Beint á leiđarkerfi vefsins

Frjálsir pennar

19. September 2007

Katrín Jakobsdóttir skrifar: PÓLITÍSKAR ÁKVARĐANIR Í HEILBRIGĐISKERFINU

Sigurbjörn Sveinsson, formađur Lćknafélags Íslands, var í viđtali á Morgunvakt Ríkisútvarpsins í vikunni ađ rćđa um ný heilbrigđislög en í ţeim hefur veriđ bođađ ađ ekki verđi lengur krafist heimildar heilbrigđisráđuneytisins til ađ reka ákveđna heilbrigđisstarfsemi. Formađurinn sagđi ađ ţađ vćri ekki pólitísk ákvörđun ađ leyfa lćknum ađ veita ţá ţjónustu sem ţeir eru menntađir til ađ veita, pólitíkin vćri ađ ákveđa hvađ opinberar sjúkratryggingar ćttu ađ greiđa.
Ađ sjálfsögđu má skilja pólitík á margan hátt – og reyndar er ţađ oft eđli hćgripólitíkur ađ láta sem pólitík sé ekki pólitík. Orđ á borđ viđ „ţetta er ekki pólitískt ferli heldur eđlileg framţróun“ hringja oft viđvörunarbjöllum enda er tal um ađ ákvarđanir séu ekki pólitískar oft tilraun til ađ fela pólitík í dulargervi óhjákvćmilegrar ţróunar. Ţví tel ég rétt ađ rýna ađeins í ţá „ţróun“ sem formađur Lćknafélagsins segir ađ snúist ekki um pólitík. Hér er t.d. um ađ rćđa ţá stađreynd ađ...

14. September 2007

Drífa Snćdal skrifar: ÓSTJÓRNLEG MARKAĐSHYGGJA RÍKISSTJÓRNARINNAR

...Gott fylgi sitt í síđustu Alţingiskosningum á Samfylkingin án efa ađ ţakka velferđaráherslunum sem voru mjög sýnilegar í kosningabaráttunni. Nú er hins vegar valdapólitíkin tekin viđ. Flestir ráđherrar Samfylkingarinnar nota tungutak markađshyggjunnar en félagshyggjan er víđs fjarri. Ţetta er mjög ljóst í umrćđunni um hvort krónan sé gengin sér til húđar. Einungis efnahagsleg rök eru notuđ til ađ reka áróđur fyrir evrunni sem gjaldmiđli fyrir Ísland en ţađ gleymist iđulega í umrćđunni ađ ţađ kostar ađ halda úti fullvalda ţjóđ í sjálfstćđu ríki. Á mćlikvarđa peninganna er engin skynsemi í ţví ađ halda úti íslenskunni. Ţađ kostar ógrynni fjár ađ gefa út orđabćkur, túlkaţjónusta er dýr, útgáfa skáldsagna vćri miklu hagkvćmari á öđrum tungumálum, fjölmiđlarnir okkar gćtu fariđ í útrás á ensku og svo mćtti lengi telja. Ţađ eru nefnilega önnur gild rök fyrir tilveru okkar en efnahagsleg. Ţau rök verđa líka ađ heyrast í umrćđunni og ţađ er ekki mörgum til ađ dreifa ađ...

4. September 2007

Páll H. Hannesson skrifar: NOKKRIR ŢANKAR UM HÁEFFUN OR

Ţađ er margt sem veldur heilabrotum vegna hlutafélagavćđingar OR.  Meginrökin sem hafa veriđ fćrđ fram eru eftirfarandi: Borgarsjóđur losnar undan ábyrgđ lána. Minni skattur greiddur af OR sem hlutafélagi (18%) en ţegar ţađ er sameignarfélag (26%). Auđveldara sé ađ OR sé hlutafélag ţar sem fyrirtćkiđ ćtli sér í útrás á samkeppnismarkađi. Loks er nefnd vćntanleg eđa öllu heldur hugsanleg kćra eftirlitsstofnunar EFTA vegna ţess ađ fyrirtćkiđ njóti ábyrgđar eiganda sinna á lánum sem leiđi til ójafnrar samkeppnisstöđu „fyrirtćkja á markađi“. Ţađ er rökrétt ađ opinberir ađilar, hvort sem er ríki eđa sveitarfélög eđa stofnanir og fyrirtćki ţeirra, njóti betri kjara á...

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

18. September 2017

UM KOSNINGAR OG RÍKISSTJÓRN

 Ef valdið heim nú viljið þið,
verður nýtt að prófa.
Kosningu ef klúðrum við,
kætist flokkur bófa.
...
Kári

15. September 2017

LANDINN FRJÁLS

Loksins verður landinn frjáls,
losnar við Íhaldið.
Ber þá enga hespu um háls
og alþýðan fær valdið.
Pétur Hraunfjörð

6. September 2017

HEIMSVIĐSKIPTIN ŢRÓUĐ Í FINNAFIRĐI

Efla hefur þróað Finnafjarðarverkefnið. Það er kallað viðskiptaþróun. Hugmyndin er að olíuhreinsunarstöðin risastóra verði í Finnafirði. Þá er hægt að nýta höfnina bæði fyrir olíuskip og fyrir siglingar yfir Norðurpólinn þegar ísinn verður bráðnaður.
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir

6. September 2017

ERUM Á LEĐINNI

Stærsta höfn á norðurhveli í Finnafirði og stærsti flugvöllur á norðurslóðum í Keflavik. Ætlum við að láta Björgólf hjá Icelandair, Skúla í Wow og bæjarstjórann í Langanesbyggð færa okkur inn í 21. öldina á sínum forsendum? Ég held við þurfum ekki fleiri stýrimenn til að komast fram af brúninni. Við virðumst vera á réttri leið til að komast þangað.
Haffi

6. September 2017

ENN UM MINNISVARĐA

Fróðelgt væri að fá fréttir af því hver urðu afdrif beiðni stríðsminjanefndar Bandaríkjanna um minnisvarða í Höfða um framlag BNA til freslsisbaráttu mannkyns á seinni hluta tuttugustu aldar, þar með talið Víetnam og Hiroshima. Sagt var að Reykjavíkurborg væri að skoða þessa málaleitan. Hver skyldi hafa orðið niðurstaðan?
Jóel A. 

30. Ágúst 2017

VERĐUR ŢETTA SVONA?

Pistill þin hér á heimasíðunni um fyrirhugaðan minnisvarða í Höfða er umhugsunarverður! Ég hafði svo sannarlega ekki hugsað þetta á þennan veg en er sammála því að það þurfi að gera. Það undarlega er hve lítil umfjöllun er um þetta! Verður þetta svona, hvernig væri að einhver fréttamiðill beindi þeirri spurningu til borgaryfirvalda?
Jóhannnes Gr. Jónsson

25. Ágúst 2017

GÓĐ KVEĐJA!

... I represent a collective (@NirAadCollectiv) opposing Indias draconian biometric ID program, called Aadhaar. I read with great interest the article http://www.katoikos.eu/interview/icelandic-minister-who-refused-cooperation-with-the-fbi-ogmundur-jonasson-in-an-interview.html ... and I was quite taken in with your viewpoints expressed with such clarity and preciseness. There are so many sentences that can be quoted in this interview. Since I was extremely impressed with this interview and since your ideas and thoughts resonated with our, I wanted to drop you a message of gratitude. In solidarity towards a more socially just world. PS: I hope this small letter reaches you :)
Nir Aadhaar Collective

17. Ágúst 2017

ĆRULAUSIR MENN

Hafa löngum kerfið kreist,
kraflað út á jaðar.
Upp ei verður æra reist,
sem engin er til staðar.
Kári

30. Júlí 2017

DÝR VERĐUR SOPINN

Það er rétt hjá þér að þegar við höfum tapað frá okkur neysluvatninu og það komið á einkahendur verður dýr vatnssopinn, jafnvel þótt við böðum okkur ekki úr einkavæddu flöskuvatni! En það verður líka dýrt að ferðast um Ísland og dýrara með hverri vikunni sem líður því sífellt fleiri stökkva upp á rukkunarvagninn. Ríkisstjórnin er hin ánægðasta með einkavæðingu náttúrunnar og almenningur andvaralaus ef þá ekki ...
Jóel A.

30. Júlí 2017

ÚTI AĐ VINNA!

Nú fangarnir frá Kvíabryggju
frjálsir um sveitina vinna
Vanti þig aðstoð þá hafðu í hyggju
að óþrifa verkum sinna.
...
Pétur HraunfjörðBSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

14. Júní 2017

Sveinn Ađalsteinsson skrifar: ŢEGAR DANIR KOMU ÍSLENDINGUM TIL HJÁLPAR OG REFSKÁKIN Í STJÓRNMÁLUM

Undirritaður skrifaði neðanskráðar hugleiðingar, eftir lestur smápistils Jónasar Kristjánssonar á vef- miðli hans. Þjóð sem er illa að sér í eigin sögu er illa á vegi stödd. Við sem komin eru yfir miðjan aldur voru alin upp við að lesa mjög þjóðernislega, einsleita og að hluta til ranga Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Mjög fáir Íslendingar hafa heyrt um það sem ég tæpi á hér að neðan, þ.e. að einasta „byltingin" sem gerð hefur verið íslensku þjóðinni til hagsbótar, stóðu danskir borgarar Kaupmannahafnar að í mars- mánuði 1786 ...

16. Maí 2017

Sigríđur Stefánsdóttir skrifar: ÉG FER Í STURTU A.M.K. EINU SINNI Á DAG OG NOTA HÁHRAĐA-TENGINGU ALLAN SÓLARHRINGINN

Þannig hef ég hugsað mér að hafa það svo lengi sem hægt er - með eða án aðstoðar.  Hve lengi er hægt er að halda þessari stöðu fer að sjálfsögðu eftir því hve miklu fjármagni er veitt til velferðarmála svo sem félagslegrar heimaþjónustu.  Það eru einkum tvær hugmyndir sem ég hef lengi staldrað við í sambandi við aðstoð við einstaklinga sem hafa þörf fyrir hana, þ.e. markmiðið að fólk skuli geta búið sem lengst á eigin heimili og að þjónustan skuli m.a. vera félagsleg.  Hvort tveggja er afar teygjanlegt, háð persónulegu mati, mannafla, launum og auðvitað fjármunum. Þurfi ég aðstoð við að komast í sturtu og geti fengið hana heima einu sinni í viku lít ég svo á að ég geti ekki búið heima - eða ættu ...

Slóđin mín:

Frjálsir pennar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta