Greinar 2009

...Við ætlum ekki að draga stjórnarmeirihlutann að
landi, sagði varaformaður Sjálfstæðisflokksins nýlega.
Varaformaður sama flokks og undirritaði allar skuldbindingarnar á
Icesave síðastliðið haust - um að við myndum borga "lánið" upp að
fullu - og bauð hingað Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í morgun og aftur
í Kastljósi Sjónvarps í kvöld ræddust þær við Þorgerður Katrín og
Guðfríður Lilja, þingflokksformaður VG. Málflutningur hvorrar
skyldi hlustendum hafa þótt trúverðugri?...
Lesa meira

...Ég neita því ekki að maður þarf að halda sér fast þegar
hollenski fjármálaráðherrann lýsir því yfir að nú megi
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fara að losa um þumalskrúfurnar á
Íslendingum. Fyrir nokkrum dögum var öllum slíkum tengingum
afneitað!...Í dag vorum við eina ferðina enn saman á BBC við Össur
Skarphéðinsson að tala máli Íslands. Utanríkisráðherranum mæltist
vel - málflutningurinn sannfærandi - og varð mér hugsað til þess
hve illa Ísland hefur nýtt sóknarfæri sín á erlendri grundu til að
tala beint til almennings. Smáfundir með ráðamönnum skipta litlu
máli. Þeir eru viðkvæmir bara fyrir einu: Kjósendum sínum...
Lesa meira

Icesave er aftur á dagskrá. Samningurinn er slæmur. Betri en í
vor. Miklu betri. Verri en að loknu sumarþingi. Betri en í síðustu
viku. Þá gekk ég úr ríkisstjórn. Til að mótmæla málsmeðferð og því
að samþykkja samning sem svipti Ísland rétti til að véfengja
greiðsluskyldu okkar gegn ofbeldiskröfum Breta og Hollendinga.
Þessu hefur nú verið breytt til betri vegar. Það er mikilvægt. En
er það nógu mikilvægt? Hvað er til ráða? Hjartað segir mér að
réttast væri að fella samninginn. Skynsemin býður mér að fara
varlega....
Lesa meira

...Bretar og Hollendingar áttuðu sig á því að málið var ekki í
höfn og nauðsynlegt af þeirra hálfu að slá af kröfum sínum; kröfum
sem gengu út á að hundsa réttarríkið! Auðvitað hefur það alltaf
verið vilji allra sem að þessum málum koma að standa á rétti
Íslands og er það ánægjulegt ef þokast nú í rétta átt. Þannig hafa
forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra nú lýst því
yfir að ekki komi til greina að afsala rétti Íslands til að
véfengja kröfur Breta og Hollendinga falli dómur í þá veru. Þessi
skilningur þarf að vera skýr í skilmálum Alþingis. Ég lít svo á að
falli dómur okkur í hag væru forsendur fyrir greiðslum Íslendinga
samkvæmt samningnum brostnar. Ég skil það svo að í þessa átt þokist
nú og er það vel....
Lesa meira

...Umhverfisrökin eru svo þau að engin verður stóriðjan án
virkjana. Fráleitt er því að taka afdrifaríkar ákvarðanir um
orkusölu án þess að fyrir liggi hvaða áform við höfum um virkjanir
og náttúruvernd. Þetta liggur einfaldlega ekki fyrir enda vanrækt
af hálfu fyrri ríkisstjórna. Ákvörðun Savndísar Svavarsdóttiur sem
ýmsir hafa gagnrýnt, þar á meðal fundurinn í gær, snýr þó ekki að
öllum þessum pakka. Hún snýr að línulögn fyrir Helguvíkurálver.
Skipulagsstofnun hafði ekki gert athugasemd við umrædda lögn. Það
höfðu hins vegar náttúruverndarsamtök gert og viljað heildstætt mat
á framkvæmdina. Ef Svandís Svavarsdóttir hefði virt þær óskir að
vettugi hefði hún brugðist sem...
Lesa meira
Laugardags-morgun-spjallfundur verður í Kragakaffi
- félagskaffi okkar VG-ara í Hamraborginni í Kópavogi -
klukkan 10:30. Þar gefst tækifæri til að skýra sjónarmiðin og
skiptast á sjónarmiðum um þá stöðu sem uppi er í stjórnmálum þessa
stundina. Það er brýnt að taka slíka umræðu nú. Reyndar alltaf
brýnt, en sjaldan brýnna en nú. Óþarft er að færa fyrir því
rök.
Lesa meira

...Þetta var
upphaf forsíðufréttar Morgunblaðsins síðastliðinn fimmtudag. Þar
var einnig vitnað til upplýsinga frá Lýðheilsustöð m.a. um
dauðsföll af völdum reykinga. Upp í hugann
komu bílarnir tveir, sundurtættir hvor andspænis öðrum ofan á gámi
eða einhveju slíku, sem blasa við sjónum þegar ekið er upp á
Hellisheiðina. Stórum stöfum segir frá hve mörg dauðaslys hafi
orðið í umferðinni það sem af er ári. Nú stendur talan í tíu.
Yfirleittt endar talan á milli tuttugu og þrjátíu. Dauðatalan vegna
reykinga er nokkru hærri. Hún er fjögur hundruð - 400
- yfir árið! Sigríður
Ólína Haraldsdóttir segir í fyrrnefndri Morgunblaðsfrétt að oftar
en ekki verði sjúklingar undrandi þegar þeim er greint frá því
að...
Lesa meira

Nú er ár liðið frá því bandaríska/fjölþjóðlega
fjármálafyrirtækið Lehman Brothers varð gjaldþrota. Í snarhasti
voru milljarðar fluttir frá London vestur um haf - til að bjarga
verðmætum "heim". Í London var skrifstofum lokað og þúsundir misstu
vinnu sína í höfuðborg Bretlands. Nokkrum dögum síðar hrundu útibú
Landsbankans í Bretlandi - eða öllu heldur þeim var hrundið. Breska
stjórnin ákvað að frysta allar eigur Landsbankans með
hryðjuverkalögum. Hvers vegna hryðjuverkalög á Ísland ...
Lesa meira

...Maður hefði ætlað nú eftir hrunið að slíkir aðilar temdu sér
hógværð í málflutningi. Af viðtali við Hannes G. Sigurðsson,
aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í
Sjónvarpsfréttum í kvöld að dæma, hafa þessir aðilar ekkert lært.
Hannes var stóryrtur í garð ríkisstjórnarinnar fyrir "að draga
lappirnar" í endurreisnarstarfinu. Á hvern hátt skyldu
stjórnvöldin draga lappirnar að mati SA? Þau vilja ekki, að sögn
aðstoðarframkvæmdastjórans, að stóriðjustefnunni verði áfram
hrundið fram af sama offorsi og til þessa (með geigvænlegri
skuldsetningu orkufyrirtækjanna), þau vilji ekki hleypa erlendum
fjárfestum í orkuiðnaðinn og þau vilji ekki virkja Þjórsá! Allt
þetta vill Hannes ólmur að gert verði í snarhasti. Álíka ólmur
er hann - og félagar hans í atvinnurekendasambandinu - og þeir voru
áður fyrr að...
Lesa meira

Í dag verður Joseph Stiglitz í Silfri Egils. Þetta þykir mér
vera góð byrjun á vetrinum hjá Agli! Stiglitz fékk Nóbelsverðlaunin
í hagfræði árið 2001. Hann er fyrrum aðalhagfræðingur
Alþjóðabankans en nú prófessor við Columbiaháskóla í New York.
Stiglitz var á sínum tíma einn helsti efnahagsráðgjafi Bills
Clintons forseta Bandaríkjanna. Stiglitz er kunnur fyrir gagnrýna
hugsun og hefur umfjöllun hans um stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
og Aljþóðabankans í málefnum skuldsettra ríkja vakið athygli - þó
ekki alltaf hrifningu ráðandi afla. Eitt er óhætt að fullyrða: Á
Joseph Stiglitz er hlustað. Það verður og gert í ...
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum