríkisstjórn sem lćtur...

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

21. Júní 2018

NÚ ÁHUGI MINN ALLUR FÓR

Nú áhugi minn allur fór
er af leið var haldið
Katrín valdi auðvalds-kór
og kaus Íhaldið.
...
Pétur Hraunfjörð

17. Júní 2018

Í FRAMHALDI AF OLÍFUVIĐAR-GREIN

Í framhaldi af grein þinni um Ólífuviðargrein þá er vert að rifja upp ferð Apolli 11 til tunglsins í júlí 1969. Merki ferðarinnar (Mission Emblem) var hannað af geimförunum sjálfum. Þeir komu upp með þá hugmynd að nota ameríska örninn og tunglferjan sjálf var kölluð "Eagle". Í lokafasa hönnunarferlisinu þótti geimförunum útlit arnarins vera of ...
Sveinn V. Ólafsson

7. Júní 2018

„SKILAR SÉR MEST TIL ŢEIRRA STĆRSTU"

Við sjáum lekinn ljótan
Þar lítið var um þref
gjaldlítinn gaf ´ún kvótann
ei Lilju fyrirgef.
Pétur Hraunfjörð

28. Maí 2018

LÍTIĐ MAĐUR SEGJA MÁ

Lítið maður segja má
orðin margir bera
sannleika að segja frá
sjaldan aðrir gera.
Málavexti þá muna skalt
ef margir á þig hlýða
Og ekki bæta í sárið salt
sem aðrir fyrir líða.
Pétur Hraunfjörð

19. Maí 2018

SVO ER ÖNNUR TEGUND FROĐUFRÉTTA

... Þakka pistilinn um daginn um hvernig fjölmiðlamenn forheimska opinbera umræðu um stjórnmál með að slá upp fyrirsögn um ýmis mál og með viðbótinni "segir stjórnmálafræðingur" í meginmáli. Í aðdraganda kosninga halda þeir sínu striki með þetta en bæta við annarri tegund froðufrétta sem felst í því að skrifa fyrirsögn hvern dag um hvort meirihlutar standi eða falli. Í meginmáli er síðan vísað til skoðanakannana. Sífelldar fréttir af skoðanakönnunum er sennilega einföld leið til að fylla síður blaða og framkalla uppgerða spennu í stað þess að taka til umfjöllunar viðfangsefni stjórnmála og mikilvægi almannaþjónustu fyrir lífskjör. Aukið vægi ...
Sigfinnur

18. Maí 2018

BARNAVERNDAR-MÁL EIGA BETRA SKILIĐ EN AĐ RÁĐIST SÉ GEGN EFTIRLITS-AĐILUM

Sæll Ögmundur. Takk fyrir góða og tímabæra grein þína um fréttaflutning af barnaverndarmálum. Ég var rétt í þessu að lesa einkar einkennilega grein eftir Auði Jónsdóttur á vef Kjarnans, en hún virðist ímynda sér að ábending þín í lok greinarinnar um möguleg tengsl blaðamanns Kjarnans og aðila sem barnaverndarmálum - að þarna sé að finna tengsl ekkert síður en annars staðar - sé megininntakið í umfjöllun þinni. Það er afskaplega undarlegur málflutningur, órökvís og óheiðarlegur, og mér finnst þessi mikilvægi málaflokkur eiga betra skilið en slíka útúrsnúninga. Maður veltir fyrir sér ...
Þorsteinn Siglaugsson 

16. Maí 2018

GETUR EKKI ORĐA BUNDIST

Var að lesa það sem félagi Einar Ólafsson ritar. Eg get ekki orða bundist: Að jafna einni skelfilegustu harðstjórn sem mannkynið hefur nokkru sinni upplifað við Evrópusambandið botna eg ekkert í. Evrópusambandið hefur verið byggt á grundvallarmannréttindum og að útfæra lýðræði á kannski eitthvað öðruvísi hátt en íhaldinu á Íslandi hugnast. Í mínum augum er fáni Evrópusambandisin tákn um betra lýðræði og aukin mannréttindi. Og að ala á tortryggni gagnvart því sem vel hefur verið gert skil eg ekki. Vilja menn þessa endalausu vitleysu með þennan efnahagsleik með ...
Guðjón Jensson

4. Maí 2018

MÁLAVEXTIR OG MĆĐRAHYGGJA

Ég þakka þér fyrir að greina frá allri þessari uppákomu í Velferðarráði varðandi hæfni Braga. Er það ekki rétt skilið að afskipti Braga snéru aðeins að því að amman fengi að umgangast barnabörn sín áður en hún dæi? Og eins og þú segir, hefði verið ámælisvert og vanræksla ef Bragi hefði ekki haft afskipti af því. Það hefur nú komið fram að ástæða hefur verið til að Barnaverndarstofi skipti sér af/komi með athugasemdir á starfsháttum barnaverndarnefnda á t.d. höfuðborgarsvæðinu í gegnum tíðina, eins og hefur komið fram í fjölmiðlum. Ég leyfi mér að vitna í eftirfarandi: "Í umræðu sem spannst um þessa lagasetningu og aðkomu mína að henni var ég harðlega gagnrýndur fyrir að draga taum mæðra - væri mæðrahyggjumaður eins og ...
Ari Tryggvason

15. Apríl 2018

SITT SÝNIST HVERJUM

Ögmundur minn kæri. Ég hefi nú um langt skeið ekki tjáð mig varðandi mál líðandi stundar. Ég get þó ekki orða bundist hversu harkalega öfl innan VG fara gegn Katrínu okkar Jakobsdóttur. Mér finnst helv hart hversu sú er við tók af þér og ég veitti brautargengi á sínum tíma fer grimmilega fram gegn okkar frábæra formanni og kann ég henni litlar þakkir fyrir. Auðvitað stöndum við öll gegn beitingu vopnavalds og ég tala nú ekki um beitingu efnavopna, en mér finnst aðallega vera mesti hávaðinn eftir að Trump og co fóru fram og eyðilögðu efnavopnaverksmiðjurnar, þessi háværu mótmæli voru ekki mjög svo í frammi þegar Rússar og stjórnvöld í Sýrlandi voru að berja á þjóðinni. ...
Óskar K Guðmundsson fisksali

14. Apríl 2018

UTANRÍKIS-NEFND ALŢINGIS TAKI AF SKARIĐ

Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og núverandi fréttaskýrandi RÚV, segir í fréttum að samkvæmt foringja NATÓ styðji Ísland árásirnar á Sýrland, það standi þar til annað verði sagt. Um þetta hlýtur utanríkismálanefnd Alþingis að greiða atkvæði þegar hún kemur saman eftir helgi - eða hvað?
Jóel A.BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

10. Apríl 2018

Hrafn Magnússon skrifar: LEIFTURSÓKN FRÁ HĆGRI

Fyrir nokkru las ég bók Þorleifs Óskarssonar, sagnfræðings, um SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu. Félagið hét reyndar SFR, starfsmannafélag ríkisstofnana, þegar ég gegndi framkvæmdastjórastörfum fyrir félagið á árunum 1973 til 1975. Bókin kom út í apríl á liðnu ári og er heiti hennar  „Saga baráttu og sigra í sjötíu ár". Bók Þorleifs er afar fróðleg og prýdd mörgum myndum. Ég hefði talið ákjósanlegt að nafnalisti væri aftast í bókinni, en tilvísanir, heimildir og myndaskrá eru hins vegar til fyrirmyndar.  Þá eru viðtölin við ýmsa fyrrverandi og núverandi forystumenn félagsins upplýsandi og gefa fyllri mynd af starfsemi SFR. Við lestur bókarinnar sakna ég þó þess að ekki sé getið um ...

13. Mars 2018

Jón Karl Stefánsson skrifar: VARĐANDI NEIKVĆĐA UMFJÖLLUN UM VANESSU BEELEY OG TIM ANDERSON

Eins og við mátti búast vakti fyrirlestur Vanessu Beeley ásamt útgáfu bókar Tim Andersons, Stríðið gegn Sýrlandi, sterk viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Einnig var viðbúið að viðbrögðin í neikvæðu áttina væru ekki efnisleg, heldur beint gegn persónum höfundar og þeirra sem buðu Vanessu til Íslands. Það er rétt að svara bæði þeirri gagnrýni sem komið hefur upp og einnig að lýsa stuttlega því sem kemur fram í bók Tims Andersons og einnig því sem ekki kemur fram þar, um tilgang útgáfunnar og þætti þýðenda í þessu öll saman. Bók Tims Andersons er mjög ítarleg, hvað heimildavinnu varðar. Þeir sem vilja ...

3. Febrúar 2018

Einar Ólafsson skrifar: ŢEGAR NÝJA MARKIĐ SÁ DAGSINS LJÓS

Takk Ögmundur fyrir frumkvæði þitt að fundinum í dag. Það var mjög athyglisvert að hlusta á Zoe Konstantopoulou. Þegar hún var að tala um Evrópusambandið og evruna kom mér í hug klausa úr gamalli norskri skáldsögu (gamalli eða ekki, hún kom út á æskuárum okkar). Einn merkasti rithöfundur Norðmanna eftir Ibsen og Hamsun var Jens Bjørneboe, lítt þekktur hér. Merkasta bók hans, að mér finnst, kom út árið 1966, Frihetens øyeblikk. Þorsteinn bróðir minn gaf mér hana í jólagjöf árið 1970. Eftir að ég las hana var ég ekki samur maður. Ég byrjaði að þýða hana ...

Slóđin mín:

Frjálsir pennar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta