Beint á leiđarkerfi vefsins

Frjálsir pennar

11. Júní 2007

Helgi Guđmundsson skrifar: Í STÓRU OG SMÁU

...Nú er undirritađur almennt á ţví ađ mótsetningarnar milli stétta séu miklu meiri og alvarlegri en á milli kynja, ţótt launamunur sé vissulega sláandi og víđa sé langt í land ađ eđlilegu jafnrétti milli kynja sé náđ. Fréttamönnum líđst hinsvegar, hvađ eftir annađ, ađ sýna konum ótrúlegan dónaskap hvort heldur er viđmćlandanum í sjónvarpssal eđa konum sem hópi úti í samfélaginu. Í stađ ţess ađ gleđjast yfir árangri kvenna í fótboltanum og velta jafnvel fyrir sér spurningunni hvers vegna konur séu svo miklu framar í keppni viđ kynsystur sínar en karlar á sínum vettvangi, ţótti Ţórhalli helst viđeigandi ađ ţagga snarlega niđur í borgarfulltrúanum, sem var hvorttveggja, kvenkyns og fulltrúi VG. Ekki ţarf ađ taka fram ađ Gísli Marteinn sat ađ venju međ sitt góđlega bros á vör...

6. Júní 2007

Ţorleifur Gunnlaugsson skrifar: KÖTTUR ÚT Í MÝRI

...Ţađ má tvímćlalaust líta á ţađ sem tćkifćri til ađ fegra borgina, bćta hana og glćđa lífi, ađ Vatnsmýrin er ekki byggđ meira en orđiđ er. Sem betur fer tókst mönnum ekki ađ fylla upp í tjörnina á sínum tíma og Hljómskálagarđurinn stendur fyrir sínu. En ţađ vantar samfelluna. Ţađ vantar mýrina. Takist ađ endurheimta ţetta íslenska landslag međ mófuglum og lćkjum hafa borgarbúar eignast sinn miđgarđ. Vatnsmýrin er í mínum huga vel geymdur fjársjóđur. Á honum liggur grá steinsteypan eins og niđadimm ţoka sem gerir mýrina ósýnilega og hann er varinn af organdi flugdrekum sem spúa eldi og brennisteini á alla ţá sem nćrri koma. Úr ţví ađ svona er vćri óskandi ađ hann yrđi geymdur handa ţeim sem skilja ađ mýrin er annađ lunga borgarinnar og ţá fyrst ţegar henni hefur veriđ bjargađ frá eyđileggingu getur hún sameinast ...

1. Júní 2007

Sigríđur Kristinsdóttir skrifar: Í TILEFNI AF BARÁTTUDEGI VERKALÝĐSINS

...Ţađ vakti athygli mína, ţegar ég fór inn á vef starfsgreinasambands Austurlands, Afl fyrir Austurland, ađ á sama tíma og verkamenn voru ađ vinna viđ ósćmilegar ađstćđur í göngunum undir Ţrćlahálsi ţá sátu fulltrúar Afls fyrir Austurland ađalfund auđhringsins Alcóa í Bandaríkjunum. Tilgangurinn var ađ hitta fulltrúa verkalýđssamtaka í öđrum löndum ţar sem auđhringurinn er međ vinnustöđvar. Ţađ er út af fyrir sig gott mál, ađ bera sig saman viđ ađra verkamenn hjá auđhringnum, en ţađ er öruggt ađ ekkert gott kemur út úr slíku "samstarfi" ţegar ţađ er undir umsjón og yfirstjórn auđhringsins, og fundir haldnir um leiđ og ađalfundur auđhringsins....Formađur Samfylkingarinnar  stóđ á dögunum fyrir framan Landspítalann  og ćtlar burt međ biđlistana, ekkert mál, sagđi hún og talađi um ađ semja viđ sjálfstćtt starfandi verktaka til ađ vinna ađ ţví ađ stytta biđlistana á BUGL. Hún virđist vera komin í sćng međ Ástu Möller um hvernig eigi ađ reka heilbrigđisţjónustuna. Mundi ég frekar vilja sjá ađ ađbúnađur ţeirra, sem ţjónustuna eiga fá, verđi bćttur og laun umönnunarhópa stórhćkkuđ. Nú er svo komiđ ađ...

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

19. Nóvember 2017

UPPREISN ĆRU

Vinstri/Grænir vilja nú
vinina sína kæru.
Á Íhaldinu hafa trölla trú
og fá því uppreisn æru.
Pétur Hraunfjörð

 

16. Nóvember 2017

KLÓKT?

Þá eru þeir mættir, Gylfi frá ASÍ og Halldór Benjamin frá SA, yfir sig hrifnir af stöðugleikanum sem nú er boðaður á forsendum SALEK. Það þýðir að enginn má hækka í launum nema þeir  félagar samþykki. Sigurður Ingi, framsóknarmaður, sagði að það hafi verið "klókt" að fá þá á fund flokksformannanna sem nú eru að ganga frá stjórnarsáttmála sínum. Allt þetta er nú ekki klókara en svo að þessi málatilbúnaður hefur hrakið framkvæmdastjóra Starfsgeinasambandisns, Drífu Snædal, frá borði. Hef ég þó grun um að hún hafi ekki sagt sitt síðasta orð. Er það vel.
Jóhannes Gr. Jónsson 

15. Nóvember 2017

HVERJIR HRÓSA HAPPI?

Ýmsir geta nú hrósað happi yfir að fátt er um illa-smalanlega ketti í VG. En hverjir skyldu það vera sem hrósa happi yfir því? Almenningur eða Sjálfstæðisflokkurinn?
Jóel A.

13. Nóvember 2017

VILJANDI TÝNA TÖLU

Vinstri Grænir velja brátt
viljandi týna tölu.
Við Íhaldið þeir semja sátt
og enda á útsölu.


Nú er allt farið sem farið getur
fjandans Íhaldið áfram situr
Og mikið grætur nú gamli Pétur
gott er að vera eftir á vitur.
Pétur Hraunfjörð

11. Nóvember 2017

ÚTFÖRIN

Vinstri-Grænum fer nú frá
Þeir fóru yfir strikið.
Með Íhaldinu margir sjá
útför fyrir vikið.
Pétur Hraunfjörð

11. Nóvember 2017

HĆGRI STEFNA Í BOĐI VG?

Hvað er eiginlega að gerast í íslenskum stjórnmálum? Þarf fleiri Borgunarmál, áframhaldandi aðgang einkavæðingarsinna að stjórnsýslunni, meiri misskiptingu, meiri stóriðju, með öðrum orðum, meira af Sjálfstæðisflokknum - og allt þetta, HÆGRI STEFNA í boði VG? 
Jóhannes Gr. Jónsson

8. Nóvember 2017

SLEGINN

Vinstri-Grænir vilja nú
vera hægramegin.
Á þeim hafði trölla trú
töluvert er nú sleginn.
Pétur Hraunfjörð

28. Október 2017

LJÓĐMĆLI

Að kosningum komið er
kannski velurðu rétt.
En sitt sýnist hverjum hér
svo það verður ekki létt.
...
Pétur Hraunfjörð

28. Október 2017

MUNIĐ AĐ KJÓSA RÉTT

Í Panama hafa pokann geymt,
peningar og valdastétt.
Mörgu logið, margt er gleymt,
munið þó að kjósa rétt.
Kári

28. Október 2017

KOSNINGAŢANKAR

Nú bíður oss bláahöndin
betri sultarkjör
krjúpum og kysum vöndinn
ei verðum á lofið spör.
...
Pétur Hraunfjörð


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.




Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

12. Október 2017

Kári skrifar: FÁEIN ORĐ UM VEGTYLLUR, SKYNFĆRI OG MANNGREINAR-ÁLIT

Mannvirðingar meta best,
máta flokka, stöður þrá.
Til Himnaríkis heldur lest,
henni vilja margir ná.

Hugtakið "vegtylla" er skilgreint í íslenskri nútímamálsorðabók svona: "sýnileg upphefð, viðurkenning eða góð staða". Mikilvægt er að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, enda sækjast margir eftir vegtyllum sem svo eru kallaðar. Eins og skilgreiningin ber með sér, má ljóst vera að "sýnileg upphefð" er einhvers konar "upphefð" sem maður, eða menn, sýnir öðrum manni eða mönnum. Þetta er með öðrum orðum ...

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

14. Júní 2017

Sveinn Ađalsteinsson skrifar: ŢEGAR DANIR KOMU ÍSLENDINGUM TIL HJÁLPAR OG REFSKÁKIN Í STJÓRNMÁLUM

Undirritaður skrifaði neðanskráðar hugleiðingar, eftir lestur smápistils Jónasar Kristjánssonar á vef- miðli hans. Þjóð sem er illa að sér í eigin sögu er illa á vegi stödd. Við sem komin eru yfir miðjan aldur voru alin upp við að lesa mjög þjóðernislega, einsleita og að hluta til ranga Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Mjög fáir Íslendingar hafa heyrt um það sem ég tæpi á hér að neðan, þ.e. að einasta „byltingin" sem gerð hefur verið íslensku þjóðinni til hagsbótar, stóðu danskir borgarar Kaupmannahafnar að í mars- mánuði 1786 ...

Slóđin mín:

Frjálsir pennar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta