Fara í efni

ÖLL VELKOMIN Í MUNAÐARNES Á MORGUN


Á morgun verður haldin hin árlega Menningarhátíð BSRB í Munaðarnesi í Borgarfirði. Menningarhátíðin, sem hefst klukkan14, er haldin í tilefni þess að opnuð er sýning á málverkum Soffíu Sæmundsdóttur, myndlistarkonu. Sýningin stendur fram til 1. október. Við opnunina mun Þórarinn Eldjárn rithöfundur lesa úr verkum sínum og sungin verða ljóð úr Heimskringlu Þórarins við lög eftir Tryggva M. Baldvinsson. Það er Hallveig Rúnarsdóttir sem syngur við undirleik Hrannar Þráinsdóttur. Í boðskorti sem sent hefur verið út er auglýst að Eyjólfur Eyjólfsson syngi einnig en svo verður ekki því hann á að koma fram á tónleikum á Sauðárkróki síðdegis á morgun og nær ekki að vera á tveimur stöðum. Þá syngur hinn borgfirski Freyjukór. Boðið verður upp á veitingar að venju og er lögð áhersla á að ALLIR eru velkomnir. Ágætt tilefni fyrir laugardagsbíltúr.