Fara í efni

FERÐ ÁN ENDURKOMU


Hvers vegna skyldi myndlistarsýning Sigrid Valtingojer, sem nú stendur yfir í Gallerí Start Art, Laugavegi 12 í henni Reykjavík, bera þetta heiti? Það upplýsist þegar komið er á sýningu listakonunnar sem ég hvet alla til að sjá. Árið 2003 fór Sigrid Valtingojer til Palestínu, ferðaðist þar um og sinnti starfi í þágu hernumdrar þjóðar. Sigrid var um nokkurra vikna skeið á hernumdu svæðunum áður en hún sneri aftir til Íslands. Eða hvað? Í reynd kom hún ekki aftur sem söm manneskja. Í reynd er Sigrid Valtingojer ennþá í Palestínu því þaðan snýr enginn aftur samur maður. Á sýnigunni er Sigrid Valtingojer að segja okkur nákvæmlega þetta. Og það gerir hún á mjög áhrifaríkan hátt. Ekki með upphrópunum. En af djúpum og alvöruþrungnum þunga.
Sýnigin stendur til 6. febrúar. Öll á Gallerí Start Art!