MENNING Í MUNAÐARNESI

Laugardaginn 20. júní verður efnt til hefðbundinnar
Menningarhátíðar BSRB í Munaðarnesi. Tilefnið er opnun
málverkasýningar Ingibergs Magnússonar. Við
opnunina mun Einar Már Guðmundsson, rithöfundur,
lesa úr verkum sínum og Þóra Einarsdóttir,
óperusöngkona syngur við undirleik Önnu Guðnýjar
Guðmundsdóttur.
Mér hlotnast sá heiður að stýra hátíðinni sem venju samkvæmt
hefst klukkan 14 og stendur í um
klukkustund en þá er boðið upp á veitingar. Allir eru
velkomnir og er kjörið að fá sér helgarbíltúr í
Borgarfirði og koma við í orlofsbyggðum BSRB þar sem hátíðin fer
fram.