Beint á leiđarkerfi vefsins

Frjálsir pennar

6. Mars 2016

Kári skrifar: AĐ HAGNAST Á KOSTNAĐ ALMENNINGS

 Þrátt fyrir efnahagshrunið, haustið 2008, hafa spilling og græðgi ekkert minnkað. Fjárglæframennska og firring hafa þvert á móti náð nýjum hæðum. Dæmin eru allsstaðar. Sjálftakan, og einkaránið, á formi bónusgreiðslna[i] heldur áfram í bönkum eins og fréttir af fyrrum Straumi-Burðarási sýna og sanna. Borgunarmálið[ii] er annað nærtækt dæmi um siðleysi, græðgi og spillingu.

[Landsbankinn afhenti Borgun]

Borgun frá sér bankinn gaf,

Bjarni kom af fjöllum.

Eftirlit við Atlantshaf,

öngum hringdi bjöllum.

(Höfundur: sami og að grein)

 

            Svokallaðar eftirlitsstofnanir eru lamaðar og sýna enga tilburði til þess að framfylgja reglum og tryggja eðlilega viðskiptahætti. Einstaka þingmaður lýsir vanþóknun sinni. Annars er ekki að sjá að andstaða sé mikil, þótt yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé búinn að fá sig fullsaddan af svo góðu.

            Stefnan er ætíð sú sama, að fá úthlutað eignum og einokunaraðstöðu til þess að geta síðan okrað og gert út á þjóðina. Þannig efnast þeir umsvifamestu á Íslandi í dag og hefur lengi viðgengist. Ekki á grundvelli verðleika og raunverulegs einkaframtaks, heldur vegna aðstöðu og útdeilinga á verðmætum almennings til fárra útvaldra. Það er formúlan í hnotskurn. Afhending gæðanna er réttlætt með því móti að einstaklingar sem hafa traust pólitísk sambönd séu mun betur fallnir en ríkið og almenningur til þess njóta viðkomandi gæða og fá af þeim arð. Það sannaðist á einkaránsvæðingu ríkisbankanna árið 2002 eins og margir muna!

            Stundum er rætt um að bankastarfsemi sé í eðli sínu áhættusöm og því verði bankar að vera í höndum einkaaðila. En hver er reynslan af því, víða um heim? Hún er sú að almenningur fær hvort sem er að taka á sig tapið þegar einkaframtakið hefur rekið banka í þrot. Þannig að þessi rök halda auðvitað alls ekki, um ágæti einkaframtaksins að þessu leyti. Sá pilsfaldakapitalismi sem rekinn hefur verið, með mikilli góðvild ákveðinna stjórnmálaafla, kærir sig ekki um tap - almenningur má hirða það. En arð- og bónusgreiðslur eru nauðsynlega taldar verða að skila sér í vasa einkaaðila (braskara). Enda alþekkt sannindi að einkaframtakið „fer svo miklu betur með verðmæti" eins og sannaðist á árunum fyrir hrun.

            „Frjálshyggju-Orðið" gengur aftur - og aftur - hjá fólki sem er rétt skriðið yfir tvítugt. Afrakstur málfunda og „stjórnmálaskóla" sem sumir flokkar hafa boðið uppá og hafa þann tilgang að miðla „Orðinu" til ungra, ómótaðra, og oft einfaldra sála. Innrætingin felst m.a. í því að „ríkið eigi ekki að reka....", „ríkið eigi ekki að eiga..." enda standi það hinu hæfasta frjálshyggjufólki fyrri þrifum. Ríkið má hins vegar alveg afhenda ríkis- og almannaeigur ákveðnum frjálshyggjumönnum fyrir lítið sem ekkert. Ríkið má líka taka á sig tapið þegar „óheppni" sömu frjálshyggjumanna hefur leitt til gjaldþrota.

            En þegar þetta sama fólk, sem hóf ferilinn tvítugt, er skriðið yfir þrítugt tekur það að sér að útbreiða erindið frekar í gegnum hið svokallaða „Viðskiptaráð". En það er brandarasamkunda eins og margir vita frá árunum fyrir hrun. Í „Viðskiptaráð" ræðst einkum fólk með sérstaka blöndu af skopskyni og veruleikafirringu. Þar á bæ er fólk enn við sama heygarðshornið og hvetur til ráns á eigum ríkis og almennings, s.s. Landsvirkjunar.[iii]

Bónusgreiðslur og græðgi

            Eins og komið er fram eru bónusgreiðslur[iv] aðferð til þess að ræna fyrirtæki innan frá.[v] Reynt er að koma málum þannig fyrir að ekki brjóti gegn lögum og jafnvel beitt „skapandi bókhaldi" ef þörf er á.[vi] Þá hefur annað fyrirbæri, sem áberandi var á árum ránsins mikla (hrunsins), aftur látið á sér kræla. Það eru svokallaðar „arðgreiðslur".[vii] En samkvæmt lögum er heimilt að greiða út arð þegar fyrirtæki skila hagnaði.

            Í lögum nr. 2/1995 um hlutafélög segir svo í XII. kafla, 1. mgr. 99. gr.: „Einungis er heimilt að úthluta sem arði hagnaði samkvæmt samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs, yfirfærðum hagnaði frá fyrri árum og frjálsum sjóðum eftir að dregið hefur verið frá tap sem ekki hefur verið jafnað og það fé sem samkvæmt lögum eða félagssamþykktum skal lagt í varasjóð eða til annarra þarfa." En ef viðkomandi fyrirtæki skilar ekki raunverulegum hagnaði má hins vegar oft „sýna fram á hagnað" í bókhaldinu. Fjölmörg dæmi eru um það. Þá geta „óefnislegar eignir" (goodwill[viii]) verið stór hluti eigna fyrirtækja eins og kunnugt er. Rekstur margra fyrirtækja er þannig meira í ætt við sýndarveruleika en raunveruleika.

            En víkjum þá aftur að „bónusgreiðslum".[ix] Eins og margir gera sér ljóst hafa bankarán tekið á sig nýjar myndir hin seinni ár. Tölvutæknin (og algert eftirlitsleysi með „ósýnilegu höndinni") hefur gert ránin miklu stórfelldari, hraðari og flóknari. Ránsfé streymir heimshorna á milli á örskotsstund og hverfur loks í skattaskjólum. Það má telja alveg með ólíkindum að fólk sem aðstöðu hefur til þess að ræna banka innan frá skuli svo skömmu eftir „þjóðargjaldþrot" svo mikið sem láta sér koma til hugar að hefja sama leikinn aftur. Til þess þarf mjög einbeittan brotavilja og algera veruleikafirringu. Þá verður varla sagt að „eftirlit" með innanbúðarbankaránum sé skilvirkt á Íslandi. Vekur og athygli hverjir hafa valist til þess að annast það „eftirlit"[x] en það er gjarnan fólk sem sjálft hefur staðið í braski.

            Ein birtingarmynd græðginnar á Íslandi sést í heilsugæslunni. Þar vilja einstaklingar, með velvilja stjórnvalda, gera sér heilsu og heilsuleysi fólks að féþúfu - gera sjúka að „arðbærri atvinnugrein". Hið sama má segja með „einkasjúkrahús" hvort heldur er í Mjódd eða Ármúla.[xi] Næsta skref verður vafalaust sjálfsútfararþjónusta[xii] þar sem fólki, sem ekki telst lengur vænleg gróðalind heilsugæslu og einkasjúkrahúsa, verður gert fært að kveðja jarðlífið „gegn hæfilegu gjaldi". Verði tap á starfseminni lætur pilsfaldakapitalisminn almenning greiða það og raunar hvort heldur er. Enda er til þess ætlast að hið opinbera niðurgreiði „einkaframtakið" að hluta.

            Annað gott dæmi um græðgina er kvóti útgerðarfyrirtækja þar sem útvaldir aðilar bíða með útréttar hendur eftir því að fá kvóta ársins úthlutað, án endurgjalds. Krefjast sumir hverir lækkunar auðlindagjalda en greiða sjálfum sér myndarlegan arð. Eðlilegt þykir að menn greiði ákveðið verð fyrir hverja stöng í laxveiðiám.[xiii] En þegar kemur að sameign þjóðarinnar, auðlindum hafsins, þá er beitt útúrsnúningi og kjafthætti. Jafnvel rætt um framsal á þjóðareigninni (veiðiheimildum) eins og það sé hið eðlilegasta mál að selja það sem menn eiga ekki.

            Ríkisvaldið hefur rétt til þess að setja ákveðnar leikreglur um t.d. nýtingu auðlinda. Það merkir hins vegar alls ekki að það megi gefa þær útvöldum. En margt græðgisfólk hefur löggjafann í vasanum og heimtar margs konar almannaeigur án endurgjalds. Gott dæmi um það var einkaránsvæðing bankanna árið 2002. Nú dreymir marga um að endurtaka leikinn! Ætlunin er að beita fyrir sig lífeyrissjóðum landsins til þess að ná því markmiði enda hvarflar ekki að þeim sem aðhyllast pilsfaldakapitalisma að hætta „eigin fé" til kaupanna. Auk þess er rétt að fólk geri sér ljóst að málið snýst ekki um að „eiga fé" til kaupanna (sem fæstir eiga að einhverju marki) heldur hitt að hafa aðgang að lánsfé - hafa pólitísk tengsl inn í bankakerfið. Það er kjarni málsins.

Hvað skýrir græðgina?

            Það er verulega hnýsilegt viðfangsefni að kanna hvað skýrir græðgi fólks, og þrá eftir veraldlegum auði, þótt tvennt hafi mjög lengi legið fyrir:

  • 1. að tíminn í jarðvistinni er mjög af skornum skammti;
  • 2. að engar jarðneskar eigur (eða þýfi) verða teknar með við vistaskiptin, eftir að jarðlífinu lýkur.

            Að þessum algildu sannindum er víða vikið í fornum skrifum. Sumir hafa fyrir löngu síðan glatað sálu sinni og þurfa því væntanlega ekki að hafa áhyggjur af afdrifum hennar þegar þeir hverfa á vit eilífðarinnar.  Mörg dæmi eru um svokallaða „efnamenn" sem mættu örlögum sínum eins og aðrir að lokum. Eignir og fé virtust ekki breyta neinu um það. Engar fregnir hafa heldur borist, svo áreiðanlegar geti talist, af því að þeim hafi tekist að „skjóta undan" til Himnaríkis einhverju af þeim veraldlega auði sem skattskyldur var í lifanda lífi. Það eina sem hugsanlega varð tekið með var þá sálarglæta sem ekki týndist í jarðvistinni.

            Það má færa fyrir því gild rök að veik sjálfsmynd, mjög margra, sé ein meginástæða þess að sama fólk svífst einskis þegar peningar eru annars vegar. Þ.e.a.s. í „markaðsþjóðfélagi" eru neysla[xiv] og eyðsla taldar mælikvarði á þjóðfélagsstöðu. Enginn er talinn (af þessu sama fólki N.B.!) maður með mönnum nema hann sýni veraldlega stöðu sína í formi húseignar (húseigna) bifreiðakaupa, margs konar sports, þess að mæta reglulega á allskonar hégómasamkomur s.s. opnanir þar sem fólk lepur vín úr glösum, árshátíðir sem verða helst að kosta milljónir og fleira í þeim dúr. Með þessu móti er leitast við að styrkja afar veika sjálfsmynd og ímyndina út á við. Andlega fátæktin í þessu öllu saman er hins vegar yfirþyrmandi.

            Alltaf tekur þó jarðlífi hvers og eins enda á einhverjum tímapunkti. Einhver kynni að segja að hann vilji „njóta lífsins" á meðan færi gefst. Í því viðhorfi er  fólgin ákveðin rökleysa. Í fyrsta lagi er engan veginn ljóst að „lífsfyllingin" sé fundin með þeim „eltingarleik" og sýndarmennskunni sem honum fylgir. Í öðru lagi má segja að til þess að hægt sé að telja sér trú um að menn „missi af einhverju", taki fólk ekki þátt í „eltingarleiknum", þarf að vera ljóst eftir hverju er sóst. Oft vantar mikið á það. Þau rök hafa heyrst að þetta sé kapp við tímann, að prófa sem flest áður en lífinu lýkur. En þá vaknar stór spurning: ef svo fer að „ekkert taki nú við" að loknu jarðlífinu, skiptir þá einhverju máli „hvað menn komust ekki yfir að gera" á meðan þeir voru lífs? Það verður ekki séð að neinar kringumstæður verði þá fyrir þann burtfarna til að velta því neitt fyrir sér hvort sem er! Burtförin verður í þeim skilningi endanleg að allt hverfur á eilífðarbraut, enginn möguleiki á „eftirsjá" síðar. „Eftirsjánni" lýkur þá með jarðlífinu og kemur því aldrei til með að skipta neinu máli.

            Hins vegar má vel hugsa sér að jarðlífið sé einungis ákveðinn hlekkur í langri keðju. Burtför úr jarðlífinu felur þá einungis í sér „vistaskipti" í einhverjum skilningi. Reynist það svo má telja það afar ólíklegt að fólk taki með sér einhverja „meinta jarðneska eftirsjá" yfir því að hafa ekki eignast stærra hús, farið í fleiri sólarlandaferðir, fleiri opnunarveislur eða hvað það heitir allt saman. Miklu líklegra er að þá taki við eitthvað allt annað, ný verkefni.

            Enda má ætla að lítill ávinningur felist í því að skipta um stað á „eilífðarbrautinni" ef fólk situr samt sem áður í sama farinu, hugsandi um verðbréf og peninga, þótt ekkert verði um það fullyrt. Í öllu falli sýnist alveg ljóst að ekki þarf dýra jeppa eða einkaþotur til þess að komast til Himnaríkis (og þangað liggur vonandi för flestra að endingu, ef eitthvert framhald verður!). Jafnvel má halda því fram að það torveldi mjög förina þangað: „En Jesús sagði við lærisveina sína: „Sannlega segi ég ykkur: Torvelt verður auðmanni inn að ganga í himnaríki. Enn segi ég: Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki." (Matteus 19:23-24). Segja má að líf hvers og eins hangi á „bláþræði" og oft sé skammt á milli lífs og „dauða".[xv]

[Margir eru illa haldnir af gróðavon]

Gróðavon og græðgisþrá,

gullæði á báðar hendur.

Andleg tóm er erfðaskrá,

auðnulausir formælendur.

(Höfundur: sami og að grein)

 

            Á dauðastundinni, eða skömmu fyrir hana, mun græðgisfólkið átta sig á því að enginn kaupir sig frá örlögum sínum. Þau verða ekki umflúin. Það er eitt af því fáa sem er alveg öruggt í lífinu. Hins vegar er forherðingin slík að þessu sama fólki er flestu alveg nákvæmlega sama um andleg gildi og stöðu mannsins í tilverunni. Það myndi með ánægju láta lífið í nafni „einkaframtaksins" og pilsfaldakapitalismans. Auðmýkt er hugtak sem mörgu af þessu fólki er algerlega fjarlægt og mjög framandi. Frekja og yfirgangur eru hins vegar þættir sem það ræktar vel í eigin fari. „Í upphafi var græðgin, og græðgin var hjá Guði, og frjálshyggjan var Guð."[i]Bónusgreiðslur eru aðferð til þess að ræna banka innan frá. Sjá t.d. bók Dr. William K Black (2005). The Best Way to Rob a Bank Is to Own One.

[ii]Sjá t.d. http://www.visir.is/vidskipti/borgun

[iii]Sjá t.d. Fréttablaðið 20. nóvember 2013. http://www.visir.is/lifeyrissjodir-fai-ad-kaupa-i-landsvirkjun-og-landsbankanum/article/2013131129967

[iv]http://ww2.cfo.com/compensation/2013/01/the-bright-side-of-bank-robbery/

[v]Sjá t.d. https://www.propublica.org/article/cheat-sheet-whats-happened-to-the-big-players-in-the-financial-crisis

[vi]Sjá einnig: http://www.sonyclassics.com/awards-information/insidejob_screenplay.pdf

[vii]http://www.visir.is/stjorn-vis-vill-greida-eigendum-5-milljarda-i-ard/article/2016160229384

[viii]http://www.investopedia.com/terms/g/goodwill.asp

[ix]Sjá einnig: „Great bank robbers: Bailed-out RBS pays £250m in bonuses despite £500m fine". http://www.mirror.co.uk/money/city-news/bankers-bonuses-rbs-pays-250m-1562901

[x]http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2013/12/20/halla_skipud_stjornarformadur_fme/

[xi]http://www.visir.is/tveggja-milljarda-heilsukjarni-i-armula/article/2013131209366

[xii]http://ogmundur.is/frjalsir-pennar/nr/7095/

[xiii]Sjá t.d. http://svak.is/default.asp?content=sidur&pId=49

[xiv]Sjá: http://www.conspicuousconsumption.org/Thorstein-Veblen.html

[xv]Sjá t.d.: http://www.dailymail.co.uk/news/article-2884964/Scot-Young-death-Tycoon-member-secretive-dining-club.html


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

15. Desember 2017

SAMHERJA-STJÓRN?

Í fjölmiðlum hefur komið fram að ríkisstjórnin er með 80% stuðning þjóðarinnar. Þetta er afrek VG. Veita Bjarna Ben., skjól fyrir skattaskjólsávirðingum og þar með uppreisn æru, heiðra Sigríði Andersen fyrir dómararáðningar væntanlega.  Og VG eiga þeir það að þakka Kristján Þór  og Björn Valur að þeir njóta nú vinsælda hjá 80% þjóðarinnar. Ekki að undra að Samherji sé ánægður. En finnst vinstra fólki í lagi að gerast samherjar með Samherja og mynda Samherjastjórn?
Jóhannes Gr. Jónsson

12. Desember 2017

JÁ, EN HREINN K ...

Var að lesa bréf Hreins K sem ég skal játa að er nokkuð lunkið nema að þau sem sérstaklega eru beðin um að mæta skyldumætingu á 100 ára afmælisfund Sýkladeildar Landspítalans, væru að vinna fyrir leigunni með því að sækja fundinn og miðla honum til annarra. Það á við um pólitíkusa og fjölmiðlafólk. Síðan gæti stöku maður verið í fríi klukkan þrjú á fimmtudaginn!
Jóel A.

12. Desember 2017

YFIRSTÉTTIN Í STUĐI

Ráðstefna kl 15.
Allir aðrir að vinna fyrir leigunni.
mkv
Hreinn K

27. Nóvember 2017

ERUM LÁTIN KAUPA AUGLÝSINGAR Á BÖRNIN!

Ég vil þakka þér fyrir greinina sem birtist í sunnudagsmogganum varðandi auglýsingar á íþróttabúningum barna og RÚV reyndar líka. Ég hef lengi pirrað mig á þessu og gert mér, ef mögulegt hefur verið, sérstaka ferð til að kaupa íþróttabúning á börnin þar sem ekki er auglýsing á. Sjálfum finnst mér alveg galið að kaupa búning á kannski 5-6000 krónur sem á stendur svo Subway, Papco, Arionbanki eða eitthvað álíka. Þetta er þó ...
TSJ 

27. Nóvember 2017

FRJÁLSHYGGJA YFIR MIĐJU

Ýmsir róa á önnur mið,
aðrir stóla á frúna.
Frjálshyggjuna fáið þið,
frá vinstri-hægri núna.
Kári

25. Nóvember 2017

VERĐA FLEIRI JÓLABĆKUR AUGLÝSTAR Í RÚV?

Ástæða er til að þakka Sjónvarpinu fyrir frábæra fréttaskýringu á ferli Jóhönnu Sigurðardóttur í sjónvarpsþætti í vikunni Hógværð hennar er aðdáunarverð og fagmennska Sjónvarpsins að sama skapi. Annar þáttur hefur síðan verið boðaður í komandi viku. Já, og ég gleymdi einu, þættirnir eru líka leiftrandi skemmtilegir. Kærar þakkir fyrir þetta. Ein spurning til Sjónvarpsins að lokum, verða þættirnir ekki örugglega endursýndir þegar bók Jóhönnu er komin í allar búðir? Stendur til að auglýsa fleiri bækur fyrir komandi jól?
Haffi

25. Nóvember 2017

SUMIR TAKA POKANN

Félagsmönnum ´ún færði sorg
flestir sáu  hrokann.
Flokkinn bar á frjálshyggjutorg
fáeinir tóku pokann.
Pétur Hraunfjörð

24. Nóvember 2017

VEGNA NIĐURSTÖĐU MANNRÉTTINDA-DÓMSTÓLSINS

Nú hefur Mannréttindadómstóllinn dæmt ríkinu í hag í Landsdómsmálinu og er það vel. Landsdómurinn í máli forsætisráðherra hrunstjórnarinnar er mikilvægur það mun sagan sanna. Það er akkúrat engin ástæða til að breyta lögunum um landsdóm eins og margir halda fram. Tilvist landsdóms er afar mikilvæg og elítan verður að sætta sig við að hún sleppur ekki algerlega undan allri ábyrgð. Það var margt gert rétt eftir hrunið og ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms er ein sú besta sem hefur ríkt á lýðveldistímanum. En eitt stendur þó enn útaf og það er að hreinsa löggjafarþingið af fólki sem geymir fé í skattaskjólum, fyrr verður ekki friður í íslenskum stjórnmálum. Þess vegna er það svo galið að VG ætlar að ...
Pétur Kristjánsson, fyrrverandi félagi í VG

22. Nóvember 2017

SPURT OG SVARAĐ UM VENEZUELA

Dyggir lesendur síðunnar bíða enn eftir útskýringu þess sem ,,skammast sín ekki fyrir að vera Sósíalisti" á stöðu mála í Venezuela. Eru núverandi hörmungar bara hola i veginum, eða hefur Viðskiptablaðið eitthvað til síns máls? http://www.vb.is/skodun/gjaldthrot-sosialismans-i-venesuela/142903/ ...
Arnar Sigurðsson
...

19. Nóvember 2017

UPPREISN ĆRU

Vinstri/Grænir vilja nú
vinina sína kæru.
Á Íhaldinu hafa trölla trú
og fá því uppreisn æru.
Pétur Hraunfjörð

 BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

12. Október 2017

Kári skrifar: FÁEIN ORĐ UM VEGTYLLUR, SKYNFĆRI OG MANNGREINAR-ÁLIT

Mannvirðingar meta best,
máta flokka, stöður þrá.
Til Himnaríkis heldur lest,
henni vilja margir ná.

Hugtakið "vegtylla" er skilgreint í íslenskri nútímamálsorðabók svona: "sýnileg upphefð, viðurkenning eða góð staða". Mikilvægt er að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, enda sækjast margir eftir vegtyllum sem svo eru kallaðar. Eins og skilgreiningin ber með sér, má ljóst vera að "sýnileg upphefð" er einhvers konar "upphefð" sem maður, eða menn, sýnir öðrum manni eða mönnum. Þetta er með öðrum orðum ...

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

14. Júní 2017

Sveinn Ađalsteinsson skrifar: ŢEGAR DANIR KOMU ÍSLENDINGUM TIL HJÁLPAR OG REFSKÁKIN Í STJÓRNMÁLUM

Undirritaður skrifaði neðanskráðar hugleiðingar, eftir lestur smápistils Jónasar Kristjánssonar á vef- miðli hans. Þjóð sem er illa að sér í eigin sögu er illa á vegi stödd. Við sem komin eru yfir miðjan aldur voru alin upp við að lesa mjög þjóðernislega, einsleita og að hluta til ranga Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Mjög fáir Íslendingar hafa heyrt um það sem ég tæpi á hér að neðan, þ.e. að einasta „byltingin" sem gerð hefur verið íslensku þjóðinni til hagsbótar, stóðu danskir borgarar Kaupmannahafnar að í mars- mánuði 1786 ...

Slóđin mín:

Frjálsir pennar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta