Greinar Ágúst 2009

...Frásögn Tolstoys af örlögum Fidji-búa er umhugsunarverð og
gott innlegg í umræðu um hlutskipti Íslands og samskipti okkar
þessa dagana við gömlu nýlenduveldin í Evrópusambandinu, Bretland
og Holland. Bæði þessi ríki fóru með ótrúlegu ofbeldi, morðum,
ránum og gripdeildum víðs vegar um heiminn á nítjándu öldinni og
einnig þeirri tuttugustu. Á þeirri öld sem nú er runnin upp hafa
þessi ríki, þó einkum Bretland verið reiðubúin að beita
miskunnarlausu hervaldi til að tryggja kapitalistunum sínum yfirráð
yfir auðlindum, nú síðast í Írak. Allt þetta er gott fyrir okkur að
hafa í huga: Að slagurinn stendur um auðlindir og að
einskis er svifist...
Lesa meira

...Í útvarpsviðtali í morgun sagði Þorleifur Gunnlaugsson að
hvarvetna í heiminum þar sem orkugeirinn hefði verið einkavæddur
hefði það leitt til fákeppni og hækkaðs orkuðverðs. Þetta er
hárrétt. Hvers vegna í ósköpunum á þá að selja orkufyrirtækin frá
okkur og það á gjafaprís? Var það vegna þess að reynslan af því að
færa bankana í hendur einkaðilum hafi verið svo góð? Svo gott að
láta þá í hendur kjölfestufjárfesta - muniði? Standa lög til þessa?
Ef svo er þá þarf að breyta lögum sagði Þorleifur Gunnlaugsson.
Gott Þorleifur - ég er í þínu liði. Ég held að þjóðin sé nánast öll
í þínu liði. Það þarf að stöðva þetta rugl. Ég nota það orð af
kurteisisástæðum. Þorleifur á...
Lesa meira

Viðtal í helgarblaði DV 14.08.09
...Hluti af hruni undangenginna ára var fólginn í því að
afdrifaríkar ákvarðanir voru oft teknar í snarhasti. Væri tekinn
tími til ákvarðanatöku var talað um verkfælni og ákvarðanafælni.
Útrásarvíkingunum var aftur á móti hampað fyrir að vera snöggir að
komast að niðurstöðu. En flýtinum fylgir líka hugsunarleysi og
skortur á fyrirhyggju. Ráðist var í fjárfestingar og skuldbindingar
sem síðan stóðust ekki. Ég hef verið stjórnarmaður í lífeyrissjóði
þar sem teknar voru afdrifaríkar ákvarðanir. Við reyndum að hafa
allan vara á, leituðum upplýsinga og ráðgjafar og það henti á þeim
bænum eins og öðrum að teknar voru ákvarðanir sem ekki reyndust
skynsamlegar. Ég hef heitið sjálfum mér því að þegar ég tek
ákvarðanir sem skuldbinda annað fólk leiti ég af mér allan vafa.
Icesave-málið er ekkert venjulegt þingmál. Við erum að tala um
skuldbindingar vegna bankahruns sem eru...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 10.08.
...En það krefst úthalds að gefast ekki upp, loka augunum;
segja að við séum búin að fyrirgera öllum rétti okkar og verðum að
leggja allt traust á AGS. Staðreyndin er sú að enn höfum við ekki
gengist í ríkisábyrgðina þótt sumir hafi verið til þess albúnir að
undirgangast hana án þess að gera minnstu tilraun til að kynna sér
samninginn! Okkur ber skylda til að tryggja okkur eins vel og hægt
er inn í framtíðina. Ef við leikum af okkur þá þurfum við að hafa
styrk til að endurmeta stöðuna - svo lengi sem það er hægt....
Lesa meira
...Fram hefur komið að sjálfur get ég ekki fellt mig við að
veita ríkisábyrgð á Icesave á þeim forsendum sem fyrir liggja. Svo
er enn. Hvort hægt er að setja fyrirvara við ríkisábyrgðina er nú
til umræðu á Alþingi. Ég tek heilshugar þátt í þeirri umræðu og
fagna því að fulltrúar allra stjórnmálaflokka hafa lýst vilja til
að koma að þeirri vinnu. Saman eigum við síðan að ræða okkur að
niðurstöðu. Inn í þá umræðu þarf að flétta ígrundað mat á því
hversu hyggileg þessi fyrirvaraleið yfirleitt er. Að þessu verki á
í engu að flana. Framtíðin er í húfi. Allt veltur á vönduðum
vinnubrögðum. Ekki ætla ég að gera lítið úr stundarhagsmunum
Íslendinga. En fyrst og fremst snýst þetta mál þó um
framtíðina...
Lesa meira
Birtist í DV 05.08.09.
...En hvers vegna rifja upp hlutskipti Bjarts í Sumarhúsum? Jú, það
gerir Jóhann Hauksson, blaðamaður, í grein í DV í síðustu viku. Að
vísu er heimilsfang Bjarts ekki lengur Sumarhús heldur Grímshagi en
það er heimilisfang undirritaðs. Grein Jóhanns heitir Bjartur í
Grímshaga og fjallar um þá menn sem ekki átta sig á sínum
vitjunartíma. Og nú sé ekki rétti tíminn að styggja alla góðu
vinina okkar í Evrópusambandinu - því þar sé framtíðina að finna.
Bjartur í Grímshaga átti sig greinilega ekki á þessu og...En ég tel
jafnframt að Íslendingar eigi aðeins að undirgangast þá skilmála
gagnvart öðrum ríkjum sem eru réttmætir og sem ætla má að við getum
risið undir og staðið við. Annað er ómerkilegt og ekki sæmandi
fullvalda þjóð með sjálfsvirðingu...
Lesa meira

.... fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, sagði í
fréttum um helgina að "gjafaþjóðirnar" (donors) hikuðu við að rétta
Íslendingum hjálparhönd vegna tregðu okkar að undirgangast Icesave
skuldbindingarnar. Smám saman er það að renna upp fyrir
"gjafaþjóðunum" að Alþingi mun ekki samþykkja Icesavedrögin án þess
að settir verði fyrirvarar við þau. Ella yrðu þau að öllum líkindum
felld. Í hverju er svo aðstoð hinna "gjöfulu" vinaþjóða fólgin?
Ekki gefa þær okkur peninga svo mikið er víst. Aðstoðin er fólgin í
því að lána Íslendingum fjármuni, samkvæmt forskrift AGS, sem nema
rúmum 5 milljörðum Bandaríkjadala til að koma upp gjaldeyrisforða.
Það er nokkuð vel í lagt fyrir rúmlega 300 þúsund manna þjóð. Ekki
síst þegar litið er til þess að hreinn vaxtakostnaður af svo
risavöxnum forða ... nemi að minnsta kosti 18 ,7 milljörðum króna
árlega! Það þarf að skera talsvert niður á sjúkrahúsum Íslands til
að ná þeirri upphæð...
Lesa meira

...Nú er komið á daginn hve ótrúlega ósvífnir þeir voru í
viðskiptum sín í milli í harðsvíraðri samtryggingu og
krossfjárfestingum; hvernig þeir skákuðu milljarðatugum til og frá
á taflborði eiginhagsmuna; og hvernig þeir síðan undir það síðasta
settu fjármuni í ríkisskuldabréf þegar þeim þótti hætta á að
peningarnir væru ekki nægilega tryggir í bönkunum sem þeim -
"kjölfestufjárfestunum" - höfðu verið fengnir í hendur af þáverandi
stjórnvöldum. Hvers vegna ríkisskuldabréfum? Jú, ríkisskuldabréfin
eru þar tryggilegast á ábyrgð okkar, almennings! Um hvað snýst
slagurinn um bankaleynd núna? Hann snýst um rétt okkar - þessa sama
almennings - til að sjá hvernig farið var með okkur. Þarf að segja
meira? Þetta er siðleysi af hæstu gráðu. Ekki er nóg með að búið sé
að setja bankana á hausinn heldur...
Lesa meira
Birtist í DV 31. 07. 2009
Almennt séð vil ég eins lítið af boðum og bönnum og
mögulegt er að komast af með. Ég er nefnilega sammála þeirri
grundvallarhugsun sem breski heimsspekingurinn John Stuart Mill
setti fram í riti sínum Frelsinu, sem kom út á Bretlandi upp
úr miðri 19. öldinni og hefur síðan verið fólki um heiminn allan
góð lesning. Þar á meðal mér. Í Frelsinu segir á þann veg að enginn
maður hafi rétt á því að hlutast til um málefni annars einstaklings
nema að sýnt sé að sá einstaklingur skaði aðra með breytni sinni.
Þetta er vinnureglan þótt útfærslan kunni að taka á sig ýmsar
myndir. Þannig má spyrja hvenær maður skaði mann og hvenær ekki:
Einstaklingur hefur rétt til að hlutast til um það að annar reyki
ekki nærri honum því vitað er óbeinar reykingar eru skaðlegar. En
þótt reykingar bitni mest á þeim sem reykir þá er það ekki bara
hans prívatmál...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum