Beint á leiđarkerfi vefsins

Frjálsir pennar

12. Október 2017

Kári skrifar: FÁEIN ORĐ UM VEGTYLLUR, SKYNFĆRI OG MANNGREINAR-ÁLIT

 

[Mannvirðingar]

Mannvirðingar meta best,

 máta flokka, stöður þrá.

Til Himnaríkis heldur lest,

henni vilja margir ná.

 

Hugtakið "vegtylla" er skilgreint í íslenskri nútímamálsorðabók svona: "sýnileg upphefð, viðurkenning eða góð staða". Mikilvægt er að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, enda sækjast margir eftir vegtyllum sem svo eru kallaðar. Eins og skilgreiningin ber með sér, má ljóst vera að "sýnileg upphefð" er einhvers konar "upphefð" sem maður, eða menn, sýnir öðrum manni eða mönnum.

Þetta er með öðrum orðum "jarðnesk upphefð" og "sandkassaleikur" þar sem sumt fólk á þessari plánetu dundar sér við að veita og þiggja. Sama gildir um "viðurkenningar". Þær fela í sér einhvers konar lof eða verðlaun sem einstaklingur, einn eða fleiri, þiggur af öðrum einstaklingi eða einstaklingum. Eru þá enn ótaldar "stöðurnar" sem t.d. íslensk stjórnmál hafa lengi snúist um, þ.e. veitingarvaldið, valdið til þess að útbýta stöðum sem sumar mannverur telja eftirsóknarverðar, oft vegna launa og áhrifa sem þá fylgja með.

Vegtyllur og stjórnmál

Í stjórnmálum birtist þetta t.d. þannig að fólk stofnar nýja stjórnmálaflokka til þess að þeirra eigin persóna hverfi nú örugglega ekki strax í skuggann. Sjálfið (ego) leikur þar aðalhlutverkið eins og svo oft áður. Óttinn við það að gleymast rekur líka marga áfram og gefur þeim aukinn kraft. Það á t.a.m. við um þá sem sprengja flokka til þess að stofna nýja, eftir að hafa orðið margsaga og verið afhjúpaðir sem loddarar.

En stofnun nýrra flokka má líka skoða sem undantekningu á þeirri meginreglu að menn hljóti mannvirðingar frá öðrum. Sá eða sú sem stofnar flokk, eða stjórnmálasamtök, slær í raun tvær flugur í einu höggi. Freistar þess að komast til áhrifa og veitir sjálfum sér vegtyllu, eina eða fleiri eftir þörfum. Það fyrirkomulag mætti kalla "sjálfsvegtyllur" og fellur í raun að skilgreiningunni hér í upphafi enda útilokar skilgreiningin ekki að menn veiti sjálfum sér vegtyllur, þ.e. séu ekkert að bíða eftir því að aðrir veiti þær heldur sæki þær vegtyllur sem þeir óska sér. Margir verða þó að láta sér nægja það sem að þeim er rétt í þessum efnum, eins og dæmin sanna.

Í apríl árið 1989, í viðtali við Dagblaðið - Vísi, lýsti þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, því yfir að vegtyllur væru ekki verslunarvara í Sjálfstæðisflokknum.[i] Það sýnist hins vegar velta á því hvernig hugtakið "verslunarvara" er skilgreint, sérstaklega með tilliti til endurgjalds (sbr. og hið gamla spakmæli, "Æ sér gjöf til gjalda"). Nú á dögum hefur svona lagað fengið mun hversdagslegra yfirbragð og oft kallað  óvirðulegum nöfnum eins og "klíkustjórnmál".

Þessi orð Þorsteins eru sérstaklega sláandi, eftirá að hyggja, í ljósi þess að nánast allt varð að verslunarvöru með innreið frjálshyggjunnar um og eftir 1990 á Íslandi. Þá skyldi óheftur markaður ráða för og allt hafa sitt verð. Hlaut ekki hið sama að gilda um vegtyllur, voru þær ekki verslunarvara (sem aldrei fyrr)? En þeir sem aðhyllast óheft einkaframtak hljóta í náinni framtíð að beita sér fyrir stofnun sjóða (helst af opinberu fé) sem menn og konur geta sótt í og hvetja til sjálfsánægju, "sjálfsverðlauna" og "sjálfsvegtyllna".

En það gengur vart mikið lengur að menn séu öðrum háðir hvað þetta snertir og verði að láta sér nægja vegtyllur sem öðrum þóknast að veita. Miklu eðlilegra fyrirkomulag væri það að menn einfaldlega veiti sjálfum sér allar þær viðurkenningar og vegtyllur sem þeir óska sér. Það er hið fullkomna frelsi og hlýtur að vera framtíðin. "Hefðbundnar vegtyllur" verði boðnar upp á "frjálsum markaði", s.s. dómarastöður og aðrar mikilvægar stöður. Sá/sú sem best býður hlýtur "vegtylluna" sem í boði er. En "skilvirkni markaðarins" sér síðan til þess að "hæfasta fólkið" hljóti "réttar stöður".

Helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins, Hannes H Gissurarson, segir Sjálfstæðisflokkinn löngum hafa verið flokk mannvirðinga á Íslandi. En í því sambandi vaknar þó alltaf sama spurningin: í augum hverra? Varla í augum þeirra sem ekki kjósa flokkinn eða gætu nokkurn tíma hugsað sér að gera það. Eru ekki meintar mannvirðingar að mestu bundnar við flokkinn sjálfan? Eru ekki skipti á "mannvirðingum" ákveðinn samkvæmisleikur innan flokksins sem felst t.d. í veitingum á dómarastörfum, forstjórastöðum hjá hinu opinbera og sendiherrastöðum, svo fátt eitt sé nefnt? Undirliggjandi er síðan hollusta þess sem hlýtur viðkomandi "mannvirðingu" við veitingarvaldið. Það er gjaldið sem þarf að "greiða" enda eru "mannvirðingar" sjaldnast ókeypis eins og margir vita. Vel má vera að svona fyrirkomulag tryggi "stöðugleika" innan Sjálfstæðisflokksins en varla utan hans.

Annað er minna rætt í þessu sambandi, jafnvel ekkert rætt. Það er sú augljósa staðreynd að allir þessir "sandkassaleikir" eru algerlega bundnir við jarðríkið. Þ.e.a.s. ef "vegtyllur" og sýnileiki sjálfsins hafa yfirleitt einhverja merkingu þá nær hún örugglega ekki út fyrir jarðríkið - er sem sagt "staðbundin" í besta falli. Nú hafa ýmsir talið, að fornu og nýju, að jarðlífið sé einungis undirbúningur undir "eilífa lífið"[ii] og þar af leiðandi er ekki órökrétt að taka mögulegt framhaldslíf með í reikninginn.

Aðrir telja sig vita allt sem vitað verður í þeim efnum og hafna algerlega öllu "framhaldi" á hvaða formi sem vera skal. Það er auðvitað gott að hafa allar forsendur svo á hreinu og hlýtur slíkt fólk að teljast stjórkostleg sending fyrir mannkyn allt. Fólk sem er þess umkomið að frelsa alla aðra frá fávisku og hindurvitnum. Sérstaklega á það þó við ef t.d. er hægt að afneita á grundvelli vísinda. En eins og margir vita, gera vísindin gjarnan þá kröfu að hlutir og fyrirbæri séu "mælanleg" á einhvern máta. Annars sé ekkert mark á þeim takandi. Skoðum þá stutt dæmi og ákveðnar forsendur.

Skynfærin

Ýmsir hafa í gegnum söguna velt fyrir sér áreiðanleika skynfæranna. En "óbrigðul skynfæri" má telja grundvallarforsendu þess að eitthvað sé að marka "mælingar". En til þess að mæla áreiðanleika skynfæranna þarf aftur að nota sömu skynfæri til greina og meta niðurstöður. Það er því ljóst að ef t.d. "innbyggð skynvilla" er í öllu mannkyni (t.d. hvað snertir sjón og úrvinnslu í heila) munu mælingar ekki bæta þar úr skák, einfaldlega sökum þess að þá sjá allir hlutina "jafn skakkt". "Hinn hreini, tæri sannleikur" er þá í raun allt annar, annars eðlis, og utan þess sem fangað verður í jarðríkinu og mögulega ekkert í líkingu við þann "sannleika" sem skynfærin birta mönnum.

Eilífu lífi verður því ekki hafnað á grundvelli vísinda einna saman. Eðlisfræði og líffræði eru tæki sem þar koma að takmörkuðum notum. Enda má segja að forsendur nánast allrar mannlegar þekkingar hrynji eins og spilaborg séu skynfærin "villuljós" í leit mannlegar þekkingar. Að minnsta kosti er alls ekki hægt að afneita þeim möguleika. Þá gæti einhver sagt: "en það breytir engu um veruleikann þarna úti, plánetur alheimsins mun áfram snúast.....". Því er til að svara að við vitum nákvæmlega ekkert um það. Vitneskja okkar um alheiminn og aðrar vetrarbrautir er byggð á sömu skynfærum og alltaf áður. Mynd okkar af þessum fyrirbærum kann því, í besta falli, að vera mjög brengluð. Það er engin leið að komast fram hjá þessum takmörkunum án þess að lenda í vítahring, eins og komið er fram. Hér er heldur ekki um það að ræða að "afneita vísindum", heldur bent á hitt, að vísindi eru háð fjölmörgum takmörkunum sem minna eru ræddar. Upplifun manna (og dýra) á veruleikanum byggist á skynjun, og mælingum sem aftur útheimta skynun, auk túlkunar á því sem skynjað er og mælt. Útkoman úr því dæmi er stundum kölluð skilningur.

Ein leið til þess að bregðast við þessu er að segja einfaldlega sem svo að það séu engir gallar í sköpunarverkinu og þar með ekki í neinu sem tengist skynjun eða úrvinnslu heilans.[iii] Það má vel vera rétt ályktun en er háð sömu takmörkunum og annað sem komið er fram. Mælingar munu ekki leiða "hið sanna" í ljós um það efni.

"Manngreinarálit"

Stundum er því haldið fram að til sé fólk sem fer ekki í "manngreinarálit" (sbr. no respecter of persons). Hugtakið felur í sér að ekki sé gert upp á milli fólks á grundvelli þátta s.s. valda (valdaleysis), auðs, kyns, aldurs, kynþátta, litarháttar og annara atriða. En það er sú mynd sem finna má t.d. í mannréttindasáttmálum (sbr. mismunun).

Í ritningunni segir svo: „Guð fer ekki í manngreinarálit. Hann tekur opnum örmum hverjum þeim sem óttast hann og ástundar réttlæti, hverrar þjóðar sem er." (Postulasagan 10:34, 35). Það er full ástæða til þess að ætla að þetta sé rétt, enda afar ólíklegt að skapari himins og jarðar sé á einhvern hátt bundinn af jarðneskum vegtyllum eða öðru slíku prjáli.

Hins vegar er málið ekki eins augljóst þegar kemur að jarðnesku lífi. Í því er hvers konar "manngreinarálit" gjarnan fært í búning "faglegra krafna", "hæfni", "vals á grundvelli verðleika" og fleiri atriða. Þegar allt kemur til alls sýnist málið þó oft fjalla eingöngu um einmitt "manngreinarálit". Tökum nokkur dæmi. Hæfasti umsækjandi er ekki valinn í dómarastöðu við Hæstarétt Íslands. Það er réttlætt með vísan til þess að annar umsækjandi, sem er augljóslega mun síður hæfur, hafi eitthvað annað til brunns að bera sem vegi þyngra. Slíkir orðaleikir eru bara dulbúið dæmi um manngreinarálit sem klætt er í búning "krafna" og "hæfni".

Annað dæmi. Starfsmannastjóri í fyrirtæki þarf að taka afstöðu til 20 umsækjenda um eitt ákveðið starf. Þegar einn umsækjandi hefur að lokum verið valinn, eftir leikrit sem sett er á svið, er gefin út sú yfirlýsing að "hæfasti umsækjandinn" hafi verið valinn. Oft er engin skýring gefin en með eftirfylgni tekst jafnvel einhverjum umsækjendanna að fá "skýringar". Þá er hrærð einhver steypa um að viðkomandi sé svo miklu hæfari en annað fólk að ekki verði fram hjá því litið.

Raunverulega ástæðan kann hins vegar að vera sú að viðkomandi starfsmannastjóra, eða ráðningarstjóra, hafi einfaldlega "litist best" á þann umsækjanda sem valinn var. Svona álíka og þegar kona tekur ákveðinn vonbiðil fram yfir annan. Því er eðlilegast er að líta svo á að "manngreinarálit" hafi ráðið vali starfsmannastjórans, klætt í búning "fagmennsku". Þá er rétt að hafa í huga að réttlætingar skortir aldrei þegar verja þarf þessa birtingarmynd "manngreinarálits". Starfsmannastjórinn getur vísað til margs konar "faglegra þátta" en á endanum ræður geðþótti oft för. Fjölmörg dæmi eru um þetta og ýmsir þekkja sem t.d. fylgjast með fjölmiðlum.

Maður sem velur sér eiginkonu fer á vissan hátt í "manngreinarálit". Hann kvænist einni ákveðinni konu og hafnar um leið öðrum. Hann getur vafalaust beitt sömu rökum og starfmannastjórinn, að "faglegar kröfur" og "mannlegt innsæi" sitt hafi ráðið valinu og auðvitað engin leið að afsanna það!

Val fólks á vinum og kunningjum byggist gjarnan á forsendum "persónuþátta" eða eðlisþátta sem öðrum falla vel í geð. En í raun og sanni er valið einungis ein af mörgum myndum "manngreinarálits". Í öllum tilvikum er um það að ræða að ákveðinn aðili (eða aðilar) er valinn og öðrum hafnað um leið. Fólk sem t.d. býður vinum til veislu væntir þess að einmitt þeir komi til veislunnar en ekki einvherjir allt aðrir. Hins vegar hefur færst í vöxt að fólk bjóði ókunnugum heim til sín í veislur, án endurgjalds eða gegn endurgjaldi. Þegar svo háttar til er fyrst hægt að halda því fram að fólk fari ekki í "manngreinarálit" enda skiptir þá ekki máli hverjir mæta, svo lengi sem húsrúm leyfir.

Þeir sem starfa fyrir stjórnmáalflokka sem halda prófkjör, eða stilla upp frambjóðendum á lista, fara þar með í "manngreinarálit" í sama skilningi og hér er rætt. Hið sama gera síðan kjósendur þegar kjördagur rennur upp.

Niðurstaðan af þessari umræðu hlýtur óhjákvæmilega að verða sú að manngreinarálit verði ekki umflúið. Þar með er því ekki haldið fram að "manngreinarálit" sé sérstaklega æskilegt eða gott. Það sýnist fremur vera hluti af tilveru flestra sem á annað borð geta valið um eitthvað. Valfrelsi og manngreinarálit virðst því vera náskyld fyrirbæri.

 [i] Dagblaðið - Vísir. Mánudagur 3. apríl 1989.

[ii] Sja t.d.: http://channel.nationalgeographic.com/the-story-of-god-with-morgan-freeman/articles/how-the-ancient-religions-viewed-the-afterlife/

[iii] Sjá enn fremur: Eben Alexander: A Neurosurgeon's Journey through the Afterlife. https://www.youtube.com/watch?v=qbkgj5J91hE


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

13. Mars 2018

ISS BLÓMSTRAR, VALT GENGI VG, OG UM ŢINGMANNAKĆK

Já víst er lánið ósköp valt
í Vinstri/Grænum hlakkar
En undurfljótt mun anda kalt
og útúr þessu bakkar.
....
Pétur Hraunfjörð.

25. Febrúar 2018

ASSGOTI ...

Assgoti er allt hér rotið
almenningur grætur
Með pólitíska flokka potið
og langleguafætur!
Pétur Hraunfjörð

24. Febrúar 2018

ÁSMUNDUR: ÖKUMAĐUR Á GUĐSVEGUM

Aksturinn er ofsapuð,
eins og margur sér.
Olíuna greiðir Guð,
gæfa fylgir mér.
Kári

7. Febrúar 2018

BARÁTTA ŢVERT Á LANDAMĆRI

Takk fyrir að birta fréttina um lögsóknina á hendur breska ríkinu fyrir að ætla að eyðileggja heilbrigðsiskerfið með einkavæðinu. Það er hárrétt hjá þér Ögmundur að þetta kemur okkur öllum við óháð landamærum. Ég gaf 25 pund í söfnunina og er stoltur af . Ég sé að margir eru sem betur fer að taka þátt. En þörf er á miklu fleirum. Ég vil hvetja alla sem lesa þetta að láta eitthvað af hendi rakna ... 
Jóhannes Gr. Jónsson

6. Febrúar 2018

AĐ KUNNA AĐ PLATA OG GANGA SVO Í EINA SĆNG

Verkefnisstjóra sér valdi Kata
víst stjórnarskránni breyta á
En Íhaldið Kötu kann að plata
og lét ´ana hafa Unni Brá.
...
Pétur Hraunfjörð

2. Febrúar 2018

BORGIN VILL BÓLU!

Reykjavíkurborg hefur vanrækt að styðja við Félagsíbúðir í samræmi við það sem lofað var fyrir síðustu kosningar. Í staðinn ætlar borgin að styðja byggingarfyrirtæki ASÍ, Bjarg. Vanrækslan hefur valdið því að nú á skyndilega og með andfælum að blása út stóra bólu á vegum verktakafyrirtækja, sbr, ummæli borgarstjóra; „Áhyggjur okkar lúta meira að því að það sé ekki nógu mikið af stórum og öflugum verktökum til að takast á við öll þessi verkefni ... Það væri hægt að tvö- falda kraftinn ef það væri nógu mikið af krönum og mannskap til þess að gera það,"
Sigurður Hannesson, talsmaður iðnaðarins, segir
Jóel A.

2. Febrúar 2018

SENT INN AF TILEFNI AF MANNA-RÁĐNINGU Í BRUSSEL

Engu þarf um það að spá,
þetta er gömul saga: 
Ef ráðherrarnir fara frá,
fá þeir bein að naga.

Sent inn en vísan mun vera eftir Jóhann Fr. Guðmundsson

30. Janúar 2018

ER VERKALÝĐS-HREYFINGIN AĐ VAKNA?

Mér sýnist að þau sem héldu að verkalýðshreyfingin hefði sungið sitt síðasta þurfi að endurskoða þá trú - vonandi. Ég heyri ekki betur en stefni í að tekist verði á um málefni í hreyfingunni í fyrsta sinn í langan tíma og þar megi nú kenna eldheitt baráttufólk fyrir bættum kjörum og réttindum láglaunafólks. Auðvitað er margt gott fólk fyrir í verkalýðshreyfingunni en vegna almenns doða hafa völdin verið í höndum örfárra einstaklinga. Fundir og samkomur hafa verið eins eftir matarpásu í yngstu deild á leikskóla, þá leggja sig allir. En nú horfum við til framboðs Sólveigar Jónsdóttur til formanns í Eflingu. Þar er sofandahætti aldeilis ekki fyrir að fara. Láti gott á vita!
Sunna Sara

30. Janúar 2018

LIFANDI FLOKKUR EN DAUĐUR ŢÓ

Lifandi dauður líklega er
um léleg heitin vænum
Og trúlega til fjandans fer
flest hjá Vinstri/grænum.
...
Pétur Hraunfjörð

28. Janúar 2018

LIFANDI DAUĐAN FLOKK STYĐ ÉG EKKI

Upphrópanir eftir flokksráðsfund Vinstri grænna eru að Vinda hafi lægt innan VG. Þannig sagði mbl.is frá. Flokkurinn telur sig sem sagt vera kominn í skjól og logn og sæll með sitt hlutskipti í lífinu. Mér sýnist hins vegar flokkurinn þótt á lífi, sé á góðri leið með að verða lifandi dauður. Enda kannski ekki við öðru að búast af fólki sem finnst ekki neitt, lífið sé bara tækni. Dapurlegt þykir mér þetta þó því flokkinn studdi ég á meðan mér sýndist örla þar fyrir lífsmarki en held að nú sé komið nóg fyrir minn smekk.
BjarniBSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

13. Mars 2018

Jón Karl Stefánsson skrifar: VARĐANDI NEIKVĆĐA UMFJÖLLUN UM VANESSU BEELEY OG TIM ANDERSON

Eins og við mátti búast vakti fyrirlestur Vanessu Beeley ásamt útgáfu bókar Tim Andersons, Stríðið gegn Sýrlandi, sterk viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Einnig var viðbúið að viðbrögðin í neikvæðu áttina væru ekki efnisleg, heldur beint gegn persónum höfundar og þeirra sem buðu Vanessu til Íslands. Það er rétt að svara bæði þeirri gagnrýni sem komið hefur upp og einnig að lýsa stuttlega því sem kemur fram í bók Tims Andersons og einnig því sem ekki kemur fram þar, um tilgang útgáfunnar og þætti þýðenda í þessu öll saman. Bók Tims Andersons er mjög ítarleg, hvað heimildavinnu varðar. Þeir sem vilja ...

3. Febrúar 2018

Einar Ólafsson skrifar: ŢEGAR NÝJA MARKIĐ SÁ DAGSINS LJÓS

Takk Ögmundur fyrir frumkvæði þitt að fundinum í dag. Það var mjög athyglisvert að hlusta á Zoe Konstantopoulou. Þegar hún var að tala um Evrópusambandið og evruna kom mér í hug klausa úr gamalli norskri skáldsögu (gamalli eða ekki, hún kom út á æskuárum okkar). Einn merkasti rithöfundur Norðmanna eftir Ibsen og Hamsun var Jens Bjørneboe, lítt þekktur hér. Merkasta bók hans, að mér finnst, kom út árið 1966, Frihetens øyeblikk. Þorsteinn bróðir minn gaf mér hana í jólagjöf árið 1970. Eftir að ég las hana var ég ekki samur maður. Ég byrjaði að þýða hana ...

12. Október 2017

Kári skrifar: FÁEIN ORĐ UM VEGTYLLUR, SKYNFĆRI OG MANNGREINAR-ÁLIT

Mannvirðingar meta best,
máta flokka, stöður þrá.
Til Himnaríkis heldur lest,
henni vilja margir ná.

Hugtakið "vegtylla" er skilgreint í íslenskri nútímamálsorðabók svona: "sýnileg upphefð, viðurkenning eða góð staða". Mikilvægt er að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, enda sækjast margir eftir vegtyllum sem svo eru kallaðar. Eins og skilgreiningin ber með sér, má ljóst vera að "sýnileg upphefð" er einhvers konar "upphefð" sem maður, eða menn, sýnir öðrum manni eða mönnum. Þetta er með öðrum orðum ...


Slóđin mín:

Frjálsir pennar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta