Greinar 2008

Ég færi lesendum síðunnar góðar kveðjur á síðasta degi ársins.
Þetta ár hefur verið viðburðaríkt og undir lokin erfitt eins og við
öll þekkjum. Framundan eru hjá okkur öllum verkefni að kljást
við, bæði stór og smá. Ég vona að árið framundan - árið 2009
- verði ykkur hverju og einu gott og þjóðinni
gæfuríkt.
Lesa meira

...En hvað gerist? Eftir að Úlfar fór höndum um mig og Hallgrím,
við að kynna okkur, menn sem vel rúm 300 ár skilja að, þá er ég
farinn að fletta upp í Guðbrandi Þorlákssyni biskupi á Hólum, 16.
Og 17. aldar afreks- manninum og Arngrími lærða, Brynjólfi
Sveinssyni, Guðríði brottrændri og ....Ég sagði í
Þorláksmessupistli hér á síðu að ÚÞ væri góður sagnamaður, frábær
penni ... Nú segi ég ...Þú hefur skilað af þér
bókmenntaafreki! Öllu á dýptina; heimspekina, sögulega innsýn,
manneskjuna...
Lesa meira

...En hvers vegna lögreglan? Jú, hún hafði fengið nafnlausa
ábendingu! Ha? Þurfti nafnalausa ábendingu? Er ekki búið að vera að
rannsaka þessi mál? ... Þetta gerist á sama tíma og
ríkisstjórnin sker niður í almannatryggingum, við fatlaða, við
skólakerfið, heilbrigðiskerfið. Þetta gerist líka á sama tíma og
verið er að hlaða skuldum og sköttum á bakið á launaþjóðinni langt
fram í tímann. Á sama tíma og byrjað er að skerða kjörin hjá
launalágu póstburðarfólki. .. Þetta er samhengið. Þau sem völd eru
að óförum okkar kunna að hafa skotið undan sem nemur þriðjungi af
fjárlögum. Bara si svona. Málið skoðað en engin alvöru rannsókn!
Stöð 2 hefur síðan eftir Fjármálaeftirlitinu að þar hafi menn haft
vitneskju um þessa fjármagnsflutninga en...
Lesa meira

...Meira en slæmt - afleitt - þótti mér að missa af þingi annan
mann sem ég hef átt alllöng kynni við. Það er stórvinur minn
Guðni Ágústsson, Framsóknarmaður með stórum staf. Það er
mikill sjónarsviptir að Guðna þegar hann nú segir skilið við
Alþingi. Guðni var afgerandi í mannlífinu á Alþingi, setti á það
sinn sterka svip og skreppur þingið saman við brotthvarf
hans...
Lesa meira

Ég óska lesendum síðunnar gleðilegra jóla með ósk um farsæld á
komandi ári. Í dag sendi ég út 200. fréttabréf síðunnar en að
jafnaði eru fréttabréfin send þeim sem þess hafa óskað með sjö til
tíu daga millibili... Vonandi verður það ár sem nú fer í hönd ár
samstöðu. Á samstöðunni þurfum við nú að halda sem aldrei fyrr.
Lesa meira

Einhver mesti loddaraleikur á Alþingi fyrr og síðar hefur verið
viðhafður af hálfu Samfylkingarinnar að undanförnu um
eftirlaunalögin svonefndu sem kveða á um sérréttindi þingmanna,
ráðherra og "æðstu" embættismanna. Á lögunum er nú verið að gera
breytingar án þess þó að sérréttindin séu afnumin. Engu að síður
sagði formaður Samfylkingarinnar við atkvæðagreiðslu í morgun að
verið væri að afnema lögin! Og að allt væri það Samfylkingunni að
þakka! Við þá sem vilja vita hið sanna í þessu máli bendi ég á
að...
Lesa meira
Ég ákvað að njóta lífsins til fulls í dag. Drakk heitt
súkkulaði, skrifaði á nokkur jólakort, hlustaði á Mozart og Ragga
Bjarna, leit við í Kringlunni hjá þeim Sæma Rokk og Ingólfi
Margeirssyni, gömlum vini og skólabróður, þar sem þeir undirrituðu
nýútkomna bók sína. Síðan var það Hallgrímur okkar Pétursson,
sálmaskáldið mikla. Í nýútkominni skáldsögu Úlfars Þormóðssonar um
ævi Hallgríms - sem ég reyndar var búinn að óska mér í
jólagjöf - en gafst upp á að bíða - er dregin upp ljós mynd af
aldeilis mögnuðum manni...Úlfar Þormóðsson þekki ég af góðu. Fáa
menn hef ég eins gaman af að ...
Lesa meira

Í dag birtist í blöðum auglýsing frá BSRB og ASÍ þar sem Alþingi
er hvatt til þess að hafna nýrri sérrétindaútgáfu þeirra Geirs H.
Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á eigin eftilraunum.
Einsog flestum er kunnugt setti meirihluti Alþingis lög árið 2003
um sérstök vildarkjör sem fyrir "æðstu" embættismenn, sem svo eru
nefndir, þingmenn og umfram allt ráðherra. Allar götur síðan hefur
þessu verið kröftuglega mótmælt í þjóðfélaginu og að nokkru leyti
innan þings. Vísa ég þar í eigin orð, frumvarp Valgerðar
Bjarnadóttur og nú síðast frumvarp frá þingflokki VG. Allt hefur
komið fyrir ekki þótt varnir oddvita ríkisstjórnarflokkanna séu
smám saman að bresta. Hins vegar ætla þau að reyna enn einu
sinni...
Lesa meira

Senn líður að því að ég sendi út 200. fréttabréf heimasíðunnar.
Nokkuð er um að fólk, sem hefur óskað eftir því að fá send
reglulega fréttabréf mín, fái þau ekki. Ég vil af þessu
tilefni hvetja hlutaðeigandi að skrá sig að nýju. Það má gera í til
þess gerðum reit hér til hliðar. Þess má geta að slíkt fréttabréf
var sent út fyrir fáeinum dögum. Hafi skráðir viðtakendur ekki
fengið bréfið hvet ég þá til að skrá sig að nýju og að sjálfsögðu
alla þá aðra sem áhuga hafa á að fá þessi bréf send sjálfkrafa. Ef
þið síðan fáið ekki ...
Lesa meira

...Björk og félagar vinna nú að því að vekja
skapandi umræðu til að örva nýsköpun. Stóra málið er ekki hvort
allir séu sammála öllu sem frá hópnum kemur enda held ég að enginn
ætlist til þess. Hugsunin er nefnilega sú að varpa ljósi á málin
frá ýmsum hliðum, leiða fólk og hugmyndir saman og skapa þannig
nýja nálgun.
Rauður þráður í öllu því sem Björk og félagar taka sér fyrir hendur
er hins vegar þessi: Virðing fyrir umhverfinu. Sjá http://www.nattura.info/ .Það
var því engin tilviljun að á vegum hópsins kæmu hingað til lands
öflugir talsmenn sjálfbærrar þróunar í Bandaríkjunum nú um stundir,
þeir Paul Hawken og John Picard... en það var Sigurður
Gísli Pálmason sem hafði millligöngu um...
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum