Greinar 2009

Þá er árið 2009 á enda runnið og framundan nýtt ár. Á þessum
tímamótum dagatalsins lítum við yfir farinn veg jafnframt því sem
við horfum fram á veginn. Árið sem nú er liðið hefur verið mörgu
fólki erfitt, einkum þeim sem misst hafa ástvini, búa við
heilsubrest eða atvinnuleysi. Skuldum vafnar fjölskyldur hafa
margar átt í erfiðleikum með að halda íbúðarhúsnæði sínu og sjá því
miður, alltof margar, fram á áframhaldandi þrengingar. Á árinu
höfum við flest líka orðið ánjótandi gleðistunda. KK komst
skemmtilega að orði í útvarpsviðtali á gamlársdag þegar hann
...
Lesa meira
Sennilega myndu Rolling Stones ekki trekkja betur á konsert í
Reykjavík núna en Sigurður Nordal gerði á fyrirlestra sína sem
stóðu vetrarlangt og hófust í október 1918. Það er að segja
hlutfallslega. Um fimm hundruð manns sóttu fyrsta fyrirlesturinn
sem haldinn var í rúmbestu húsakynnum Reykjavíkur á þeim tíma,
Bárubúð. Reykvíkingar hafa þá verið um sextán þúsund. Nokkuð gott
hlutfall á fyrirlestur um heimspeki! Sigurður var 32 ára
gamall, nýkominn heim ... Þetta á að verða okkur Íslendingum
umhugsunarefni í þrengingum þjóðarinnar. Við eigum að leggja ríka
rækt við okkar eigin menningu og gera jafnframt út menn sem aldrei
fyrr til að fara sem víðast að finna ...
Lesa meira

Guðmundur Jónsson, sagnfræðingur, á athyglisverða grein í
Sögu, tímariti Sögufélagsins, Efnahagskreppur á Íslandi
1870-2000. Svo er að skilja að tilefni rannsóknarinnar sé
kreppan sem nú ríður yfir Ísland. Í aðfararorðum segir að höfundur
grafist m.a. fyrir um hvort "sveiflur í íslensku
efnahagslífi" séu "meiri en í örðum löndum".
Niðurstöðurnar hvað þetta snertir eru sláandi...Spyrja má hvort
eitthvað svipað hafi vakað fyrir Guðmundi Jónssyni sjálfum og
Hannesi Finnsyni fyrr á tíð, að setja
yfirstandandi vanda í sögulegt samhengi og minna okkur þar með á að
sagan kenni að birtir á ný eftir dimma daga. Sannast sagna flögraði
þessi hugsun að mér líka þegar ég sá útgáfuárið, sem þeir
Jón Eyþórsson og Jóhannes Nordal
gáfu út Mannfækkun af hallærum ...
Lesa meira

Ég sendi lesendum síðunnar bestu jólakveðjur. Megið þið öll
njóta friðsældar á jólum. Yfir jólahátíðina slakar þjóðin á,
borðar góðan mat, les bækur, gengur út í náttúruna, dormar, en
framar öllu öðru, er samvistum við sína nánustu og treystir
fjölskyldu- og vinabönd. Til eru þeir - og því miður alltof margir
- sem eru einmana, fjárvana og óhamingjusamir. Jólin eiga að vera
tími gleði en jafnframt íhugunar um margbreytileika tilverunnar og
leiðir til að gera heiminn betri. Margir beina hugsun sinni í
farveg trúarinnar - og þá ekki síst á jólum, aðrir hugsa eftir
öðrum brautum. Öll eigum við að geta sameinast í einum samnefnara:
Velvildinni. Nokkrum sinnum hef ég vísað til Sigurjóns
Friðjónssonar ..
Lesa meira

...Það er staðreynd að í málflutningi sínum
horfa fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrst og fremst á
greiðslumöguleika íslenska efnahagskerfisins en ekki til afleiðinga
fyrir samfélag og auðlindir sem við búum yfir. Allt er þetta rætt
undir rós og með bros á vör. Eða hvað skyldi Flannagan, fulltrúi
AGS, hafa átt við í Kastljósi Sjónvarpsins þegar hann segir
Íslendinga hafa "geysilega aðlögunarmöguleika" til að
borga himinháar skuldir sínar? Selja fiskikvótana, Landsvirkjun,
OR, Gvendarbrunnana, virkja Gullfoss, Goðafoss, Jökulárnar í
Skagafirði, Þjórsá, Landmannalaugar, Geysi? Spurt er í alvöru?
Þetta er það sem Ísland á verðmætast...Það er staðreynd
að umræðan um greiðslugetu Íslands hefur iðulega verið
yfirborðskennd. Dæmi má taka úr fyrrnefndu viðtali Þóru
Arnórsdóttur (prýðilegu) í Kastljósþætti kvöldsins. Þar segir
fyrrenfndur Flannagan að Icesave-skuldbindingin sé ekki okkar
stærsti vandi því...
Lesa meira

...Á tónleikunum söng kórinn afbragðsvel og smitaði gleði og
ánægju, sem greinilega býr með honum, til okkar sem á hlýddu.
Stjórnandinn, Judith Þorbergsson, kunni greinilega sitt fag og
sömuleiðis undirleikarinn, Helgi Már Hannesson. Á trompet lék
Hannah Rós Sigurðardóttir, ungur músíkant sem blés undrahreinum og
fallegum tón úr hljóðfæri sínu. Þóra Einarsdóttir sópransöngkona
söng eins og engill og verð ég að segja að hljómfegurri
kvenmannsrödd heyri ég ekki. Í einu orði sagt frábær
listakona! Auðvitað voru jólalög nær einvörðungu á dagskrá,
bæði innlend og erlend. Dagskráin hófst á íslenskri þjóðvísu eftir
Jóhannes úr Kötlum og lauk á Heims um ból með ljóði Sveinbjarnar
Egilssonar. Breiðfirðingakórnum kann ég bestu þakkir! Við komumst
öll í ...
Lesa meira

...Verkalýðsstofnun án jarðtengingar er til lítils nýt. Lifandi
verkalýðshreyfing getur hins vegar allt - nánast. En til að þetta
gangi eftir þarf að gera allt sem hægt er til að treysta innviði
hreyfingarinnar. Þar horfi ég ekki síst til trúnaðarmanna á
vinnustað sem gegna lykilhlutverki við að gæta réttinda
launamannsins gagnvart atvinnurekanda eða umboðsmanna hans. Einstök
verkalýðsfélög hafa lagt mikla rækt við þetta starf að ónefndum
Félagsmálaskóla Alþýðu sem sinnt hefur þessari fræðslu fyrir ASÍ og
BSRB... Meðal annars af þessum sökum er ég þeirrar skoðunar að
okkur beri nú sem aldrei fyrr að styrkja fræðslu trúnaðarmanna og
stuðning við þá...
Lesa meira

Pressan.is
slær upp getgátum Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns, um að
ég og Össur Skarphéðinsson, höfum skipulagt mótmælin gegn
stjórnvöldum sem urðu til þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar hrökklaðist frá völdum...Það er ekki nóg með að þetta
sé algerlega úr lausu lofti gripið heldur gefur þetta innsýn í
hugarheim sem er úr öllu jarðsambandi við veruleikann - í
órafjarlægð við hjartsláttinn í samfélaginu. Þessi hugsun byggir á
því...
Lesa meira

Birtist í Málefnum Aldraðra 3.tbl. 18. árg. 2009
...Ég held að óhætt sé að halda því blákalt fram að þankagangur
Íslendinga hafi umpólast undir lok síðustu aldar og á fyrstu árum
þeirrar aldar sem nú er upp runnin. Ekki svo að skilja að
hugsunarháttur allra Íslendinga hafi breyst. En hin viðtekna
almenna hugsun - tíðarandinn - breyttist hins vegar. Við
hverju ætti svo sem að búast þegar hætt er að innræta þann boðskap
sem verið hefur fyrirferðarmestur í siðapredikunum í tvö þúsund ár
um ágæti hófseminnar og hann látinn víkja fyrir
andhverfunni....
Lesa meira

...Merkilegast er að sjá og heyra vandlætingartalið frá þeim sem
sjálfir hafa verið í pólitískri sambúð með Sjálfstæðisflokknum. Þá
var hann bara fínn, eða hvað? Og þá væntanlega í góðu lagi að
skrifa ritdóma um bækur úr þeirri áttinni. Hvernig væri
að reyna að hefja umræðu í landinu yfir karp og meting á milli
pólitískra kirkjudeilda og ræða þess í stað um málefni? Það er
náttúrlega erfiðara að taka afstöðu til bókar og ritdóms um hana en
að fella pólitíska palladóma um höfund og ritrýni. Það er erfiðara
vegna þess að þá þurfa menn að hafa fyrir því að kynna sér
málin...
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum