Greinar Apríl 2009
Birtist í Mosfellingi
Hinn 25. apríl
næstkomandi ganga Íslendingar til Alþingiskosninga sem ég tel vera
einhverjar hinar örlagaríkustu í sögu lýðveldisins. Þær snúast um
endurreisn Íslands. Á hvaða grunni viljum við reisa efnahags- og
fjármálakerfið við, hvernig viljum við bera okkur að í vörn og sókn
fyrir velferðarþjónustuna og hvernig ætlum við að ráðstafa
náttúruauðlindum okkar? Flestir þekkja áherslur
Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um blandað hagkerfi sem
byggir á fjölbreytni, jöfnuði og sanngirni við skiptingu verðmæta,
eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindum til lands og sjávar og varfærni
í umgengni við móður jörð. Nú ríður á að við ...
Lesa meira

Friðrik Rafnsson
, þýðandi, skrifaði í gær greinina sem ég tel einna mikilvægasta
fyrir þessar kosningar. Hún hét Menningin er kjölfestan og
birtist í Fréttablaðinu. Boðskapur Friðriks er af svipuðum
toga og boðskapur Ólafs Kvaran, fyrrum
Listasafnsforstjóra og lisfræðings, fyrir síðustu
Alþingiskosningar. Sjálfur hef ég reynt að halda uppi málflutningi
af þessu tagi og gleður það jafna hjarta mitt að heyra tekið í
þessa strengi. Grein Friðriks í Fréttablaðinu í gær segir það sem
segja þarf....
Lesa meira
Birtist í Fjarðarpóstinum
...Ég
er nefnilega þeirra skoðunar að heilsugæslan eigi að vera
kjölfestan í heilbrigðiskerfinu sem aðrir þættir þess hvíli á. Það
kallar á aðra forgangsröðun en fylgt hefur verið til þessa. En
framar öllu þarf að standa þá vakt sem þjóðin ætlast til af
stjórnvöldum: Að verja heilbrigðiskerfið afleiðingum
fjármálahrunsins sem framast má vera og tryggja að grunnurinn verði
til staðar til að byggja á nýja framfarasókn....
Lesa meira

Sumardaginn fyrsta fer ég ævinlega í Skátamessu í Hallgrímskirkju.
Þetta er hluti af hefðinni í mínu lífi á þessum degi. Í bland geri
ég þetta í minningu föður míns, Jónasar B.
Jónssonar, sem ...var mikill áhugamaður um
æskulýðsstarf... Ræðu dagsins í Skátamessunni að þessu sinni flutti
listakonan María Ellingsen. Henni mæltist
sérlega vel. Sótti efniviðinn víða, til ljóða Jónasar
Hallgrímssonar og í speki suður í álfur, gott ef ekki var til
Afríku þar sem spekingur hafði sagt að við værum líkleg til þess
"að varðveita það sem við elskuðum; elskuðum það sem við
þekktum og þekktum það sem okkur væri kennt." Boðskapurinn var
augljós...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 21.04.09.
.
.. Á
stuttum ferli mínum sem heilbrigðisráðherra hef ég átt ótal fundi á
heilbrigðisstofnunum, með starfsfólki og stjórnendum, með
trúnaðarmönnum stéttarfélaga innan BHM, ASÍ, BSRB og Læknafélags
Íslands. Ég hef hlustað eftir sjónarmiðum og komið mínum eigin á
framfæri; viðrað þá skoðun að æskilegt væri að umræða um framtíðina
væri eins laustengd amstrinu í augnabliki samtímans og kostur er,
fjarri kjarasamningum og hagsmunatengdri baráttu enda ættum við að
nálgast viðfangsefnið með langtímahagsmuni samfélagsins alls í
huga. Slíkan...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 20.04.09.
...Hann ætti að
hafa meiri áhyggjur af þeirri arfleifð sem Sjálfstæðisflokkurinn
skilar okkur eftir 18 ára valdaferil: Himinháar skuldir, bankahrun,
vaxtaokur og óðaverðbólgu. Út úr "góðærinu" skilar
Sjálfstæðisflokkurinn okkur heilbrigðiskerfi með tveggja milljarða
skuldahala og niðurskurði upp á tæpa sjö milljarða á þessu
ári.
Annars óska ég Halldóri Blöndal til hamingju með 80 ára afmæli
Sjálfstæðisflokksins hinn 25. maí nk. og vona að sjálfur eldist
hann betur.
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 18.04.09.
...Peninganefnd
Seðlabankans hefur ekki getað skýrt þá ákvörðun sína að viðhalda
15,5% stýrivöxtum. Vaxtaokrið hefur verið nefnt "tilvonandi
fortíðarvandi" Þetta er umhugsunarverð áminning....Talað hefur
verið um að færa höfuðstól skuldara niður um tiltekið hlutfall,
einnig um tiltekna krónutölu. Að mínu mati þarf að þróa þessa
hugsun áfram ...Um þær aðferðir þarf að mynda þjóðarsátt. Í þessu
sambandi eru áform ríkisstjórnarinnar tvíþætt: a) að stöðva uppboð
og árásir á skuldara og b) nota andrúmið til að þróa aðferðir til
að létta byrðarnar með sanngjörnum hætti...
Lesa meira

Um það bil 25 tannlæknar og tanntæknar ásamt tannlæknanemum hafa
gefið vinnu sína tvær helgar í röð í þágu barna og unglinga sem
þurfa á tannlækningum að halda...Ingibjörg S. Benediktsdóttir,
formaður Tannlæknafélags Íslands, sagði mér að hún væri því sammála
að líta eigi á tannlækningar eins og hverjar aðrar lækningar. Hún
sagði að 60 börn hefðu komist að í þetta skiptið ... Mér þótti
athyglisvert í máli Ingibjargar að hún benti á að tannskemmdirnar
hefðu ekkert með októberhrunið að gera - þær kæmu út úr "góðærinu".
Þá hefðu meira að segja verið lækkaðir skattar á gos og sælgæti
eins og til að kæta Karíus og Baktus!...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 15.08.09.
...Hugurinn reikar til liðinna ára, til harðvítugra
deilna um markaðsvæðingu sjávarauðlindarinnar, bankanna,
einkavæðingu heita vatnsins og hvernig okkur tókst að koma í veg
fyrir að kalda vatnið færi sömu leið. Nú dugir hins vegar ekki að
horfa til baka heldur fram á veginn. Brýnasta krafa samtímans er að
tryggja eignarhald þjóðarinnar á auðlindunum, öllum auðlindum sem
eru eðli máls samkvæmt sameign íslensku þjóðarinnar. Andstaða
Sjálfstæðisflokksins við slíkar fyrirætlanir hlýtur að vekja
athygli kjósenda í komandi Alþingiskosningum. Flokkurinn hefur
greinilega ekkert lært og virðist staðráðinn í því að halda áfram á
sömu braut.
Tal hans um skatta og niðurskurð eru af sama meiði. ...
Lesa meira

...Yfirsýn þeirra félaga,
sögulegar skírskotanir, upprifjun þeirra á tilteknum þáttum úr
þjóðlífinu, menningin og meiningarmunurinn. Það var upplýsandi að
hlusta á blaðamennina og athyglisvert að merkja hve kurteisir þeir
voru, en ákafir...Hvað varð til þess að við hættum að hlusta á
svona menn og háakta þá? Var það kannski þegar við slepptum
kúltúrlausu peningaliði inn í sparibauka landsmanna, án
barnfóstru? ... Þetta var ekki strengurinn sem leikið var á í
Krossgötum og þetta var ekki þráðurinn sem spunninn var í frábæru
viðtali í Fréttablaðinu á dögunum þar sem rætt var við Sigurð Gísla
Pálmason um ekki ólík mál ...
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum