Fara í efni

SLAGURINN STENDUR UM AUÐLINDIR


Fyrir nokkru sendi Jón Lárusson mér bréf með þýðingu Egils H. Lárussonar á lýsingu Leos Tolstoys á skuldaánauð íbúa á Fidji-eyjum í Kyrrahafi og samskiptum þeirra við nýlenduveldi. Sjá hér: https://www.ogmundur.is/is/greinar/daemisaga-fra-fidji
Lesendur síðunnar hafa lagt út af þessum skrifum og bætt í, sbr. hér:https://www.ogmundur.is/is/greinar/um-fidji-eyjar-og-althjoda-gjaldeyris-sjodinn
Frásögn Tolstoys af örlögum Fidji-búa er umhugsunarverð og gott innlegg í umræðu um hlutskipti Íslands og samskipti okkar þessa dagana við gömlu nýlenduveldin í Evrópusambandinu, Bretland og Holland. Bæði þessi ríki fóru með ótrúlegu ofbeldi, morðum, ránum og gripdeildum víðs vegar um heiminn á nítjándu öldinni og einnig þeirri tuttugustu. Á þeirri öld sem nú er runnin upp hafa þessi ríki, þó einkum Bretland verið reiðubúin að beita miskunnarlausu hervaldi til að tryggja kapitalistunum sínum yfirráð yfir auðlindum, nú síðast í Írak. Allt þetta er gott fyrir okkur að hafa í huga: Að slagurinn stendur um auðlindir og að einskis er svifist.