Greinar Júlí 2009
...Þarna hitti ég margan góðan frændann og frænkuna, og
samstarfsfólk fyrr og nú. Torfi Jónsson var blár á litinn í
pólitík, eins og blátt bindið á Sturlu Böðvarssyni, Pálma á Akri og
fleirum góðum og gegnum íhaldsmönnum sem kvöddu sinn gamla
samherja. En þarna var líka Framsókn og að sjálfsögðu VG með
sjálfan Jón Bjarnason, þingmann kjördæmisins, ráðherra landbúnaðar
og - með frænku okkar Torfa, eiginkonu sína, Ingibjörgu Sólveigu
Kolka, sér við hönd. Svona er Ísland! Öll saman!! ...Nú þarf Ísland
á samheldni að halda. Ekki hlýðinni ógagnrýninni samheldni heldur
hnarrreistri og sjálfstæðri! Jarðarför við úfinn Húnaflóann í
dag minnir á hve frjór jarðvegurinn er á Íslandi fyrir því að
standa saman á þennan hátt. Samheldni íslensku sveitanna getur
kennt okkur margt...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 28.07.09.
...Ef við Íslendingar komumst ekki út úr
vandræðum okkar á eigin forsendum þá eigum við ekki framtíð sem
sjálfstæð og fullvalda þjóð. Ég er hins vegar um það sannfærður að
sem þjóð eigum við fram undan bjarta framtíð. En þá er líka
grundvallaratriði að við látum ekki telja úr okkur kjarkinn.
...Leiðarahöfundur Fréttablaðsins er á öðru máli. Hann staðnæmist
við heimasíðu mína með miklum meiningum. Á þessa sömu heimasíðu
barst mér nýlega bréf þar sem sú hugmynd er reifuð að Íslendingar
líti sér nær; horfi til samstarfs við Grænlendinga, Færeyinga,
Skota og Norðmenn ...
Lesa meira

...Vegna þessarar tregðu stjórnvalda hafa fjölmargir
eftirlaunaþegar þurft að búa við mikla fátækt og stjórnvöld hagnast
ennfremur á drætti þar sem margir rétthafar deyja á meðan beðið er.
Siðferðislega er hegðun stjórnvalda ámælisverð, ekki síst sú
ákvörðun að hlíta ekki dómsniðurstöðum. Siðferði Breta virðist því
meira vera
til sýnis en brúks....
Lesa meira

...Í þessari tilskipunargrein felst að þar sem Ísland er ábyrgt
fyrir tryggingakerfinu og ábyrgist þess vegna fyrstu greiðslurnar -
lágmarksgreiðslurnar - þá beri Íslandi fyrstu fjármunirnir sem inn
koma. Þetta virðist mér vera rökrétt og sanngjarnt. Eftir stendur
að lögspekingar og aðrir spekingar deila um túlkun laganna.
Hollendingar og Bretar segja að við höfum mismunað í þágu
Íslendinga með neyðarlögunum frá því í október. Við bendum á að
Bretar hafi mismunað í þágu eigin þegna með hryðjuverkalögunum og
auk þess stórskaðað hagsmuni Íslands. Hvað gera menn þá í
lýðræðislegu réttarríki? Menn eiga um tvennt að velja...Hvor
kosturinn sem fyrir valinu verður - fyrirvarar Alþingis eða höfnun
- mun ekki kæta gömlu nýlenduherrana í Hag og Lundúnum. Þeir eiga
þá þann kost að ...
Lesa meira

...Ég hef styrkst í þessari afstöðu. Við sjáum það sífellt betur
á hve ósvífinn hátt er sótt að íslenskum almenningi. Sífellt er
gefið í skyn að allt verði betra eftir því sem við lútum lægra.
Þetta er mikil villuhugsun. Þótt íslenskir fjármálamenn hafi farið
illa að ráði sínu á þjóðin ekki að þurfa að vera á hnjánum. Við
eigum ekki að hræðast hótanir og megum aldrei láta stjórnast af
ótta og óðagoti, hvað þá að hið gamalkveðna, "þetta
reddast" stýri för. Nú er þörf á raunsæi og yfirvegun þar sem
hagsmunir almennings eru í fyrirrúmi....
Lesa meira
Er ekki
undarlegt að ráðherra sem er á móti aðild að Evrópusambandinu komi
að aðildarviðræðum við ESB í mikilvægum málaflokkum?
Á þessa leið var spurningin sem Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra fékk á sig í hádegsifréttum RÚV í dag. Tilefni
fréttarinnar var stórundarlegt viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur, fyrrverandi formann Samfylkingarinnar, í
sjónvarpsfréttum þar sem hún sagði að sérstaklega þyrfti að
fylgjast með Jóni Bjarnasyni í viðræðum við ESB því hann væri
andstæðingur aðildar! Jón Bjarnason sagði réttilega að fráleitt
væri að ...
Lesa meira

...Oft hef ég heyrt sagt að enginn hafi séð þetta fyrir. Það er
vissulega rétt að sennilega hefur enginn haft hugarflug til að sjá
fyrir að hrunið yrði eins rosalegt og raun varð á. Hins vegar
voru uppi varnaðarorð frá upphafi - allt frá þeim tíma þegar
hringekjan var að fara í gang fyrir alvöru. Þessu til áréttingar
rifja ég hér upp - nánast af handahófi - ræðu sem flutt var á
Alþingi fyrir áratug þegar bankarnir voru hrifsaðir úr höndum
þjóðarinnar til að fela þá í hendur svokölluðum
"kjölfestufjárfestm." Á þessum tíma - fyrir
áratug - var hringekjan að fara í gang fyrir alvöru. Á Alþingi var
vísað til þess að þjóðin væri "...farin að fá á tilfinninguna
að hún búi í spilavíti..." Þetta reyndist því miður meira en
tilfinningin ein....
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum