Greinar Apríl 2009
Birtist í Mosfellingi
Hinn 25. apríl
næstkomandi ganga Íslendingar til Alþingiskosninga sem ég tel vera
einhverjar hinar örlagaríkustu í sögu lýðveldisins. Þær snúast um
endurreisn Íslands. Á hvaða grunni viljum við reisa efnahags- og
fjármálakerfið við, hvernig viljum við bera okkur að í vörn og sókn
fyrir velferðarþjónustuna og hvernig ætlum við að ráðstafa
náttúruauðlindum okkar? Flestir þekkja áherslur
Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um blandað hagkerfi sem
byggir á fjölbreytni, jöfnuði og sanngirni við skiptingu verðmæta,
eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindum til lands og sjávar og varfærni
í umgengni við móður jörð. Nú ríður á að við ...
Lesa meira

Friðrik Rafnsson
, þýðandi, skrifaði í gær greinina sem ég tel einna mikilvægasta
fyrir þessar kosningar. Hún hét Menningin er kjölfestan og
birtist í Fréttablaðinu. Boðskapur Friðriks er af svipuðum
toga og boðskapur Ólafs Kvaran, fyrrum
Listasafnsforstjóra og lisfræðings, fyrir síðustu
Alþingiskosningar. Sjálfur hef ég reynt að halda uppi málflutningi
af þessu tagi og gleður það jafna hjarta mitt að heyra tekið í
þessa strengi. Grein Friðriks í Fréttablaðinu í gær segir það sem
segja þarf....
Lesa meira
Birtist í Fjarðarpóstinum
...Ég
er nefnilega þeirra skoðunar að heilsugæslan eigi að vera
kjölfestan í heilbrigðiskerfinu sem aðrir þættir þess hvíli á. Það
kallar á aðra forgangsröðun en fylgt hefur verið til þessa. En
framar öllu þarf að standa þá vakt sem þjóðin ætlast til af
stjórnvöldum: Að verja heilbrigðiskerfið afleiðingum
fjármálahrunsins sem framast má vera og tryggja að grunnurinn verði
til staðar til að byggja á nýja framfarasókn....
Lesa meira

Sumardaginn fyrsta fer ég ævinlega í Skátamessu í Hallgrímskirkju.
Þetta er hluti af hefðinni í mínu lífi á þessum degi. Í bland geri
ég þetta í minningu föður míns, Jónasar B.
Jónssonar, sem ...var mikill áhugamaður um
æskulýðsstarf... Ræðu dagsins í Skátamessunni að þessu sinni flutti
listakonan María Ellingsen. Henni mæltist
sérlega vel. Sótti efniviðinn víða, til ljóða Jónasar
Hallgrímssonar og í speki suður í álfur, gott ef ekki var til
Afríku þar sem spekingur hafði sagt að við værum líkleg til þess
"að varðveita það sem við elskuðum; elskuðum það sem við
þekktum og þekktum það sem okkur væri kennt." Boðskapurinn var
augljós...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 21.04.09.
.
.. Á
stuttum ferli mínum sem heilbrigðisráðherra hef ég átt ótal fundi á
heilbrigðisstofnunum, með starfsfólki og stjórnendum, með
trúnaðarmönnum stéttarfélaga innan BHM, ASÍ, BSRB og Læknafélags
Íslands. Ég hef hlustað eftir sjónarmiðum og komið mínum eigin á
framfæri; viðrað þá skoðun að æskilegt væri að umræða um framtíðina
væri eins laustengd amstrinu í augnabliki samtímans og kostur er,
fjarri kjarasamningum og hagsmunatengdri baráttu enda ættum við að
nálgast viðfangsefnið með langtímahagsmuni samfélagsins alls í
huga. Slíkan...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 20.04.09.
...Hann ætti að
hafa meiri áhyggjur af þeirri arfleifð sem Sjálfstæðisflokkurinn
skilar okkur eftir 18 ára valdaferil: Himinháar skuldir, bankahrun,
vaxtaokur og óðaverðbólgu. Út úr "góðærinu" skilar
Sjálfstæðisflokkurinn okkur heilbrigðiskerfi með tveggja milljarða
skuldahala og niðurskurði upp á tæpa sjö milljarða á þessu
ári.
Annars óska ég Halldóri Blöndal til hamingju með 80 ára afmæli
Sjálfstæðisflokksins hinn 25. maí nk. og vona að sjálfur eldist
hann betur.
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 18.04.09.
...Peninganefnd
Seðlabankans hefur ekki getað skýrt þá ákvörðun sína að viðhalda
15,5% stýrivöxtum. Vaxtaokrið hefur verið nefnt "tilvonandi
fortíðarvandi" Þetta er umhugsunarverð áminning....Talað hefur
verið um að færa höfuðstól skuldara niður um tiltekið hlutfall,
einnig um tiltekna krónutölu. Að mínu mati þarf að þróa þessa
hugsun áfram ...Um þær aðferðir þarf að mynda þjóðarsátt. Í þessu
sambandi eru áform ríkisstjórnarinnar tvíþætt: a) að stöðva uppboð
og árásir á skuldara og b) nota andrúmið til að þróa aðferðir til
að létta byrðarnar með sanngjörnum hætti...
Lesa meira

Um það bil 25 tannlæknar og tanntæknar ásamt tannlæknanemum hafa
gefið vinnu sína tvær helgar í röð í þágu barna og unglinga sem
þurfa á tannlækningum að halda...Ingibjörg S. Benediktsdóttir,
formaður Tannlæknafélags Íslands, sagði mér að hún væri því sammála
að líta eigi á tannlækningar eins og hverjar aðrar lækningar. Hún
sagði að 60 börn hefðu komist að í þetta skiptið ... Mér þótti
athyglisvert í máli Ingibjargar að hún benti á að tannskemmdirnar
hefðu ekkert með októberhrunið að gera - þær kæmu út úr "góðærinu".
Þá hefðu meira að segja verið lækkaðir skattar á gos og sælgæti
eins og til að kæta Karíus og Baktus!...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 15.08.09.
...Hugurinn reikar til liðinna ára, til harðvítugra
deilna um markaðsvæðingu sjávarauðlindarinnar, bankanna,
einkavæðingu heita vatnsins og hvernig okkur tókst að koma í veg
fyrir að kalda vatnið færi sömu leið. Nú dugir hins vegar ekki að
horfa til baka heldur fram á veginn. Brýnasta krafa samtímans er að
tryggja eignarhald þjóðarinnar á auðlindunum, öllum auðlindum sem
eru eðli máls samkvæmt sameign íslensku þjóðarinnar. Andstaða
Sjálfstæðisflokksins við slíkar fyrirætlanir hlýtur að vekja
athygli kjósenda í komandi Alþingiskosningum. Flokkurinn hefur
greinilega ekkert lært og virðist staðráðinn í því að halda áfram á
sömu braut.
Tal hans um skatta og niðurskurð eru af sama meiði. ...
Lesa meira

...Yfirsýn þeirra félaga,
sögulegar skírskotanir, upprifjun þeirra á tilteknum þáttum úr
þjóðlífinu, menningin og meiningarmunurinn. Það var upplýsandi að
hlusta á blaðamennina og athyglisvert að merkja hve kurteisir þeir
voru, en ákafir...Hvað varð til þess að við hættum að hlusta á
svona menn og háakta þá? Var það kannski þegar við slepptum
kúltúrlausu peningaliði inn í sparibauka landsmanna, án
barnfóstru? ... Þetta var ekki strengurinn sem leikið var á í
Krossgötum og þetta var ekki þráðurinn sem spunninn var í frábæru
viðtali í Fréttablaðinu á dögunum þar sem rætt var við Sigurð Gísla
Pálmason um ekki ólík mál ...
Lesa meira
Hvað varð um fjórða valdið? Megin hugsanastraumur fólks í heiminum óskar friðar og vonar að með því að ljúka hörmungunum í Mið-Austurlöndum takist undir forystu BRICS hópsins að binda enda á stríð „Fyrsta heims“ gegn „Öðrum og Þriðja heiminum“ og um að leið ljúki 500 hundruð ára sögu nýlendustefnu og hins fáránlega kapitalisma. Amen. Fullyrðinguna er hægt að sannreyna með því að prófa að nota netið og finna frjálsa fjölmiðla í stað CNN, BBC eða ...
Sigurþór S.
Lesa meira
Ég vil þakka fyrir góða ráðstefnu um málefni Kúrda þar sem gafst mjög fágætt tækifæri að heyra frá fólki þessa fjarlæga heimshluta. Snemma las eg greinar Erlends Haraldssonar á sínum tíma og Kúrdar hafa verið mér oft í huga sérstaklega hversu þeir hafa mátt mæta skilningsleysi og allt að því fyrirlitnngu hjá allt of mörgum. En menning þeirra er mjög gömul og ábyggilega mjög áhugaverð. Það er mikilvægt í nútímasamfélagi að hafa það uppi sem sannast reynist. Í örsamtali okkar minntist eg á grein sem birtist í Kjarnanum núna snemma á nýja árinu. Þar er n.k. uppljóstrun á hvernig stjórnmálamaður á ekki að koma fram gagnvart þjóðinni ...
Guðjón Jensson Mosfellsbæ
Lesa meira
Klaustursrónar krappann sjá
komið er að hefndum
Því Bergþóri verður bolað frá
og gera sátt í nefndum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Dýr voru þessi dönsku strá
nú dauðans alvöru sjáum
Því Dagur verður að fara frá
ef pálmatrén fáum.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Þakka þér fyrir skrifin um Venesúela og að syprja um afstöðu Íslands, hvort ekki standi til að fordæma afskipti Trumps og félaga. Ég er sammála þér að það verði Ísland að gera! Umhugsunarvert er að enginn á Alþingi skuli taka málið upp. VG er greinilega of upptekið við að þjóna Sjálfstæðisflokknum til að vilja vita af nokkru sem gæti ruggað bátnum. Hitt liðið er allt ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Í fátækt minni til fjölda ára
fræddist ég um lífsins nauð
oft vinnulaus með vitund sára
og vonleysi sem daglegt brauð.
Þó árin svo liði hér eitt og eitt
er augljóst að lítið gengur
því fátækir fá hér aldrei neitt
og geta ekki unað því lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Valgerður nú frelsið fær,
fagnar því með tári.
Hún er okkur öllum kær
og sjötug á þessu ári.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Samningsdrög við sjáum brátt
ei saman glösum klingjum
Þó Halldór Benjamín bjóði sátt
ef afslættinum kyngjum.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Líst vel á fundinn með Kúrdum næstkomandi laugardag. Við eigum að standa með þeim gegn mannréttindabrjótunum í Ankara. Ég starfaði með Kúrda þegar ég bjó í New York fyrir nokkru síðan og kynntist þá mörgum félaga hans svo og fjölskyldu. Það sem stendur upp úr í minningunni er hve líkir þeir eru okkur að ...
Jóel A.
Lesa meira
Árinu fagnar alþýða landsins
allt verður betra okkur hjá.
Efnahag riðlum, Elítu valdsins
og breytta tíma munum sjá.
...
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum