Beint á leiđarkerfi vefsins

Frjálsir pennar

10. Apríl 2018

Hrafn Magnússon skrifar: LEIFTURSÓKN FRÁ HĆGRI

Fyrir nokkru las ég bók Þorleifs Óskarssonar, sagnfræðings, um SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu. Félagið hét reyndar SFR, starfsmannafélag ríkisstofnana, þegar ég gegndi framkvæmdastjórastörfum fyrir félagið á árunum 1973 til 1975. Bókin kom út í apríl á liðnu ári og er heiti hennar  „Saga baráttu og sigra í sjötíu ár".

Bók Þorleifs er afar fróðleg og prýdd mörgum myndum. Ég hefði talið ákjósanlegt að nafnalisti væri aftast í bókinni, en tilvísanir, heimildir og myndaskrá eru hins vegar til fyrirmyndar.  Þá eru viðtölin við ýmsa fyrrverandi og núverandi forystumenn félagsins upplýsandi og gefa fyllri mynd af starfsemi SFR.

Við lestur bókarinnar sakna ég þó þess að ekki sé getið um mjög fjölmennan aðalfund félagsins, sem haldinn var í Sigtúni við Suðurlandsbraut 26 á vormánuðum 1975.  Fundurinn var mikill átakafundur, eins og hér verður gerð grein fyrir. Um nokkur straumhvörf var að ræða að mínum dómi, þar sem úrslit fundarins endurspegluðu fráhvarf frá flokkspólitískum baráttuaðferðum Sjálfstæðisflokksins um völd innan verkalýðshreyfingarinnar.

Á þessum árum og reyndar áratugum á undan voru harðvítug átök innan verkalýðshreyfingarinnar. Einkum voru átökin hörð innan verkalýðsfélaga á almennum vinnumarkaði en þeirra gætti einnig innan félaga opinberra starfsmanna og heildarsamtaka þeirra.

Gunnar Gunnarsson, sem var framkvæmdastjóri SFR á árunum 1975 til 1990, lýsir þessum viðhorfum mjög vel í bók Þorleifs. Gunnar segir m.a. „Þegar kosið var í stjórnir var horft til stjórnmálanna. Allir flokkar þurftu að eiga sína fulltrúa. Eða eigum við að snúa því við og segja að samtökin hafi viljað tryggja sér áhrif innan stjórnmálanna með þessum hætti."

Þrátt fyrir að á þessum árum hafi vinstri menn ráðið lögum og lofum innan BSRB og SFR átti Sjálfstæðisflokkurinn sína fulltrúa innan BSRB, en reyndar mjög fáa og jafnvel enga innan SFR. Ljóst var að þessu vildu sjálfstæðismenn breyta og tækifæri gafst þegar boðað var til aðalfundar félagsins í april 1975.

Í kjölfar aðalfundarins vakti  athygli að bæði Morgunblaðið og Vísir greindu nokkuð ítarlega frá mótframboðinu innan SFR. Hins vegar tóku blöðin á vinstri vængnum ekki við sér, fyrr en eftir aðalfundinn þegar úrslit kosningana lágu fyrir.

Kannski var hér um að ræða herkænskubragð af hálfu Einars Ólafssonar og annarra félaga hans í  stjórn SFR til að koma í veg fyrir að ásýnd kosninganna væri talin pólitísk átök milli tveggja póla.     

Verður nú vikið að þessum greinarskrifum í Morgunblaðinu og Vísi.

Leiftursókn frá hægri

Laugardaginn 26. apríl, tveimur dögum fyrir aðalfund,  birtist viðtal í Morgunblaðinu við Jóhann Guðmundsson, starfsmann við heilalínurit Landspítalans, en Jóhann var í framboði sem formaður félagsins. Yfirskrift viðtalsins var „Stjórn sem brýtur lög félags síns verður að víkja".

Í viðtalinu sagði Jóhann m.a. „Við bjóðum okkur fram vegna þess að okkur fellur ekki hvernig núverandi stjórn heldur á málum. Það má segja að við höfum átt tveggja kosta völ, að fara í framboð eða að halda að okkur höndum. Við völdum fyrri kostinn.  Þar sem Einari var boðið að standa með okkur að stjórn á félagslegum grundvelli, en hann hafnaði. Núverandi stjórn hefur ekki einu sinni haldið lög félagsins og verður hún því að víkja".

Daginn fyrir aðalfundinn eða sunnudaginn 27. apríl birtist svo í Morgunblaðinu ávarp til félagsmanna i SFR vegna fyrirhugaðs stjórnarkjörs daginn eftir. Með ávarpinu birtust fjölmargar myndir af frambjóðendum móframboðsins.  Í ávarpinu sagði m.a. „Við undirrituð höfum ákveðið að leita til þín um stuðning við framboð okkar til stjórnarkjörs. Ástæðan eru þær að nú ríkir deyfð í félagsmálum og að stjórn sú er nú situr er alls ekki í þeim tengslum við hinn almenna félagsmann sem nauðsynleg eru".  

Daginn eftir birtist svo  á baksíðu Vísis frétt undir fyrirsögninni „Friðurinn úti hjá ríkisstarfsmönnum". Fréttin var á þessa leið:

 „Hörð átök verða um stjórn Starfsmannafélags ríkisstofnana á aðalfundi í kvöld eftir margra ára „frið".

Einar Ólafsson, útibússtjóri hjá Áfengisversluninni, hefur verið formaður félagsins í fimm ár. Í langan tíma hefur verið sjálfkjörið í flest æðstu embætti félagsins og mun ekki hafa verið boðið fram gegn Einari fyrr en nú. Nú fer fram gegn honum Jóhann Guðmundsson deildarstjóri á Landspítalanum og fullskipaður listi hefur verið lagður fram gegn núverandi stjórn félagsins.

Í félaginu er um þrjú þúsund manns. Jóhann Guðmundsson sagði í morgun að „vekja" þyrfti félagið og treysta tengslin milli stjórnar og hins almenna félaga. Hann kvaðst vona að kosningarnar í kvöld yrðu spennandi, hvort sem andstæðingum félagsstjórnar tækist að fella hana í þessari atrennu eða ekki".

Ljóst var á þessum blaðaskrifum að hart var sótt að stjórn félagsins, sérstaklega þó að Einari Ólafssyni, formanni félagsins. Þessi skyndisókn frá hægri kom  forystusveit SFR nokkuð í opna skjöldu, ekki síst vegna þess að sjálfkjörið hafði verið í stjórn félagsins um langa hríð.

Aðalfundurinn 28. apríl 1975

Eins og áður segir var aðalfundurinn haldinn í Sigtúni við Suðurlandsbraut 26 sem á þeim tíma var skemmtistaður. Mikið fjölmenni var á fundinum eða um 850 manns. Þá voru félagsmenn tæplega þrjú þúsund í SFR og margir nýkomnir í félagið. Fundarsókn var því gífurlega góð.

Í viðtali við Einar Ólafsson, sem birtist í Tímanum miðvikdaginn 30. apríl, segir Einar m.a. um aðalfundinn „Ég held að varla hafi verið til þær vammir eða skammir sem ekki hafa verið bornar á fráfarandi stjórn."     

Að loknum miklum umræðum um störf stjórnar fór fram atkvæðagreiðsla. Ekki var um listakosningu að ræða, heldur þurftu fundarmenn að kjósa um einstaka stjórnarmenn, sem voru í framboði. Formaður var þó kosinn sérstaklega. Mikil spenna var í loftinu og tvísýnt var talið um úrslit kosninganna. Morgunblaðið, sem kom inn á næstum hvert heimili á landinu, hafði beitt sér í þessum kosningum til stuðnings Jóhanni og félögum. Opinberlega hafði ekkert heyrst í forystusveit SFR í dagblöðunum en vitað var að trúnaðarmannaráð félagsins var mjög öflugt og stóð þétt með stjórn félagsins. Menn renndu þó blint í sjóinn, hvort Jóhann Guðmundsson og hans menn myndu vinna kosninguna eða ekki. Ekki skyldi vanmeta Morgunblaðið og kosningarvél Sjálfstæðisflokksins.

Skemmst er frá því að segja að stjórn félagsins fékk afgerandi kosningu. Einar Ólafsson var kosinn formaður með 649 atkvæðum gegnt aðeins 178 atkvæðum Jóhanns Guðmundssonar. Einar fékk því 78,5% greiddra atkvæða á móti Jóhanni sem fékk 21,5% atkvæða.  Fyrirsögnin í ofangreindu viðtali við Einar í Tímanum var einfaldlega „649 atkvæði gegn 178". Fylgismenn Einars í aðal-  og varastjórn fengu einnig afgerandi kosningu.

Alþýðublaðið hnykkti enn frekar á þessum sigri Einars og félaga með viðtali 30. apríl undir fyrirsögninni „Atlögu íhaldsins að SFR hrundið um helgina".

Þar segir Einar m.a. „Ég lít á þennan sigur sem sigur félagshyggjunnar og hann sýnir að forysta félagsins hafa verið menn með réttan anda til að hafa forsjá fyrir þessu þriðja stærsta stéttarfélagi landsins og því flóknasta".

Skyndisókn frá vinstri

Ég gat þess í upphafi að úrslit fundarins hafi endurspeglað fráhvarf frá flokkspólitískum baráttuaðferðum um völd innan verkalýðshreyfingarinnar. Það sem ég á við fyrst og fremst er að ég minnist þess ekki að Morgunblaðið og Vísir hafi beitt sér með svo afgerandi hætti við stjórnarkjör í verkalýðsfélögum eftir þennan sögulega aðalfund SFR á vormánuðum 1975. Menn sáu að sér að sú baráttuaðferð sem tíðkast hafði í hægri pressunni gekk ekki lengur upp.

Hitt er svo athyglisvert að velta fyrir sér, að þrátt fyrir  að tekist hafi að hindra þessa leiftursókn frá hægri og félagshyggjan hafi sigrað, eins og Einar gat réttilega um í fyrrgreindu viðtali,  að 15 árum síðar eða á árinu 1990 hafi það verið skyndisókn frá vinstri sem felldi Einar og forystusveit hans af stalli. Það er áhugavert rannsóknarefni sem hin ágæta bók Þorleifs um SFR segir reyndar nokkuð frá. Sagan endurtekur sig ekki alltaf eins og til var ætlast.

Hrafn Magnússon var framkvæmdastjóri SFR, Starfsmannafélags ríkisstofnana, árin 1973 til 1975.

Viðauki.

Stjórnarkjör aðalfundarins 28. apríl 1975:

Í aðalstjórn:

Einar Ólafsson, formaður, 649 atkvæði.

Ágúst Guðmundsson, 646 atkvæði.

Erla Valdimarsdóttir 622 atkvæði

Guðbjörg Sveinsdóttir 607 atkvæði.

Guðmundur Sigþórsson 590 atkvæði.

Ólafur Jóhannesson, 616 atkvæði.

Sigurður Ó. Helgason 628 atkvæði

Í varastjórn:

Elías Jónsson 639 atkvæði

Guðrún Ágústsdóttir 635 atkvæði

Þórólfur Jónsson 592 atkvæði

Aðrir frambjóðendur fengu 179 til 222 atkvæði

Heimildir:

Saga baráttu í sjötíu ár. SFR stéttarfélag í almannaþjónustu 1939 - 2009.

Aðallega viðtöl við Gunnar Gunnarsson, Árna Stefán Jónsson og Sigríði Kristinsdóttur.

Morgunblaðið, 26, apríl, 27. apríl og 1. maí  1975.

Vísir 28. apríl 1975.

Tíminn 30. april 1975.

Alþýðublaðið 30. april 1975.


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

17. Október 2018

HVER ER SKOĐUN PÍRATA?

Ég var að lesa pistil þinn um mál/fréttaflutning um Evrópuráðið. Ég er sammála þér um að frétta/málflutningurinn fer fram úti á þekju eins og þú orðar það. Hvers vegna var Þórhildur Sunna, Pírati ekki spurð í RÚV hvað henni finnist um brottrekstur Rússa af Evrópuráðsþinginu? En við hvern er að sakast, þegar svona ...
Jóhannes Gr. Jónsson

17. Október 2018

AĐ HRUNI KOMINN

Nú er Hannes Hólmsteinn loksins að Hruni kominn - og það á tíu ára afmælinu. Eftir allan komma áróðurinn hefur hann með glöggum hætti leitt okkur í allan sannleikann um að það voru ekki nýfrjálshyggjan, ekki íslensk stjórnvöld og því síður nýríkir íslenskir kapítalistar sem leiddu hörmungarnar yfir okkur haustið 2008. Nei, það voru útlendingar með George Best forsætisráðherra Bretlands...
Fannar Freyr

14. Október 2018

LANG - LANG BEST

Allsherjar samstaða ákveðin sést
upp sultarkjörin skal hífa
Og auðvitað væri það lang-lang ...
Pétur Hraunfjörð

7. Október 2018

GUĐ BLESSI HEIMINN

Geir bað Guð að blessa landið,

gjaldþrotið og þjóðarstrandið.

Við höfum þanka

...

Pétur Hraunfjörð

 

3. Október 2018

UPPGJÖRIĐ VIĐ UPPGJÖRIĐ: ÍSLENSKIR BANKSTERAR Í AĐAL-HLUTVERKI

Uppgjör við útrás landans
ugglaust ræða má
þegar allt fór til fjandans
og fjöldinn hrunið sá.
...
Pétur Hraunfjörð

2. Október 2018

BRENNIVÍN Í BÚĐIR

Áfengið þau elska mest,
ölið kæra, sanna.
Þörfu ráðin þekkja flest, þ
etta má ei banna.
Kári

20. September 2018

HERĆFINGAR NATÓ MEĐ MEIRU

Herskipin nú hópast að
í heræfingum gellur.
Og flugvélar hér fylltu hlað
að sækja Kanamellur.
Pétur Hraunfjörð

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  

12. September 2018

HAG-FRĆĐINGAR TIL LIĐS VIĐ SA

Kjararáðið kepptist við,
k
aupið hækka toppa.
Fjögur prósent fáið þið,
flóðið viljum stoppa.
KáriBSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

8. Október 2018

Gunnar Örn Gunnarsson skrifar: MANNAUĐS-STJÓRNUN EĐA „ŢRĆLAHALD".

Það er sorglegt að átta sig á því að alþjóðlegir auðhringar, eigendur allrar stóriðju á Íslandi, sem hugsa fyrst og fremst um hagnað og gróðavon, fari miklu betur með sinn mannauð en opinberar stofnanir sem reknar eru að meirihluta til af almannafé. Mikil umræða hefur verið um styttingu vinnuvikunnar og sitt sýnist hverjum og veltur það aðallega á „hagsmunum" þeirra sem um fjalla eða á misskilinni hagsmunagæslu ákveðinna aðila. Það skal tekið fram að eftirfarandi samanburður er ekki gerður til að öfundast út í þá sem vinna í stóriðju eða til að grafa undan þeim réttindum og kjörum sem þar hafa náðst ...

27. September 2018

Ţórarinn Hjartarson skrifar: HĆGRI-POPÚLISMINN - HELSTA ÓGN VIĐ LÝĐRĆĐIĐ?

RÚV, popúlisminn og hnattvæðingin; Hvaðan kemur hægri-pópulisminn, hvert er samband hans við hnattvæðinguna og ríkjandi stjórnmálastefnur á vesturlöndum, hvað vantar í greiningu/umfjöllun fjölmiðla og meginstraums-stjórnmálaflokka á honum? Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/ þjóðernispopúlismi. Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar heimsvaldastefnu (vestrænnar). Sem stafar aftur af því að ...

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

Slóđin mín:

Frjálsir pennar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta