Greinar 2010

...Martin Luther hafði hugrekki til að rísa gegn valdakerfum og
vanahugsun sinnar samtíðar. Þetta er einnig kjarninn í boðskap séra
Gunnars, eins og ég skil hann...Séra Gunnar vill að við speglum
okkar eigin samtíð í boðskap kristinnar trúar : "Þetta sakar
ekki að hafa í huga einmitt nú þegar svo mjög er leitað að
grunngildum samfélagsins, og hin góðu gildi lífsins eru hafin til
vegs og virðingar á ný og nýrra leitað ...Tveir þjóðfundir
skrásettu helstu gildi, sem þeir álitu einstaklingum og þjóðinni
allri farsælast að hafa í heiðri. Lífsgildalisti þjóðfundanna er í
stórum dráttum náskyldur hinum klassísku dyggðum kristins samfélags
aldanna...Hinar sjö höfuðdyggðir kristninnar: trú, von og
kærleikur, viska, hugrekki, réttlæti og hófstilling, sáu aftur
dagsins ljós - en þó ekki allar...
Lesa meira
...En ég skal játa að mér þótti gott að heyra í fréttum nefndar
háar tölur um bókaveltuna fyrir þessi jól. Svo var að skilja að
þetta yrðu góð bókajól! Það er held ég séríslenskt; að allir kaupi
bækur að gefa og síðan séu þær lesnar á jólunum. Enn eru jólin ekki
að fullu gengin í garð þegar þetta er skrifað en ég er þegar með
Péturspostillu
(Gunnarssonar) á borðinu og Þú sem ert á
himnum, Úlfars Þormóðssonar er þarna líka og svo
bætist við... meira um það síðar. En það sem ég hef þegar lesið
lofar góðu! Aftur að gjöfunum - öðrum en bókum. Einu sinni
var með okkur kínverskur maður á jólum. Samstarfsmaður konu minnar.
Hann sat í losti á meðan tekið var utan af gjöfunum - við vorum þá
mörg í heimili og gestir að auki. Gríðarlegt magn gjafa. Og þarna
sat hann þessi ...
Lesa meira
Síðastliðinn föstudag var jarðsunginn frá Guðríðarkirkju
Matthías Björnsson, loftskeytamaður og kennari með meiru. Já, miklu
meiru. Matthías var mikill Íslendingur og elskaði land sitt og
þjóð. Útförin bar þess og merki, ættjarðarlögin ómuðu í bland við
kristilegan boðskap. Hver á sér fegra föðurland, Þótt þú langförull
legðir sérhvert land undir fót bera hugur og hjarta samt þíns
heimalands mót... Matthías fór víða um lönd sem loftskeytamaður á
skipum og í andanum var hann sífellt á ferðinni, brennandi af áhuga
á málefnum líðandi stundar sem hann fléttaði jafnan arfleifð fyrri
tíðar...
Lesa meira

...Þetta breytir að sjálfsögðu ekki því að það skiptir
sköpum hvernig stjórnmálmenn halda á málum á hverjum tíma og
það var úrslitaatriði að mínu mati að fá okkur til aðstoðar
einn færasta samningamann á þessu sviði á heimsvísu: bandaríska
lögfræðinginn Lee Bucheit. Það er ekki á allra vitorði að það var
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, sem
fékk Bucheit að borði. Snemma sumars 2009 kom hann hingað til lands
að áeggjan Guðfríðar Lilju og átti hann þá - einnig að hennar
frumkvæði - fund með íslenskum ráðamönnum. Það var þó ekki
fyrr en á þessu ári að Bucheit kom inn í samninganefndina, aftur að
áeggjan Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur þótt ýmsir aðrir tækju nú
undir. Mat hennar á hæfileikum Bucheits við skákborð þessara erfiðu
samninga hygg ég að hafi verið rétt...
Lesa meira
...
Það er óvéfengjanleg staðreynd að ýmsar rannsóknarniðurstöður
Íslenskrar erfðagreiningar eru mjög merkar og skipta máli á
heimsvísu. Af þessu hygg ég að við séum öll stolt. Það á vissulega
við um mig sjálfan. Í umræddu útvarpsviðtali sagði ég að á
tuttugustu öldinni hefðu grunnrannsóknir verið fjármagnaðar af hinu
opinbera og semiopinberum háskólum. Þessi þekking hefði verið öllum
opin og frjáls. Eða þar til markaðsvæðingin hóf innreið sína fyrir
alvöru inn í þetta umhverfi undir lok síðustu aldar. Þessa umræðu
tókum við í tengslum við stofnun ÍE á sínum tíma. Hún snerist um
vísindarannsóknir, heilbrigðiskerfi og markað. Þarna vorum við Kári
ekki á einu máli. Umræðan var á köflum..
Lesa meira

...Skorið verður ofan af lánum á yfirveðsettum heimilum með
takmörkunum háðar tekjum og eignum en einnig verður vaxtakostnaður
færður niður með sérstökum tilfærslum sem fjármálakerfið mun
fjármagna. Samráð verður haft um útfærsluna. Þá er mikilvægt að
samkomulag náðist við lífeyrissjóðina um að draga úr skerðingu sem
hljótast af samspili almannatrygginga og lífeyrissjóða og síðast en
ekki síst er nú unnið að því að losa okkur við vísitölutengingu
lána sem ég sannfærist alltaf betur og betur um að verður að hverfa
auk þess sem mál málanna á að vera lækkun vaxta.
Málamiðlunin sem nú hefur náðst er tvímælalaust mikilvæg
...
Lesa meira

Þegar ég sat í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, LSR,
var reglulega rætt um vexti enda tekin um um það ákvörðun í stjórn
hvaða vexti lán sjóðsins ættu að bera hverju sinni. Ekki voru menn
alltaf sammála í þessu efni. Af minni hálfu var því sjónarmiði
jafnan haldið á loft að okkur bæri að halda vaxtastiginu eins lágu
og við treystum okkur til enda lífeyrissjóðurinn áhrifavaldur á
fjármálamarkaði. Rökin voru þessi...Nú bregður svo við þegar kallað
er til þjóðarátaks til að létta á skuldaklafanum að
lífeyrissjóðirnir ganga fram fyrir skjöldu og segja að lækkun vaxta
sé eignaupptaka sem stangist á við stjórnarskrá! Síðast heyrði ég
Bjarna Þórðarson, tryggingastærðfræðing, hafa uppi svona
boðskap í Spegli RÚV. Af þessum sökum...
Lesa meira

... Eins og sjá má skrifaði Magnús Hlynur frétt sína á meðan við
vorum enn í ferðinni. En upplýst skal að við komumst á áfangastað
þrátt fyrir ýmsar uppákomur á leiðinni sem ýmsir röktu til
reimleika. Frá því er skemmst að segja að ferðin var fróðleg og
stórskemmtileg enda leiðsögumaðurinn, Þór Vigfússon, meistari
frásagnarlistarinnar, sumir myndu kalla hann töframann tungutaksins
og að vel færi á því að fá slíkan galdramann til að fjalla um
gernigar fyrr og nú. Þá var það sérstök tilfinning að sitja í gamla
Weaponinum frá 1953 með sjálfan Guðmund Tyrfingsson undir
stýri! Einnig hann er sagður...
Lesa meira

...Í gær efndi Reykjavíkurfélag VG til opins málþings um
heilbrigðisþjónustuna....Í opnum umræðum í kjölfar framsöguerinda
kom fram að fulltrúi VG í fjárlaganefnd Ásmundur Einar Daðasaon
hefði einmitt óskað eftir slíku mati og var gerður að því góður
rómur. Í máli Þuríðar Backman, foranmns heilbnrigðisnefndar
Alþingis kom fram að fulltrúar VG hefðu þar beitt sér fyrir því að
sá hluti fjárlaga sem sneri að heilbrigiðsstofnunum yrði
endurskoðaður ...Við sem stöndum að stjórnarmeirihlutanum þurfum að
vera meðvituð um ábyrgð okkar. Þá dugir ekki annað en horfa til
allra útgjaldaþátta. Ég held að það sé engin tilviljun að nú fá
hljómgrunn með þjóðinni hugmyndir um að flýta viðræðum við ESB
...
Lesa meira

...Nú stíga fram á sjónarsviðið einstaklingar og tala
digurbarkalega um að betra hefði verið að borga Icesave upp í topp
strax og afnema gjaldeyrishöft strax. Þá væru matsfyrirtækin ánægð,
líka fjárfestar og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Allir ánægðir.
Fréttamenn og prófessorar ánægðir. Einfalt mál. Þangað til þeir
missa sjálfir vinnuna í niðurskurðinum. Og síðan er það skrítið að
gefa sér að gjaldeyrishöftin hefðu horfið um leið og íslenskir
skattgreiðendur gengju í ábyrgð fyrir Icesave. Skilja menn
virkilega ekki að skuldsetning ríkisins er höfuðvandi okkar? Mér
finnst þetta tal vera sjálfsblekkingar ótrúlega áþekkar og við
heyrðum 2007 þegar menn trúðu því að með tilfæringum í bókfærlsu
væri hægt að...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum