„HANN ER KOMMÚNISTI"

Fréttaflutningur Morgunblaðsins af áhuga einkaaðila á að fá afnot af Heilbrigðisstofnun Reykjanesbæjar þótti mér sérstaklega upplýsandi um tvennt.
Í fyrsta lagi kemur fram hjá fulltrúa Salt Investment að búið hafi verið "að ganga frá öllum endum" við fyrirtækið, þegar ég kom í heilbrigðisráðuneytið fyrr á þessu ári. Þetta eru athyglisverðar fréttir í ljósi þess að forveri minn í embætti þrætti jafnan fyrir að þessi hefði verið raunin. Það hefði enda verið umdeilanlegt ef ráðherra heilbrigðismála, sem óbeint er tengdur eigendum Bláa lónsins hefði verið að skipuleggja heilbrigðisstarfsemi á vegum fyrirtækis sem Lónið er hluthafi í.
Hitt sem er til umhugsunar er hverja kynningu ég hef fengið hjá
umboðsmönnum Otto Nordhus, sem Morgunblaðið segir norskan stofnanda
"einkarekna heilbrigiðfyrirtækisins Nordhus Medical."
Þetta fyrirtæki er að hasla sér völl í viðskiptum með
heilbrigðisþjónustu -ekki síst landa í milli - nokkuð sem er mjög
umdeilt á Norðurlöndum og innan hins Evrópska Efnahagssvæðis.
Otto þennan Nordhus hef ég aldrei hitt svo ég viti. Hann hefur hins
vegar þær fréttir af mér að ég sé kommúnisti! Það er stutt í
kaldastríðsmóralinn á sumum bæjum! Ætli umboðsmenn Ottos hafi
haldið kynningu, jafnvel glærukynningu í lit, þar sem
klímaxinn hefur verið: Heilbrigðisráðherrann er kommúnisti!
Allt þetta kann að vera gott og blessað og kannski bara til að
hlæja að.
Eða hvað?