Fara í efni

Frjálsir pennar

Guðjón Jensson: VERÐUR LANDSVIRKJUN TEKIN UPP Í SKULD?

Sæll Ögmundur.Kostulegar voru yfirlýsingarnar frá klisjukarlinum í (banka-) kassanum nú á dögunum. Margt minnir á þegar hann var í hlutverki Bubba kóngs um árið og síðar þegar hann var borgarstjóri í Reykjavík: hann stóð í stríði við nágrannasveitarfélagið Kópavog út af Fossvogsbrautinni sem hann vildi leggja (sennilega allir mjög sáttir við að horfið væri frá því) og þáverandi ríkisstjórn með því að kynda rækilega undir verðbólgubálið á þann hátt að hann hækkaði gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur upp úr öllu valdi - og til að bæta gráu ofan á svart, að binda gjaldskrána við byggingavísitöluna.
ER MOGGINN EF TIL VILL

ER MOGGINN EF TIL VILL "ÖFGAFULLUR"?

Ég hef ekki lagt það í vana minn að lesa hinn nafnlausa dálk sem kallast "Staksteinar" í Morgunblaðinu. Þessi skrif sem eru á ábyrgð ritstjóra Morgunblaðsins, Styrmis Gunnarssonar, eru nefninlega gjarnan svo vandræðaleg og full af bulli að óþarfi er að leggja sig niður við að lesa eindálkinn.

„HREINAR LÍNUR“ VINSTRI GRÆNNA Í SKAGAFIRÐI

Sæll ÖgmundurÞakka þér fyrir pistilinn „Frumkvöðlar í ferðaþjónustu“ þar sem þú lýsir stuttlega heimsókn  þinni í Skagafjörð.

SLIT Á STJÓRNMÁLASAMBANDI OG VIÐSKPTABANN Á ÍSRAEL

Fjöldamorðin í Kana í Suður-Líbanon þar sem ísraelski herinn myrti tugi barna eiga sér því miður fordæmi. Í þessum sama bæ fyrir rúmum 10 árum, hinn 18.

SPILAVÍTISKASSARNIR!

Góði Ögmundur.Ég tek fyllilega undir orð ykkar Ágústar og Helgu um spilafíknina og tel málstað þeirra sem að spilavítiskössunum standa, auvirðilega fjarstæðu.

Hegi Guðmundsson: EKKERT NÝTT

Hagfræði eru merkileg fræði, mestan part fyrir  það að svokallaðir hagfræðingar á hægri kantinum (og þeir ráða umræðunni nú um stundir) tyggja allir sömu  tugguna á hverju sem gengur.

UPPVAKNINGUR

Að vera framsóknarmaður þessa dagana er áreiðanlega ekkert grín. Að sögn leiðtoga flokksins hafa andstæðingarnir lagt Framsóknarflokkinn í einelti undanfarna mánuði, með þeim afleiðingum að færri kjósendur lögðu í að kjósa flokkinn í sveitarstjórnarkosningunum en framsóknarmönnum þykir hollt.

SIGUR KVENFRELSISISNS

Nýafstaðnar kosningar voru merkilegar fyrir margar sakir. Framsóknarflokkurinn fékk falleinkunn hjá þjóðinni en hún situr uppi með stjórnmálaflokk sem hefur gefur lýðræðinu langt nef og tekur sér völd langt umfram vilja landsfólks.

KANAÚTVARP IN MEMORIAM

Það gladdi mitt litla hjarta þegar slökkt var á Kanaútvarpinu, ekki síst vegna þess að ég hafði sjálfur rofið þessa sömu stöð fyrir rúmum 30 árum og kallaður fyrir saksóknara fyrir vikið.

LÍTIÐ GERT ÚR ÞÆTTI LÚÐVÍKS

Ekki var gert mikið út þætti Lúðvíks Jósepssonar í landhelgismálinu í nýlegu aukablaði Morgunblaðsins um það mál.