RÉTT HJÁ SVANDÍSI


Í gær var haldinn fjölmennur fundur á Suðurnesjum til að krefjast þess að öllum hindrunum gegn álveri í Helguvík yrði hrundið úr vegi.
Skiljanlegt er að fólk vilji ganga langt til að greiða fyrir atvinnuuppbyggingu. Atvinnuleysi er böl sem verður að bægja frá. En ekki á hvaða forsendum sem er. Við erum mörg þeirrar skoðunar að frekari atvinnuuppbygging með stóriðju sé varasöm bæði í efnahagslegu tilliti og þá ekki síður með tilliti til náttúruverndarsjóðnarmiða. Hin efnahagslegu rök teygja sig langt inn í framtíðina því staðreyndin er sú að orkan verður sífellt vermætari og varsamt að binda hana til langrar framtíðar í þágu erlendrar stóriðju sem skilar okkur minna í þjóðarvasann en ýmsir aðrir kostir. Umhverfisrökin eru svo þau að engin verður stóriðjan án virkjana. Fráleitt er því að taka afdrifaríkar ákvarðanir um orkusölu án þess að fyrir liggi hvaða áform við höfum um virkjanir og náttúruvernd. Þetta liggur einfaldlega ekki fyrir enda vanrækt af hálfu fyrri ríkisstjórna.

Ákvörðun Savndísar Svavarsdóttiur sem ýmsir hafa gagnrýnt, þar á meðal fundurinn í gær, snýr þó ekki að öllum þessum pakka. Hún snýr að línulögn fyrir Helguvíkurálver. Skipulagsstofnun hafði ekki gert athugasemd við umrædda lögn. Það höfðu hins vegar náttúruverndarsamtök gert og viljað heildstætt mat á framkvæmdina. Ef Svandís Svavarsdóttir hefði virt þær óskir að vettugi hefði hún brugðist sem umhverfisráherra. Hennar hlutverk er að passa upp á umhverfið. Að það sé ALLTAF látið njóta vafans.  

Fréttabréf