Greinar Maí 2009

...sleppa við skatta sem hægt er að komast hjá að greiða... með
fyrirbyggjandi aðgerðum.... Neytendasamtökin eru
þessu ekki sammála. Á hvaða róli skyldu þau samtök vera í þessu
samhengi? Er markmiðið það eitt að fá verð niður á öllum sviðum?
Sama hver varan er, kók eða mjólk? Ég spyr hvort búið sé að úthýsa
allri samfélagshugsun úr þessum samtökum? Ég er...
Lesa meira

Sjaldan hef ég fengið meiri hvatningu og vinsamlegri viðbrögð
við tillögu sem ég hef borið fram en þeirri sem viðruð var í dag á
ársfundi Sjúkrahússins á Akureyri. Þessi tillaga er reyndar engan
veginn mín - langt í frá - þetta er tillaga
Lýðheilsustöðvar, næringarfræðinga og helstu sérfræðinga
þjóðarinnar í heilbrigðismálum, tannlækna og tannheilsusérfræðinga
um langan tíma. Þessir aðilar hafa bent á að sýnt hafi verið fram á
það með ...Þetta veit Jón Steindór Valdimarsson hjá Samtökum
gosdrykkjaframleiðenda. Hann tekur andköf og bakföll í
fréttamiðlum, greinilega meira umhugað um söluhagsmuni
gosdrykkjaframleiðenda en heilsufar barna og unglinga. Heldur
dapurlegt hlutskipti í málflutningi. Þú veist væntanlega að
sykurinn étur glerunginn, Jón Steindór; og
spillir ...
Lesa meira

Á fyrsta starfsdegi nýrrar ríkisstjórnar var efnt til fundar í
Heilbrigðisráðuneytinu með forstöðumönnum heilbrigðisstofnana
landsins. Ég notaði tækifærið til að kynna áherslur nýs
stjórnarsáttmála, þar sem hamrað er á mikilvægi
velferðarþjónustunnar og að ráðist verði í heildstæða endurskoðun á
heilbrigðiskerfinu, m.a. með það að markmiði að efla heilsugæsluna
sem fyrsta viðkomustað sjúklings í kerfinu. Mikil og gagnleg umræða
varð á fundinum eins og fram kemur á heimasíðu ráðuneytisins...
Lesa meira

Gordon Brown, liggur undir ámæli heima fyrir. Hann er sakaður um að
hafa verið glámskyggn og óvarkár. Og alltaf þegar að honum er
vegið, þá notar hann Íslandstrompið. Íslendingarnir, þeir fóru illa
með okkur, segir Brown. Og við ætlum að sýna þeim hvar Davíð keypti
ölið....Nú telja margir að hann hafi fengið rangar upplýsingar, að
hann sé ekki inni í málunum og svo framvegis. En það er ekki
aðalatriðið. Heldur hitt, hvernig hann skilur hlutverk AGS.
Samkvæmt skilningi Gordon Brown á AGS að hafa eftirlit með
þrotabúinu Ísland og gæta þess að íslenska ríkisstjórnin raði í
rétta forgangsröð, sem er svona:
Númer eitt, tvö og þrjú: Byrja fljótt að greiða Icesave og öðrum
...
Lesa meira

Ávarp á ársfundi Landspítalans í dag
...Öll vill þjóðin verja velferðina. Það er dýrmæt vitneskja.
Verkefnið er þá að virkja þann góða vilja ...Nú er sem betur
fer kappsamlega unnið að því að koma skuldastöðu þjóðarinnar í
ásættanlegri farveg en mótaður var í haust leið. Í þeirri vinnu
finnum við fyrir klónum á lánadrottnum, sem fengið hafa
sérfræðingana frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sér til halds og trausts
en sem kunnugt er hafa þeir mikla reynslu í að færa skrúfurnar upp
á þumalinn á skuldugum þjóðum, einkum suður í álfum, stundum með
skelfilegum afleiðingum. Þeir segjast vilja vinna í anda vináttu og
bróðernis. En eins og Grímur Thomsen kvað um Goðmund á Glæsivöllum
þá var ...
Lesa meira

Góða grein eftir Viðar Þorsteinsson er að finna á Nei.is. Ég les
ævinlega af athygli það sem Viðar hefur að segja og er grein hans
nú engin undantekning hvað ágæti varðar: Að þessu sinni frábært
framlag inn í umræðuna um Evrópusambandið. Viðar spyr um hagsmuni,
annars vegar almannahagsmuni og lýðræði, hins vegar hagsmuni
fjármagns......Það er alltaf hressandi að heyra frá Viðari
Þorsteinssyni. Í þeim anda set ég þessar línur á skjá; til að sýna
viðbrögð og um leið þakklæti við uppbyggilegum og áhugaverðum
skrifum. Um það sem ég er Viðari sammála ræði ég ekki í þessum
línum en vek athygli á því sem ég tel ekki alveg rétt með farið og
þar sem okkur greinir á efnislega.
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum