Greinar Október 2010

... En staðreyndin er nú samt sú að þetta gera stjórnmálamenn oft -
og eftir því sem losnar um forrræðishyggjuna og mönnum verða
tamari lýðræðisleg vinnubrögð, þá gerist þetta oftar. Krafa um
utanþingsstjórn er hins vegar ákall um forræðishyggju. En hverja
skyldu menn vilja fá að stjórnvelinum? Bara einhverja sem
forsetanum dettur í hug? Viljum við ekki frekar fá að velja fólkið
sjálf í kosningum? Á þetta að vera fólk sem vill einkavæðingu eða
er á móti henni, á þetta að vera fólk sem styður kvótakerfið eða
vill uppræta það, er með stóriðjustefnu og vill selja auðlindirnar,
eða vill ...
Lesa meira
Birtist í Bændablaðinu 21.10.10
...Ég held að
menn hafi gert of mikið af því að ná fram breytingum innan
stjórnsýslunnar með fyrirmælum og lagaboðum. Það er mun vænlegra
til árangurs að fólk geri hlutina af fúsum og frjálsum vilja. Ég
deili því almenna markmiði með forvera mínum að það sé æskilegt að
styrkja sveitarfélögin sem stjórnsýslueiningar og það felur í
sér að þau sameinist í ríkara mæli en verið hefur. Þau eiga hins
vegar að vera sjálfráð um það. Það er kjarni minnar stefnu og míns
flokks, að leggja áherslu á lýðræðisleg vinnubrögð...
Lesa meira
...Ekki hef ég nokkrar ástæður til að ætla annað en allt sem
fram fer hjá Byggðastofnun þoli dagsljósið. En hvers vegna skyldi
þá krafa Arndísar Soffíu Sigurðardóttur, varþingmanns VG sem sæti á
í stjórn Byggðastofnunar, eiga erfitt uppdráttar? Að mínu mati er
krafa hennar um opna stjórnsýlsu fullkomlega réttmæt og
eðlileg. Tillaga hennar er þessi samkvæmt frétt á smugan.is:
"Fundargerðir stjórnar Byggðastofnunar skulu gerðar opinberar
til hins ítrasta og að því marki sem lög leyfa hverju sinni."
Arndís Soffía vill reyndar ganga skrefinu lengra og...
Lesa meira

Fjölmiðlar og bloggsíður hafa talsvert fjallað um fund sem
baráttusamtökin BÓT efndu til í Salnum í Kópavogi í gær. Þar á
meðal er að finna umfjöllun á pressan.is. Þar kom fram að
ég telji að göt hafi verið rifin á öryggisnet
velferðarkerfisins sem í samdrættinum séu að koma æ betur í
ljós og að það sé höfuðkrafa á hendur stjórnvöldum að stoppa upp í
þessi göt. Nú bregður svo við að varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason, vaknar til lífsins
og sakar mig um ósannindi á vefmiðlinum amx.is. Þar hafði
reyndar einnig birst ...
Lesa meira

Vímuvarnarvika var opnuð með viðhöfn í Þjóðleikhúsinu í gær, þar
sem saman voru komnir fulltrúar fjölmargra samtaka og stofnana sem
beita sér fyrir forvörnum. Í framhaldinu var leikritið Hvað ef?
frumsýnt í Kassanum. Leikstjóri er Gunnar Sigurðsson en leikendur
eru þrír talsins: Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Ólöf Jara Skagfjörð
og Ævar Þór Benediktsson. Leikritið er ætlað unglingum og fjallar
um skaðsemi vímuefnaneyslu og áhugaverðan og frjóan hátt. Með
verkinu er ungt fólk hvatt til að spyrja sjálft sig: Hvað ef? Þar
með er sú hugsun vakin að við ....
Lesa meira

... Eitt augnablik fannst mér Benedikt hljóta að vera frá
Borg á Mýrum. Kannski frændi Egils? Varla bróðir. Það er svo langt
um liðið. Eða hvað? Allt er þetta farið að renna saman, fortíð og
samtíð í höndum þessara óborganlegu listamanna sem eru að hefja
Borgarbyggð upp í efstu hæðir. Það sem upp úr stendur í mínum huga
eftir þessa heimsókn er hve lítið maður hefur um þetta vitað. Bernd
Ogrodnik er greinilega listamaður á heimsmælikvarða - tvímælalaust
í allra fresmtu röð í krefjandi listgrein. Eitt er víst að oft
eigum við sem þarna komum eftir að leggja leið okkar í Brúðuheima
og ...
Lesa meira
...Myndin vakti
mig til umhugsunar um veruleika sem ég hafði hugboð um en er mér
nálægari eftir að sjá þessa mynd. Sögusviðið var í Bandaríkjunum og
Mexíkó. Að sögn er verslun með líffæri að færast í aukana. Við
þurfum að halda vöku okkar. Sums staðar er mikið af líffærum og
lítið af peningum. Annars staðar er lítið af líffærum og mikið af
peningum. Þarna skapast viðskiptatækifæri. Eða hvað? INHALE vekur
áleitna spurnnigu...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 20.10.10.
...Staðan er semsé þessi: Óskum hefur verið
beint til fjármálastofnana um að þær taki þátt í almennum aðgerðum.
Viðbrögðin hafa verið dræm en endanleg svör liggja ekki
fyrir. Millileiðir hafa hins vegar verið orðaðar. Allt tal um
svikin loforð eða leikarskap af hálfu stjórnvalda er því
ósatt. Það sem meira er, þetta er ósanngjarnt og óábyrgt tal.
Það er af mikilli alvöru verið að leita lausna og að mínu mati er
það beinlínis ábyrgðarhluti að reyna að grafa undan slíkri
viðleitni. Staða mála á Íslandi er alvarlegri en svo að menn geti
leyft sér slíkt. Auðvitað skrifar Þorsteinn Pálsson eins og hann
lystir og Fréttablaðið velur sér þá fréttaskýrendur sem það vill
bjóða lesendum sínum upp á. Ég ætla hins vegar að leyfa mér að óska
eftir...
Lesa meira
...Gjaldþrotalögin eru nú á þann veg að hægt er að rjúfa
fyrningu krafna út í hið óendanlega. Þetta hefur valdið því að
hýenur í lægsta lagi innheimtumanna - þeirra sem hafa viðurværi af
því að kaupa skuldakröfur á hendur fjárvana fólki og fyrirtækjum og
gera sér mat úr þeim, hafa haft nánast ótakmarkað athafnarými.
Á Alþingi hófst í fyrra barátta fyrir því að fá
þessu breytt. Þar fór í fararbroddi Lilja Mósesdóttir og
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason...Eitt fyrsta
verk mitt í Mannréttindaráðuneytinu var að fela embættismönnum að
útbúa frumvarp í þeim anda sem þarna var flutt og var það afgreitt
úr ríkisstjórn í morgun. Í frumvarpinu sem nú er orðið
stjórnarfrumvarp og fer fyrir þingið í vikunni, er gert ráð fyrir
að ...
Lesa meira

Liu Xiaobo, handhafi friðarverðlauna Nóbels, situr í fangelsi í
heimalandi sínu Kína. Hann er samviskufangi. Þúsundir og hundruð
þúsunda sitja í fangelsi vegna skoðana sinna í Kína og víðs vegar
um heiminn. Heimsbyggðin hefur staðnæmst við nafn
Nóbelsverðlaunahafans því það er táknrænt fyrir alla hina sem
grundvallarmannréttindi eru brotin á. Krafa um að leysa Liu Xiaobo
úr haldi er því krafa um að mannréttindi séu virt. Skilaboðin til
kínverskra stjórnvalda eru skýr...
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Samherji þjálfar svika gengi
sárt bítur hungruð lús
þetta höfum við vitað lengi
vandinn er kominn í hús.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Græðgiskarlar geta flátt,
gaukað mútum sléttum.
Uppskiptingin endar brátt,
í öðrum glæpafléttum.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum