VELVILJAÐUR HALLDÓR

Birtist í Morgunblaðinu 20.04.09.
MBL - LogoAlmennt er Halldór Blöndal velviljaður maður. Síðast fann ég fyrir velvilja hans í örpistli á leiðaraopnu Morgunblaðsins þar sem hann hrósar mér fyrir að hafa staðið vel vaktina fyrir Sigtúnshópinn á sínum tíma og launafólk í BSRB. Aldrei hafi ég verið "smátækur" fyrir hönd umbjóðenda minna. Halldór hefur hins vegar áhyggjur af því að með árunum sé ég hættur að reisa harðar kröfur enda að eldast. *
Hann ætti að hafa meiri áhyggjur af þeirri arfleifð sem Sjálfstæðisflokkurinn skilar okkur eftir 18 ára valdaferil: Himinháar skuldir, bankahrun, vaxtaokur og óðaverðbólgu. Út úr "góðærinu" skilar Sjálfstæðisflokkurinn okkur heilbrigðiskerfi með tveggja milljarða skuldahala og niðurskurði upp á tæpa sjö milljarða á þessu ári.
Annars óska ég Halldóri Blöndal til hamingju með 80 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins hinn 25. maí nk. og vona að sjálfur eldist hann betur.

Fréttabréf