Beint á leiđarkerfi vefsins

Frjálsir pennar

30. Október 2007

Sigríđur Kristinsdóttir skrifar: HEILBRIGT FÓLK Í HEILBRIGĐU SAMFÉLAGI

...Hrađinn og lćtin og samkeppnin er alls stađar. Hrađinn "sem drepur" er ekki bara á ţjóđvegunum, ţar sem betri vegum og kraftmeiri bílum fylgja skelfilegri bílslys.
Krafa um samkeppni í skólakerfinu leiđir af sér ađ ţeim sem fram úr skara er hampađ en minna hugsađ um hina sem eftir sitja, "taparana." Ţeim er ekkert hampađ og á stundum ekki mikiđ hjálpađ. Sama er í vinnuumhverfinu. Allir eiga ađ koma sér á framfćri, hafa ferilskrá og safna sér alls konar punktum, allt í samrćmi viđ margumtalađa mannauđsstjórnun. En er ekki svolítil yfirborđsmennska í öllu talinu um mannauđsstjórnun? Ţá er krafan um ađ...

27. Október 2007

Drífa Snćdal skrifar: OG SAT MEĐ BRETTUNUM HJÁ SUFFRAGETTUNUM

...Ţetta póstkort kemur upp í hugann reglulega og er góđ áminning um ţá baráttu sem háđ var fyrir einni öld. Sömuleiđis dúkkar ţetta póstkort upp í huganum ţegar viđbrögđ berast viđ tillögum um ađ rétta af stöđu kynjanna í dag. Flestir eru sammála um ađ kynjamisrétti er viđ lýđi hér á landi en ţađ er ótrúlega margir tilbúnir, enn ţann dag í dag, ađ leggja lykkju á leiđ sína til ađ tortryggja tillögur um ađgerđir, frekar en ađ koma međ ađrar og betri tillögur í ţessu sameiginlega verkefni okkar, ađ útrýma neikvćđum kynjamuni. Ţađ er algerlega ömurlegt ađ standa í ţeim sporum ađ ţurfa ađ koma međ tillögur ađ ...

16. Október 2007

Einar Ólafsson skrifar: AĐGENGI AĐ ÁFENGI OG MATVÖRU

...Nú hefur áfengisverslunum fjölgađ mjög á undanförnum árum. Ég held ég búi viđ svipađar ađstćđur og flestir ađrir í ţéttbýli. Ţar sem ég bý er vissulega svolítiđ úr leiđ fyrir mig ađ ná í áfengi, en ekki tiltakanlega, og ţar sem ég er ekki dagdrykkjumađur veldur ţetta mér sjaldnast vandrćđum. Auk ţess hefur áfengi ágćtis geymsluţol, ţannig ađ ţađ er lítiđ mál ađ byrgja sig ađeins upp, eins og margir gera međ ađrar vörur ţegar ţeir fara t.d. í Bónus. Menn segja stundum sem svo ađ ţađ sé ófćrt ađ geta ekki keypt sér rauđvínsflösku um leiđ og kjötiđ. En fáa heyri ég kvarta undan erfiđleikunum viđ ađ ná í kjöt međ rauđvíninu sem mađur á inni í skáp. Fyrir mig er ţađ jafnmikiđ úrleiđis ađ ná í kjötiđ eins og víniđ...

14. Október 2007

Jóhann Tómasson skrifar: REICODE

...Ţá fer vćntanlega ýmsa ađ gruna hvert ég er ađ fara. Eđa Morgunblađiđ í Reykjavíkurbréfi sunnudaginn 14. október sl: „Hćttan, sem er fyrir hendi, ţegar bćđi stjórnmálamenn og ađrir byrja ađ tala hlutabréfaverđ upp er auđvitađ sú, ađ ţegar Reykjavík Energy Invest verđur sett á markađ ćđi verđ hlutabréfa upp fyrst í stađ, ţeir sem eignuđust bréfin fyrir lítiđ í upphafi innleysi sinn hagnađ og nokkrum mánuđum seinna sitji almenningur uppi međ sárt enniđ. Um ţetta eru dćmi í íslenzkri viđskiptasögu.“ Hér er augljóslega átt viđ gagnagrunnsćvintýriđ. Hannes Smárason og Bjarni Ármannsson voru lykilmenn í ţví máli. Bjarni leiddi gráa markađinn, sem sá um sölu sex milljarđanna, sem Davíđ Oddsson lét ríkisbankana kaupa af amerískum fjárglćframönnum. Hannes sá hins vegar um útfćrsluna inn á Nasdaq hlutabréfamarkađinn. Enn eru...

12. Október 2007

Guđrún Ágústa Guđmundsdóttir skrifar: VAR ŢAĐ ŢETTA SEM MENN VILDU?

Mikil átök eiga sér stađ um um ţessar mundir um eignarhald og nýtingu orkuauđlindanna og vatnsins. Átök sem snúast um ţađ hvort tryggja eigi eignarhald og nýtingu ríkis og sveitarfélaga á orkuauđlindunum  eins og annarri grunnţjónustu eđa hvort fórna eigi sameigninni í ţágu peningaaflanna. Ţessi átök hafa komiđ skýrt fram síđastliđna daga og vikur í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur og allri ţeirri ólgu sem veriđ hefur í borgarstjórn Reykjavíkur henni tengd; ólgu sem endađi  međ uppgjöri og falli meirihluta Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks. Uppgjöri sem ekki síst er ađ ţakka ótrúlega flottri framgöngu Svandísar Svavarsdóttur. Uppgjöri sem leitt hefur til ţess ađ í dag varđ til nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur sem vonandi snýr af ţeirri leiđ sem gekk algjörlega fram af fólki. Viđ Vinstri grćn leggjum ríka áherslu á ađ eignarhlad á vatnsafli, jarđvarma til orkuframleiđslu og ferskvatni sé eins og ađrar náttúruauđlindir í sameign landsmanna og ađ...

11. Október 2007

Páll H. Hannesson skrifar: GLĆPUR OG REFSING

Í gćr sat ég á pöllum borgarstjórnar á sérstökum aukafundi um orkumál ţar sem efni fundarins var umrćđa um sameiningu REI og GGE.  Í stuttu máli sagt varđ ég fyrir vonbrigđum međ umrćđuna sem komst aldrei lengra en inn í andyri völundarhússins. Gagnrýni Dags og Svandísar fjallađi einvörđungu um ađdragandann ađ glćpnum en ekki glćpinn sjálfann, ef svo má ađ orđi komast. Gagnrýnin beindist réttilega ađ ţverbrotnum stjórnsýslureglum og eiginhagsmunapoti í formi kaupréttarsamninga ţegar menn voru samtímis ađ hygla hvor ađ öđrum og gera hvorn annan samsekan í glćpnum og ákveđa svo ađ skella á fundi međ engum fyrirvara til ađ minnihlutinn geti ekki gripiđ til mótađgerđa. Slíkt kallast ýmist samsćri eđa ráđbrugg...

5. Október 2007

Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir skrifar: EINKAVĆĐING ÍSLANDS?

Hin svokallađa frjálslynda umbótastjórn Sjálfstćđisflokks og Samfylkingarinnar horfir nú upp á ţá eyđileggingu sem kvótakerfiđ í sjávarútvegi hefur haft í för međ sér: ástand fiskistofnanna er hörmulegt. Í orđum vinar míns Björns Vals Gíslasonar sjómanns, sem kemur nú inn á ţing í byrjun nćstu viku, er eftirfarandi stađreynd: “Viđ blasir hrun sjávarplássa, eignaupptaka íbúa landsbyggđarinnar, fólksflutningar úr byggđunum, atvinnumissir og tekjumissir. Afleiđingarnar eru skelfilegar fyrir fólk víđa um land ekki síđur en fyrir auđlindina í sjónum.” Ţrátt fyrir ţetta er augljóslega ćtlunin ađ halda áfram á sömu braut ...Á međan sumir fá víxla ćvintýralegs gróđa ţá blasir viđ neyđarástand innan grundvallarstétta samfélagsins. Hvernig á ađ leysa manneklu velferđarţjónustunnar? ...Og hvađ ćtlar ríkisstjórnin ađ gera viđ Ţjórsá? Hvađ ćtlar ríkisstjórnin ađ gera viđ okkar umtalađa fagra Ísland – ríkisstjórn sem lćtur...

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

7. Febrúar 2018

BARÁTTA ŢVERT Á LANDAMĆRI

Takk fyrir að birta fréttina um lögsóknina á hendur breska ríkinu fyrir að ætla að eyðileggja heilbrigðsiskerfið með einkavæðinu. Það er hárrétt hjá þér Ögmundur að þetta kemur okkur öllum við óháð landamærum. Ég gaf 25 pund í söfnunina og er stoltur af . Ég sé að margir eru sem betur fer að taka þátt. En þörf er á miklu fleirum. Ég vil hvetja alla sem lesa þetta að láta eitthvað af hendi rakna ... 
Jóhannes Gr. Jónsson

6. Febrúar 2018

AĐ KUNNA AĐ PLATA OG GANGA SVO Í EINA SĆNG

Verkefnisstjóra sér valdi Kata
víst stjórnarskránni breyta á
En Íhaldið Kötu kann að plata
og lét ´ana hafa Unni Brá.
...
Pétur Hraunfjörð

2. Febrúar 2018

BORGIN VILL BÓLU!

Reykjavíkurborg hefur vanrækt að styðja við Félagsíbúðir í samræmi við það sem lofað var fyrir síðustu kosningar. Í staðinn ætlar borgin að styðja byggingarfyrirtæki ASÍ, Bjarg. Vanrækslan hefur valdið því að nú á skyndilega og með andfælum að blása út stóra bólu á vegum verktakafyrirtækja, sbr, ummæli borgarstjóra; „Áhyggjur okkar lúta meira að því að það sé ekki nógu mikið af stórum og öflugum verktökum til að takast á við öll þessi verkefni ... Það væri hægt að tvö- falda kraftinn ef það væri nógu mikið af krönum og mannskap til þess að gera það,"
Sigurður Hannesson, talsmaður iðnaðarins, segir
Jóel A.

2. Febrúar 2018

SENT INN AF TILEFNI AF MANNA-RÁĐNINGU Í BRUSSEL

Engu þarf um það að spá,
þetta er gömul saga: 
Ef ráðherrarnir fara frá,
fá þeir bein að naga.

Sent inn en vísan mun vera eftir Jóhann Fr. Guðmundsson

30. Janúar 2018

ER VERKALÝĐS-HREYFINGIN AĐ VAKNA?

Mér sýnist að þau sem héldu að verkalýðshreyfingin hefði sungið sitt síðasta þurfi að endurskoða þá trú - vonandi. Ég heyri ekki betur en stefni í að tekist verði á um málefni í hreyfingunni í fyrsta sinn í langan tíma og þar megi nú kenna eldheitt baráttufólk fyrir bættum kjörum og réttindum láglaunafólks. Auðvitað er margt gott fólk fyrir í verkalýðshreyfingunni en vegna almenns doða hafa völdin verið í höndum örfárra einstaklinga. Fundir og samkomur hafa verið eins eftir matarpásu í yngstu deild á leikskóla, þá leggja sig allir. En nú horfum við til framboðs Sólveigar Jónsdóttur til formanns í Eflingu. Þar er sofandahætti aldeilis ekki fyrir að fara. Láti gott á vita!
Sunna Sara

30. Janúar 2018

LIFANDI FLOKKUR EN DAUĐUR ŢÓ

Lifandi dauður líklega er
um léleg heitin vænum
Og trúlega til fjandans fer
flest hjá Vinstri/grænum.
...
Pétur Hraunfjörð

28. Janúar 2018

LIFANDI DAUĐAN FLOKK STYĐ ÉG EKKI

Upphrópanir eftir flokksráðsfund Vinstri grænna eru að Vinda hafi lægt innan VG. Þannig sagði mbl.is frá. Flokkurinn telur sig sem sagt vera kominn í skjól og logn og sæll með sitt hlutskipti í lífinu. Mér sýnist hins vegar flokkurinn þótt á lífi, sé á góðri leið með að verða lifandi dauður. Enda kannski ekki við öðru að búast af fólki sem finnst ekki neitt, lífið sé bara tækni. Dapurlegt þykir mér þetta þó því flokkinn studdi ég á meðan mér sýndist örla þar fyrir lífsmarki en held að nú sé komið nóg fyrir minn smekk.
Bjarni

16. Janúar 2018

SÖGULEGIR SIGRAR EĐA HVAĐ?

Því er slegið upp að atvinnuveganefnd Alþingis verði nú í fyrsta skipti stýrt af konum. Af þessu stærir formaðurinn sig, Lilja Rafney Mgnúsdóttir. Inga Sæland, Flokki fólksins, verður fyrsti varaformaður og Halla Signý Kristjánsdóttir, Framsóknarflokki, annar varafromaður. Lítið vitum við um stefnu þeirra í atvinnumálum. Á sama tíma berast fréttir frá Noregi að ný stjórn sé á teikniborðinu. Saman komu þær fram á fréttamannafundi til að skýra frá þessu þær Erna Solberg, Hægri flokknum, Siv Jensen, Framfaraflokknum og Trie Skei Grande, Frjálslynda flokknum. Allt konur. Allar afturhald að mínu mati! Kynin eiga að standa jafnt að vígi í stjórnmálum. En þá á líka að sýna þeim þá virðingu að taka konur jafnt sem karla alvarlega, óháð kyni og spyrja um stefnu og innihald. Eitthvað er rangt við þessa framsetningu og ótrúlega afturhaldssamt á árinu 2018. Kannski líka svoldið niðurlægjandi - fyrir konur.
Kona

13. Janúar 2018

VALHÖLL OG BORGARSTJÓRN

Baráttan er byrjuð þar
og bjartsýnir eygja von.
Útsvars-stjarnan valin var
Vilhjálmur Bjarnason.

Eyþór Arnalds ætlar sér
oddvitasætið þarna.
En Villi víst með sigur fer
enda vinur Bjarna.
Pétur Hraunfjörð

8. Janúar 2018

SKORIĐ NIĐUR HJÁ LANDHELGIS-GĆSLUNNI Í GÓĐĆRI!

Eftir hrun voru varðskip leigð til útlanda til að mæta óhjákvæmilegum niðurskurði. Það var ekki gott en menn féllust á að það væri óhjákvæmilegt. En er óhjákvæmilegt að skera niður fjárframlög til Landhelgisgæslunnar við núverandi aðstæður þar sem peningum er hlaðið á degi hverjum inn í hagkerfið m.a. með stórauknum straumi ferðamanna? Stenst Landhelgisgæslan þetta? Nei, það gerir hún ekki enda ...
Starfsmaður LandhelgisgæslunnarBSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

3. Febrúar 2018

Einar Ólafsson skrifar: ŢEGAR NÝJA MARKIĐ SÁ DAGSINS LJÓS

Takk Ögmundur fyrir frumkvæði þitt að fundinum í dag. Það var mjög athyglisvert að hlusta á Zoe Konstantopoulou. Þegar hún var að tala um Evrópusambandið og evruna kom mér í hug klausa úr gamalli norskri skáldsögu (gamalli eða ekki, hún kom út á æskuárum okkar). Einn merkasti rithöfundur Norðmanna eftir Ibsen og Hamsun var Jens Bjørneboe, lítt þekktur hér. Merkasta bók hans, að mér finnst, kom út árið 1966, Frihetens øyeblikk. Þorsteinn bróðir minn gaf mér hana í jólagjöf árið 1970. Eftir að ég las hana var ég ekki samur maður. Ég byrjaði að þýða hana ...

12. Október 2017

Kári skrifar: FÁEIN ORĐ UM VEGTYLLUR, SKYNFĆRI OG MANNGREINAR-ÁLIT

Mannvirðingar meta best,
máta flokka, stöður þrá.
Til Himnaríkis heldur lest,
henni vilja margir ná.

Hugtakið "vegtylla" er skilgreint í íslenskri nútímamálsorðabók svona: "sýnileg upphefð, viðurkenning eða góð staða". Mikilvægt er að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, enda sækjast margir eftir vegtyllum sem svo eru kallaðar. Eins og skilgreiningin ber með sér, má ljóst vera að "sýnileg upphefð" er einhvers konar "upphefð" sem maður, eða menn, sýnir öðrum manni eða mönnum. Þetta er með öðrum orðum ...

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

Slóđin mín:

Frjálsir pennar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta