"FYRIRVARARNIR OKKAR"


Á dauða mínum átti ég von en ekki málflutningi Sjálfstæðisflokksins í Icesave-málinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur í dag veist að þeim innan VG sem helst hafa haldið uppi gagnrýni á Ivcesave samninginn. Sjálfur er ég þar sérstaklega nafngreindur. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins kveðst harma að við séum að láta undan á meðan Sjálfstæðisflokkurinn haldi fullri reisn! Sum okkar hafa reynda ekki enn lýst afstöðu til málsins. En látum það vera.

Þorgerður Katrín talaði um "fyrirvarana okkar" frá í sumar. Þessi "við" munu eiga að vera Sjálfstæðisflokkurinn. Þingmenn hans tóku vissulega þátt í því ásamt þingmönnum annarra flokka að smíða fyrirvara gegn ríkisábyrgð á Icesave. En þeir gegndu engu umframhlutverki og þótt þeir samþykktu fyrirvarana treystu þeir sér ekki til að standa að málinu í heild. Nú er það hins vegar málið í heild sinni sem orðið er heilagt og allar breytingar á því svik við málstaðinn! Við ætlum ekki að draga stjórnarmeirihlutann að landi, sagði varaformaður Sjálfstæðisflokksins nýlega. Varaformaður sama flokks og undirritaði allar skuldbindingarnar á Icesave síðastliðið haust - um að við myndum borga "lánið" upp að fullu - og bauð hingað Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í morgun og aftur í Kastljósi Sjónvarps í kvöld ræddust þær við Þorgerður Katrín og Guðfríður Lilja, þingflokksformaður VG. Málflutningur hvorrar skyldi hlustendum hafa þótt trúverðugri?
http://dagskra.ruv.is/ras2/4473677/2009/10/19/4/
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4472042/2009/10/19/2/

Fréttabréf