Greinar 2009

Birtist í tímaritinu Þjóðmál 4. hefti, 5. árg
...Styrmir Gunnarsson hefur annað hvort misst völdin eða afsalað
sér völdum - hinum formlegu völdum. Getur verið að með því hafi
hann öðlast frelsi? Hver getur talað fyrir beinu lýðræði, gagnsæju
þjóðfélagi, að allt sé alltaf uppi á borði? Svarið er augljóst. Það
gerir bara sá sem hefur engu að tapa. Það gerir sá sem þarf ekki
lengur að taka tillit til valdakerfis sem byggir fremur á auði en
upplýsingu og viti. Bók Styrmis er vonandi staðfesting á því að
hann sé genginn úr því bjargi. ...
Lesa meira

...Forsenda velgengninnar er frelsi og forræði yfir eigin málum.
Hið sama gildir um þjóðir og um einstaklinga hvað það snertir.
Vitneskjan ein um frelsið er aflvaki. Vitund um ófrelsið hefur
gagnstæð áhrif. Enda segir í annálum að Árni Oddsson, lögmaður
á Leirá, hafi verið með tár í augum þegar honum, ásamt öðrum
forsvarsmönnum Íslendinga, var gert að vinna Friðriki III
erfðahyllingareið og viðurkenna hann sem einvald á Kópavogsfundinum
1662. Þar með var allt pólitískt vald horfið úr landinu.
Íslendingar þráuðust við að undirrta valdaafsalið en þegar
Brynjólfur Sveinsson, biskup, vildi andmæla því að landsmenn
afsöluðu sér fornum landsréttindum, spurði fulltrúi Danakonungs
hvort hann sæi ekki hermennina sem voru með honum í för! Sáu
Íslendingar þá að þeir áttu ekki annarra kosta völ með
byssukjaftana í bakið en að undirrita. Minnir á samtímann. Að vísu
ekki byssum að okkur beint. Ofbeldið birtist okkur nú ...
Lesa meira

Nú er Kaupþing-banki búinn að endurskíra sig og vill heita
Arion. Ólína skrifar mér pistil um þá nafngift, sögu hennar frá
fornu fari og íslenska arfleifð. Nafngiftin Arion - með sögu sína
frá fornu fari og arfleifð hér á landi sem verðbréfafyrirtæki -
segir mér hvert draumar manna á þessum bænum stefna. Hvers vegna
svara fjármálastofnanir ekki kalli tímans? Ímyndarsmiðir velja nafn
í samræmi við fyrirætlanir og drauma. Svo ég tali nú bara fyrir
sjálfan mig...
Lesa meira

Heimili og skóli hafa sýnt frábært frumkvæði í eineltismálum. Nú
síðast með útgáfu bæklings um einelti eftir Þorlák H. Helgason.
Bæklingurinn er afar vel unninn og hvet ég fólk til að nálgast hann
og taka þátt í vitundarvakningunni um einelti sem Heimili og skóli
hafa nú efnt til. Samtökin hyggjast beita sér af alefli í þágu
þeirra sem verða fyrir einelti með skelfilegum afleiðingum -
óhamingju og sárum á sálinni...
Lesa meira
...Fáir menn skírskoti "til fólks á öllum tímum" í eins ríkum
mæli og Snorri Sturluson gerir, segir Óskar Guðmundsson ennfremur.
Snorri hafi þurft að kljást við höfðingja innanlands og utan,
börnin sín og breyskleika sína. En þessi maður sem barðist við
heiminn fyrir átta öldum hafi engu að síður sigrað hann. Það hafi
hann gert með bókmenntunum! Óskar Guðmundsson opnar okkur nýja sýn
á þennan bókmenntarf með ritverki sínu. Sjálfur er ég rétt að hefja
lesturinn, staddur á hlaðinu á Odda á Rangárvöllum sumarið 1181
ásamt hinum unga sveini Snorra, föður hans Sturlu Þórðarsyni og
Jóni Loftssyni sem tekið hafði Snorra í fóstur...
Lesa meira

...Framlag listamannanna gladdi mig, hlý ávarpsorð félaga míns
Árna Stefáns Jónssonar, varaformanns BSRB, og þá einnig hitt hve
margir lögðu leið sína í Háskólabíó þessa eftirmiðdagsstund.Hér er
slóð á frásögn af fundinum á vef BSRB þar sem er að finna ræður sem
fluttar voru en þess má geta að dagskráin hefur verið sett á
geisladisk og má vel vera að tæknin bjóði upp á að ég geti veitt
aðgang að honum hér á síðunni. Ef unnt er að gera það mun...
Lesa meira

...Svanhildur Halldórsdóttir hafði lag á því að hefja allt sem
hún kom nálægt upp á æðra plan. Það gerði hún með frábærum tökum
sínum á íslensku máli, skilningi sínum og þekkingu á sögunni og
einstakri háttvísi og hlýju. Hún verkstýrði af velvild fákunnandi
formanni í upphafi formannsferils og var alla tíð með afbrigðum
fundvís á viskuorð sem hæfðu líðandi stundu. Þegar hugsað er til
slíks samferðarfólks verður maður auðmjúkur og þakklátur...
Lesa meira

...Er hægt að taka þennan mannskap alvarlega? Eða þá aðila á
vinnumarkaði sem mæla honum bót? Getur verið að verkalýðshreyfingin
ætli að stilla sér upp með hinum burðugu á móti öryrkjunum? Getur
það verið? Nú þarf ríkisstjórnin að sýna staðfestu. Standa
með Árna Páli Árnasyni, félagsmálaráðherra. Það geri
ég....Ég skora á fjölmiðla að reikna út hvað 20 - 30 aura
hækkun á kílówattstund eins og um er rætt, þýðir í reynd. Mér
skilst að þar séum við að tala um tvo til tvo og hálfan milljarð á
allan áliðnaðinn á ári. Ef við hins vegar lítum á skattalækkanir
sem áliðnaðurinn hefur notið góðs af á allra síðustu árum, úr 30 í
15%, þá er það eftir því sem ég kemst næst ...
Lesa meira

Ræða við setningu þings BSRB 21.10.09.
Í setningarræðu formanns BSRB er hefð að tala um undangengið
kjörtímabil og það sem framundan er. Ég mun vissulega víkja að
framtíðinni en einkum mun ég dvelja við það sem liðið er og láta
nýjum formanni það eftir að horfa fram á veginn því einsog fram kom
síðastliðið vor hef ég ákveðið að bjóða mig ekki fram að nýju til
formennsku í BSRB. Það er ekki einvörðungu undangengið kjörtímabil
sem er undir í mínum ávarpsorðum nú í upphafi 42. þings BSRB
heldur það tímabil í heild sinni sem ég hef verið formaður
bandalagsins. Það er jafnan hollt að horfa til baka, því þannig
fáum við hina sögulegu sýn á tilveruna. Hún dýpkar skilning okkar á
samtímanum og gerir okkur kleift að vefa þræði sögunnar inn í
framtíðina af meiri skilningi en ella......
Lesa meira

BSRB gerir mér þann heiður að efna til sérstakrar
menningardagskrár í dag í Háskólabíói í tilefni þess að ég læt nú
af formennsku í samtökunum. Dagskráin er öllum opin og leyfi ég mér
hérmeð að vekja athygli lesenda heimasíðu minnar á því. Húsið mun
opna klukkan 17:00 en sjálf dagskráin hefst 17:30 og tekur um
klukkustund að því mér er tjáð, en að henni lokinni er boðið upp á
veitingar. Við setningu þings BSRB fyrr um daginn mun ég....
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum