Fara í efni

Í GALDRAFERÐ MEÐ GALDRAMÖNNUM


„Um 500 manns eru nú í draugaferð um Flóann á vegum Guðmundar Tyrfingssonar á Selfossi en tilefnið er að nú eru 10 ár frá því að fyrsta draugaferðin var farin með Þór Vigfússyni sagnameistara, sem hefur verið leiðsögumaður í ferðunum frá upphafi. Fyrsti bíll fyrirtækisins, Dodge Weapon árgerð 1953 leiðir lestina en Ögmundur Jónasson, samgönguráðherra og kona hans eru m.a.í bílnum. Bíllinn tekur 14 manns. Aðrar rútur frá Guðmundi Tyrfingssyni fylgja á eftir en notaður er útvarpssendir til að leiðsögn Þórs heyrist milli bifreiða. Stoppað er á vel völdum stöðum í Flóanum og á Stokkseyri. Meginþema ferðarinnar eru draugar og þjóðsagnapersónur en einn frægasti draugur Íslands, Móri varð til á þessu svæði og lifir enn góðu lífi."
Þannig sagði Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamður frá á fréttavef RÚV í gær.
Eins og sjá má skrifaði Magnús Hlynur frétt sína á meðan við vorum enn í ferðinni. En upplýst skal að við komumst á áfangastað þrátt fyrir ýmsar uppákomur á leiðinni sem ýmsir röktu til reimleika. Frá því er skemmst að segja að ferðin var fróðleg og stórskemmtileg enda leiðsögumaðurinn, Þór Vigfússon, meistari  frásagnarlistarinnar, sumir myndu kalla hann töframann tungutaksins og að vel færi á því að fá slíkan galdramann til að fjalla um gernigar fyrr og nú. Þá var það sérstök tilfinning að sitja í gamla Weaponinum  frá 1953 með sjálfan Guðmund Tyrfingsson undir stýri! Einnig hann er sagður töframaður þegar bílar og ferðalög eru annars vegar.
Á myndinni er ég ásamt Þór Vigfússyni og Benedikt Guðmundssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins.