Greinar Júlí 2009
...Þarna hitti ég margan góðan frændann og frænkuna, og
samstarfsfólk fyrr og nú. Torfi Jónsson var blár á litinn í
pólitík, eins og blátt bindið á Sturlu Böðvarssyni, Pálma á Akri og
fleirum góðum og gegnum íhaldsmönnum sem kvöddu sinn gamla
samherja. En þarna var líka Framsókn og að sjálfsögðu VG með
sjálfan Jón Bjarnason, þingmann kjördæmisins, ráðherra landbúnaðar
og - með frænku okkar Torfa, eiginkonu sína, Ingibjörgu Sólveigu
Kolka, sér við hönd. Svona er Ísland! Öll saman!! ...Nú þarf Ísland
á samheldni að halda. Ekki hlýðinni ógagnrýninni samheldni heldur
hnarrreistri og sjálfstæðri! Jarðarför við úfinn Húnaflóann í
dag minnir á hve frjór jarðvegurinn er á Íslandi fyrir því að
standa saman á þennan hátt. Samheldni íslensku sveitanna getur
kennt okkur margt...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 28.07.09.
...Ef við Íslendingar komumst ekki út úr
vandræðum okkar á eigin forsendum þá eigum við ekki framtíð sem
sjálfstæð og fullvalda þjóð. Ég er hins vegar um það sannfærður að
sem þjóð eigum við fram undan bjarta framtíð. En þá er líka
grundvallaratriði að við látum ekki telja úr okkur kjarkinn.
...Leiðarahöfundur Fréttablaðsins er á öðru máli. Hann staðnæmist
við heimasíðu mína með miklum meiningum. Á þessa sömu heimasíðu
barst mér nýlega bréf þar sem sú hugmynd er reifuð að Íslendingar
líti sér nær; horfi til samstarfs við Grænlendinga, Færeyinga,
Skota og Norðmenn ...
Lesa meira

...Vegna þessarar tregðu stjórnvalda hafa fjölmargir
eftirlaunaþegar þurft að búa við mikla fátækt og stjórnvöld hagnast
ennfremur á drætti þar sem margir rétthafar deyja á meðan beðið er.
Siðferðislega er hegðun stjórnvalda ámælisverð, ekki síst sú
ákvörðun að hlíta ekki dómsniðurstöðum. Siðferði Breta virðist því
meira vera
til sýnis en brúks....
Lesa meira

...Í þessari tilskipunargrein felst að þar sem Ísland er ábyrgt
fyrir tryggingakerfinu og ábyrgist þess vegna fyrstu greiðslurnar -
lágmarksgreiðslurnar - þá beri Íslandi fyrstu fjármunirnir sem inn
koma. Þetta virðist mér vera rökrétt og sanngjarnt. Eftir stendur
að lögspekingar og aðrir spekingar deila um túlkun laganna.
Hollendingar og Bretar segja að við höfum mismunað í þágu
Íslendinga með neyðarlögunum frá því í október. Við bendum á að
Bretar hafi mismunað í þágu eigin þegna með hryðjuverkalögunum og
auk þess stórskaðað hagsmuni Íslands. Hvað gera menn þá í
lýðræðislegu réttarríki? Menn eiga um tvennt að velja...Hvor
kosturinn sem fyrir valinu verður - fyrirvarar Alþingis eða höfnun
- mun ekki kæta gömlu nýlenduherrana í Hag og Lundúnum. Þeir eiga
þá þann kost að ...
Lesa meira

...Ég hef styrkst í þessari afstöðu. Við sjáum það sífellt betur
á hve ósvífinn hátt er sótt að íslenskum almenningi. Sífellt er
gefið í skyn að allt verði betra eftir því sem við lútum lægra.
Þetta er mikil villuhugsun. Þótt íslenskir fjármálamenn hafi farið
illa að ráði sínu á þjóðin ekki að þurfa að vera á hnjánum. Við
eigum ekki að hræðast hótanir og megum aldrei láta stjórnast af
ótta og óðagoti, hvað þá að hið gamalkveðna, "þetta
reddast" stýri för. Nú er þörf á raunsæi og yfirvegun þar sem
hagsmunir almennings eru í fyrirrúmi....
Lesa meira
Er ekki
undarlegt að ráðherra sem er á móti aðild að Evrópusambandinu komi
að aðildarviðræðum við ESB í mikilvægum málaflokkum?
Á þessa leið var spurningin sem Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra fékk á sig í hádegsifréttum RÚV í dag. Tilefni
fréttarinnar var stórundarlegt viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur, fyrrverandi formann Samfylkingarinnar, í
sjónvarpsfréttum þar sem hún sagði að sérstaklega þyrfti að
fylgjast með Jóni Bjarnasyni í viðræðum við ESB því hann væri
andstæðingur aðildar! Jón Bjarnason sagði réttilega að fráleitt
væri að ...
Lesa meira

...Oft hef ég heyrt sagt að enginn hafi séð þetta fyrir. Það er
vissulega rétt að sennilega hefur enginn haft hugarflug til að sjá
fyrir að hrunið yrði eins rosalegt og raun varð á. Hins vegar
voru uppi varnaðarorð frá upphafi - allt frá þeim tíma þegar
hringekjan var að fara í gang fyrir alvöru. Þessu til áréttingar
rifja ég hér upp - nánast af handahófi - ræðu sem flutt var á
Alþingi fyrir áratug þegar bankarnir voru hrifsaðir úr höndum
þjóðarinnar til að fela þá í hendur svokölluðum
"kjölfestufjárfestm." Á þessum tíma - fyrir
áratug - var hringekjan að fara í gang fyrir alvöru. Á Alþingi var
vísað til þess að þjóðin væri "...farin að fá á tilfinninguna
að hún búi í spilavíti..." Þetta reyndist því miður meira en
tilfinningin ein....
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum